Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 13 mundsson, ljósmyndari, út á sömu braut. Myndir þeirra beggja eru löngu orðnar sígildar, og það sem kannski er mest um vert: þær hafa orðið lýsandi leiðarmerki þeim mönnum, sem síðar hafa tekið merkið upp og fært þeim heim sanninn um, að séu bjartsýni og kjarkur fyrir hendi, getur fátt stöðvað menn. Kynni okkar Óskars hófust fyrir nær fimmtán árum, þegar sjón- varpið hóf göngu sína. Þá vantaði ekki hrakspár um hið nýja af- sprengi fjölmiðlunartækninnar hérlendis. Menn voru varaðir við þeirri fífldirfsku að leggja nafn sitt við svo fárániegt ævintýri og þeim var lofað því að þeir myndu verða að alþjóðarviðundri strax á fyrsta degi. Hofmóðugir sperri- leggir sem höfðu þefað af kvik- myndaiðn í öðrum löndum, töldu að nú hlyti þeirra að bíða auður og frami og þjóðin krefjast þess að verk þeirra og vit á listum yrðu metin til jafnþyngdar þeirra í gulli. Sumir þeirra eru jafnvel ekki enn búnir að jafna sig. En á meðan þeir ósköpuðust gekk Nest- or íslenskrar kvikmyndagerðar hægum og hljóðlátum skrefum um húsið og þóttist ekki of góður til þess að framkalla þær myndir sem við nýgræðingarnir vorum af van- þekkingu að bisa við að gera. Hann var ekki að trana skoðunum sínum fram, en fús til þess að fræða og umfram allt að telja kjark í menn, þegar á móti blés. Svo liðu árin. Menn komu og fóru, rifust og öskruðu hver á annan, nema Óskar. Hann var alltaf sama prúðmennið og maður þurfti jafnvel ekki annað en að líta á hann til þess að skammast sín fyrir að hafa rifist við annan mann. í allri hringiðunni var hann eins og góður andi hússins og þegar kirkjubækur tjáðu kerfinu að nú væri hans tími kominn gekk hann út, jafn hljóðlátum skrefum og hann var vanur. Af hógværð hans og lítillæti gætu margir ýmislegt lært, ekkert síður en kjarki hans og áræðni, þegar hann hóf kvikmyndagerð sína. Félag kvikmyndagerðarmanna kaus Óskar heiðursfélaga sinn fyrir nokkrum árum í þakklætis- og virðingarskyni fyrir störf hans, og er hann eini heiðursfélagi þess félags frá upphafi. Það hefði verið gaman að líta heim til Óskars og hans elskulegu konu, Ingu Laxness, i dag, en af því getur ekki orðið vegna fjar- veru minnar. í þess stað sendi ég þeim kveðju mína og reyni að bæta úr þessu á níræðisafmælinu. Magnús Bjarnfreðsson MOVINGSOUND//A~ Lítiö og létt segulband meö heyrnartæki í leöurtösku. Frábær tóngæði; Verö kr. 2.170.- Fermingargjöfin sem hittir í mark! Skart Tölvuúr með silfur eða gull- húð. Glæsilegir skartgripir. Fleiri gerðir. Verð frá kr. 310.-. LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 Útsölustaðir: Kamabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Patróna Patreksfirði — Eplið (safirði — Álfhóll Siglufirði — Cesar Akureyri Hornabær Hornafirði — M.M. h/f. Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum. Kemur í bókabúðir HAGPRENTH/F p^/V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.