Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 224S0. Askriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakíð. Þegar Matthías Bjarnason gaf út reglugerðina um 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands hinn 15. júlí 1975 sagði hann m.a. á fundi með fréttamönnum: „í samræmi við frumvarp það að heildar- texta hafréttarsáttmála, er nú liggur fyrir hafréttarráð- stefnunni, gilda miðlínur, þar sem minna er en 400 sjómílur milli grunnlína annarra landa annars vegar og ís- lands hins vegar. Þetta tekur þó ekki til Rockall, enda er gert ráð fyrir því í greindu frumvarpi, að óbyggilegir klettar, sem ekki geta orðið grundvöllur sjáifstæðs efna- hagslífs, skuli ekki geta helg- að sér efnahagslögsögu eða landgrunn. Á hinn bóginn virðist réttindi eyja, einnig þeirra, sem óbyggilegar teljast, enn óljós. Gagnvart Jan Mayen væri um að ræða 25 þúsund ferkílómetra svæði, sem að svo stöddu hefur litla þýðingu fyrir ís- lendinga. Þar sem óútkljáð er um gagnkvæm veiðiréttindi og þjóðréttarleg réttindi aðila eru sem stendur óskýr, þótti rétt að fresta fram- kvæmd útfærslu út fyrir mið- línu Jan Mayen og Islands að svo stöddu, þar til annað yrði háslétta hlýtur að teljast til íslenzka landgrunnsins og nú er einmitt mest um það rætt, hve víðtækan rétt strandrík- in fái utan 200 mílnanna eins og áður segir. Þar er um að ræða öll jarðefni og lífverur á hafsbotni. Enginn veit • að vísu í dag, hver þessi verð- mæti kunna að vera en fárán- legt er, að við höldum ekki okkar rétti til streitu, bæði á Jan Mayen-svæðinu suður af íslandi og suðvestur af því. Þar að auki eru svo að sjálf- sögðu fiskveiði- og fisk- verndarhagsmunir, sem margrætt er um.“ í viðtali við norska sjón- varpið sl. miðvikudagskvöld lýsti Benedikt Gröndal utan- ríkisráðherra yfir þyí, að hann teldi að Norðmenn ættu velvilja í garð ráðherrans til þess að túlka þau eins og hann sjálfur telur að þau beri að skilja. Eyjólfur Konráð Jónsson segir í Morgunblaðinu í gær um rétt Norðmanna til 200 mílna við Jan Mayen: „Þeir eiga engan slíkan rétt, a.m.k. ekki áður en þeir hafa rætt það mál við okkur, því að meginreglur draganna að hafréttarsáttmála, sem m.a. koma fram í 74. gr. og 83. gr. eru þær, að ríki eigi að leita samninga á sanngirnisgrund- velli, þar sem allar aðstæður eru metnar. Það er að vísu rétt, að í 121. gr. draganna er gert ráð fyrir, að eyjar geti fengið efnahagslögsögu en hins vegar ekki klettar, þar Fljótræði utanríkisráðherra ákveðið. Að sjálfsögðu afsala íslendingar sér ekki með þessum hætti nokkrum rétti.“ Frá árinu 1975 er þessi yfirlýsing var gefin hafa hagsmunir íslendinga á svæðinu milli íslands og Jan Mayen skýrzt. Eyjólfur Konráð Jónsson lýsir þeim svo í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Allt svæðið norður um Jan Mayen er af jarð- fræðingum nefnt íslenzka hásléttan. Þessi neðansjávar- rétt á að færa efnahagslög- sögu við Jan Mayen út í 200 sjómílur. Mismunandi skiln- ingur er á ummælum utan- ríkisráðherra um miðlínu milli íslands og Jan Mayen. Fréttaritari Morgunblaðsins í Osló telur, að ráðherrann hafi svarað játandi spurn- ingu um það, en utanríkisráð- herra sjálfur kveðst hafa neitað að tala ákveðið um það. Morgunblaðið hefur birt orðrétt ummæli hans