Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 31
MORGDNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 31 Sigur gegn Alsír og enn er möguleiki „ÞAÐ VAR hreint geðveikisleg spenna í leiknum hann «at vissulesa farið á hvorn veginn sem var.“ sagði Einar Bollason, þjálfari íslenska landsliðsins í korfuknattleik i samtali við Morgunblaðið í Kærkvöldi. eftir að íslenska landsliðið hafði siur- að Alsírbúa 72—70 í C-riðli Evr- ópukeppninnar í körfuknattleik í Sviss. í hálfleik var staðan 42— 37 fyrir ísland. „Alsírmenn háfa komið gífur- lega á óvart í keppninni, þeir eru geysilega fljótir og ákveðnir og sýndu sannarlega hvað í þeim býr í gærkvöldi, er þeir sigruðu Skota með eins stigs mun,“ sagði Einar enn fremur og hélt áfram: „Næsti leikurinn á undan leik okkar var viðureign Portúgala og Svisslend- inga og burstuðu Portúgalarnir heimaliðið. Það var slæmt að horfa upp á það, því við það minnkuðu möguleikar okkar á því að vinna riðilinn verulega. Okkur gekk því erfiðlega að rífa okkur upp í rétt hugarfar í leiknum. Undir venjulegum kringumstæð- um tel ég að við ættum að vinna landslið Alsír með 10—15 stiga Pétur Guðmundsson hefur fengið sérstaka meðferð hjá mótherjum í Sviss. mun, en svona var þetta nú að þessu sinni samt sem áður. Það er margra mál, að úrslitaleikurinn hafi í raun verið viðureign okkar gegn Portúgölum. Þar gerði fyrst og fremst gæfumuninn, að þeir voru búnir að sjá okkur leika, en við ekki þá. En við mætum Sviss á morgun (í dag) og það er mikill hugur í strákunum að gera vel. Ef við sigrum þá, sem á að vera hægt, getum við borið höfuðið hátt.“ Sem fyrr segir, var staðan í hálfleik 42—37 fyrir ísland. Pétur Guðmundsson lenti snemma leiks í villuvandræðum, var kominn með þrjár eftir nokkrar mínútur, og var hann því lítið með fyrr en í síðari hálfleik. Alsírbúarnir komu Staðan STAÐAN í Sion-riðlinum i körfu- knattleik er nú þannig, að tsland hefur forystu, 5 stig, Portúgal hefur 4 stig, Sviss og Alsír 3 stig hvor þjóð og Skotland 2 stig. Vert er að taka fram, að þjóðirnar fá eitt stig fyrir tap, tvö fyrir sigur. ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu fljótlega. Var staðan þá 50—50. Eftir það og allt til leiksloka var gífurleg spenna í leiknum, Islendingar ávallt fyrri til að skora, en Alsírbúar jafnan fljótir að jafna. Þegar fjórar sekúndur lifðu leiksins reyndu Alsírbúar að jafna, skot þeirra geigaði og Torfi Magnússon þurfti ekki annað en að hanga á knettin- um í fjórar sekúndur. Sigurinn var í höfn. „Það hefur háð okkur gífurlega í tveimur síðustu leikjum okkar, að mótherjarnir gera í því að fá villur dæmdar á Pétur. Þeir kasta Jónas stóð sig frábærlega vel. sér undir hann og sýnast illa leiknir og dómararnir virðast hreinlega ekki sjá í gegnum þetta. Þannig hefur Pétur lítið getað leikið síðustu leikina vegna villu- vandræða. En gegn Alsír kom Jónas í hans stað, átti þó við meiðsl að stríða, og hann stóð sig geysilega vel, skoraði sex stig og hirti fjölda frákasta bæði í sókn og vörn. Jónas, ásamt Torfa og Jóni Sigurðssyni, komst best frá leiknum,“ bætti Einar við að lokum. Stig íslands: Torfi 16, Pétur 15, Jón Sig. 11, Símon 10, Jónas og Kristján 6 hvor, Ríkharður og Kristinn 4 hvor og Gunnar 