Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 19 Glæsilegir söngtónleikar Jean-Pierre Jacquillat Ölöf K. Haróardóttir (iaröar ('ortes Óperutónleikar Slnfóníuhljóm- sveitar íslands voru í heild mjög skemmtilegir og áttu þau Ólöf K. Harðardóttir og Garðar Cortes mestan heiðurinn af ágæti tón- leikanna. Því hefur oft verið haldið fram að ekki þýddi að ætla íslenskum einleikurum getu til að fylla Háskólabíó, en sé betur að gáð, hefur raunin oft orðið önnur og varðandi söng Ólafar K. Harð- ardóttur og Garðars Cortes er það víst, ef marka má aðsóknina, að margir telja sig eiga erindi við söng þeirra. Það er ekki víst nema fylla mætti Háskólabíó öðru sinni, en slíkt hefur oft verið tíðkað undir svipuðum kringumstæðum. Tónleikarnir hófust með forleikn- um að Vespari Siciliani er Verdi samdi fyrir Óperuna í París. Forleikurinn er vinsælt konsert- verk og hefði mátt vera betur leikinn, hreinni. Úr sömu óperu söng Ólöf eina aríu með miklum glæsibrag. Þriðja viðfangsefnið aríu úr Valdi Örlaganna eftir Verdi, söng Garðar af miklu öryggi. Dúettinn úr Don Pasquale eftir Donizetti sungu Ólöf og Garðar sérlega fallega, en það var þó hápunktur tónleikanna er þau sungu þennan sama dúett, sem aukalag. Sem millispil flutti hljómsveitin undir stjórn Jacquil- lat forleikinn að Rakaranum, eftir meistara Rossini. Síðasta atriðið fyrir hlé var lokaatriði fyrsta þáttar úr Butterfly, eftir Puccini. Flutningur þessaatriðis var enn á æfingarstiginu hvað snertir sam- vinnu söngvara og stjórn hljóms- veitar og vantaði því mjög mikið á að þessi yndislega tónlist nyti sín. Eftir hlé lék hljómsveitin Pólones- una, úr Eugen Onegin eftir Tsja- ikovsky og var það besta framlag hljómsveitarinnar á þessum tón- Tónllst eftir JÓN ' ÁSGEIRSSON leikum. Garðar hóf sönginn qftir hléið og söng aríu úr La Gioconda, eftir Penchielli mjög fallega. Ólöf söng síðan sviplausa aríu eftir Catalani og lauk tónleikunum með Ballettónlist úr Faust og dúett. Dúettinn var mjög vel fluttur en glæsilegustu atriði kvöldsins voru samt dúettinn úr Don Pasquale, og aría Ólafar úr I Vespri Sicili- ano og Aría Garðars, úr La Gioconda. Þetta gerðist 20. október. 1977 — Mótmælasamtök og helztu blöð blökkumanna í S-Afríku bönnuð. 1976 — Vesturveldin beita neit- unarvaldi gegn vopnabanni á S-Afríku. 1973 — Líbýa bannar olíusölu til Bandaríkjanna og tvöfaldar olíuverð. 1962 — Landamærastríð Ind- verja og Kínverja hefst. 1960 — Bandaríkin setja við- skiptabann á Kúbu. 1954 — Samningur Breta og Egypta um brottflutning herliðs frá Súez. 1944 — Landganga Bandaríkja- manna á Filippseyjum. 1935 — Þjóðabandalagið fyrir- skipar refsiaðgerðir gegn Itöl- um. 1925 — Hernámi ítalska Som- alilands lýkur. 1915 — Japanir undirrita Lund- únasáttmálann. 1912 — Umsátur Búlgara um Adrianopel hefst. 1864 — Orrustan við Cedar Creek (sigur Norðanmanna á Sunnanmönnum). 1812 — Undanhald Napoleons Bonaparte frá Moskvu hefst. 1781 — Uppgjöf Cornwallis hershöfðingja í Yorktown. 1768 — Tyrkir segja Rússum strið á hendur að undirlagi Frakka. 1453 — Frakkar taka Bordeaux af Englendingum. Afmæíi. Sir Thomas Browne, enskur rithöfundur (1599—1680) — Leigh Hunt enskur rithöfund- ur (1784-1859). Andlát. 1745 Jonathan Swift, rithöfundur — 1937 Rutherford lávarður, vísindamaður. Innlent. 1354 Kristinna laga þáttur afnuminn í Hólabiskups- dæmi — 1802 Kona undir Eyja- fjöllum fæðir samvaxna tvíbura — 1856 f. Páll Briem amtmaður — 1893 d. Einar Ásmundsson alþm. í Nesi — 1918 Sambands- lögin samþykkt í þjóðaratkvæði — 1946 Fyrsta hverarafstöð á íslandi opnuð — 1952 Stofn- fundur Iðnaðarbanka — 1878 f. Sigurbjörn Sveinsson. Orð dagsins. Erkibiskup: krist- inn pótentáti með æðri tign en Kristur öðlaðist — H.L. Menck- en, bandarískur ritstjóri (1880-1956). Við viljum ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar hvað nútímaþróun varðar, hvorki í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði né verslun. Bætt skipulag og endurbættur vélakostur hafa stöðugt aukið framleiðslugetu þjóðarinnar. Hlutverk verslunar er að koma framleiðslu hinna atvinnuveganna á þú ferð út í búð Búum beturaö verslunirmi. Þaö er okkar hagur. neytendamarkað. Aðbúnaður verslunarinnar þarf því að vera í samræmi við aukna framleiðslugetu og þarfir neytenda. Hún gegnir hér stóru hlutverki í okkar daglega lífi - hugsaðu um það næst þegar AUGLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF vióskipti > &verzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.