Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1980 Hefja áróður fyrir DC-10 MCDonnell DouKlas-duKvéla- verksmiðjurnar hafa hrundið af staö mikilli auiflýsinKa- ok kynn- inKarherferð, þar sem laKt er kapp á að kynna áKa'ti fluK'éla verk- smiðjanna, einkum ok sér í laKÍ IX'-IO farþeKaþotunnar, sem hrap- aði í áliti eftir að hafa komið við sóku í a.m.k. tveimur íluKslysum í fyrra. Birtar eru í fyrstu lotu heilsíðu og hálfsíðu myndir af geimfaranum Pete Conrad, sem á sínum tíma lenti geimfari á tunglinti, og rneð þeim textar sem eiga að gefa til kynna ágæti „tíunnar“. „Sérhver DC-10-þota byggir á sömu hugvitssemi og tækni er gerði mér kleift að ferðast til tunglsins og stíga þar fæti,“ er haft eftir Conrad. „Ég ferðaðist vfir 27 milljónir kíló- metra í geimfari sem McDonnell Douglas-verksmiðjurnar hönnuðu og smíðuðu, og komst þá að raun um hversu framleiðsla þeirra er megn- ug. DC-10-þotan er gott dæmi um gæði framleiðslu verksmiðjanna. Ég er sannfærður um að engin farþega- flugvél byggir á jafnmikilli tækni- þekkingu og hugvitssemi, og engin þota hefur verið þaulprófuð á við DC-10. Engin breiðþota flýgur held- ur jafn víða og til jafn margra borga og DC-10. Þotur af þessari gerð fljúga yfir milljón mílur dag hvern,“ segir Conrad m.a. í auglýsingatext- anufn. Lesendum er boðið að kynn- ast DC-10 þotunni frekar með því að skrifa eftir svokölluðu „DC-10 Re- port“, og við látum heimilisfangið fljóta hér með: McDonnell Douglas, Box 14526, St. Louis, Missouri 63178, Bandaríkjunum. Þessi mynd af Pete Conrad við líkan af DC-10 birtist á rúmlega hálfri siðu í handarísku viðskiptariti, og með henni texti sem vitnað er til í meðfylgjandi frétt. Myndin, og aðrar álíka, birtast nú víða, og er það liður í mikilli auglýsingaherferð McDonnell Douglas-flugvélaverksmiðjanna. Oddný Benónýsdóttir á Eyvindarmúla, formaður kvenfélagsins í Fljótshlíð. við „Citabriuna“ hans Árna í Múlakoti, en á þessari flugvél flaug Oddný nýlega sitt fyrsta einflug. Ljó»m. Ární Guðmundsson Fljúgandi kvenfélags- formaður í Fljótshlíð Nú á dögum jafnréttis sækja konur í auknum mæli inn á þau svið sem karlmenn hafa að mikiu leyti haft út af fyrir sig. og á það einnig við um flugið. I auknum mæli er sagt frá þátt- töku kvenna í fluginu og hér segjum við frá einni konu til viðbótar. bað er kvenfélagsfor- maðurinn í Fljótshlíðinni, Oddný Benónýsdóttir á Eyvind- armúla Oddný fór nýlega sitt fyrsta einflug, þá 41 árs og fjögurra barna móðir. Það hafði lengi verið draumur hennar að læra flug, þótt ekki rættist sá draum- ur fyrr en nú fyrir skömmu. Oddný er nú komin með á annað hundrað flugtíma. Hún hefur ekki átt þess kost að sækja bóklegt einkaflugmannsnám- skeið, en vonandi rætist úr því er tímar líða. Flugvélin, sem Oddný notar núna, er 150 hestafla „Bellanca Citabria", vél Árna Guðmunds- sonar fiugáhugamanns í Múla- koti í Fljótshlíð, en Árni hefur gert sér flugvöll við túnjaðarinn í Múlakoti. Citabrian er stél- hjólsvél, en sá hjólabúnaður krefst viðbótarhæfni flugmanns í flugtaki og lendingu. Oddný hefur tekið flesta sína tíma á Citabriuna, en nokkra hefur hún þó tekjð á „Fleet Finch“-tvíþekj- una hans Árna. Sú flugvél er einnig stélhjólsvél og nánast jafnaldri Oddnýjar sjálfrar. Að sögn Árna Guðmundssonar hef- ur Oddný sýnt mikinn dugnað og þrautseigju í flugnáminu, oft við mjög óheppilegar aðstæður. Oddný á ekki dugnaðinn og þrautseigjuna langt að sækja, því faðir hennar var hin þjóð- kunna aflakló Vestmanneyinga, Binni í Gröf. Hurð skall nærri hælum: Þotan lenti í óvæntum höggvindi