Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JUNI1979 Nixon ekki fenginn til að vitna um Salt II Washington, 20. júní. AP. UTANRÍKISNEFND Öld- ungadeildar Bandaríkja- þings hefur skipulagt ítar- legar vitnaleiðslur vegna Salt II samningsins en ákveðið að kalla ekki fyrir Richard Nixon og Gerald Ford, fyrrverandi forseta. Formaður nefndarinnar, Frank Church ' öldungadeildarmaður, sagði að þeirri tillögu starfsliðs nefndarinnar að kalla Nixon og Ford fyrir hefði verið hafnað á þeirri forsendu, að lítið væri á því að græða miðað við það sem nefndin þyrfti að vita. Ef tillagan hefði verið sam- þykkt hefði þetta verið í fyrsta sinn sem Nixon kæmi fram til þess að tjá sig um mikilvæg, opinber málefni síðan hann sagði af sér forsetaembætti í ágúst 1974. Sumir öldungadeildarmenn repúblikana voru sagðir óttast pólitísk vandræði ef Nixon birtist í vitnaleiðslum nefndarinnar. Haft er eftir heimildum í þing- inu að æðstu menn allra greina heraflans sem sitja í hinu sameig- inlega herráði þeirra myndu styðja Salt II þrátt fyrir nokkrar Skothríð á landamærum Tel Aviv, 20. júní. AP. STÓRSKOTALIÐ ísraelsmanna og Palestinumanna skiptust á skotum yfir norðurlandamæri ísraels í dag, annan daginn í röð að sögn ísraelsku herstjórnarinnar. Sovézksmíðaðar Katyusha-eld- faldflaugar hæfðu ísraelskar byggðir í Norður-Balileu og ollu nokkru eignatjóni en endu mann- tjóni. íbúarnir höfðu allir leitað hælis i neðanjarðarbyrgjum. ísraelsmenn svöruðu skothríð- efasemdir. Eini valkosturinn sem þeir hafa er að segja af sér en talið er ólíklegt að þeir geri það. Brezkur sérfræðingur í kjarn- orkumálum sagði í dag að þrátt fyrir Salt II gætu Rússar eytt eldflaugum Bandaríkjamanna á jörðu niðri áður en Bandaríkja- menn réðu yfir sömu getu gagn- vart Rússum. Veður víða um heim Akureyri 10 alskýjaó Amsterdam 23 léttskýjað AÞena 35 heiðskírt Barcelona vantar Berlín 24 heiðskírt Br'ússel 24 léttskýjaö Chicago 28 rigning Frankfurt 23 skýjað Genf 20 heiðskírt Helsinki 19 heiðskírt Jerúsalem 30 léttskýjað Jóhannesarb. 15 léttskýjað Kaupmannah. 21 léttskýjað Lissabon vantar London 26 léttskýjað Los Angeles 28 heiðskírt Madrid 33 léttskýjaö Malaga 25 heiðskírt Mallorca 25 léttskýjað Miami 30 skýjað Moskva 20 skýjað New York 28 heiöskírt Ósló 24 heiðsklrt París 24 heiðskírt Reykjavík 9 rigning Rio De Janeiro 27 heiðsklrt Rómaborg 25 rigning Stokkhólmur 25 léttskýjað Tel Avív 28 léttskýjað Tókíó 31 léUskýjað Vancouver 17 skýjað Vínarborg 20 akýjað Flugvélaskipið Minsk, 40,000 lestir, fór ásamt beiti- skipi og öðru herskipi frá Indlandshafi á sunnudag og skipin voru þegar síðast frétt- ist á siglingu um 960 km norð-norðaustur af Singa- pore. Minsk-deildin sigldi í norð- urátt um Suður-Kínahaf og bandarískir sérfræðingar . telja að ferðinni sé heitið til Vladivostok, aðalhafnar sovézka Kyrrahafsflotans. Bandaríkjamenn hafa tvö flugvélamóðurskip á Kyrra- hafi miðað við sex áður. Verið getur að sovézku her- skipin komi við i Cam Ranh-flóa, fyrrverandi her- stöð Bandaríkjamanna á Ví- etnamströndinni. Rússnesk herskip hafa komið þar við öðru hverju á undanförnum mánuðum. Rússar munu ráða yfir þessari hæfni snemma á næsta áratug að sögn sérfræðingsins, Kenneth Hunts, sem er varaforstöðumaður herfræðistofnunarinnar í London. Bandaríkjamenn ráða ekki yfir þessari hæfni fyrr en á síðari hluta næsta áratugar, þegar MX verður að fullu tekin í notkun. Carter forseti boðaði smíði MX-flaugarinnar fyrir undirritun Salt II. Moskvu-blaðið Pravda segir, greinilega til að aðvara öldunga- deildina, að Rússar muni ekki fallast á nokkrar breytingar á samningnum og að hvers konar breytingar gætu haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir sam- skipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Blaðið kallaði samning- inn „sanngjarna málamiðlun". Uppskurdur á síömsku tvíburunum Saitvatnsborg, 20. júní AP. SÍÖMSKU tvíburarnir Lisa og Elisa Hansen voru skornir upp í gær en þeinv heilsast vel. Tvíburarnir voru aðskildir fyrir 20 dögum og eru 20 mánaða gamlir. Uppskurðurinn í gær var sá fyrsti í röð nokkurra sem þarf að framkvæma. Æðstu trúarleiðtogar írans ræða ástandið Kyrrahafsfloti Rússa styrktur WashinKton. 