2 stig. — KK- Landsmótið á Siglufirði Hjónakornin sigruðu örugglega SKÍÐALANDSMÓTIÐ 1981 hófst á Siglufirði i gærdag með setn- ingu og síðan keppni i skíða- göngu. Það vakti athygli, að sigurvegararnir i elstu göngu- flokkum karla og kvenna. Magn- ús Eiríksson og Guðrún Ólöf Pálsdóttir, eru hjón og Siglfirð- ingar í þokkabót. Ekki á hverjum degi sem slíkt á sér stað. Magnús sigraði sem sé í göngu 20 ára og eldri, en sá aldursflokk- ur gekk 15 kílómetra. Tími Magn- úsar var 50,07 mínútur, sem var næstum heilli mínútu betri tími en hjá næsta manni sem var Reykvíkingurinn Ingólfur Jóns- son, sem fékk tímann 50,58. Þriðji var Örn Jónsson Reykjavik á 52,10, þá Haukur Sigurðsson Ólafsfirði á 52,33, síðan Þröstur Jóhannesson ísafirði á 53,38 og sjötti var síðan Kristján R. Guð- mundsson ísafirði á 56,48. Sem fyrr segir sigraði eiginkona Magnúsar, Guðrún Pálsdóttir, í flokki 19 ára kvenna og eldri. Tími Guðrúnar var 22,21, en kvenfólkið gekk 5 kílómetra. Önnur varð Guðbjörg Haraldsdóttir Reykja- vík 4)23,01, Anna Gunnlaugsdóttir ísafirði varð þriðja á 24,38. Fjórða var síðan María Jóhannsdóttir Siglufirði á 24,51. Keppendur í flokki þessum voru aðeins fjórir. Einar Ólafsson frá ísafirði varð hlutskarpastur í flokki 19 ára karlmanna og yngri. Sá flokkur gekk 10 kílómetra og var heildar- tími Einars 35,10 mínútur. Annar, og skammt á eftir Einari, var Finnur Gunnarsson Ólafsvík á 35,31 og Gottlieb Konráðsson Ólafsfirði varð þriðji á 35,34. Börðust þeir Gottlieb og Finnur hatrammlega um annað sæti. Þorvaldur Jónsson Ólafsfirði varð fjórði á 36,37 og sveitungi hans Axel P. Ásgeirsson varð fimmti á 37,00. Sjötti varð Siglfirðingurinn Egill Rögnvaldsson, en tími hans var 37,18. Loks var keppt í flokki 16—18 ára kvenna og voru keppendur aðeins fjórir. Sigurvegari varð Brynja Ólafsdóttir frá Siglufirði, tími hennar var 15,42, en fiokkur þessi gekk aðeins 3,5 kílómetra. Mundína Bjarnadóttir, einnig frá Siglufirði, varð önnur, tími henn- ar var 16,30 og þriðja sætið hreppti Sigurlaug Guðjónsdóttir Ólafsfirði á 17,01. Fjórði keppand- inn var Rannveig Helgadóttir Reykjavík, tími hennar var 18,25. Besta veður var á Siglufirði er mótið hófst, logn, 10 stiga hiti, en þó sólarlaust. Enda gekk mótið snurðulaust fyrir sig þennan fyrsta dag. í dag verður keppt í stökki og fleiru, en ekki er víst að úrslit liggi fyrir áður en Morgun- blaðið fer í prentun. Við verðum að sjá til. — gg. íslandsmót öldunga ÁRLEGT íslandsmót öldunga i blaki fer fram dgana 1. og 2. mai i iþróttahúsi Kennaraháskólans. Nú þegar hafa 8 karlalið og 4 kvennalið. víða að af landinu. tilkynnt þátttöku i mótinu sem hefst kl. 10 föstudaginn 1. maí. Að mótslokum laugardaginn 2. mai verður sameiginlegur fagnaður þátttakenda og gesta þeirra í Félagsheimili Seltjarnarness. Nánari upplýsingar um mátið veitir Gunnar Árnason á skrifstofu Blaksambands tslands i síma 86895 kl. 16—18 og Skjöldur Vatnar i sima 15234. MARTR00 í Alþýðuleikhúsinu, Hafnarbíó Nemendasýning Jazzballett- skóla Báru veröur í Alþýöuleik- húsinu, Hafnarbíói í kvöld, miö- vikudaginn 15. apríl, kl. 20.30. Miðasala í leikhúsinu frá kl. 2 sími 16444. Miöasala í leikhúsinu sími 16444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.