Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 31 „ARMED FORCESu Elvis Costello (Radar) 1979 (stjörnugjöf): ★ ★ ★ ★ Tónlistarmenn á plötunni eru: Elvis Costello: Söngur og gít- ar/ Bruce Thomas: Bassagítar/ Peter Thomas: Trommur/ Steve Naive: Hljómborð/ Nick Lowe: Bakraddir og tilfallandi hljóð- íæri- - O - Hljómplata Elvis Costello, „This Year’s Model“, náði miklum vin- sældum í Bretlandi á síðasta ári, þó sér í lagi meðal blaðamanna poppblaðanna, en Melody Maker valdi t.d. plötuna „Plötu ársins" 1978. „Armed Forces" kom út strax í fyrstu viku nýbyrjaðs árs. Miðað við almennar viðtökur má búast við að almenningur velji hans plötu þessa árs. Elvis Costello, eða Declan P. Costello eins og hann heitir reynd- ar, á ekki sérlega langan feril í tónlistinni að baki. 1975 byrjaði hann að leika í „pub-rock“ hljóm- sveit í frítíma sínum. Hét sú hljómsveit Flip City og lék mest „bluegrass“-tónlist og sveitarokk. Ari síðar var hann orðinn einn síns liðs og svaraði til nafns D.P. Costello. 1976 hitti hann líka Jake Riviera, sem þá var að setja á laggirnar Stiff-útgáfuna. Varð úr að Costello var með þeim fyrstu sem fengu samning, en Riviera breytti fornafni Declans í Elvis. 1977 var fyrsta plata Elvis Costello tekin upp og gefin út, „My Aim Is True“ (Stiff SEEZ 3). Nick Lowe stjórnaði upptökunum og fékk til liðs nokkra stúdíó- músíkanta sem fengu samheitið Shamrocks. Eftir plötuna var ákveðið að stofna alvöruhljóm- sveit í kringum Elvis. Þeir sem fyrir valinu urðu voru Peter Thomas, fyrrum trymbill Chilli Willi & The Red Hot Peppers, Grobs og John Stewart, Bruce Thomas, sem verið hafði í Suther- land Brothers & Quiver, og síðast en ekki síst Steve Mason, hljóm- borðsleikari, sem nú gengur undir nafninu Steve Naive. 1978 kom svo út fyrsta platan hjá Radar-útgáf- unni, sem Riviera stofnaði líka, „This Year’s Model", sem áður er nefnd. Costello hefur líka gefið út nokkrar smáskífur. Fyrsta litla platan var „Less Than Zero“, síðan komu „Alison", „Red Shoe“ og „Watching The Detectives" sem komu allar út 1977. 1978 komu svo út „Chelsea", „Pump It Up“ og „Radio Radio". „Armed Forces" er sem sagt þriðja plata Costello, en oft hefur verið sagt um hljómsveitir og söngvara að þriðja platan nái eins langt og viðkomandi kemst, og fari að endurtaka sig eftir það. En það er óséð enn hvort Costello falli í þá gildru. Á „Armed Forces" er fágunin að ná méiri tökum á honum og áhrifa Nick Lowe gætir mjög, en Lowe stjórnaði upptökum á þessari plötu líkt og fyrri plötum Costello. Costello virðist eiga auð- velt með að sjóða saman ferskar melódíur sem manni fellur strax vel við líkt og með lögin hans Nick Lowe. Vinsœldalistar VINSÆLDALISTARNIR féllu niður hjá okkur síðast vegna slæms telex-sambands. En listarnir þessa vikuna eru með hressilegra móti í staðinn. Blondie skýtur upp með nýtt lag. „Heart Of Glass", í fyrsta sæti og er hér um að ræða aðra smáskifuna sem kemst þangað frá Blondie, hin var „Denis". Dury féll ekki alvarlega enda virtir fyrir sín sérbresku einkenni sem Bretar eru svo stoltir af. Annað nýtt lag er í 3. sæti frá 3 Degrees, sem hafa lítið sést á vinsældalistunum undanfarin ár ef mig minnir rétt. Annað er nú ekki merkilegt á breska listanum. Hreyfingar á bandaríska listanum eru oftast mjög hægfara, og því má segja að þetta sé lífleg vika þar með nýju lagi í fyrsta sæti og öðru á „fleygiferð" í fyrsta sætið. „Fire" frá Pointer Sisters sem er ágætis lag. Nicolette Larson er ung, efnileg bandarísk söngkona sem er hér með lag Neil Youngs. Ilía. England: 1. (-) Heart Of Glass 2. (1) Hit Me With Your Rhythm Sticklan Dury 3. (-) Woman In Love 4. (3) September 5. (4) Hello, This is Joannie 6. (8) A Little More Love 7. (2) Y.M.C.A. 8. (9) Car 67 9. (6) Le Freak 10. (-) Don‘t Cry For Me Argentina Blondie & The Blockheads Three Degrees Earth, Wind & Fire Paul Evans Olivia Newton-John Village People Driver 67 Chic Shadows U.S.A.: 1. (4) Do Ya Think ím Sexy 2. (1) Le Freak 3. (3) Y.M.C.A. 4. (2) Too Much Heaven 5. (10) Fire 6. (8) A Little More Love 7. (9) Every ís a Winner 8. (6) September 9. (-) Lotta Love 10. (-) Got To Be Real Rod Stewart Chic Víllage People Bee Gees Pionter Sisters Olivia Newton-John Hot Cocolate Earth Wind & Fire Nocolette Larson Cheryl Lynn Hía. War of the Worlds er einhver stórbrotnasta hljómplata sem út hefur komið. Nýtur hún geysilegra vinsælda um gervallan heiminn, enda er flutningurinn einstakur. Tónlist Jeff Wayne myndar frábæra umgjörð um þessa vísindaskáldsögu H.G. Wells. Það er valinn hópur stórstjarna sem sér um flutning verksins á plötunni. Verður sögusviðið ljóslifandi í hugskoti hlustandans í flutningi þeirra. Justin Hayward (Moody Blues) Eve of the War Forever Autumn. David Essex Hermaðurinn. Richard Burton Blaðamaðurinn sem rekur söguna. Jeff Wayne Tónskáld og hljóm sveitarstjórn. Philip Lynott (Thin Lizzy) Presturinn Nathani Chris Thompson (Mannfred Mann Earth Band). Syngur lagið Thunderchild. Julie Conington (Evita) Beth prófastsfrú Jo Partridge Gítarleikari. HLJOMDEILD KARNABÆR r Laugavegi 66. s. 28155, Glæsibæ, s. 81915. Austurstræti 22. s. 28155 Heildsala Steinar h.f., sími 19490 — 281!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.