20. júní.AP. SOVÉZKI ílotinn heíur í fyrsta skipti sent ílugvélamóð- urskip til hafsvæða í f jarlægari Austurlöndum að því er skýrt var frá Washington í dag. t>ar með hefur Kyrrahafsfloti Rússa verið efldur verulega á sama tíma og samhúð Rússa og Kínverja er stirð. hetta virðist einnifí munu auka áhyggjur Japana af flotaumsvifum Rússa á Kyrrahafi. Teheran, 20. júní. AP. FJÓRIR æðstu trúarleiðtogar ír- ans héldu „ítarlegan og söguleg- an“ fund í nótt um stjórnmála- ástandið í landinu að sögn Pars- fréttastofunnar. Fréttastofan segir, að rætt hafi verið um trúmál, drög að nýrri stjórnarskrá iandsins og fyrir- hugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Hún sagði að fundur- inn fylgdi í kjölfar frétta um skoðanaágreining trúarleiðtog- anna. Fundinn sóttu Ayatollah Khomeini, Kazem Shariatmedari, Shahab A1 Din Marashi og Moh- ammed Reza Golpayegani. Hóf- samir og vinstrisinnaðir stjórnmálamenn telja Shariat- medari baráttumann sinn og hafa sakað Khomeini um ofsatrúar- stefnu. Shariatmedari er andvígur því að trúarleiðtogar gegni opinberum embættum, en margir stuðnings- menn Khomeinis vilja að Kho- meini verði forseti. Talsmaður Shariatmedari sagði í dag að hann væri ánægður með fundinn. Jafnframt vék Mehdi Bazargan forsætisráðherra tveimur ráð- herrum úr stjórn sinni í dag og skipaði tvo ráðherra í staðinn. Assadollah Mobasheri vék úr starfi dómsmálaráðherra og eftir- maður hans var skipaður fyrrver- andi innanríkisráðherra , Ahmad Sadr Haj Seyved Javadi. Innan- ríkisráðherra verður Hashem Sabaghian fyrrverandi varafor- sætisráðherra. Þetta eru fyrstu breytingar á stjórninni síðan Karim Sanjaby utanríkisráðherra sagði af sér 16. apríl. Sadeq Tabatabai varainnanrik- isráðherra hefur sakað Rússa um að kynda undir ólgu í suðaustur- fylkinu Baluchistan í því skyni að fá aðgang að Indlandshafi, sem hann segir að hafi lengi verið markmið þeirra. Owusu spáð Ghana ERLENT sigri 1 Accara, 20. júní. AP. VICTOR Owusu, lögfræð- ingur og hagfræðingur, hefur tekið forystuna í hægfara talningu atkvæða úr forsetakosningunum í Ghana. Kosningarnar fóru fram á mánudag og jafn- framt fóru fram þingkosn- ingar. Owusu hefur nú fengið 327.966 atkvæði miðað við 304.431 atkvæði skæðasta keppinauts hans, Hilla Limanns, fyrrver- andi starfsmanns utanrík- isþjónustunnar. Flokkur Owusu, PFP, hafði fengið 29 þingsæti af 140 þegar talningu var lokið í 71 kjördæmi. Miðvinstriflokkur Limanns, PNP, hafði fengið 22 þingsæti. Ef forsetaframbjóðandi fær ekki hreinan meirihluta verður kosið aftur innan tveggja vikna. Herbyltingarráðið, sem tók völdin 4. júní, hefur heitið því að virða niðurstöður kosninganna og fá borgaralegri stjórn völdin 1. október. Þróaðir glæpir í Ungverjalandi Búdapcst, 20. júní. AP. UNGVERSKA lögreglan hefur tilkynnt, að handtekinn hafi verið 10 manna glæpaflokkur sem hafi notað gasbyssur, eitur- kúlur, flugelda og labb-rabb-tæki. Hinir handteknu eru flestir á aldrinum 20—30 ára og hittust þegar þeir afplánuðu dóma fyrir fyrri glæpi. Þeir ákváðu að stofna með sér samtök sem væru tæknilega vel búin til nýrrar glæpastarfsemi að sögn lögregl- unnar. Þeir munu hafa brotizt inn í verzlanir, skrifstofur, kirkjur og íbúðir og geymt birgðir af þýfi að verðmæti 1.7 milljón flórintur (85.000 dollarar) á felustöðum. Þeir stálu persónuskilríkjum og bifreiðum til að rugla lögregl- una í ríminu og komu sér upp sjóði með erlendum gjaldeyri til undirbúnings flótta úr landi. Kínverjum heitið kosn- ingafrelsi Peking, 18. júní AP. KÍNVERJAR tilkynntu nýlega að þing þeirra mundi með tímanum veita kínversku þjóðinni frelsi til að kjósa í frjálsum beinum og leynilegum kosningum og að frelsi dómstóla yrði aukið á næstunni og vernd sak- borninga aukiii. Frumvörp um þetta eru á dag- skrá fimmta alþýðuþingsins og voru samþykkt í undirbúnings- nefnd. Öruggt er að þau verða samþykkt. Þingið mun meðal annars fjalla um frumvarp sem gerir ráð fyrir sameiginlegum fjárfestingum og framkvæmdum Kínverja og út- lendinga. Þingið kom saman í dag. Á því verður fjölgað varaforsætisráð- herrum en þeir eru nú 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.