Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JUNI1979 5 Laugardaginn 16. júní efndi Félag sjálfstaeðis- manna í Austurbæ og Norð- urmýri til kynnisferðar um Reykjavík og ná- grenni fyrir eldri borgara. Um hálftvöleytið lögðu tveir langferðabflar frá Guðmundi Jónassyni af sta< í rigningu frá Templara- höllinni við Eiríksgötu með um hundrað manns innanborðs. Tveir afburðaleiðsögu- menn voru í ferðinni, þeir Páll Líndal, lögfræðingur, og Jón A. Gissurarson, fyrrum skólastjóri. Séð yfir hópinn í fundarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Vel heppnuð og ánægjuleg kynnisferð fyrir eldri borgara Ekið var um gamla Vestur- bæinn, út í Skerjafjörð, um Grímstaðaholtið og þaðan út á Seltjarnarnes. Síðan var farið með sjónum allt inn að Elliða- ám og þaðan sem leið liggur um Breiðholt, upp á Vatns- endahæð og Rjúpnahæð. Það- an sást, hvernig sólin var að brjótast gegnum skýin og hellti geislum sínum yfir gömlu Reykjavík. Frá Rjúpnahæð var haldið um Vífilsstaði yfir í Hafnar- fjörð að Hrafnistu, dvalar- heimili aldraða sjómanna. Þar tóku þau Pétur Sigurðsson, forstjóri, Og Sigríður Jóns- dóttir, forstöðukona, á móti hópnum. Útskýrði Pétur starfsemi alla fyrir gestum. Er Hrafnista í Hafnarfirði rekin með mikilli reisn og myndarskap. Þar dvelst fólk, sem orðið er of lasburða til að standa fyrir eigin heimili, en hefur þó nokkra krafta til að sinna ýmsum léttum störfum, svo sem að hnýta net og margs konar handavinnu, jafnframt nýtur það félagsskapar hvert annars. Að lokinni kaffi- drykkju í boði Hrafnistu fengu gestir tækifæri til að skoða hannyrðasýningu stofnunar- innar, sem sett hafði verið upp í tilefni sjómannadagsins. Einnig máttu gestir fara um alla stofnunina og skoða starfsemina að vild sinni. Voru móttökur forráðamanna, starfsmanna og vistfólks allar hinar alúðlegustu. Síðan var farið í Garða- kirkju. Þar tók Helgi Hjálms- son, safnaðarformaður, á móti hópnum. í upphafi spilaði org- anisti kirkjunnar, Þorvaldur Björnsson, „Víst ertu, Jesús, kóngur klár.“ Þá sagði Helgi Hjálmsson sögu staðarins og lýsti hinni endurbyggðu Garðakirkju, sem er í alla staði hin fegursta. Síðan las hann sálm Hallgríms Péturs- sonar: „Þá þú gengur í Guðs hús inn“. Að endingu sungu allir saman tvö vers úr „Ó þá náð að eiga Jesúm". Frá Garðakirkju var haldið í Bessastaðakirkju og hún skoðuð. Þar sungu allir „Son Guðs ertu með sanni“. Að lokum var ekið hringinn í kringum Álftanes og síðan haldið beint til Reykjavíkur. Og það var glatt og ánægt fólk, sem kvaddist við Templ- arahöllina um hálfsjöleytið um kvöldið. Sigríður A. Valdimarsdóttir Úr föndursal Hrafnistu í Hafnarfirði. Takmörkun á bú- vöruframleiðslunni —rædd á aðalfundi norrænu bændasamtakanna SAMVINNU- og stéttarfélög bænda á Norðurlöndum hafa með sér samband sem í daglegu tali er nefnt NBC. Árlega er haldinn aðalfundur, að þessu sinni verður hann á Laugarvatni dagana 1. og 2. ágúst. Frá hinum Norðurlönd- unum munu mæta um 155 manns, þar af eru rúmiega 100 fulltrúar á fundinum. íslensku þátttakend- urnir verða um 40. Samtals munu vcrða rúmlega 200 manns á Laug- arvatni þessa daga í tengslum við aðalfundinn. Aðalmál fundarins verður tak- mörkun búvöruframleiðslunnar með tilliti til markaðsaðstæðna. Þetta vandamál hafa 4 Norðurlön,d- Lúðrablástur ímiðborginni NORSK skólalúðrasveit og önnur íslenzk munu leika í miðborg Reykjavíkur síðdegis í dag. Norska sveitin er frá Elver- um Heradsbygd í Noregi. Hún lék við hátíðahöldin í Reykjav- ík 17. júní og einnig hefur hún leikið á Laugardalsvelli og í gærkvöldi hélt hún tónleika í Bústaðakirkju. Lúðrablásturinn í miðborg- inni í dag hefst klukkan 17 og það er Skólalúðrasveit Árbæj- ar og Breiðholts, sem leikur með norsku sveitinni. in við að stríða, Danir eru sér á báti, þar sem EBE sér um vanda danskra bænda. Svíar flytja út korn fyrir verð sem er innan við 50% af því verði sem sænskum bændum er greitt fyrir kornið. Finnar flytja út korn og ýmsar búfjárafurðir mest á heimsmarkaðsverði, þar greiðir ríkissjóður mjög miklar útflutn- ingsbætur. Norðmenn hafa flutt út smjör og osta á verði, sem er langt undir framleiðslukostnaði. Ýmsar leiðir eru farnar til að hafa stjórn á framleiðslunni, munu þær verða kynntar og ræddar og reynt að komast að niðurstöðu um hvaða leiðir beri að fara sem tryggi jafnframt bændum sambærileg lífskjör og öðrum stéttum. Mörg önnur mál verða rædd á aðalfundinum. Forseti NBC er Sveinn Tryggvason framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnað- arins en aðalritari er Agnar Guðna- son blaðafulltrúi landbúnaðarins. Áritanir til Ástralíu ekki lengur frá brezka sendiráðinu ÁSTRÖLSK yfirvöld hafa ákveðið að frá og með 1. júlí 1979 muni breska sendiráðið í Reykjavík ekki lengur gefa út áritanir fyrir Ástralíu. Fólk sem hyggur á ferðir til Ástralíu þarf því að hafa samband við ástralska sendiráðið í Stokkhólmi. Dire Straits Communiqué „Diskóöld er liöin“ sagöi Egill þurs á hljómleikunum í Höllinni í síöustu viku. Mark Knopler og félagar hans eru greinilega sammála Agli þar, því Dire Straits er ein besta „soft-rokk“ hljómsveit sem upp hefur komiö. Þeir, eins og Þursar sendu frá sér sína aöra plötu í síöustu viku og eiga þær þaö sameiginlegt aö vera stórkostleg framför frá frumburöinum. Ef þú hefur enn ekki fengiö þér fyrri plötu Dire Straits sem inniheldur m.a.Jagiö Sultans og swing þá er hún einnig fáanleg í verslunum okkar. FALKINN Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri Sími 84670 Simi 18670 Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.