Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 23 maðurinn væri áarnir og formæð- urnar plús uppeldið. Hér má vel bæta við hinu fornkveðna: „Svo bregður fjórðungi til fósturs", eða á tölfræðimáli tuttugu og fimm prósent, sem mun ekki vera fjarri sanni. Eiríkur var svo heppinn að hljóta ótal góða kosti ættkvísla sinna í vöggugjöf, sem stuðlaði að að gera hann að þeim gæfumanni sem hann var. Þannig hafði hann líka meðfætt skyn að velja sér góða konu að lífsförunaut. Margir meðfæddir kostir hans yfir- skyggðu gallana, svo að þeir urðu naumast eygðir í fljótu bragði í björtu og direngilegu fari hans. Þeir, sem viðurkenna og skynja sínar ættlægu veilur, skilja slíkt manna bezt. Hann var ráðríkur og einráður, en stjórnaði vel og mér er óhætt að fullyrða, að gömlum rafvirkjanemum og sveinum í iðn- inni var undantekningalítið hlýtt til hans. Sumum þótti blátt áfram vænt um Eirík, þennan sérlundaða en sjarmerandi dugnaðarfork sem brauzt áfram úr fátækt og fásinni til að nema þau fræði, sem ollu hvað mestri tæknibyltingu á morgni þessarar aldar. Að lokum ber að þakka bjarta og hlýja samfylgd á lífsins Laug- ardal. Fáir skiluðu jafn nýtu og þörfu dagsverki, sem heldur áfram að stækka og dafna í trjástofnum hans og ræktun, norðanlands og sunnan. Vonandi öðlast græðlingar og sprotar af ættstofni hans og mergi einhverja af mörgum meðfæddum og áunn- um kostum þessa góða drengs. Nú er hann allur og vel að hvíldinni kominn, gamla og ólseiga kempan, Eiríkur Hjartarson. Sofi hann rótt um eilífa nótt á beði í bjarkasal, bóndinn í Laugardal. Örlygur Sigurðsson Hinn seinasti minpa gömlu vina og góðu er horfinn til feðra sinna á 96. aldursári. Ævisaga hans, sem aldrei verður samin, var ævintýrið um fátæka drenginn, sem fór einn út í hinn stóra heim, drakk þar þekkingu og vizku úr nægtabrunni þekkingar, og kom svo aftur heim til síns fátæka lands til þess að gefa því „meira ljós“. Eiríkur Hjartarson var fæddur að Uppsölum í Svarfaðardal 1. júní 1885. Hann mun hafa verið námfús unglingur, því að eftir fermingu innritast hann í Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Eigi er Ijóst hvort hann lauk þar prófi. Hann kemur til Reykjavíkur og gerist lærlingur í járnsmíði hjá Þorsteini Jónssyni við Vesturgötu, er var mjög þekktur maður á sinni tíð. Ekki mun Eiríkur hafa fundið fullnægju í námi þessu því að hugur hans leitaði annað. Og svo varð hann að vinna kauplaust. Árið 1908 var ráðist í það átak að leiða kalt vatn til bæjarins og í öll hús, því að þá voru engin vatnsból til nema fáir brunnar. Þá var og allur uppgröftur unninn með skóflu og haka. Eiríkur réði sig í þessa vinnu til þess að eignast peninga í vasann. En svo gerðist það að skurðurinn, sem Eiríkur vann í hrynur saman og hann grófst undir mold og grjóti. Þetta hefðu getað orðið endalok hans. En svo átti ekki að verða. Hann var grafinn upp lifandi, en hann hafði skaddast á andliti og bar hann þess merki æ síðan. Árið 1909 gerast þáttaskil í lífi Eiríks. Hann ákveður að halda vestur um haf, til nýja heimsins, Bandaríkj- anna. Hvernig fór hann að því? Nærri má geta að hann hefur orðið að leggja hart að sér að safna fyrir fargjaldi og hefur sjálfsagt orðið að lifa á hálfgerðu hungurfæði. En vestur komst hann og alla leið til Chicago. Þar bjó íslendingur, sem unnið hafði sig upp úr sárustu fátækt og var nú orðinn efnaður verksmiðjueig- andi og hafði fjölda manns í vinnu. Maður þessi hét Hjörtur Þórðarson. Fyrirtæki hans nefnd- ist Thordarson Transformer Company. Þórður tók Eiríki vel, eins og fleiri Islendingum, en hann vildi ekki að þeir ílentust hjá honum, heldur drifu sig áfram. Og ekki þurfti að örva Eirík. Hjá Thordarson var ekkert hægt að læra í raftæknifræði. En þar sem unnið var frá kl. 8 að morgni til kl. 4 síðdegis, þá gat Eiríkur gengið beint úr vinnu í kvöldskóla til að læra málið og búa sig undir raftækninám, eftir átta stunda vinnudag. Þetta gerði Eiríkur og lauk námi í raftækni. Að námi loknu tekur hann pjönkur sínar og heldur norður á bóginn, alla leið til Norður-Dakóta. Hvað sem fyrir honum hefur vakið, þá varð ferð hans þangað heilladrjúg. Þar kynntist hann sinni góðu og