Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 25 Birgir ísl. Gunnarsson: Um fæðingarheimili Reykjavíkurborgar Það er með ólíkindum, hvernig vinstri meirihluti borgarstjórnar getur klúðr- að hverju málinu á fætur öðru. Síðasta málið er Fæð- ingarheimili Reykjavíkur, en það hefur verið á dagskrá borgarráðs að undanförnu með nokkuð sérstökum hætti. F æði ngarhei milið vinsæl stofnun Reykjavíkurborg hefur um 20 ára skeið rekið Fæð- ingarheimili í húsum, sem borgin keypti í þessu skyni á horni Eiríksgötu og Þor- finnsgötu. Þetta hefur verið vinsæl stofnun, enda undir góðri stjórn Huldu Jensdótt- ur og Guðjóns Guðnasonar, sem hafa haft ágætu starfs- liði á að skipa. Undanfarin ár hafa þeir erfiðleikar steðjað að Fæðingarheimil- inu, að fæðingum þar hefur fækkað eftir tilkomu nýrrar Fæðingardeildar Landspít- alans og því hefur stofnunin ekki haft fulla nýtingu. Þetta hefur haft það í för *með sér að nokkur halli hefur verið á rekstri heimil- isins, þar eð daggjöld ríkis- ins, sem greiða eiga rekstr- arkostnað, miðast við nýtta legudaga, en ekkert fæst greitt, ef rúm standa auð. Hefur ríkið verið ófáanlegt til að greiða hallann, þótt eftir væri leitað af hálfu borgarinnar. Oft rætt í borgarstjórn Þetta vandamál hefur nokkrum sinnum komið til umræðu í borgarstjórn. Fyrir tveimur árum leiddu umræður til þess, að gert var samkomulag við Land- spítalann um að fæðingar- deildin skyldi senda sæng- urkonur á Fæðingarheimilið eftir fæðingu. Það sam- komulag bar ekki árangur og ekki hefur úr því orðið, sem þar var ákveðið. Þá er þess og að geta, að einn borgarfulltrúi, Albert Guðmundsson, hefur borið fram tillögu um að leggja Fæðingarheimilið niður og breyta því í dvalarheimili fyrir aldraða. Sú tillaga hefur aldrei hlotið af- greiðslu. Samningar um sölu án heimildar Allt þetta mál hefur því verið viðkvæmt og vanda- samt. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar formaður borgarráðs lagði fram á fundi ráðsins fyrir skömmu samning, sem búið var að gera milli borgar og ríkis um sölu á Fæðingar- heimilinu til ríkisins. Sam- ningurinn var undirritaður af tveimur ráðherrum, fjár- málaráðherra og heilbrigð- isráðherra. Allt var klappað og klárt — borgarráð átti aðeins eftir að setja sinn stimpil á samninginn. Upplýst var í borgarráði að borgarstjóri vinstri meirihlutans hafði látið starfsmenn borgarinnar ganga til þessara samninga við ríkið um sölu þessarar stofnunar án þess að það væri nokkru sinni rætt í borgarráði. Borgarráð eða borgarstjórn höfðu aldrei tekið neina ákvörðun um sölu þessarar mikilvægu fasteignar og viðkvæmu stofnunar. Slík málsaðferð er með öllu fordæmalaus í borgarstjórn og mjög ámæl- isverð. Ekkert samráð haft við starfsfólkið En það er fleira í meðferð þessa máls, sem er ámælis- vert. Gerður er samningur um sölu stofnunarinnar án þess að starfsfólkinu hafi nokkuð verið gert aðvart. „Við ræddum við forstöðu- konu og yfirlækni í marz 1979,“ segir Adda Bára hróðug og finnst greinilega nóg að gert. í hverju málinu á fætur öðru kemur fram, að engin samráð eru höfð við starfsfólk borgarinnar um hin mikilvægu mál. Starfs- fólk Fæðingarheimilisins las um það í blöðunum að búið væri að gera sölusamn- ing um þessa stofnun og að framtíð þess í starfi væri þar með stefnt í hættu. Fæðingarheimilið starfi áfram Þegar ég gerði sérstaka athugasemd við þetta á fundi borgarráðs sl. þriðju- dag, flutti Björgvin Guð- mundsson tillögu um að fresta öllu málinu til að hægt væri að ræða við starfsfólkið um þessar ráð- agerðir. Sú tillaga var sam- þykkt og var það ekki seinna vænna. Málið er því nú í biðstöðu eftir þessa for- klúðruðu málsmeðferð vinstri meirihlutans. En hvað er ráðlegast að gera í þessu máli. Allt bend- ir til þess að þessi stofnun megi ekki missa sín sem fæðingarstofnun. Nýting hennar er það mikil að ólíklegt er að Fæðingardeild Landspítalans geti ein ann- að fæðingum í Reykjavík. Fyrst svo er, kemur fyllilega til greina að reka heimilið áfram sem sjálfstæða fæð- ingarstofnun undir stjórn borgarinnar og með núver- andi starfsliði. Það atriði þarf borgarráð nú að kanna rækilega meðan málið er í ofangreindri biðstöðu. mynd. Glansmynd Þannig er ástandið orðið í þjóð- málunum. Ríkisstjórnin ræður ekki við neitt, en reynir í staðinn að bregða upp einhverri glans- mynd til þess að dylja vandræðin, sem á herja. En allt eru þetta leiktjöld, einungis framhliðin, sem ekkert er á bak við. Þess vegna gera menn lítið með það núna, þótt einstaka framsóknarráðherra tali um róttækar ráðstafanir fyrir 1. desember og fjármálaráðherr- ann nefni áramótin af sama til- efni. