Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Matthías Jóhannsson kaupmaður á Siglufirði hcfur flutt verzlun sína, Tröð, í nýtt húsnæði við Aðalgötu 5 í gömlu húsi sem endurnýjað hefur verið töluvert. í verzluninni eru á boðstólum sælgæti og tóbak auk ýmiss annars varnings, og er eigandinn Matthías Jóhannsson auk þess umhoðsmaður fyrir Morgunblaðið og Vísi. A myndinni er hann f verzluninni ásamt konu sinni Jónu Pétursdóttur. Ljósm. Steingrímur. Brynjólfur Bjarnason for- maður Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga AÐALFUNDUR Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn nýlega í Reykjavík. Ólafur Davíðsson hagfræðingur sem vcrið hefur formaður félags- ins undanfarin ár lét af störfum að þessu sinni en í hans stað var Brynjólfur Ðjarnason rekstrar- hagfræðingur kosinn formaður. Aðrir í stjórn félagsins nú eru Ilörður Sigurgestsson varafor- maður, Ólafur Karlsson gjald- keri, Geir H. Haarde ritari. Tryggvi Pálsson formaður fræðslunefndar, 1‘órður Friðjóns- son formaður kjaranefndar og Ásmundur Stefánsson meðstjórn- andi. Tilgangur félagsins er m.a, að því er segir í tilkynningu frá því, að auka þekkingu félagsmanna á fræðigreinum sínum. Félagsmenn geta allir þeir orðið sem lokið hafa prófi í viðskipta- og hagfræði frá viðurkenndum háskóla. Félagið á aðild að Bandalagi háskólamanna. Þetta gerðist 1976 — Rússar stækka fisk- veiðilögsögu sína í 200 mílur. 1972 — Flokkur Tanaka heldur velli í kosningum í Japan. 1948 — Mannréttindayfirlýsing SÞ samþykkt. 1941 — „Prince of Wales“ og „Repulse“ sökkt við Malaya. 1936 — Játvarður VIII leggur niður völd og verður hertogi af Windsor. 1899 — Bretar sigraðir við Stormberg í Suður-Afríku. 1898 — Parísar-sáttmálinn bindur enda á styrjöld Spán- verja og Bandaríkjamanna sem fá Kúbu, Puerto Rico, Guam og Filippseyjar fyrir 20 milljónir dollara. 1896 — Alfred Nóbel andast. 1884 — Porfirio Diaz verður forseti Mexíkó. 1877 — Rússar taka Plevna i Búigáríu eftir umsátur. 1848 — Louis Napoleon kosinn forseti Frakka. 1825 — Brazilía segir Argentinu stríð á hendur. 1810 — Napoleon innlimar Norður-Hannover, Bremen, Hamborg, Lauenburg og Lubeck. 1607 — John Smith fer frá Jamestown, Virginíu, í land- könnunarferð. 1520 — Lúther brennir páfa- bréf. Afmæli dagsins. Giovanni B. Guarini, ítalskt skáld (1537—1612) — Cesar Franck, belgískt tónskáld (1822—1895) — Dorothy Lamour, bandarísk leikkona (1914— —) — Emily Dickinson, bandrískt skáld (1830-1886) Innlent. Halldór Laxness tekur við bókmenntaverðlaunum Nóbels 1955 - F. Jón Guð- mundsson ritstjóri 1802 — Magnús Kristjánsson fjármála- ráðherra andast í Kaupmanna- höfn 1928 — Bandarískir her- menn fluttir frá Keflavík og skipulagi varnarliðsins breytt 1959 — D. Ólafur Hallsson prófastur 1681. Orð dagsins. Nánast hver ein- asti maður veit hvernig hann á að vinna sér inn peninga, en ekki einn maður af hverri milljón veit hvernig hann á að eyða þeim — Henry David Thoreau, bandarískur rithöf- undur (1817-1862). Þetta gerðist 1976 — Baskar ræna forseta spænska ríkisráðsins. 1972 — Geimfararnir í Apollo 17 lenda á tunglinu. 1963 — Nkrumah rekur forseta hæstaréttar í Ghana. 1944 — Þjóðverjar hrörfa yfir ána Rör. 1941 — Bandaríkjamenn segja Þjóðverjum og ítöium stríð á hendur. 1937 — ítalir fara úr Þjóða- bandalaginu. 1936 — Georg VI verður kon- ungur Englands. 1899 — Bretar sigraðir við Magersfontein í Óraníu-frírík- inu — Búlow hafnar málaleitun Breta um bandalag við Þjóð- verja. 1848 — Louis Napoleon kosinn forseti Frakka. 1845 — Síkhar sækja yfir ána Sutlej á Indlandi og Síkhastríð hefst. 1806 — Saxland verður kon- ungsríki og gengur í Rínarsam- bandið með Posen-friðnum við Frakka. 1718 - Karl XII fellur við Frederikshall í herförinni gegn Norðmönnum. 1543 — Skozka þingið riftir Greenwich-sáttmálanum um giftingu Maríu Skotadrottning- ar og Játvarðar Túdors prins. 1515 — Leo páfi lætur Parma og Piacenza af hendi við Frakka. 1317 — Birgir Magnússon Svía- konungur lætur handtaka bræð- ur sína, hertogana Eirík og Valdimar, í Nyköbinghöll. Afmæli dagsins. Hector Berlioz, franskt tónskáld (1803—1869) — Alfred de Musset, franskur höfundur (1810—1857). Innlent. Tveir brezkir dráttar- bátar sigla á „Þór“ 1975 — Hannes Jóiisson og Jón í Stóra- dal reknir úr Framsóknar- flokknum 1933 — Hörð átök lögreglu og verkfallsmanna við Garnastöðina 1930 — Laxveiði í Elliðaám afsöluð Ditlev Thom- sen kaupmanni 1853 — Vatns- flóð í Mosfellsdal 1967. Orð dagsinst Við eigum miðöld- um tvær verstu uppfinningar mannkynsins að þakka — púðr- ið og rómantíska ást — André Maurois, franskur rithöfundur (1885-1967). t , jafnt HUSB/EMDUR - SEM VIÐ HIN - KUnMA AD META RETT BAKADAR PIPARKÖKUR.STt>KKAR OQ BRAQÐMIKLAR KEXVERKSMIÐJAN FRÓN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.