um miðlínu. Það þarf mikinn sem ekki er hægt að halda uppi sjálfstæðu efnahagslífi. Þessi grein er nú mjög til umræðu og m.a. hafa 10 ríki lagt til, að auk kletta verði smáeyjar nefndar í 3. mgr. og þannig væru klettar og smáeyjar lagðar að jöfnu. Islenzka sendinefndin hefur m.a. bent á þetta og sérstak- lega að öðru vísi beri að fara með eyjar á landgrunni annarra ríkja. Það liggur því ekkert fyrir um það, að Norð- menn geti einhliða helgað sér 200 mílna efnahagslögsögu, þvert á móti tel ég, að þeir hljóti að verða að semja við Islendinga um þessi mál.“ Ekki þarf að hafa mörg orð um, hvílíka áherzlu við ís- lendingar leggjum á vinsam- leg samskipti við frændur okkar í Noregi. Þess vegna er mikilvægt, að samningar um þetta mál takist milli þjóð- anna tveggja. En auðvitað hljótum við íslendingar að halda fast á okkar hagsmun- um, alveg eins og Norðmenn hljóta að standa á því, sem þeir telja sinn rétt. Engin ástæða er til að ætla annað en að samkomulag geti tekizt milli okkar og Norðmanna í þessum efnum. En það eru alvarleg afglöp hjá Benedikt Gröndal utanríkisráðherra að gefa yfirlýsingu af því tagi, sem hann gaf í norska sjónvarpinu sl. miðvikudags- kvöld. Með henni hefur hann annars vegar veikt mjög verulega samningsstöðu okkar gagnvart Norðmönn- um og hins vegar ýtt undir kröfur þeirra í Noregi sem krefjast ýtrustu aðgerða af hálfu Norðmanna. Þess vegna er óhjákvæmilegt, að ríkisstjórnin í heild gefi skýra yfirlýsingu um það, hvort ummæli utanríkisráð- herra í norska sjónvarpinu beri að skoða sem stefnu ríkisstjórnar íslands eða ekki. Sú afstaða verður að liggja ljós fyrir áður en lengra er haldið og fleiri orð eru höfð um þessa yfirlýsingu utanríkisráðherra. Reykj aví kurbréf Laugardagur 3. febrúar * Osvaradar spurningar — og: Hvað er marxismi? Það væri fróðlegt að vita, hvern- ig Karl Marx yrði við, ef hann gæti með eigin augum barið veröldina í kringum okkur og metið ástandið í heiminum, eins og það er nú. Islenzkt skáld sagði: Allt er í heiminum hverfult, og það er jafnvíst, að allt er í heiminum afstætt. Karl Marx liti áreiðanlega ýmislegt öðrum augum en hann gerði, þegar hann lifði innan um bláfátæka öreiga, sem hann vonaðist til að gerðu byltingu, bæði gegn óvinum sínum, þ.e. borgarstéttinni, og fjandmönnum hennar, þ.e. dreggjunum af aðals- stétt Evrópu. A hans dögum höfðu borgararnir náð góðum tökum á lénsskipulaginu og byltingar þeirra, ekki sízt stjórnarbyltingin mikla 1789 og þyltingarnar í Evrópu 1848, höfðu knúið það fram, að frumskilyrði frjáls- hyggjunnar, frjáls skoðanaskipti, ritfrelsi, valddreifing og almenn- ara lýðræði, var meira í hávegum haft en verið hafði. Þó lifði lengi í glæðum gamla lénsskipulagsins og því er ekki að neita, að iðnþróunin safnaði mikiu fé á fárra hendur. Marx barðist ótrauður gegn öllu þessu og boðaði valdbeitingu og valdatöku öreiganna. Hann hafði á yngri árum í Berlín sökkt sér í heimspekifræði Hegels, sem hafa verið mjög umdeild, eins og kunn- ugt er, og jafnvel verið talað um kerfi hans sem tómt rugl frá vísindalegu sjónarmiði; eða úrelta háspeki, eins og Páll Skúlason prófessor hefur bent á (Hugsun og veruleiki). Hafa það einkum verið þeir sem telja, að heimspeki eigi ekki að vera annað en vísinda- heimspeki, sem