Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Otto Wathne af- hentur á Seyðisfirði UM SÍÐUSTU helgi afhenti Vélsmiðja Seyðisfjarðar Gylli hf. togbátinn Otto Wathne NS 90. Mb Otto Wathne er 149 tonna stálbátur með 565 hestafla Caterpillar-vél. Ganghraði reyndist rúmar 11 mílur i reynsluferð ok oliueyðsla 91 1 á klukkustund. togkraftur er 9,6 tonn. Báturinn er útbúinn á togveiðar með skuttogi, ennfremur fyrir línu- (>K netaveiðar. Báturinn er útbúinn með stýrishring, þannig að hann la-tur betur að stjórn á toginu. Þetta ku vera nýjung i útbúnaði báta af þessari stærð. Otto Wathne er annar báturinn sem VS smíðar fyrir Gylli hf. Hann er auk þess sjöundi bátur- inn sem vélsmiðjan smíðar með Caterpillar-vél, en þessi vélarteg- und hefur lukkast mjög vel í bátum þeirra að sögn Stefáns Jóhannssonar framkvæmdastjóra. Skipstjórar eru tveir af eigend- um bátsins, þeir Trausti Magnús- son og Páll Agústsson. Sveinn Talsverðar breytingar á Heklugosinu í gærmorgun - en dró úr því undir kvöldið „GREINÍLEGAR breytingar urðu á gosinu í Heklu i gærmorgun, en þá voru í henni meiri drunur en áður í þessu gosi. Hraun sýnist nokkuð meira en áður norðan við Litlu-Heklu og eru nú 3 gigar virkir. Ég held að í dag hafi opnast nýr gigur um miðja norðausturöxlina,“ sagði Sigurjón Pálsson, bóndi á Galtalæk, er blaðamaður ræddi við hann í gær. Otto Wathne á siglingu á Seyðisfirði. I.júsmynd Mbl. Alhrrt Kcmp. Sigurjón sagði ennfremur, að illa hefði sést til Heklu meirihluta dagsins, en þó hefði rofað lítillega til um miðjan dag . „Mér virðist nokkur breyting hafa orðið um miðja Litlu-Heklu í dag,“ sagði Sigurjón," en hvort þar hefur myndast gígur eða hvort þar er um gervigíg að ræða skal ég ekki segja, en þetta hefur verið þó nokkuð gos í dag, en dregið hefur heldur úr því undir kvöldið. Það er nokkuð undarlegt við þetta gos, sem ekki hefur verið BUR: Marteinn Jónasson lætur af störf- um 1. okt. A FUNDI í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavikur í gær óskaði Mart- einn Jónasson. annar fram- kvæmdastjóri BÚR. þess að verða leystur frá störfum frá og með 1. október og síðan að verða ráð- gjafi Bæjarútgerðarinnar frá og með sama degi. Stjórn Bæjarútgerðarinnar samþykkti þessar óskir Marteins með 7 samhljóða atkvæðum, en ekki mun hafa verið rætt um þessi mál frekar á fundinum og ekkert var rætt um það hver tæki við af Marteini. MORGUNBLAÐIÐ gefur að venju út stórt páskablað. Það verður prentað i þrennu lagi og verður fyrsta hlaðið borið til kaupenda í dag en seinni tvö bloðin verða borin út á morgun. skírdag. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðviku- daginn 22. april. Enn felld flugstöðvartillaga: áður í þeim gosum, sem ég hef fylgzt með, að nú virðist allt hraunið koma upp úr toppgígnum. Að öðru leyti er þetta fremur venjulegt gos og í mörgu líkt gosinu 1947, eins og það var þegar gosið hafði í 2 mánuði. Það getur ekki nokkur lifandi maður spáð um framvindu gossins, en ef maður lítur á það sem framhald gossins í sumar, sem það væntan- lega er og tekur tillit til fyrri gosa, mætti búast við því, að það stæði nokkurn tíma,“ sagði Sigurjón. Eggert Haukdal með - Jóhann Einvarðsson móti AÐ LOKINNI þriðju umræðu um lánsfjárlög 1981 i neðri deild Alþingis í gær var enn felld breytingartillaga sem fól i sér heimild til allt að 5 milljón króna lántöku vegna byrjunarkostnað- ar við byggingu nýrrar flug- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Tillagan var felld með 18 atkvæð- um gegn 17, 1 sat hjá en fjórir vóru f jarverandi. Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu tillögunni atkvæði. þar á meðal Eggert Haukdal. ef undan eru skildir ráðherrarnir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. sem greiddu tillögunni mótatkvæði og Albert Guðmundsson, sem sat hjá. Gegn tillogunni greiddu at- kva"ði allir þingmenn Alþýðu- handalags og Framsóknarflokks, þar á meðal Jóhann Einvarðsson. auk áður talinna ráðherra. Matthías Á Mathiesen (S) gerði eftirfarandi grein fyrir atkvæði sínu: „Það er löngu orðin venju- bundin afgreiðsla á Alþingi að ákvarða lántökur ríkissjóðs með heimildarákvæðum, eins og því sem hér er lagt til að samþykkt verði. — í slíku ákvæði felst vilji Alþingis, sem ríkisstjórnir hafa virt hingað til.