Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 t Móöir mín og amma, JÓHANNA SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Stigahlíð 30, lézt í Borgarspítalanum föstudaginn 2. febrúar. Hanna D. Jónadóttir, börn og barnabðrn. t Sonur minn, ÓLAFUR BJÖRN JÓNASSON, frá Grundarfiröi, sem andaöist þann 29. janúar sl. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þórkatla Bjarnadóttir. t Maöurinn minn, GUNNAR GUDMUNDSSON, frá Otradal, Granaakjóli 23, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. febrúar kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Styrktarfélag vangefinna. Fyrir mína hönd, og barna okkar, tengdasonar og barnabarna. Sigriður Magnúadóttir. t Útför systur okkar og fööursystur, GUNNFRÍÐAR AGÖTHU EBENEZERDÓTTUR, Lindargötu 10, veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. febrúar 1979, kl. 1.30 e.h. Sigurlína Ebenezerdóttir, Sigríður Ebenezerdóttir, Ingunn Helgadóttir. t Systir okkar, GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR, Nóatúni 26, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Hróðný Páladóttir, Jón Pálsson, Sigrlður Pálsdóttir, t Eiginmaöur minn, INDRIDI HALLGRÍMSSON, bókasafnstraaðingur, er lést þann 27. janúar veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. febrúar kl. 10.30 f.h. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Klara Hanneadóttir. t Minningarathöfn fööur okkar, sonar og bróöur, SIGURDAR BRYNJÓLFSSONAR, Hrlngbraut 11, Hafnarfirði, sem lést af slysförum 3. janúar fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 6. febrúar kl. 2. Ingi Torfi Sigurösson, Brynjólfur Sigurðsson, Valgerður Þórarinadóttir, og systkini hins látna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiglnmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, FREYMÓÐS HEIÐARS ÓLAFSSONAR, Karen Alda Gunnaradóttir, Gunnar Þór Heiðarsson, Hildur Þorvaldsdóttir, Heiöar Þór Gunnarsson. t Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug ættingja og vina vegna andláts og útfarar litla drengsins okkar, PÁLMARS ÁRNA. Alúöarþakkir færum viö hjúkrunarfólki og læknum vökudeildar Landspítalans og sr. Karli Sigurbjörnssyni. Auöur Pétursdóttir, Pálmar Árni Sigurbergason. Minning: Gunnfríöur Agatha Ebenezerdóttir Fædd 23 íebrúar 1896. Dáin 25. janúar 1979. .l'ar sem góðir menn fara. þar eru GuÖs vegir" (Bj. Björnsxon) Mig langar að setja á blað nokkur orð í minningu þessarar nýlátnu vinkonu minnar. Gunnfríður var fædd í Reykja- vík, þar sem hún átti heima alla ævi, lengst af í húsinu á Lindar- götu 10, sem faðir hennar byggði. Faðir hennar, Ebenezer Helgason, var af kunnum breiðfirskum ættum. Var hann sjómaður lengst af, í hvívetna traustur dugnaðar- maður. Hann var fæddur 13.3 1854 í Ólafsvík, fluttist til Reykjavíkur 1882, dáinn 15.7 1938. Kona hans, móðir Gunnfríðar, var Ingibjörg Gunnarsdóttir, fædd á Gullbera- seli í Lundarreykjadal 12.7 1857, dáin 2.6. 1938. Að henni stóðu góðar borgfirzkar ættir. Foreldrar Gunnfríðar giftust 1.10. 1892 og eignuðust þau í hjónabandinu 4 dætur og 1 son, en ein systirin, Sveindís að nafni, dó ung. Hinar eru Sigurlína, ekkja Magnúsar Jónssonar prentara á Lambhól í Reykjavík, sem var kunnur maður, og Sigríður húsfreyja á Akranesi, en seinni maður hennar er Magnús Ásmundsson, Akranesi. Eftir- minnilegt var að koma- á hið gestrisna myndarheimili þeirra á Ákranesi. — Bróðirinn var Helgi Ebenezerson sjómaður á Akranesi, afburða dugnaðarmaður, en bæði hann og kona hans dóu á bezta aldri og létu eftir sig eina dóttur, Ingunni Helgadóttur, þá um 2 ára. Gunnfríður sótti þá telpuna og tók hana til sín, og ólst hún siðan upp hjá henni og foreldrum hennar meðan þeirra naut við. Hún er nú gift kona hér í Reykjavík, en maður hennar er Einar Halldórs- son starfsmaður í lögreglu Reykja- vikur, og eiga þau 2 uppkomin börn, Helgu Agöthu og Halldór. Einnig hafði Gunnfríður á heimilinu systurson sinn á menntaskólaárum hans, Harald Jóhannsson hagfræðing, þar sem móðir hans ver búsett á Akranesi, og veit ég að hann hefur margar góðar minningar um Gunnfríði móðursystur sína, fórnfýsi hennar og vinarþel. Gunnfríður menntaðist vel eftir því sem þá gerðist. Lífsbaráttan var þá allströng fyrir flesta hér á landi og útheimti atorku og þraut- seigju, sem báðir foreldrar hennar hörfðu til að bera og raunar fjölskyldan öll og ættirnar sem að henni stóðu, eins og Gunnfríður sjálf. Hún lauk burtfararprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Að loknu því námi var hún nokkur ár við verzlunarstörf hér, en dvaldi síðan eitt ár í Kaupmannahöfn til frekara náms, þar sem hún lærði matreiðslu