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, sem gafst upp fyrir rúmu ári, var líka til með að nefna nýjar dagsetningar hvenær sem var. Hún gaf upp öndina að síðustu af uppdráttarsýki. Og mörg sjúk- dómseinkennin eru óneitanlega lík hjá þeirri ríkisstjórn, sem nú situr. Hver ber ábyrgðina? Það er nú komið svo, að kaup- mátturinn er eitthvað svipaður og í apríl 1978 eða eftir að hin umdeildu febrúarlög voru sett. Verkalýðshreyfingin blés þá til atlögu gegn ríkisstjórninni og efndi til útflutningsbanns, sem skaðaði markaði okkar erlendis og olli tjóni, sem við súpum enn seyðið af. Og þetta hefur gerzt undir stjórn þeirra raanna, sem unnu kosningasigurinn mikla und- ir gunnfánanum „samningana í gildi“. En einn munur er þó á. Ef stefnu Geirs Hallgrímssonar hefði verið fylgt áfram, hefði verðbólg- an líka verið á hraðri niðurleið og jafnvel orðið svipuð og í helztu nágrannalöndum okkar um þetta leyti. Á hinn bóginn hefði líka verið svigrúm til þess núna að bæta lifskjörin og vextirnir væru lægri. Þetta hefði allt verið hægt, vegna þess að herkostnaður verð- bólgunnár hefði orðið minni, þjóð- félagið hefði verið í fastari skorð- um og rekstrarfjárþörfin að sama skapi minni bæði hjá fyrirtækjum og heimilum sem dregið hefði úr verðbólgunni. í staðinn fyrir allt þetta hefur upphlaup þeirra verkalýðsfor- ingja, sem réðu ferðinni á önd- verðu ári 1978, að ekki sé talað um sólstöðusamningana, leitt til óða- verðbólgu, hinnar mestu í manna minnum. Óhjákvæmilegt er, að lífskjörin versni áfram á hæsta ári eins og einstakir ráðherrar hafa boðað. Atvinnuöryggið er að bresta og í mikilvægum fram- leiðslugreinum hefur ýmist orðið alvarlegur samdráttur með til- finnanlegri kjaraskerðingu eins og hjá bændum, eða umtalsverður hallarekstur eins og í ýmsum greinum útflutningsframleiðsl- unnar. Nýir kjarasamningar standa fyrir dyrum með svo og svo miklum krónutöluhækkunum á laun til þess að halda til jafns við opinbera starfsmenn, sem ríkis- stjórnin samdi við fyrir nokkru. Þó viðurkenna allir, að atvinnu- vegirnir séu ekki aflögufærir, svo að um kjarabætur geti ekki orðið að ræða þegar upp verður staðið. Það kemur líka fram í ummælum Ragnars Arnalds fjármálaráð- herra, að ríkisstjórnin er með það á prjónunum að kippa því til baka, sem um semst í þessum kjara- samningum. Þannig er nú þessi mynd og ekki fögur. En hver ber ábyrgðina á því, hvernig komið er? Verkalýðs- leiðtogarnir, þeir sem duglegastir hafa verið að kynda verðbólgubál- ið, eru alltaf jafnbláeygir, þegar þeir koma fram á sjónvarps- skerminum og enginn getur dregið þá til ábyrgðar, af því að uppbygg- ing verkalýðshreyfingarinnar hef- ur reynzt þannig í raun, að minnihlutinn hefur engan rétt og enga möguleika á að láta sjónar- mið sín heyrast. Og í ríkisstjórninni fer sá mað- ur með samningamálin, sem í málgagni sinu, Þjóðviljanum, hvatti til ólöglegra verkfalla á vordögum 1978. Abyrgdar- tilfinninguna vantar Enginn vafi er á því, að það er beygur í fólki. Það finnur, að framundan eru óvissutimar, sem enginn getur spáð í. Og allra sízt vegna þess stjórnmálaástands, sem ríkir í landinu. Sennilega gera fáir sér lengur vonir um, að ríkisstjórnin geri annað en sitja svo lengi sem sætt er. Þótt nú sé talað um efnahagsráðstafanir um áramót, skiptir það ekki máli. Á meðan þess verður ekki vart, að ríkisstjórnin sýni minnsta skiln- ing á þörfum atvinnuveganna, hlýtur að halda áfram að síga á ógæfuhliðina. Við getum ekki til lengdar lifað um efni fram. Svo einfalt er það. Varasjóðirnir eru uppurnir. Og síðustu frestir eru að líða, áður en til uppgjörsins kem- ur. Og margt bendir því miður til þess að þetta uppgjör verði fyrr og alvarlegra en við viljum trúa eða þorum að horfast í augu við. Enginn vafi er á því, að gengi stjórnmálamanna er ekki síður fallandi síðustu misserin en krón- unnar og eru þá verkalýðsleiðtog- arnir taldir með stjórnmála- mönnum, sem er sanngjarnt eins og margir þeirra hafa unnið. Þetta veldur því, að augu manna beinast nú að stjórnarandstöðunni. Ábyrgðartilfinninguna virðist vanta hjá ráðherrunum, og menn vilja vita, hver séu úrræði hennar. Það rekur að því, að öllum, sem skilja vilja, skiljist, að forsenda betra mannlífs á íslandi er sú, að verðbólgudraugurinn verði kveð- inn niður. Og það verður ekki gert nema mönnum með drengskap og ábyrgðartilfinningu í orði og verki verði sýndur meiri trúnaður á Alþingi og í ríkisstjórn sem í öðrum lykilstöðum í þjóðfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.