“ Flutningsmenn tillögunnar, sem er sama efnis og tillaga sem felld var með jöfnum atkvæðum í efri deild Alþingis, vóru: Matthías Bjarnason (S), Matthías Á Mathi- esen (S) og Sighvatur Björgvins- son (A). Þá var einnig við aðra umræðu í neðri deild felld tillaga frá framangreindum flutnings- mönnum og Alberti Guðmunds- syni (S), þess efnis, að ríkisstjórn- inni var gert skylt að taka lán til byrjunarframkvæmda við flug- stöðvarbyggingu 1981. Kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunn- ar verður annað kvöld Litlar hreyf ingar í flugmannadeilunni SAMNINGAVIÐR/EÐUR í flug- mannadeilunni standa yfir þessa dagana. en að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar, ríkissáttasemjara munu ekki vera miklar hreyf- ingar á þeim málum. I gær voru þó haldnir fundir, bæði vegna kjaramála og í starfs- aldurslistamálinu. I dag verða haldnir fundir á báðum vígstöðv- unum þar sem málin verða könnuð og skýrslur frá öllum aðiljum lagðar fram. KIRKJUKVÖLD Bræðra- félags Dómkirkjunnar verður í Dómkirkjunni annað kvöld, skírdag, klukkan 20.30, ok er það í umsjá OddfelIowreKÍunn- ar á Islandi. Marteinn Hunger Friðriksson, dómorganisti, mun flytja ávarp. Söngsveit Oddfellowa mun syngja undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur. Jón Sigtryggsson mun flytja ræðu, sem fjalla mun um trú og menningu. Steinn Guðmundsson mun syngja einsöng við undirleik Marteins Hunger Friðrikssonar. Þá mun séra Árelíus Níelsson, fyrrverandi sóknarprestur, flytja ræðu. Bæn mun flytja séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur. Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Útsýnar: „Á að þegja málið í hel“ Hefur ekki fengið svar frá ríkisstjórn um að gera Útsýn að sjálfseignarstofnun „ÉG TEL að islenskt þjóðfélag hafi ekki efni á þvi að hundsa þetta framlag til lista og menningar i landinu," sagði Ingólfur Guðbrandsson á blaðamannafundi í gærdag er hann skýrði frá því að ríkisstjórn tslands hefði enn ekki haft fyrir því að svara hugmynd hans um að ferðaskrifstofan Útsýn verði rekin sem sjálfseignarstofnun og allur hagitaður hennar rynni óskiptur til lista og menningar i landinu. Það kom fram á fundinum að Ingólfur átti á sínum tíma tvo óformlega fundi með forsætis- ráðherra, sem tók mjög vel í málaleitanir hans. Síðan eru fjórtán mánuðir liðnir og ekkert hefur gerst í málinu. „Það er engu líkara en það eigi að þegja málið í hel,“ sagði Ingólfur. Ingólfur telur því rétt að málið komi fyrir almenningssjónir þar sem hann er að verða úrkula vonar um að ríkisstjórnin svari málaleitan hans. Ingólfur hefur rætt við marga framámenn í listum bæði hér á landi og erlendis og hafa þeir sýnt mik- inn áhuga á hugmyndum hans um stofnun Lista- og menninga- félags, sem hefði það að höfuð- Ingólfur Guðbrandsson markmiði að reisa tónleikahöll. Ingólfur Guðbrandsson hefur um langt árabil stuðlað að út- breiðslu og eflingu tónlistar i landinu og eytt til þess veru- legum hluta starfsævi sinnar án launa. Þá hefur hann tekið á sig miklar fjárhagslegar skuldbind- ingar í ljósi þeirrar ákvörðunar sinnar að gera Ferðaskrifstof- una Útsýn að sjálfseignarstofn- un. Uppfærslan á verki Pólý- fónkórsins nú um páskana kost- ar um 150 þúsund krónur, og reikna má með 70 þúsund króna beinu tapi. Þessu er mætt með beinum greiðslum úr eigin vasa. En Ingólfur hefur haldið starf- semi kórsins gangandi í 24 ár samfleytt. Flugleiöir: Mikið annríki í páskavikunni MIKIÐ annríki hefur verið und- anfarna daga i innanlandsflugi Flugleiða og að sögn Svcins Sæmundssonar, blaðafulltrúa komust allir farþegar á áfanga- stað i gær og fyrradag. Þó að margir flugstjórar væru á nám- skeiðum tókst að koma nokkrum aukaferðum á vegna góðrar skipulagningar. I gær voru farnar alls tæplega 20 ferðir innanlands, þar af 6 til Akureyrar, 4 til ísafjarðar og 2 til Egilsstaða. Til annarra viðkomu- staða Flugleiða var flogið einu sinni í gær. Sveinn sagði, að miklar annir yrðu væntanlega í innanlandsfluginu í dag og væru meðal annars áætlaðar 1 til 2 þotuferðir til Akureyrar. Á föstu- daginn langa verður ekkert flogið og á páskadag verður aðeins flogið til Bandaríkjanna. Flogið verður samkvæmt áætlun á laugardag, en Sveinn sagði að mánudagurinn, annar páskadagur, yrði anzi þröngt setinn og væru þá einnig fyrirhugaðar einhverjar þotuferð- ir. Hann sagði ennfremur, að farþegafjöldi virtist svipaður og um síðustu páska, en að ekki væri enn hægt að gera sér grein fyrir endanlegum fjölda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.