hafa afgreitt Hegel með þessum hætti. Eins og áður hefur verið getið hér í Reykjavíkurbréfum hneigðist Marx að ýmsum þáttum hegelism- ans, en gagnrýnir svo aðra all- harkalega: „í aðalatriðum má segja, að Marx telji þá mótsögn hugsunar og veruleika, sem Hegel leggur allt upp úr, öldungis ófull- nægjandi til að skýra þjóðfélags- veruleikann og þær andstæður, sem þar ríkja,“ segir Páll Skúla- son. „Grundvallar mótsögn þjóð- félagsins samkvæmt kenningum Marx, er mótsögnin milli fram- leiðsluafla og framleiðslutengsla: hugtakið „framleiðsluöfl" spannar yfir framleiðslutæki og tiltækt hráefni, en hugtakið „framleiðslu- tengsl" merkir þá skipan, sem ríkir milli þátttakenda í fram- leiðslunni, þ.e.a.s. einkum tengsiin milli þeirra sem eiga framleiðslu- tækin, atvinnurekenda, og hinna, sem selja atvinnurekendum vinnu- afl sitt, þ.e. verkamanna." Það hefur verið sagt, að marxistum sé meinilla við, ef einhver lýsir því yfir að hann hafi lesið rit Karls Marx. Þeir vilja túlka marxismann hver að eigin geðþótta og láta ýmsir það, sem stendur í ritum hans, lönd og leið. Þeir búa til sinn marxisma, hver eftir sínu höfði, og nú er svo komið, að marxismarnir eru að verða jafna margir og fræði- mennirnir og marxistísk þjóðfélög ólíkari að ýmsu leyti en t.a.m. sum velferðarríki og kommúnistaríki á borð við Júgóslavíu. Það er ekki sízt alræðishyggján, sem Marx erfði frá Hegel. Þjóð- ernissósíalistarnir þýzku hlutu hana einnig í arf, eins og nafnið bendir til. Stefna þeirra beið skipbrot í hildarleik síðustu heimsstyrjaldar, eins og kunnugt er. En kommúnistar hafa reynt að leggja undir sig hvert ríkið á fætur öðru, enda þótt vafaasamt sé, að Karli gamla Marx væri nú þóknanlegt allt það, sem hann gæti augum litið í þeim ríkjum, þar sem sagt er, að kenningar hans séu alls ráðandi. Hann boðaði hvorki Gúlag né grimmdaræði. Hitt er svo annað mál, að hreyfi- kenning Hegels á við full rök að styðjast, enda þótt engum ætti að þykja hún frumleg eða stórmerk uppgötvun. Allt er þróun. Stöðnun er ekki til. Við fæðumst, lifum og deyjum. Þegar stjórnmálakerfi hefur verið komið á laggirnar, myndast að sjálfsögðu innan þess andstæður kerfisins; borgararnir gegn lénsskipulaginu, öreigar gegn kapítalisma og nú síðast mennta-, vísinda- og listamenn gegn ríkis- kapitalisma eða marxisma Sovét- ríkjanna, sem sagður er byggja á alræði öreiganna, en hefur í raun og veru lent í klónum á fámennri valdaklíku kommúnistaflokksins. Sagan endurtekur sig. í Hugsun og og veruleika segir m.a. svo: „Að áliti Marx eru aðrar mótsagnir þjóðfélagsins á einn eða annan veg tengdar ríkjandi framleiðsluhætti og sú skoðun hefur löngum ríkt meðal marxista, að takist að leysa mótsagnir efnahagslífsins, mundi vera auðvelt að leysa aðrar mót- sagnir. Frá sjónarmiði heimspeki Hegels er sú skoðun alröng: Hinar ýmsu andstæður mannlífsins eru á gerólíkum sviðum, t.a.m. þurfa andstæður í stjórnmálum alls ekki að endurspelga hinar efnahags- legu andstæður. Með öðrum orð- um: Spurningin hver á að ráða og hvernig á að stjórna þjóðfélaginu er gersamlega óleyst, þótt and- stæðan milli atvinnurekenda og verkalýðs væri úr sögunni." Andófíd gegn „alræði öreiganna“ Bandaríski efnahagssérfræðing- urinn, John Kenneth Galbraith er