Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 29 Ólöí Kolbrún Ilarðardóttir og Garðar Cortes í hlutverkum .sínum í La Bohéme. La Bohéme Margrét Eggertsdóttir skrifar: „Mig langar að bera fram einlægar þakkir mínar öllum þeim er standa að sýningu á óperunni La Bohéme í Þjóð- leikhúsinu. „Ég kynntist þessari yndis- legu óperu, þegar hún var flutt hér árið 1956, þá undir hljóm- sveitarstjórn Rino Castagnino, hins fræga manns, og leik- stjórn Lárusar Pálssonar. Það var því með mikilli eftirvænt- ingu (og kannski svolitlum kvíða), að ég fór í Þjóðleikhús- ið 8. apríl sl. Fyrir mig, sem tók þátt'í sýningunni ’56, og þekki nokkuð vel efnisþráð óperunnar, kom inngangurinn, lestur Róberts Arnfinnssonar (svo ágætur sem hann var og vel saminn) ákaflega vel fyrir. Flutningur óperunnar fannst mér takast frábærlega vel í alla staði og öllum er að sýningunni stóðu til stórsóma. Til hamingju og hafið hjart- ans þakkir fyrir.“ Nú hlýnar í veðri Gestur skrifar: „Það mun vera allra manna mál, að þessi vetur, sem nú er senn að kveðja, hafi verið harð- ur og snjóþungur. Það er því gleði í hugum allra, ef nú hlýnar vel í veðri. Við skulum vona það öll. Það er sjálfsagt að lofa það, sem gott er og alla hagsæld, en mér finnst fremur lítið skrifað og skrafað um það, heldur oftast hið erfiða og mótdræga. Ég man ekki, hvort ég hef sent blaðinu þessa stöku áður, en hún kom mér í hug í veðurblíðunni í morgun, veit ekki hver orti. Fjalls úr hlíð og fögrum dal, fargast víða snærinn. Hrindir kviða úr sinnusal, sunnan þiði blærinn. Aldrei er góð vísa of oft kveðin." Þessir hringdu . . . Frábær hug- vekja 6410-8344 hringdi og sagði: — Vegna þess að alltof fáir nú til dags þakka fyrir það sem vel er gert, leyfi ég mér fyrir hönd margra góðra vina að þakka séra Halldóri Gröndal fyrir hans frábæru hugvekju í sjónvarpinu á pálmasunnu- dag. Ég hlakka mikið til að heyra í honum aftur. Séra Halldór Gröndal Kom út sem hin argasta misþyrming Torfi ólafsson kennari hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég brá mér á Hótel Sögu í fyrrakvöld á ágæta ferðakynningu Sam- vinnuferða/Landsýnar. Þar gafst færi á að hlýða á söngkonuna Mattý Jóhanns og fagnaði ég því að fá tækifæri til að heyra í henni í fyrsta skipti. Söngkonu? Ég hef allt- af staðið í þeirri meiningu, að Mattý væri söngkona, en ekki eftirherma. Það, sem þarna var boðið upp á, mun hún samt hafa hugsað sem eftir- hermuatriði. Mér til mikillar skelfingar fór hún að flytja stórgóð dægurlög frá ýmsum tímum og reyndi að líkja eftir röddum nokkurra af okkar ágætustu söngkonum. Nefndi hún þær alltaf með nafni og gerði mikið úr. Mér fannst þetta koma út sem hin arg- asta misþyrming og lágkúra á lægsta plani í garð þessara listamanna. Nú hlýtur Mattý að hafa unnið þetta atriði í einhverju hugsunarleysi, en ef hún ætlar að halda áfram á þessari braut, þá ætti hún að ganga í félag „níðgaggenda". Er ekki að efa, að þeir bjóða hana velkomna í hópinn. Sérlega góður körfubíll til sölu, Simon d56 17.07 m vinnuhæö, lyftigeta 230 kg. Kynnið yður verð og greiðsluskilmála Allar nánari upplýsingar hjá Pálmason og Valsson h.f. Klapparstfg 16 slmi 27745 HATIÐAR- FUNDUR veröur haldinn aö venju á föstudaginn langa, 17. apríl, í Háskólabíói kl. 20.30. Öllum opinn. Kaffiveitingar. Samstarfsnefnd Reykjavíkurdeilda AA Sæng og koddi þaö er lausnin. Sængur stæröir: 140x200 120x160 100x140 90x110 Sængurfatagerðin Baldursgötu 36, sími 16738. (Áöur Hverfisgötu 57a). Koddar stæröir: 55x80 40x50 50x70 35x40 45x60 Tilvalin gjöf viö flest tækifæri. Eigum einnig sængurverasett. Sendum gegn póstkröfu. Geymið auglýsinguna. SIG6A V/öGA í ^iLVtRAk/ AUGLYSINGAR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.