fórn- fúsu eiginkonu, Valgerði Halldórs- dóttur, og fluttist hún með honum til íslands 1918 með þremur börn- um þeirra hjóna. Þegar Eiríkur kom aftur heim með konu og börn, þá kom hann og með þá eldlegu hugsjón að lýsa bæ og byggð. Og fátæki sveitapilturinn, sem fór einn síns liðs vestur um haf og til stóra landsins í vestri, var nú kominn aftur til síns fátæka lands og nú sem veitandi en ekki þiggj- andi. Hann stofnaði raftæknifyr- irtæki og kom sér upp snotru og vinsamlegu heimili. Þar ómuðu fagrir tónar því að frúin lék á píanó þegar önnum dagsins var lokið. Þessa hæfileika móður sinn- ar erfði elsta dóttir þeirra hjóna, Margrét, í ríkum mæli. Hin börnin geta og hafa erft þennan eigin- leika móðurinnar en annars virð- ast þau frekar sverja sig í föður- ætt, og er þar ekki leiðum að líkjast. Heimili Eiríks var ávallt þrungið vinsemd og hlýju. Það brást aldrei. Börn þeirra öll ólust upp við þessa vinsemd og hlýju og þau bera þess merki. En velgengni og velmegun Eiríks urðu ekki til að spilla hans traustu innri gerð. Hann bar lengi með sér dulda, innri þrá, er hann vonaðist til að geta uppfyllt einhvern tíma. Hann dáði moldina. Hann dáði gróður- magn jarðar, og hann dreymdi að sjá lítinn gróðursprota vaxa og verða að hávöxnu, ljúffögru tré í geislum vorsólar. Og er stundir liðu fram rættist þessi draumur Eiríks. Hann eignaðist landspildu í Laugardalnum, sem var í órækt. Þar reisti hann sér hús og hófst handa að láta hinn dulda draum sinn rætast. Og þar tókst honum með tíma og elju að skapa þann fegursta gróðurlund, sem Reykja- víkurborg getur státað af í dag. Það verk lofar meistarann. Og það var ógleymanlegt að sjá Eirík leggja í lófa sér litla, veikbyggða plöntu sem væri hún lifandi vera, er bæri í sér gróðurmagn þúsund alda. Hann dáði lífsundrið, ekki einungis sem garðyrkjumaður heldur sem heimspekingur, þó hann væri fámáll um það. Og að heimsækja Eirík og fjölskyldu hans inn í Laugardal á björtum sumardegi • var yndisleg lífs- reynsla, er máðist aldrei úr minni. Þá var farið í boltaleik og börnin hlógu dátt að spretthlaupum okkar karlanna. Þá var lífið bjart og fagurt. En allt á sín endalok. Börnin uxu úr grasi og hurfu út í lífið, sem kallaði. Og svo kom að Eiríkur hafði ei líkamsþrek til að halda öllum þeim gróðri við, sem hann var búinn að rækta um ára raðir af mikilli elju. Hann varð að yfirgefa þennan gróðurlund, sem hann hafði skapað með hugsun sinni og elju. Borgin keypti þenn- an gróðurlund og hefur haldið honum vel við, eins og hann er maklegur. Manni fyndist vel við eiga að borgin léti reisa minnis- merki í þakklætisskyni fyrir þetta náttúrulega listaverk Eiríks Hjartarsonar, ef hún er ekki þegar búin að því. Þegar Eiríkur varð að flytja úr Laugardalnum keypti hann sér hús í borginni, sem var tvær hæðir og kjallari. Hinar leigði hann út. En gróðurhugsjón Eiríks var ekki dauð. Á hverju vori ók Eiríkur norður í land með konu sinni til að gróðursetja trjáplöntur í Svarfað- ardal, ef til vill við fæðingarbæ sinn, Uppsali. Þessu hélt hann áfram vor eftir vor, unz heilsu konu hans fór að hraka. Henni fór aftur með ári hverju, unz hún gat ekki lengur hugsað um húsverkin og heimilið. Að lokum fór svo að engin tök voru á því að hjúkra henni heima og var henni þá komið til hjúkrunar á spítala í Hafnarfirði. Og þar lá hún án þess að vera sér meðvitandi um þennan heim eða annan í sex ár. Og á hverjum einasta degi í öll þessi löngu ár fór Eiríkur heitinn, hvernig sem viðraði, til Hafnar- fjarðar og sat hljóður við sæng konu sinnar og hann lét ^kkert hamla sér frá því að gegna þessu lokahlutverki í lífi sínu. Eiríkur brást aldrei þessari ástríku konu, sem gefið hafði honum ungum ást sína og átta mannvænleg börn, hvorki í lífi né dauða. Slíkur öðlingsmaður var vinur minn, Eiríkur Hjartarson. Hann var traustur eins og eikin. Hann gat svignað en brotnaði ei. Þegar Eiríkur var búinn að missa sinn lífsförunaut og orðinn einn, þá voru engin tök á því að hann gæti séð um sig sjálfur. Hér var úr vöndu að ráða. Ekki var heilsa Eiríks svo illa farin, hvorki líkamtega né andlega, að ástæða væri fyrir hann að sækja um vist á elliheimili. Og til