fordómafullur og hótfyndinn höf- undur. Það er rétt hjá Hannesi Gissurarsyni í grein í Mbl., að ýmislegt í bók Galbraiths, Öld óvissunnar, eru út í hött og nauð- synlegt að taka það með fyrirvara. Samrunakenning hans um þróun- ina nú á dögum, þ.e. að stjórnkerf- in austan og vestan Berlínarmúrs- ins séu að falla í einn og sama farveg á við engin rök að styðjast, a.m.k. ekki ef litið er á grund- vallaratriði málsins: frelsi ein- staklingsins annars vegar, lýðræði. í reynd; og hins vegar ófrelsi, skoðanakúgun, ritskoðun, og vald- beitingu, alræði í reynd. Galbraith er útúrdúramaður í stíl og túrótt- ur á köflum og reynir að koma höggi á þá, sem honum líkar ekki. Stefna hans er óskýr, handahófs- kennd, en margt þó skemmtilegt og íhugunarvert sem hann skrifar. Samrunakenning hans um efna- hagsmál er hæpin, svo ekki sé meira sagt. Galbraith bendir á, að lögmálsbundin þróun hafi átt eftir að verða þungamiðjan í kenning- um Marx; að baráttan milli stétt- anna væri aflvél breytinganna. En í framhaldi af því bryddir hann upp á fullyrðingu sem fyrr er nefnd og segir: „Samkvæmt lög- máli Hegels ætti þessi þróun reyndar að halda áfram. í ríki verkamannanna yrði kannski til þaulskipulagt skrifstofubákn. Þar yrði þörf fyrir vísindamenn og aðra menntamenn. Og þar myndu koma til sögunnar listamenn, skáld og rithöfundar, en eftir verkum þeirra yrði mikil eftir- spurn meðal upplýsts almennings. Þessir listamenn myndu síðan byrja að gera kröfur. Þeir myndu lenda í öflugri andstöðu við skrif- stofubáknið. Næsta barátta hæfist þannig, og hún er langt frá því að vera ósýnileg í A-Evrópuríkjunum og Ráðstjórnarríkjunum. En Marx þróaði ekki kenningar Hegels svo langt. Það gera marxistar nú á dögum ekki heldur í viðhorfum sínum gagnvart vísindamönnum, rithöfundum og skáldum í hópi andófsmanna. Það yrði miklum vandkvæðum bundið að fylgja kenningum Hegles út í yztu æsar í sameignarríkjum nútímans." Þetta er nú augljóst í kommúnistaríkjunum. Ný stétt andófsmanna rís gegn þessu svo- nefnda alræði öreiganna, þróunin heldur áfram, líf og dauði, átök, barátta, andstæður og mótsagnir fallast í faðma og kalla á nýjar andstæður og mótsagnir. En það þarf ekkert heimspekikerfi til að benda mönnum á þetta, svo aug- ljóst sem það er. Vinur Marx og samstarfsmaður, Friedrich Engels, segir, að skoðun Hegels sé sú, að „veröldin sé á stöðugri hreyfingu", hún taki breytingum, þróist og taki á sig nýjar myndir." Við sjáum þetta alls staðar í kringum okkur. Það þarf engan spámann til að benda á þessar staðreyndir. Hitt er rétt, að það þarf hugsuði til að túlka þær á ýmsan hátt, reyna að skilja dýpstu rök. Sigurður Nordal segir í riti sínu um Snorra Sturluson: „Enginn sá sem þroskast getur verið fullkom- inn. Því að öll fullkomnun er kyrrstaða, en þroskinn líf og hrær- ing.“ Svo augljóst sem það er. Marx var lítið hrifinn af umbót- um. Hann vildi byltingu; valdbeit- ingu. Galbraith segir, líklega rétti- lega, að kommúnistaávarpið hafi aflað kenningum hans meira fylgis en öll þrjú bindin af Das Kapital, sem fáir hafa lesið. Hann samdi kommúnistaávarpið með aðstoð Engels. Það er talið betur skrifað en fyrri rit Marx. Það, sem áður hafði verið sagt í löngum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.