Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 Versnandi sam- keppnisaðstaða ísl. iðnfyrirtækja í nýútkomnu íréttabréfi Fé- lags ísl. iðnrekenda er m.a. að finna eftirfarandi: Á tímabilinu 1. mars 1977 til 1. mars 1979 hafa laun hækkaö um 132% á meðan bandaríkjadollar hækkaði einungis um 69% gagn- vart íslensku krónunni. Þessi þróun launa og gengis endurspegl- ar versnandi samkeppnisstöðu ís- lenskra iðnfyrirtækja, þar sem gengið er ráðandi þáttur um raunverulegar tekjur iðnfyrir- tækja jafnt í útflutningi sem samkeppni á heimamarkaði og launakostnaður er stór þáttur í útgjöldum. Skýringa á þessari þróun má að mestu rekja til mikils uppgangs í sjávarútvegi síðustu þrjú árin, en afkoma í sjávarútvegi ræður geng- isskráningunni nær alfarið. Dæm- ið sýnir því enn á ný nauðsyn þess að beita sveiflujöfnunarsjóðum sjávarútvegsins í samræmi við upprunalegan tilgang þeirra, ef iðnaður á að fá að dafna í landinu. Erlendar fréttir Volvo mun geta sparað um £ 5000 pr. bíl með því að láta setja bílana saman í Singapore. Mun samsetningin hefjast nú í júní og er gert ráð fyrir að 7 Volvo 244 verði settir saman á viku. Að ári liðnu eiga afköstin að vera 30 bílar á viku. USA. Á fyrri helmingi þessa árs mun útflutningur Bandaríkjamanna á öllum öðrum afurðum nema landbúnaðarafurðum aukast um 22% m.v. sama tímabil 1978. Aukningin á fyrri helmingi næsta árs er áætluð 12% Airbus virðist eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætla að verða góð söluvara. Nú síðast pantaði Air France 33 stk. og British Caledonian 3 stk. þannig að ekki virðist vera neitt lát á stórpöntununum. Illum — stórverzlunin í Kaupmannahöfn var rekin með tapi á síðasta ári sem nam samtals um 20 millj. d. kr. Eigendurnir House og Fraser í Bretlandi virðast þó ekki örvænta um sinn hag í framtíðinni og segja að nú þegar á þessu ári hafi orðið hagnaður af rekstri fyrirtækisins. Noregur. Áætlað er að vöxtur þjóðarframleiðslunnar í Noregi verði um 2,5% á þessu ári. Flugfargjöld: Bandaríska flugmálastjórnin hefur nú veitt ýmsum evrópskum flugfélögum, sem almennt fljúga áætlunarflug, heimild til að hefja flug til USA á sérstaklega lágum fargjöldum. Daelles Varehus, magasínið í Kaupmannahöfn, seldi fyrir alls 641 millj. d. kr. á árinu er leið og hafði veltan aukist um 5,4% frá árinu 1977. Þrátt fyrir að hagnaðurinn minnkaði frá 1977 nam hann um 27,5 millj. d. kr. eða um 4,5% af veltu fyrirtækisins. Athyglisvert er að fyrirtækið á um 20 fasteignir og góða vörulagera og skuldaði ekki krónu vegna þessa um áramót. VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Ferðamannastraumurinn: 14 Eddu-hótel munu starfa í sumar Kjartan Lárusson forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins sagði að Ferðaskrifstofan mundi í sumar starfrækja 14 Eddu hótel víðsvegar um landið. Þrjú ný hótel munu starfa í sumar, þ.e. á Hallormsstað, Flókalundi og í Bjarkarlundi en hótelið í Sællingsdal í Dalasýslu mun ekki verða starfrætk í sumar. Alls munu starfa um 180 manns hjá Ferðaskrifstofunni í sumar í tengslum við Eddu-hótelin. Kjartan sagði að bókanir væru all góðar bæði frá íslendingum sem útlendingum og að sjálfsögðu yrði nóg pláss fyrir alla þann tíma sem hótelin verða opin, þ.e.a.s. frá 10 júní til 1. september. Reksturinn hefur gengið vel Ragnar Ragnarsson hótelstjóri Hótels KEA á Akureyri sagði í samtali við Viðskiptasfðuna að meira væri nú búið að bóka fyrir sumarið en þekkst hefði á undanförnum árum, — en ef ekki rætist úr með veðrið er ég hræddur um að allir þeir sem bókað hafa skili sér ekki. Að langmestu leyti eru þetta útlendingar og þeir eru ekki spenntir fyrir köldu sumri eftir kaldan vetur og vor í Evrópu á þessu ári. Reksturinn hefur gengið allvel það sem af er þessu ári og t.d. er nýtingin hjá okkur betri nú í vetur en á undanförnum árum sagði Ragnar að lokum. Frá Höfn í Hornafirði. Höfn í Hornafirði: r — Utlit fyrir mildnn ferðamannastraum Árni Stefánsson hótelstjóri Hótel Höfn á Hornafirði sagði að nú væri meira um bókanir og minna um afpantanir en á undanförnum árum og því allt útlit fyrir gott ferðamannasumar. Það verða ráðstefnur í júní og september en það er eriftt að spá um hver áhrif vorkuldanna í Evrópu verða á starfsemi okkar í sumar. Starfið í sumar hefur gengið all vel og hefur það mest verið fólk sem er á leiðinni austur svo og fólk sem kemur til fyrirtækja hér á staðnum sagði Árni Stefánsson. Sendibflstjórar: Astandið fer dagversnandi Jón Bergþórsson hjá Nýju sendibflastöðinni sagði að skipa- verfallið verkaði mjög illa á sendibflstjóra. Sumir eru nú þeg- ar atvinnulausir og fer ástandið dagversnandi. Hjá okkur eru starfandi milli 80 — 90 bflstjórar af um 250 í Reykjavík og er samstarfið milli stöðvanna mun meira í dag en það var fyrir nokkrum árum siðan. — Auk lítillar atvinnu um þessar mundir má segja að bens- ínverðið sé sá þáttur sem gerir okkur einna erfiðast fyrir. Ef miðað er við meðalstóran amer- ískan sendiferðabíl sem ekur á kílómetragjaldi í dagvinnu þá eru bensínútgjöldin um 50% þeirra tekna sem inn koma á sama tíma. Við erum háðir ákvörðunum verð- lagsyfirvalda og því koma leiðrétt- ingarnar seint og í smáskömmt- um, gjörólíkt því þegar opinberar stofnanir og opinberir starfsmenn eiga hlut að máli, sagði Jón Bergþórsson að lokum. t>róun norrænna gjaldmiðla Á meðfylgjandi mynd má sjá hver þróun dönsku, norsku og sænsku krónunnar hefur verið á síðustu þremur árum samkvæmt skráningum danska Handelsbanken. Samkvæmt henni hefur staða dönsku krónunnar styrkst um u.þ.b. 5% á sama tíma og staða sænsku krónunnar hefur versnað um u.þ.b. 12%. Januar 1976 = 100 Handelsbankens kronekursindeks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.