þess langaði hann ekki. En Eiríkur bað aldrei um neitt; hann gerði engar kröfur. Hann tók því sem verða vildi. En í þessum nauðum gamla mannsins var hjálpin næst. Ein dætra hans, Bergþóra, og hennar sanngöfgi eiginmaður, sem búin voru að koma sér upp fallegu húsi yfir höfuð sér, ákváðu að leigja það út og flytja inn i hús gamla manns- ins og gera honum lífið bjart í ellinni. Þetta var göfugt mannúð- arverk. Þessi fórnfúsu hjón önn- uðust gamla manninn í hvorki meira né minna en 11 ár, og honum leið vel. Eftir þessi löngu ár fór hjónin að langa að komast í sitt eigið húsnæði og þau létu af því verða. En þau tóku gamla manninn með sér. Og hjá þeim dvaldi hann í þrjú ár. En sem tíminn leið, fór heilsu gamla mannsins að hraka líkamlega, þótt sál hans væri heil, og þarfn- aðist hann þess vegna meiri hjúkrunar en unnt var að veita í heimahúsum. Hann fékk fyrst umönnun og hjúkrun að Hátúni 10 en svo fékk hann legupláss í Hrafnistu, og þar lést hann 4. apríl sl. Eiríkur átti tvær systur. Hin yngri, Una, er látin. Hin eldri, Malín, lifir enn á háum aldri. Og þegar ég nú, gamall maður, minnist 60 ára órofa vináttu okkar Eiríks Hjartarsonar, þá finnst mér erfitt tungu að hræra, jafnvel í rituðu máli. Þótt Eiríkur talaði aldrei um trú eða heimspeki, þá var hann hreinlyndur, hugrakkur, hugsandi og sannur eins og ljósið. Og þegar ég sá \ann í hinzta sinn í rúmi sínu við vesturglugga á Hrafnistu í djúpri, innri þögn, þá var hann að bíða eftir dvínandi rökkurskímu, bíða eftir nóttunni, bíða eftir ljósinu, sem mundi leysa sál hans úr viðjum. Og ég læt mér til hugar koma að hinar björtu og brosandi dísir dagsins hafi staðið við beð hans til að taka á móti hinum þöglu systrum næturinnar, og þannig hönd í hönd, milli bross og tára, hafi vinur minn Eiríkur Hjartarson komist á leiðarenda. Og um leið og ég kveð hann hinztu kveðju, þakka ég honum fyrir vináttu hans, sem aldrei brást og verður mitt veganesti til hinztu stundar. S. Sörenson t Útför eiginmanns míns, REUBEN ROPER, sem lést 25. mars 1981 fór fram 28. mars frá Centralia lllinois. Ólöf Siguröardóttir Roper fré Keflavik. Útför fööur okkar, EIRÍKS HJARTARSONAR rafvirkjameistara, fer fram frá Fossvogskirkju (dag, miövikudaginn 15. apríl, kl. 3. Margrét Eiriksdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Bergljót Eiriksdóttir, Unnur Eirfksdóttir, Bargþóra Eiríksdóttir, Valgeröur Eiríksdóttir, Auöur Eiríksdóttir, Hjörtur Eiríksson. t Hjartkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, ÞORDUR STEFÁNSSON, fyrrverandi bókavöröur, Vík i Mýrdal, sem andaöist 7. þ.m., veröur jarösettur frá Víkurkirkju, laugardag- inn 18. apríl kl. 2 e.h. Ingibjörg Siguröardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn. + Hjartanlega þökkum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúð og hlýhug viö fráfall og útför eiglnkonu minnar, SIGURBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR fré Grund, Skagaströnd. Kristjén Hjartarson og aörir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför GUDRUNAR INGIMARSDÓTTUR, Kjarnholtum. Einar Gislaaon, Ingibjörg Einarsdóttir, Ketill Kristjánsson, Gísli Einarsson, Ingibjörg Jónsdóttír, Ingimar Einarsson, Anna Kristinsdóttir, Guörún Einarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson, Elínborg Einarsdóttir, Ingólfur Falsson, Þóra M. Einarsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Magnús R. Einarsson, Kristín Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem vottuöu okkur hlýhug og samúö viö útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNARMAGNÚSDÓTTUR, Aöalstræti 54, Akureyri. Einnig þökkum við af alhug alla hjúkrun og læknishjálp, henni veitta á Dvalarheimilinu Hlíö og Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri. Guösblessun fylgi öllum vinum hennar og velgjörðarmönnum. María Hermannsdóttir, Eyjólfur Þórarinsson, Hilmar Eyberg, Ólöf Jónsdóttir, Sverrir Hermannsson, Auöur Jónsdóttir, Brynja Hermannsdóttir, Haraldur Ólafsson, Björn Hermannsson, Hulda Baldvinsdóttir og barnabörn. SÍKfí hitamælar jEL. iL- I SöiuiiíllmÐgjiuifr Vesturgötu 16, sími13280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.