Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Ekkert mál, sögðu þeir Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs og fram- kvæmdastjórinn Árni Reyn- isson, þegar þeir voru að hvetja undirritaðan óbreytt- an liðsmann, Elínu Pálma- dóttur, til að þramma fyrir málefnið úr Fijótsdalnum yf- ir hálendið austan Vatnajök- uls ojí suður í Lón. Og mikið rétt. Sú hin sama kom tiltölu- leKa ósár úr gönKunni miklu. heilluð af þessu hrikalega fagra landslagi og rígmontin yfir að hafa sannað að margra ára innivera og fundasetur væru ekki alveg búnar að gera hana að eym- ingja. Svæðið austur og norðaustur af Vatnajökli er einn af þessum stórbrotnu stöðum á hálendinu, sem vegna erfiðrar aðkomu hefur hingað til verið nokkuð sjálf- verndaður, en faerist nú hratt nær alfaraleið og stórvirkjunum, með tilheyrandi rannsóknaumferð og stórum vinnutækjum. A viðkvæm- um stöðum kemur það lögum samkvæmt í hlut Náttúruvernd- arráðs að fylgjast með, veita aðhald og vaka yfir umgengnis- rétti almennings, semsagt að reyna að sjá til þess að ekki hljótist skaði af nauðsynlegri at- hafnasemi en hagur lands og landsmanna sé tryggður. Norðan vatnaskila á þessu svæði eru menn að búa sig undir hina stóru Austfjarðavirkjun með lóni á Eyjabökkum og ekki sama hvar eða hvernig ruðst er um. Sunnan vatnaskilanna er friðlandið í Lónsöræfum, sem er á ábyrgð Náttúruverndarráðs. Og með vax- andi áhuga ferðafélaga á svo- nefndum „löngum gönguleiðum" beinist athyglin gjarnan að frið- lýstu svæðunum, sem alla jafna eru fegurst og eftirtektarverðust. Ferðafélag Islands og ferðafélögin á Fljótsdalshéraði og Hornafirði hafa mikinn hug á að gera þessa leið aðgengilegri ferðalöngum á tveimur jafnfljótum með göngu- kofum og göngubrúm yfir erfiðar ár. Þá skaðar ekki þótt ekki séu allir skoðunarmenn tilhögunar jafn röskir. Þeir geta þá um leið verið ágæt tilraunadýr um rétta fjarlægð milli skála. Þar sem oft er illt og raunar ógerlegt að átta sig á aðstæðum með landabréfa- þekkingu eina, skipa náttúru- verndarráðsmenn gjarnan með sér staðaskoðun og það kom í hlut okkar þriggja að skoða ýmsar aðstæður, á þessu svæði. Auk okkar þriggja, Eyþórs, Árna og Elínar, lögðu upp úr Fljótsdalnum Svandís Ólafsdóttir, kona Eyþórs, Völundur Jóhannesson, formaður Ferðafélags Austurlands, kunnug- ur staðarmaður og skátinn aust- firski Trausti Sigurðsson. Við Reykvíkingarnir höfðum komið með flugvél til Egilsstaða, birgt okkur upp af völdum þurrmat í Kaupfélaginu og hlaðið skrokkinn gómsætum veitingum í félags- heimilinu. Matvæli til ferðarinnar voru fremur valin eftir þyngd en bragði. Sérþörfum okkar Svandís- ar um kaffi þó sinnt, svo og kröfum Árna um vel útilátið smjör. En það átti eftir að koma í ljós, að Völundur hafði birgðir miklar af einstaklega góðum og handhægum frostþurrkuðum þurrmat, sem franskir ferðamenn höfðu komið með og skilið eftir. Síðan var lagt upp frá Egils- stöðum inn með Lagarfljóti á tveimur jeppum. Ég og farangur- inn með Trausta á undan í blæju- jeppa hans með rauðum plusssæt- um, en hin á eftir í