Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 36
EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIM.VSIXI. \ SÍMINS KH: 22480 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AK.I.VSIMi \ SIMINX KU: 22480 FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 Telpa drukknar í Svarfaðardal TÍU ára gömul stúlka drukknaði í Svarfaðardal síðdejíis í gær. Ilún var á ferð með hópi barna úr Kúpavogi cr slysið varð. Stúlkan mun hafa fallið í skurð í íírennd við sund- laugina við Tjörn í Svarfaðardal ojí var látin þegar að var komið. Unnið var að rannsókn málsins í gærkvöldi og þegar Morg- unblaöið fór í prentun voru málsatvik óljós. V-Þjóðverjar óska eftir siglingum með stórkarfa í sumar ÞJÓÐVERJAR hafa lýst áhuga sínum á að íslenzkir togarar sigli í sumar til býzkalands og selji þar karfa. einkum stórkarfa. Er það nýlunda að karfamarkaðir séu eins góðir þar í landi eins og raunin er nú því yfirleitt hefur verð dottið niður á mörkuðum yfir sumartím- ann. Nú er verðlag hins vegar hátt og jákvætt útlit framundan. Lestum lokað TT'i rj AO í gærdag stöðvuðu verkfallsverðir farmanna alla vinnu við lestun og losun IVlUKKdn X i .1/0 skipa í Reykjavíkurhöfn, og lokuðu lestarhlerum þeirra, enda hafa farmenn lýst yfir yfirvinnubanni í heimahöfnum skipanna. Yfirvinnubannið mun gera það að verkum að farskipin munu ekki geta haldið eðlilegri áætlun, þrátt fyrir tilkomu bráöabirgðalaganna. Að sögn Ágústs Einarssonar hjá LIU barst fyrir nokkru skeyti frá Þjóðverjunum þar sem þeir spyrj- ast fyrir um áhuga ísienzkra á siglingum með karfa til V-Þýzka- lands. Aðalástæðan fyrir því að Þjóðverja va'ntar þennan fisk á markaðinn er lokun miðanna hér við land fyrir þýzkum togurum. Einnig er betra útlit varöandi siglingar með aðrar fisktegundir til Þýzkalands og Bretlands í sumar en áður. Á sumrin hafa siglingar íslenzkra skipa yfirleitt verið í lágmarki, en eftir útfærslu landhelginnar hér við land eru aðstæður breyttar hjá fiskiskipum þessara þjóða og minna framboð á mörkuðum. Eitt skip seldi afla erlendis í gær, Hópsnesið seldi 38.2 tonn í Englandi fyrir 15.6 milljónir, með- alverð 409 krónur. Yfirvinnubannið fyrir F élagsdóm? LOSUN OG LESTUN farskipanna í höfnum landsins hófst í gærmorgun og gekk sinn vanagang fram eftir degi, eða þar til klukkan varð 17.08. Um það lcyti fóru hafnarverkamenn í kaffi, en þegar þeir komu aftur til vinnu, höfðu yfir.nenn skipanna komið um borð, lokað lestum og gengið frá skipunum undir nóttina. Engin vinna varð því cftir klukkan 17 við losun og lestun skipanna, svo sem yfirvinnubann yfirmannanna kveður á um. Vinnuveitendasamband Islands lýsti yfir því í gær að það iiti á Vinna aðeins yfirvinnu sé yfirmaður til staðar FUNDUR farmanna í Sjómannafé- Iagi Rcykjavíkur samþykkti í gærkvöldi að taka undir þá yfirlýs- ingu stjórnar og samninganefndar félagsins þar sem segir að félags- menn Sjómannafélags Reykjavíkur muni ekki vinna yfirvinnu við skipsstörf á hcimahafnarsvæði nema ábyrgur yfirmaður skipsins sé til staðar við vinn-.stjórn. í samþykkt stjórnar og samninga- nefndar Sjómannafélags Reykjavík- ur frá í gærmorgun er harðlega mótmælt bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar um stöðvun verkfalls á farskipum. Þar er jafnframt lýst furðu á einróma stuðningi ríkis- stjórnarflokkanna við þessar að- gerðir þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og baráttumál er þeir komust í þá aðstöðu að geta sett slík lög, eins og segir í samþykktinni. I samþykktinni segir að slíkum lögum verði hlýtt sem öðrum, en deilu Sjómannafélagsins við útgerð- armenn sé þó ekki lokið. Nú þegar verði sú krafa gerð á útgerðirnar að lögbundnum samningum verði hlýtt af þeirra hendi ekki síður. ÖIl útgerðarfélög verði krafin um að fylgja lögboðnum samningum við mannaráðningar, forgangsrétt í Sækja um 22% hœkkuii BORGARRÁÐ samþykkti nýlega tillögu íþróttaráðs um að sækja til verðlagsyfirvalda um hækkun á gjaldskrá sundstaða í Reykja- vík. í tillögunni er gcrt ráð fyrir 22% hækkun að meðaltali. skipsrúm og fjölda undirmanna í áhöfn auk vinnutímaskyldu. I samþykkt farmanna í Sjómanna- félagi Reykjavíkur koma fram harð- orð