Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979 15 Námskeið Heimdallar um alþjóða- stjómmál Heimdallur, samtök ungra sjálfstæöismanna í Reykjavík, gegnst fyrir nám- skeiði um al- þjóöastjórnmál í næstu viku, dag- ana 6. til 9. febrú- ar. Námskeiðið verður haldið í Valhöll við Háa- leitisbraut og verður það í formi fyrirlestra, myndasýninga og hópumræðna. Leiðbeinendur verða þeir Baldur Guðlaugsson, lög- fræðingur, Ró- bert T. Arnason háskólanemi og Geir H. Haarde, hagfræðingur. Efnið verður tek- ið fyrir í þremur þáttum, rætt verður um þróun alþjóðastjórn- mála frá 1945 til vorra daga, rætt verður um fræði- kerfi alþjóða- stjórnmálanna og loks verður svo tekið fyrir efnið „Island og alþjóð- leg efnahagssam- vinna". Námskeið fyrir far- arstjóra erlendis FERÐASKRIFSTOFAN Sunna hyggst efna til námskeiðs fyrir fararstjóra er ráðast vilja til starfa erlendis og verða tekin próf að námskeiðinu loknu. Hefst námskeiðið í fcbrúarlok og stend- ur í 6 vikur. I frétt frá Sunnu segir að meðal þess er kennt verði sé sitthvað um samskipti farþega og hótela, af- greiðslustörf vegna farþega á flug- völlum, leiðsögustörf erlendis, lýsing á helztu skemmti- og skoðunarferðum á ýmsum stöðum erlendis, samskipti við erlendar ferðaskrifstofur, reglur um notkun farseðla og um mataræði og holl- ustuhætti í heitum löndum svo og nokkur orðaforði í ítölsku, spænsku og frönsku. Þeir er standast próf að loknu námskeiðinu geta síðan farið til verklegrar þjálfunar erlendis í 3 vikur. Um 40 leik- arar í kynn- ingarkvikmynd Flugleiða UM ÞESSAR mundir er verið að vinna að töku auglýsinga- og kynningarkvikmynda fyrir Fiug- leiðir og sagði Sveinn Sæmunds- son blaðafulltrúi sem nú dvelst f Luxemburg til að fylgjast með verkinu að fenginn hefði verið um 40 manna hópur til að taka þátt í verkefninu. Er um að ræða hóp íslenzkra flugfreyja sem nú eru í námskeiði ytra til þjálfunar vegna starfa á breiðþotu félagsins og sýningar- fólk frá Luxemburg, en myndirnar sem teknar eru sýna þjónustu félagsins um borð og verða sýndar víða um heim. Baldur Guðlaug88on Geir H. Haarde RóbertT. Árnason. AUGLÝSING Þátttakan í Jólaleik Ljóma var vægast sagt gífurlega mikil. Svörin, sem okkur bárust voru rúmlega 900 talsins, og öll góð! Þess vegna var ákveð- ið að verðlauna hvert einasta svar með tveimur kílóum af Ljóma smjörlíki og tveimur íernum af Tropicana. Leikurinn fólst í því, að svara eftirfarandi spurningu: „Hvers vegna er Ljóma lang mest selda smjörlíkið?“ Svarið, sem fékk fyrstu verðlaun, kom frá Inga Árnasyni, Hraunbæ 70, Reykjavík. Hann hlýtur því kr. 200.000.- í verðlaun fyr- ir eftirfarandi: L ipur þjónusta. J ákvæðar auglýsingar. Ó dýrt — miðað við gæði. M est fyrir peningana. I ðnaður sem þjóðin kann að meta. E flir ís íslenskt framtak. R ennur ljúflega á pönn- unni. B aksturinn aldrei betri. E ndist vel. S teikir best. T ekur öðru fram. U ndurlétt að skera. vík. Svar Steinunnar er þannig: Á Ljóma aldrei leið ég verð, léttir hann mér störfin, við kálfasteik og kökugerð kemst í hámark þörfin. Sérst'aka viðurkenningu, að upphæð 10.000.- krónur, hlutu: Theodór Daníelsson Guðfinna H. Gröndal Egill Halldórsson Jón Gunnarsson Hermann Guðmundsson Jón Steinar Ragnarsson Sigrún Bárðardóttir Anna Hannesd. Scheving Edda Bjarnadóttir Páll Helgason Vala Árnadóttir Jón Gauti Árnason Við þökkum öllum þeim, sem tóku þátt í Jólaleik Ljóma. Það var Ljómandi gaman að heyra frá svo mörgum aðdáendum Ljómans. Smjörlíki HF. Fáanlegt ei betra er, er smjörlíki við bræðum. „Ljóminn" er á landi hér langbestur að gæðum. Þriðju verðlaun, kr. 50.000.- fékk Steinunn Karlsdóttir, Langholtsvegi 105, Reykja- R eyfarakaup þegar á allt er litið. Eiríkur Einarsson, Grýtu- bakka 30, Reykjavík, sendi okkur eftirfarandi svar, sem verðlaunast með 100.000.- krónum. Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.