Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 7 HUG- VEKJA eftir séra Jón Auðuns Þau koma illa heim viö þessa árstíö hjá okkur Noröurlandabúum öll þrjú guöspjöll þessa sunnu- dags, enda valin af mönn- um, sem langt suöur í löndum bjuggu snemma á öldum kristninnar. Þau greina öll frá líkingum sem Jesús tók af gróöri og voryrkju manna í heim- kynnum hans. Eftir janúarmánuö, hinn kaldasta síöan frostavet- urinn mikla, lítum viö yfir fannabreiöur og óvenju- legt vetrarríki og er okkur aö vonum sumargróður og sáðmannsstarf sízt í huga. Auöveldara væri að semja hugvekju út frá þessum blessuðu gróðrar- guöspjöllum á fallegum vordegi meö sumarblíö- una í vændum. í einu þeirra dregur Jesús upp mynd af manni, sem geng- ur út og sáir must- arðskornum í akur sinn. Örlitlu korni fleygir maöur- inn í moldina og síöan gengur hann heim. Tímar líöa og ár, og aftur er bóndinn á akri sínum. Hann nemur stað- ar þar, sem litla mustarðs- korniö haföi falliö í mold- ina, og nú blasir viö hon- um jurt svo stór, að þegar hann nálgast flýgur uþþ hóþur fugla, sem setið haföi á greinunum. Svo ótrúlegt lífsmagn haföi bú- iö í fisléttri ögn. Þaö væri hægt að nema aöra ennþá stórkostlegri líkingu af lífsmagni, sem í einu litlu fræi getur fólgizt. Þaö er sagt, aö risafururn- ar í Vesturheimi muni stærstu tré jarðar. Þús- unda ára gamlar eru þær sagðar orðnar og aö í gegn um stofnana niöri við jöröu liggi þjóðvegir, sem menn aka eftir. Risaeikur þessar eru sagðar þrisvar sinnum hærri en turninn á Reykjavíkurapóteki. Sönnur veit ég ekki, en svo hef ég lesið. Endur fyrir löngu féll þarna fræhnúöur í mold- ina, en „sæöið grær og vex“, sagði Kristur. Hann notar líkinguna af mustarðskorninu ekki meö risaeikurnar eða annan furöugróöur jaröar í huga. Hann bendir á annan sannleik: Gættu þess, maöur, ungur eöa gamall, öldungur eöa barn, aö öll þau áhrif, góö eöa ill, sem inn í sál þína berast, lúta sama lögmáli og mustaröskornin, í sál þinni vaxa þau og bera þar ávöxt hvort sem þú gerir þér það Ijóst eöa ekki, ávöxt böls eða bless- unar, um þaö kannt þú aö ráöa minnu en þig grunar. Nú horfir þú á vetrar- jöröina, hugsaöu um þaö aö undir fannabreiðunum felast milljarðir örsmárra frækorna frá liðnu hausti. Þau eru ekki dáin, heldur sofa þau og vakna á næsta vori og bera blóma. Minnstu þess aö svo geta smærstu fræin, sem í sál þína falla, borið ávöxt meiri en þú hefur hug- mynd um. Svo þýðingar- mikil fyrir alla framtíð þína geta orðið fræin, sem í sál þína falla t dag, og ekki aðeins fyrir framtíö þína hér í heimi. Annarsstaöar í tilverunni, löngu eftir að þú hefur lokiö lífi þínu á jörðu, áttu aö búa að ávöxtum þess, góöum eöa illum, sem í sál þína var sáö á hverfulli jarðneskri stund. Á þetta alvörumál er Jesús aö benda áheyrend- um sínum meö líkingunni af mustaröskorninu. Eins og moldin er sál þín, hinn ódauðlegi kjarni þinn, sem á aö lifa eftir aö flest þaö sem þú ert aö lifa fyrir, berjast fyrir, er grafið, gleymt og dautt. Manstu þaö sem hiö mikla skáld, séra Matthías, kvaö: „Þaö kostar svo mikla mæöu, svo margfalt reynslustríð, að sá fyrir lífið hér í heim, en hvaö fyrir eilífa tíö?“ „Fyrir eilífa tíö“ — við lifum fyrir líöandi stund, langflest, aö því beinist langsamlega megnið af viðieitni okkar aö upp- skeran verði hvaö ríkust á næsta degi eöa næstu árum af því, sem viö sáum daglega til. Auöshyggjan er hinn daglegi hvati aö flestu því, sem „lifað er fyrir og barizt á móti“. Ekki geri ég lítið úr því striti, þaö er nauösynlegt, en nauösynlegt aö vissu marki og ekki lengra. Ef þú vinnur fyrir aöra um leið og þú vinnur fyrir sjálfan þig, er barátta þín drengileg. En í þeirri blekkingu lifa langflestir, að heppnist veraldarstrit- ið, hverjum brögöum sem er beitt, sé reikningsskil- um lokið. Þó ættu allir menn aö vita, og vita raunar, að skýlaus kenn- ing krigtindómsins er sú, aö hverju fræi, sem viö sáum, erum viö ekki aö sá fyrir jarðnesku árin ein, heldur einnig fyrir „eilífa tíö“. Og þá einnig hitt, aö í eilíföinni bera ávöxt þau fræ, sem á hverfulli stund falla í sálin, jafnvel þótt enginn sjái ávöxt þeirra hér. Svo sagði mér breið- firzk kona, prestsdóttir, aö á kirkjustaö einum vestur í Dölum hafi í bernsku hennar verið tvö hliö aö kirkjugarðinum. Var annað „sáluhlið" og ekki opnaö nema til þess aö bera lík til kirkju. Yfir því var gömul tréfjöl, snjáö, en þar mátti þó ennþá lesa: „Þeink upp á þetta þitt síöasta, munt þú þá aldrei illt gera“. Auðvitað lýsir þetta of mikilli bjart- sýni á getu manns og mátt, en má þó skilja í sambandi við orð Jesú um mustarðskorniö, sem í moldina — mannlega sál — féll. Nú er eftir önnur hliö þessa merkilega guöspjalls: Hverjum fræ- kornum sáir þú sjálfur, — hverjir eru þeir sáömenn, sem í sál þína sá? Þess langar mig að gera nokkra grein í hugvekjunni á sunnudaginn kemur. „Sœðið grœr og vex” Sérstakir TUDOR rafgeymar fyrir báta TUDOR rafgeymar meö 9 líf Ármúla 28 — Sími 37033 Vatnsþéttur krossviður af öllum geröum og þykktum. Mjög hagstætt verö. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 STRATFORD 404 VERÐ KR. 38.852.- Fr jálst er í fjallasal Ski-doo Everest 40 ha. á 1.580.000.- Artic Cat Panther 45 ha. á 1.680.000. Artic Cat Pantera 55 ha. á 1.886.000.- tii afgreiöslu strax. Einnig væntanlegar margar gerðir af aftanísleðum. Gísli Jónsson & Co H.F. Sundaborg 41, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.