mótmæli við því, að ríkisstjórnin verði við kröfum „langstærsta, best búna og ríkasta skipafélagsins um stórhækkun farmgjalda á sama tíma og þeir telja sjálfsagt að neita farmönnum um launabætur til að bera hluta þeirrar stórvaxandi kaup- máttarrýrnunar, sem allir finna fyrir". Sjá bls. 21: Tilkynningar Sjó- mannafélagsins í heild. aðgerðir yfirmannanna sem brot á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar og lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt liti VSI á verkbannið sem brot á gerðum kjarasamningum. Gagnstætt héldu farmenn því fram, að yfirvinnu- bannið væri fyllilega lögmætt, ekki síður en yfirvinnubönn, sem giltu víða um land, t.d. í fiskvinnu um helgar. Slíkum aðgerðum hefði VSI látið ómótmælt. VSÍ heldur því hins vegar fram ,að þau yfirvinnubönn séu á grundvelli kjarasamninga, en í farmannasamningum séu engar hömlur settar á yfirvinnu. Yfirvinnubann farmanna hefur í för með sér rr.ikla seinkun á losun og lestun og er fyrirsjáanlegt, a.m.k. hjá sumum útgerðum, að erfitt verður ef ekki ógerlegt að ná upp fyrri áætlun skipanna. Vinnuveit- endasamband íslands hefur varað Farmanna- og fiskimannasamband Islands við yfirvinnubannsaðgerð- unum og segist trúa því, að farmenn sjái að sér og hætti við aðgerðir sínar. Að öðrum kosti eigi VSI ekki annars kost en leita réttar síns fyrir Félagsdómi. Hlaupið gengur vel LANDSHLAUP FRÍ hefur geng- ið mjög vel, og hefur hvarvetna vakið mikla athygli. Um kl. 1.15 í nótt voru hlaupar- arnir á Grímsstöðum. Og til Akur- eyrar voru hlaupararnir væntan- legir um kl. 19.00 í kvöld. Sjá íþróttir. Leysir olía frá Nígeríu vanda Islendinga: Olía keypt frá Nígeríu en hreinsuð í Portugal? Á FUNDI með viðskiptaráðherra í gærmorgun varpaði Bjarni V. Magnússon hjá Islenzku umboðssölunni fram þeirri hugmynd að fslendingar kanni möguleika á kaupum á olíu frá Nígeríu. Sem kunnugt er kaupa Nígeríumenn árlega mikið af skreið frá íslandi. en selja hins vcgar mjög lítið hingað til lands. Olían yrði ekki hreinsuð í Nígeríu. heldur hefur sú hugmynd verið reifuð, að hún yrði flutt til Portúgals og hreinsuð og hlönduð þar. en til Portúgals selja fslendingar mikið af saltfiski og hafa Portúgalir til skamms tfma verið mjiig óánægðir með óhagstæðan viiruskiptajöfnuð við fslendinga. Bragi Eiríksson hjá Samlagi legt væri að jafna viðskiptajöfnuð- skreiöarframleiðenda sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að langt væri síðan að fyrst hefði verið rætt um að Islendingar keyptu meira af Nígeríumönnum en þeir gerðu. Við athugun hefði komið i ljós, að þá yrði helzt um hráolíu að ræða, en Nígeríumenn væru meðal mestu olíuframleið- enda í heiminum. Embættismenn í Nígeríu hefðu oft látið í ljós á undanförnum árum að nauðs.vn- inn á milli landanna. Bragi gat þess að hann hefði verið í Nígeríu í desember 1957 þegar fyrsti olíufarmurinn fór frá landinu. Þá þegar hefði hann byrjað aö ræða um möguleika á að kaupa olíu frá Nígeríu. Sú staða gæti hvenær sem er komið upp að ekki yrði hægt 'að reiða sig á olíumarkaði í Evrópu. — Auk þess er jafnmikils virði að selja skreið til Nígeríu og hraðfrystan fisk til Rússlands, sagði Bragi Eiríksson að lokum. Bjarni V. Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þingkosningar færu fram í Nígeríu í haust og stjórnmálaflokkar hefðu lýst því yfir aö þeir væru fylgjandi frjálsari viðskiptaháttum en tíðk- ast hefðu í tíð herforingjaráðsins, sem nú situr. Það væru vöruskipti, sem þeir vildu, og þess vegna ætti að vera möguleiki á að kaupa olíu í Nígeríu, en selja skreið þangaö í staðinn, þó svo að þarna yrði um aðskilda samninga að ræöa. Þessi mál hefðu verið rædd við ráðherra á sínum tíma, en hefðu nú verið tekin upp að nýju. Hins vegar sagði Bjarni að olíuna þyrfti væntanlega að hreinsa annars staðar og því hefði Portúgal komið inn í myndina. — Það er full ástæða fyrir okkur að kanna þessi mál gaumgæfilega, því að þarna ætti að vera um sam- eiginleg hagsmunamál þjóðanna að ræða, sagði Bjarni. — Því ræddi ég þetta mál við ráðherra í dag og hann fól mér að eiga fund með olíunefndinni um þessi mál, sagði Bjarni V. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.