Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 61 henni var hafnað allri viðleitni til að koma á bandalagsstjórn, við yrðum því að reiða okkur á einfalda samninga til varnar og sóknar. Við værum í þeirri aðstöðu að vera stundum vinir hver annars en stundum óvinir, allt eftir því hvernig vindar öfundar og samkeppni blésu hverju sinni. En launráð erlendra ríkja myndu efla slíka vinda. En ef við viljum ekki lenda í svo illvænlegri aðstöðu; ef við viljum enn halda fast við áform um allsherjarstjórn eða öðrum orðum sagt, áform um yfir- stjórnarvald undir stýringu sameiginlegs þings, þá verðum við að fella inn í áformin þá eðiisþætti sem greina stjórn frá bandalagi þjóða. Við verðum að láta vald Sambandsveldisins ná til borgaranna — þeir einir eru eðlilegir undirsátar stjórna. Stjórn þjóðar verður að hafa vald til að setja lög. Hugmyndin um lög felur í sér að lögunum fylgi viðurlög; eða með öðrum orðum refsingar eða hegning fyrir óhlýðni. Ef engar refsingar fylgja óhlýðni, þá væru ákvarðanir eða skipanir í raun aðeins ráðleggingar eða tilmæli þótt þeim væri gefið laganafn. Refsingunni hver sem hún kann að vera er unnt að koma við með tvennum hætti: með hjálp dóms- stóla og embættismanna réttarins eða með vopnavaldi, með þvingunum réttarins eða með þvingunum hersins. Hin fyrri tegund þvingana verður greinilega aðeins beitt við menn, hinum síðari samkvæmt eðli þeirra gegn stjórnmálaheildum, samfélögum eða Ríkjum. Þar er augljóst að réttarmeðferð getur ekki endanlega framfylgt lögun- um gagnvart hinum síðast- nefndu. Þaö er hægt að kveða upp dóma yfir þeim fyrir skyldubrot en dómunum verður aðeins framfylgt með vopnum. I bandalagi þar sem allsherjar- valdið nær aðeins til meðlima samfélaganna sem heildar hlýtur sérhvert lagabrot að leiða til styrjaldarástands, og hernaðaraðgerðir eru eina leiðin til að ná fram löghlýðni. Við slíkar aðstæður er alls ekki hægt að tala um að stjórnað sé, enginn skynsamur maður mundi telja gæfu sinni best borgið við slíkar aðstæður. Okkur var fyrrum Sagt að þess væri ekki að vænta að Ríkin mundu brjóta lög alls- herjarstjórnarinnar, meðvitundin um sameiginlega hagsmuni mundu ráða gerðum meðlimaríkjanna og þau mundu því verða við öllum lögmætum kröfum Sambandsveldisins. Þessar staðhæfingar virðast nú eins fjarstæðar og flest það sem við heyrum um úr sömu átt mun virðast síðar, þegar við höfum af reynslunni enn frekar aflað þeirrar þekkingar sem ólygnust er. Þessar staðhæfingar bera vott um fávísi, um frumhvata mannlegrar breytni og þær fela upphaflegu ástæðurnar fyrir því að stofnað er til stjórna meðal manna. Af hverju er yfir höfuð stofnað til stjórna? Af því að ástríður manna lúta ekki rökum eða réttlæti án þvingunar. Höfum við orðið þess var að hópar manna gæti fremur rétt- sýni og óhlutdrægni en ein- staklingar? Allir þeir sem nákvæmast hafa skoðað mann- lega breytni hafa dregið þver- öfugar ályktanir, og ályktanirn- ar eru reistar á þungum rökum. Menn hafa síður ástæðu til að óttast um eigin mannorð ef margir eru saman um að drýgja ódæði en ef einn maður verður að taka á sig alla ábyrgðina. Ólga flokkadrátta spillir gjarn- an málsmeðferð alls stðar þar sem margir menn eru saman komnir og hvetur einstaklinga á mannafundum til óhæfu og öfga sem þeir mundu skammast sín fyrir ef þeir væru einir. Publius. Nýtt Þjóðleikhús- ráð tekið til starf a Nýtt Þjóðleikhúsráð hefur tekið til starfa og var fyrsti fundur þess haldinn fyrir nokkru. Ráðið skipa einn fulltrúi frá hverjum fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna og einn fulltrúi frá Félagi íslenskra leikara. Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta fundi Þjóðleikhúsráðs- ins. Lengst til vinstri er Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, þá full- trúar ráðsins, Haraldur Ólafsson lektor, Þuríður Pálsdóttir söngkona, Þórhallur Sigurðsson leikari, for- maður ráðsins, Margrét Guðmunds- dóttir leikari og Gylfi Þ. Gíslason prófessor. Margrét Guðmundsdóttir er fulltrúi leikara. Gylfi Þ. Gíslason er sá eini sem áður hefur átt sæti í Þjóðleikhúsráði. Hið nýja Þjóðleikhúsráð ásamt þjóðleikhússtjóra, Sveini Einarssyni, á fyrsta fundi ráðsins. Islenskt smjör og jólasteikinni er borgiö Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, gefur jólauppskriftir fyrir 6. HEILSTEIKTAR NAUTALUNDIR M/SMJÖRSTEIKTUM KJÖRSVEPPUM OG BEARNAISE SÓSU. 1 Vi kg nautalundir hreinsaðar og brúnaðar vel. Þar nœst eru nautalundirnar steiktar í heiturn ofni (ca. 350°C) í 5 mín. Sveppirnir eru skolaðir upp úr létt söltuðu vatni, skornir til helminga, þerraðir og 8teiktir upp úr íslensku smjöri. BEARNAISE SÓSA. 6 eggjarauður/500 g mjúkt smjör (ósaltað) 2 msk. Bearnaise essens/Pipar/Estragon krydd/SojasÓ8a. Þeytið eggjarauðurnar ásamt salti og pipar í skál yfir vatnsbaði. Athugið að halda vatninu í pottinum við suðumark. (Ekki sjóða). Þeytið eggjahrœruna þar til hún verður þykk. Takið þá pottinn afhitanum og bœtið íxA af smjörinu sem þarf að vera mjúkt. Þeytið aftur. Endurtakið þar til allt smjörið er komið saman við. Bearnaise essens, estragon og sojasósan sett út í að síðustu. Þeytið sósuna í 3 mín. yfir hitanum, notið sósuna strax . Borið fram með frönskum kartöflum, kjörsveppum og rósinkáli. ★ SYKURHJUPAÐUR HAMBORGARA- HRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU OGHRÁSALATI. IV.í kg hamborgarahryggur soðinn ípotti í 1 klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með: saxaðan lauk, gulrætur og 8 stk. af heilum pipar. SYKURHJÚPURINNÁ HRYGGINN. 200 g tómat8Ó8a/75 g súrt sinnep/l dós sýrður rjómi/2 dl rauðvín/1 dl Coca cola. Allt er þetta hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og pennslað- ur að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurhjúpurinn fallega. RA UÐVlNSSÓSAN. Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, 3ja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrært saman. Sett smám saman út í soðið. Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. HRÁSALAT. V2 stk. hvítkál8höfuð/4 stk. gulrœtur/2 stk. tómatar/1 stk. agúrka/Vi dós ananas. Saxað fínt. Salatsósa: 100 g majonnes/Ananassafinn Súrt sinnep/l tsk. karry/Nokkra dropa Tabasco sósa/H.P. sósa/Season All krydd Lemon pipar. Hrærið sósuna vel saman og blandið út í grænmetið. Borið fram kalt. 'Á jólunum hvarflar ekki að mér að nota annað en smjör við matseldina'/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.