jeppa Völund- ar. Brátt tók að hitna mikið í bílnum. Bílstjórinn snarstoppaði, rauk út, þreif hurðina af hjorum og renndi henni ofan á farangur- inn fyrir aftan okkur með þeim ummælum að í jeppa þessum legði hitann upp um gólfið. Þar sem mér sýndist hurðin æði óstöðug þar og óhentugt að bílstjórinn Gengið úr Okkur dvaldist lengi við Eyjabakkafoss, en margir fagrir fossar eru í Jökulsá á Fljótsdal. rotaðist við að fá hana í hnakkann á svo mikilli ferð, reyndi ég svo lítið bæri á að teygja báðar hendur aftur fyrir mig og halda við hurðina. Okkur hafði líka láðst að spyrja Völund nákvæmlega um leiðina, áður en ekið var af stað, og lentum því norðan megin ár í Norðurdal. Sem leiðréttist ekki fyrr en við hittum bónda á túni langt frammi í dalnum, þar sem ekki bólaði á ferðafélögunum. Raunar leizt mér ekkert á, þegar Trausti tautaði eitthvað um að '(\\ N VAm- JöKull suður í Fyrri grein Myndir og texti: Elín Pálmadóttir Gönguleiðin, sem farin var, merkt með slitinni línu. í þessari fyrri grein er sagt frá fyrstu 3 dögunum, þegar gengið var frá Glúmstaðaseli i Norðurdal, suður með Jökulsá i skála á Hraksíðu, áfram i Geldingafellsskála og loks að Kollumúla- vatni ofan Tröllakróka. Hópurinn hefur stækkað við Geldingafell, þar sem Ferðafélag Austurlands hefur komið upp nýjum og góðum skála. Við skálann áður en lagt er upp: Árni Reynisson, Svandís Olafsdóttir, Brynhildur Óladóttir, Magnús Hjálm- týsson, Bragi Björnsson, Brynhildur Stefánsdóttir, Eyþór Einarsson, Trausti Sigurðsson og Völundur Jóhannesson. Myndina tók Elín Pálmadóttir, níundi ferðalangurlnn. komast yfir þessa sprænu, sem var beljandi Jökulsáin, en ekki fylgdi hugur máli og hann renndi rakleiðis til baka út á brú og fram dalinn að sunnan og höfðum við þar brátt náð ferðafélögunum á illfærri slóðinni. Skammt innan við innsta bæ, Glúmstaðaseí, varð með engu móti komist lengra. Skiptum við þar snarlega matvæl- um í bakpokana, ofan á annan viðlegubúnað, enda klukkan orðin sjö að kvöldi. Og ég þrammaði glaðbeitt af stað með 20 kg á bakinu. Leiðin liggur inn með Jökulsá og upp úr dalnum. Hlíðhi á móti rís í fyrstu há og innan við Kleif vaxin fallegum skógarleifum milli klettabelta. í ánni taka fossamir við hver af öðrum, svo maður getur varla slitið sig frá þeim. Það kom mér alveg á óvart, að sjá fossa á borð við nafntoguðustu fossa landsins, sem þarna hafa ekki einu sinni nafn. Og þó. Kirkjufoss í dalsendanum, þar sem við beygjum frá, steypist þar niður í 30 m hátt gljúfur. Nú er orðið blautt undir fæti, enda sveigjum við meðfram Dýjafellun- um, því ytra og innra. Gangan er öll á fótinn. Áður en við komum í náttstað, höfum við hækkað okkur um 400—500 m. Þá er líka farið að dimma. Þegar ég var að láta deigan síga heima í Reykjavík og þeir Árni og Eyþór að hvetja til dáða, höfðu þeir slegið því fram að fyrsti áfangi mundi ekki vera nema þriggja tíma gangur. En úr honum teygðist. Við komum ekki í náttstað fyrr en klukkan hálf eitt. Höfðum við þá verið að leita í nær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.