Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Útgefandi nMbiferft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Matthías Bjarnason spurði bankamála- ráðherra Jónas Árnason, að því á Alþingi sl. fimmtudag, hvort sam- gönguráðherra hefði laga- lega stöðu og heimild til áð gefa bankastjórum þjóðbankans fyrirmæli um að lána ákveðnum starfsstéttum fjármuni til að styrkja starfsaðstöðu sína hjá tilteknum fyrir- tækjum með hlutabréfa- kaupum. Þá spurði Matth- ías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra, Steingrím Hermannsson, hvort hann gæti ekki tekið samgöngu- ráðherra, Steingrím Her- mannsson, sér til fyrir- myndar, og gefið fyrir- mæli um lánsfjárstreymi til sjávarútvegsins, sjó- manna og fiskvinnslu- fólks, svo það mætti styrkja starfsaðstöðu sína með eignaraðild hjá fyrir- tækjum í sjávarútvegi. Þessum fyrirspurnum var ekki svarað í umræðunni — en gefa vissulega til- efni til íhugunar. Það er saga út af fyrir sig að Helgi Bergs, einn af bankastjórum Lands- bankans, segir í blaðavið- tali í gær, að þeir í Landsbankanum hafi ekki heyrt orð um þetta mál, „hvorki frá einum eða neinum", þegar hann var spurður um ákvörðun rík- isstjórnarinnar, þess efn- is, að lána starfsfólki Flugleiða peninga til hlutabréfakaupa í Flug- leiðum hf. Þetta stangast á við þau ummæli, sem höfð hafa verið eftir ráð- herrum, að þeir hafi sagt möguleika á þessum lán- um. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ummæli ein- stakra ráðherra gufa upp eða renna út í sandinn. Utgerð og fiskvinnsla er undirstaða verðmæta- sköpunar og útflutnings- tekna þjóðarinnar í dag. Rekstrarleg staða útgerð- ar eru sú samkvæmt áætl- un Þjóðhagsstofnunar, að hún er rekin með 3,1% eða rösklega 4,7 milljarða króna halla, miðað við verðlag í þessum mánuði og nýtt fiskverð. Rekstr- arhalli frystihúsanna er hinsvegar tæp 4% eða um 6 milljarðar króna á ári. Þetta þýðir yfir 10 millj- arða halla á útgerð og fiskvinnslu, auk þess sem unnið er að því að leysa vanda útgerðarinnar vegna 25 milljarða króna skuldahala. Þessi vandi, sem á rætur í innlendum kostnaðarhækkunum, þrátt fyrir „niðurtaln- ingu“; kostnaðarhækkun- um, sem eru í engu sam- ræmi við markaðsverð af- urða okkar erlendis, hefur síðan kallað á stanzlaust gengissig, en gengislækk- un gjaldmiðils okkar er eina „niðurtalningin", sem upp á pallborðið hef- ur átt hjá núverandi ríkis- stjórn. Það er því ekki út í hött þó að spurt sé, að gefnu tilefni, hvort fordæmi samgönguráðherra um lánsfjárstreymi úr banka- kerfinu til hlutabréfa- kaupa, leiði til hins sama fyrir þá aðila í þjóðfélag- inu, sem leggja dag við nótt í veiðar og vinnslu í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarbúsins. Fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi myndi efalítið fagna fjár- streymi í formi eignarað- ildar starfsfólks, hvort heldur væri af hálfu sjó- manna eða fiskvinnslu- fólks, og fáir væru betur komnir að lánsfjáraðstoð til slíkra kaupa, ef hún verður þáttur í stefnu- mörkun stjórnvalda. Sú staðreynd er oft færð í faguryrði á hátíð- ar- og tyllidögum, að sjó- menn sinni undirstöðu- störfum í þjóðarbúskapn- um, við erfið starfsskil- yrði, fjarri heimilum sín- um langtímum saman. Þessi faguryrði gufa hins- vegar gjarnan upp, eins og fyrirheit ráðherra í niður- talningarstjórn, þegar til kastanna kemur. Ekki væri þó óeðlilegt að þeir sætu við sama borð um lánsfjárfyrirgreiðslu til eignaraðildar og fyrirtæki