og ýmis konar handa- vinnu og saumaskap. En hún var sérstaklega vel verki farin og handlagin, og mátti segja að allt léki í höndum hennar. Einnig náði hún góðu valdi á danskri tungu, en auk þess var hún v.el að sér í ensku. Eftir að hún kom heim frá Danmörku, vann hún fyrst eitt ár hjá danska sendiráðinu í Reykja- vík, en síðan réðst hún til starfa í Verzluninni Edinborg, þar sem leiðir okkar lágu saman. Tókst strax með okkur góð vinátta, sem hélst æ síðan. Hún var eldri og þroskaðri en ég, og fann ég fljótt að hún var bæði vinföst og trygglynd. Það gaf manni öryggistilfinningu og traust að vera með henni og eiga þess kost að læra margt af henni. Yfir minningu Öggu, eins og við kölluð- um hana, svífur alltaf einhver birta og hlýja, ævintýrablær æsk- unnar þótt árin hafi liðið. Öll smámunasemi var henni fjarri, en hún átti nóg af hugsunarsemi og skemmtilegum höfðingsskap. Eftirlifandi vandamönnum Gunnfríðar votta ég samúð mína. Guðrún Jónsdóttir Bergmann. BenediktHelgason — Minningarorð Fæddur 17. júlí 1923 Dáinn 26. janúar 1979 Benedikt Helgason var fæddur á ísafirði 17/7 ’23, sonur hjónanna Helga Benediktssonar skipstjóra sem lést 12. des. 1975 og konu hans Jónínu M. Pétursdóttur ættaðri úr Álftafirði. Benedikt eyddi æskuárum sínum á Isafirði, en árið 1938 fluttist hann ásamt foreldrum sínum og systkinum til Reykja- víkur og hafði hann búið hér í Reykjavík alla tíð síðan. Hann byrjaði snemma að vinna, hans fyrstu störf voru við fiskvinnu. Snemma beygist krókurinn, því eins og hjá föður hans hneigðist allur hugur hans til vinnu við sjóinn. Ungur að árum réðst hann til Eimskips hf. sem háseti og síðar bátsmaður, fyrst á Brúar- fossi og síðan á Fjallfossi, við þessi störf var hann um árabil eða þangað til að hann réðst starfs- maður hjá Reykjavíkurhöfn um 1962—1963, fyrst sem verkamaður í landi, síðan sem háseti á hafn- sögubátnum Magna og nú síðustu árin sem vatnsmaður við Reykja- víkurhöfn. Benedikt var alveg sérstök manngerð, hann var frekar dulur um sína hagi, en eitt hið allra mesta prúðmenni sem ég hefi kynnst um mína daga, reglusemi og stundvísi var hans leiðarljós, enda hafði hann ekki vantað marga daga til vinnu um ævina. Allir vinnufélagar hans hafa róm- að hann sem drenglyndan og góð- an vinnufélaga í öllum þeim störfum sem hann gekk að. Ég held að hans kjörorð hafi verið: Því sem mér er trúað fyrir t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og sonar, BENEDIKTS HELGASONAR, Holtsgötu 21, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. febrúar kl. 3. María Páladóttir, Bára Banadiktadóttir, Guóbjörn Hjartarson, Halgi Bansdiktsson, Unnur María Bonodiktsdóttir, Jóhann Bragason, Brynja Bonodiktsdóttir, Jónína M. Pátursdóttir. t Þakka öllur þeim, er auösýndu mér samúö viö andlát og jaröarför móöur mlnnar, GUÐRÚNAR S. GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Mol, Hraunhrsppi, Sérstakar þakkir til forstööukonu og starfsfólks Dvalarheimllis aldraðra Borgarnesi. Aóalstoinn Pátursson. skal af hendi leyst eins og tilætlað er. 5. október 1956 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Maríu Pálsdóttur, fædda 20/5 ’24, dóttur Láru Ágústsdóttur og Páls Jónassonar Thorberg f.v. sím- virkja, þau eignuðust 3 börn: Helga, fæddan ’56, Unni Maríu, fædda ’58 og Brynju, fædda ’61. Þá átti hann áður dóttur, Báru, fædda ’46. Fjölskyldu sinni reyndist hann mjög vel og er mikil eftirsjá að eiginmanni og góðum föður. Móður sinni reyndist hann sérstaklega vel alla tíð, heimsótti hann hana reglulega og var henni stoð og stytta og hinn eftirminnilegi sonur sem móðurhjartað gleymir aldrei. Hann var elstur 7 systkina, 2 systra og 5 bræðra, og er hann nú sá fyrsti sem fellur frá. Ég kynntist Benedikt á árunum 1944—45 er ég tengdist fjölskyldu hans með því að giftast eldri systur hans. Alla tíð fór mjög vel á með okkur, en ég held að samband- ið milli hans og systur hans, konu minnar, hafi verið með eindæmum náið, alla tíð voru þau mjög hænd hvort að öðru. Þá reyndist hann öllum hinum systkinunum hinn besti bróðir og var honum alltaf mjög umhugað um hvernig þeim reiddi af með sínum fjölskyldum, það er gott hverjum og einum að kynnast svona manni sem Bene- dikt var, ég vil þakka honum okkar kunningsskap og vináttu öll þau ár er við þekktumst. Það er sárt að sjá dugmikla menn á besta aldri hverfa sjónum okkar, en minningin um góðan dreng varir með þeim sem eftir lifa. Ég votta eiginkonu, börnum, móður og systkinum hins látna mína dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólafur Jónsson, málarameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.