á lokastefnu Hurð skall nærri hælum er þota af gerðinni Boeing-727 frá Ea-stern Airiines var i aðflugi að Hartsfield alþjóðaflugvellinum i Atlanta nýverið. Þotan átti skammt ófarið er hún flaug skyndilega inn i höggvinda (wind-shear) er ekki var vitað um. Ilraðamælar þotunnar tóku að flökta milli 110 og 140 hnúta og lækkunarstigið jókst i 1000 fet á mínútu. Mikil rigning buldi á þotunni. Flugmennirnir reistu nef þotunnar og stilltu hreyflana á flugtaksafl. En þeir fengu ekki svörun frá hreyflunum, sem þurfa nokkra stund til að taka við sér, heldur Eins og fram hefur komið I fréttum keypti banda- ríska trygg- inKafélagið Metropolitan Life Insurance hyKKÍngu Pan American- fluKfélaKsins i miðborK New York fyrir skömmu. Hús- ið er engin smá- smiði, 49 hæð- ir, ok var kaupverðið 400 milljónir dollara. Pan Am seldi húsið til að rétta af flug- reksturinn, sem Kengið hefur erfiðlega i seinni tið. Skrifstofur fé- lagsins ok höfuðstöðvar verða áfram í hluta byKK- ingarinnar samkvæmt leigusamninKÍ við nýju eig endurna er Kildir til 20 ára. jókst lækkunarstigið og klifur- mælirinn sýndi að þotan lækkaði um 2000 fet á mínútu. Áhöfnin greip þá til enn frekari ráða til að afstýra hrapinu, reisti nefið meira og reyndi með nýjum ráðum að fá afl sem skjótast úr hreyflunum. Hraðamælirinn sýndi, þegar hér var komið sögu, á milli 105 og 110 hnúta hraða og ýmis aðvörunarkerfi þotunnar fóru í gang, t.d. gall í jarðnándar- horninu, viðvörun barst um að þotan væri komin undir aðflugs- geislann á blindlendingarkerfi vallarins, og stýrishjólin hristust í höndum flugmannanna til merkis um að hraði þotunnar væri að nálgast ofrishraða. Loksins fengu flugmennirnir svörun frá hreyflunum og þotan byrjaði að klifra. Þeir flugu annan hring um völlinn og lentu síðan eins og ekkert hefði í skorizt. Er þotan hætti að síga niður á við var hún í aðeins 375 feta hæð (115 metra) yfir jörðu og fjóra kíló- metra frá brautarenda. Atlanta-flugvöllur er búinn tækjum er gefa viðvörun þegar hætta er á höggvindum, en tækja- búnaðurinn mælir aðeins vinda á og innan vallarmarkanna, og því hafði engin viðvörun verið gefin út um hættu á höggvindum í næsta nágrenni vallarins. Umsjón Ágúst Ásgeirsson, Jón Grímsson og Ragnar Axelsson Herman „Fish“ Salmon reynsluflugmaður (i miðið) ásamt Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra og syni sinum Randall i móttöku Iscargo við komu Electra-flugvélar félagsins til landsins í janúarlok. „Fish“ fórst i flugslysi i sumar, en Randall lifði það af. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Herman fíish Salmon er látinn Herman „Fish“ Salmon, einn frægasti reynsluflugmað- ur Bandaríkjanna og góð- kunningi fjölmargra íslend- inga, fórst í flugslysi í sumar. Salmon kom í janúarlok til ísiands með Electra-flugvél Iscargo og var hér um skeið við að þjálfa flugmenn félags- ins á vélina. Salmon fórst með Lockheed L-1049H flugvél (Super Con- stellation) í flugtaki á flugvell- inum í Columbus í Indiana- fylki. Auk hans fórust tveir aðrir úr áhöfn vélarinnar, en fjórir komust lífs af, þ.á m. sonur hans, Randall. Randall var í vinstra sæti flugstjórn- arklefans og faðir hans í því hægra. Randall var ekki með réttindi á þessa tegund flug- véla. Salmon reynsluflaug Con- stellation flugvélum á sínum tíma hjá Lockheed-verksmiðj- unum. Flugvélina, sem hann fórst með, var hann að ferja til Kaliforníu. Var hún hlaðin varahlutum og hrey.flum. Talið er að ástæðan fyrir slysinu hafi verið aflmissir í flugtaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.