og aðrar starfsstéttir, ef stjórnvöld skapa slíkan farveg til eignar og áhættu. Það kemur því spánskt fyrir þegar sjáv- arútvegsráðherra, Steingrímur Hermanns- son, virðir þá fyrirspurn ekki svars, hvort hann mun taka sér samgöngu- ráðherra með sama nafni til fyrirmyndar í þessu efni. En það talar svo sínu máli um, hvert mark er takandi á ráðherrum dagsins í dag, að banka- stjórar Landsbankans hafa ekki heyrt, „hvorki frá einum eða neinum", fyrirmæli, sem sam- gönguráðherra sendi þeim um sjálfan Seðlabankann. Hlutabréfamarkaður formanns Framsóknarflokksins i [ Reykjavíkurbréf »♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 18. október > Hver er sinnar gæfu smidur Þeirrar lífsskoðunar verður víða vart í elztu kvæðum og sögum okkar íslendinga, hvílík gifta það sé að vera sjálfstæður og óháður. Þótt þjóðfélagshættirnir hafi breytzt svo mikið sem raun ber vitni, vakir þessi þrá enn í brjóst- um manna. Og sú staðreynd á ekki síður við nú en þá, að „hálfur sé auður und hvötum“. Dugnaður og framtakssemi ráða úrslitum um, hvert lífshlaup manna verður. Gunnar Níelsson útgerðarmað- ur á Hauganesi er nýlátinn, nær hálfáttræður að aldri. Hann var kunnur afla- og athafnamaður og raunar einn af brautryðjendum þeirrar byggðar, sem nú hefur risið á Hauganesi og Litla- Arskógssandi. Þessi sjávarpláss við Eyjafjörð eru sérstök á marg- an hátt. Myndarskapurinn og snyrtimennskan eru áberandi og samheldnin, sem m.a. lýsir sér í því, að fjölskyldan hjálpast öll að við að gera að aflanum, um leið og báturinn hefur lagzt að. Þannig hefur tekizt að byggja upp traust útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki með dugnaði og ósérplægni. Það er gifta þessa fólks, að það vill fá að ráða fram úr sínum málum sjálft og hefur tekizt að gera það. Gunnar Níelsson var sannur fulltrúi þessa fólks, þekkti þarfir þess og hugsunarhátt, og fólkið þekkti hann. Það kom því af sjálfu sér, að á hann hlóðust trúnaðar- störf og hann vann sveitarfélaginu vel bæði inn á við og út á við. Einkanlega beitti hann sér í hafn- armálunum, enda skildi enginn betur en hann þýðingu þess fyrir byggðarlagið, að hafnirnar full- nægðu þeim auknu kröfum, sem fylgt hafa breyttum útgerðarhátt- um og stærri bátum. Þá var Gunnar Níelsson framarlega í samtökum útgerðarmanna og í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á Norð-Austurlandi. Ekki vænkast hagur Strympu Hafi einhverjir gert sér vonir um, að ríkisstjórnin myndi taka á sig rögg í þingbyrjun, hafa hinir sömu orðið fyrir miklum von- brigðum. Eða eins og fram hefur komið hjá fjármálaráðherra á að fresta öliu núna fram til áramóta með þeim rökstuðningi, að mynt- breytingunni verði að fylgja raun- hæfar aðgerðir í efnahagsmálum. Og vissulega er það rétt. En varla hefði þó sakað að reyna að komast eitthvað áleiðis áður, — byrja „niðurtalninguna", sem ríkis- stjórnin var þó mynduð um. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sá, að ríkisstjórnin hefur brugðizt í öllum meginatriðum. Ýmsir glöptust á henni í byrjun og töldu, að með myndun hennar hefði eitthvert „stjórnmálalegt afrek“ verið unnið. En smátt og smátt er það að renna upp fyrir mönnum, að myndun ríkisstjórnar verður að vera annað og meira en einungis að leiða menn til sætis. Það verður líka að móta stefnu og sjá til þess að ráðherrarnir vinni. Það hefur ekki verið gert. Og afleiðingin er sú, að verðbólguhækkunin milli ára er 58% eða meiri en nokkur núlifandi maður man í rauninni eftir. Og það er kannski grátbros- legt, að þetta skuli gerast á því herrans ári, þegar „niðurtalning verðbólgunnar" var fundin upp og var að sögn „fróðra manna" komin vel á veg á vordögum, þótt henni hefði seinkað nokkuð eins og var að skilja á forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali. En ástæða er til að minna á það jafnframt, að við lifum nú eitthvert hið mesta góðæri, sem yfir þjóðina hefur gengið, svo að ekki er hægt að kenna því um hversu illa tekizt hefur til. En fjárlagafrumvarpið og fyrstu dagar þingsins benda sem sagt ekki til þess, að ríkisstjórnin hafi hugsað sér að taka á sig rögg. Ekki strax. Og svo ganga heit- ingarnar milli stjórnarblaðanna eins og rakið hefur verið í Morg- unblaðinu og menn geta heyrt, þegar forystugreinarnar eru lesn- ar í ríkisútvarpinu. Hversu lengi má hækka skattana? Á síðustu dögum hefur fjár- málaráðherra gumað af því, að ríkissjóður verði hallalaus á þessu ári. Ekki eru öll kurl komin til grafar hvað það varðar og ekki má gleyma því heldur, að óhæfilegar skattahækkanir hafa orðið á tveim síðustu árum. En annað kemur einnig til. Óheyrilegar skuldasafnanir hafa orðið hjá ýmsum opinberum fyrirtækjum og stofnunum og svo langt hefur gengið, að sá, sem þetta ritar, veit dæmi þess, að stofnun hafi ekki getað staðið í skilum með opinber gjöld sem þó höfðu verið dregin frá launum starfsmannanna. Þetta ástand veldur margvíslegum erfiðleikum hjá þeim atvinnufyr- irtækjum, sem vanskilin bitna á, en á hinn bóginn er hægt að fegra stöðu ríkissjóðs fyrir vikið. Haldið hefur verið mikið heil- brigðisþing, sem á að móta „heild- arstefnu". Það er langt orð og yfirgripsmikið, en að sama skapi innihaldslaust nema athafnir fylgi orðum. En á sama tíma og þetta þing stendur yfir hrjáir sum sjúkrahúsin, eins og t.d. sjúkrahúsið á Akureyri, alvar- legur rekstrarfjárskortur og daggjöldin hafa verið skorin svo við nögl að óverjandi er og hlýtur að leiða til ringulreiðar áður en langt um líður. Það verður þess vegna fyrsta verk heilbrigðisráð- herra eftir heilbrigðisþingið, ef hann vill þá reyna að standa í stöðu sinni, að bæta fyrir van- rækslusyndirnar undanfarið og leiðrétta daggjöldin, þar sem það er nauðsynlegt, svo að rekstur sjúkrahúsanna geti á ný orðið með eðlilegum hætti. Annars er nú staðreyndin sú, að það er ekki þörf á neinni „heild- arstefnu" í heilbrigðismálum, — miklu fremur væri ástæða til að ætlast til þess að núverandi ríkis- stjórn reyndi að framfylgja lögum um heilbrigðisþjónustu, sem setf voru í stjórnartíð Magnúsar Kjartanssonar, en kom í hlut Matthíasar Bjarnasonar að fram- kvæma fyrstu árin. Á ráðherra- ferli hans jukust framlög til sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva um tæp 27% á verðlagi ársins ■HHi: I . *v.» » », « 1978, en síðan hefur staðið upp á þær ríkisstjórnir sem á eftir hafa komið, að fylgja þessum málum eftir svo að dregið hefur stórlega úr framkvæmdum. Svavar Gests- son hefur þess vegna af litlu að guma sem heilbrigðisráðherra. Aðalatriðið er, hverju menn koma í verk. Um það verður spurt. Svo ætti einnig af fremsta megni að ýta undir einstaklingshyggju í heilbrigðismálum og hvetja ein- staklinga og frjáls félagasamtök til dáða, eins og gert var þegar Landakotsspítali var gerður að sjálfseignarstofnun og bygging hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi, svo að dæmi séu tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.