Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1981, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 88. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þrír myrt- ir á Spáni Madríd. 14. april. AP. ÞRÍR mcnn voru skotnir til bana á Spáni í dag ok er talið að ETA. aðskilnaðarsamtok Baska, hafi staðið að baki morðunum. 18 manns hafa nú verið myrtir á Spáni það sem af er árinu. Hinn fyrsti, sem var myrtur í dag, var fyrrum þjóðvarðliði. Hann var skotinn til bana í San Sebasti- an. Þremur klukkustundum síðar var fyrrum ofursti í hernum skot- inn til bana í Bilbao. Hann var að koma frá rakara sínum og hafði haft á orði í umræðum um morðið í San Sebastian, að „feigum yrði ekki forðað, né ófeigum í hel komið“. Skömmu síðar var hann liðið lík. Þriðji maðurinn, verksmiðjustjóri, var skömmu síðar skotinn til bana í San Sebastian. Símamynd AP. Tímamótaför Kólumbíu er gif tusamlega lokið EdwardH-fluKNtöðinni. Kaliforniu. 14. april. AP. VELHEPPNAÐRI för geim- ferjunnar Kólumbíu lauk kl. 18.22 að islenzkum tima i kvöld. Flugið gegnum gufu- hvolf jarðar gekk að óskum og lendingin i Edwards- flugstöðinni i Kaliforniu tókst vel í alla staði. Þar með lauk 54 klukkustunda og liðlega tuttugu mínútna för geimferjunnar og hún mark- ar upphaf nýs tímabils i geimferðum. „Svona á að koma til Kali- forníu,“ sagði Crippen. „Verðum við að fara með hana í flugskýlið?" spurði Young þegar geimferján hafði numið staðar. „Við verðum að dusta rykið af henni fyrst," svaraði stjórnstöðin. í fimmtán mínútur var sam- bandsslaust við geimferjuna og mikil spenna fylgdi þessari mestu hættustund ferðarinnar, en spennunni lauk þegar Young kall- aði í stjórnstöðina og sagði: „Halló Houston, Kólumbía hér.“ Geimfararnir urðu að dveljast liðlega þrjá stundarfjórðunga inni í Kólumbíu meðan það sem eftir var af hættulegu eldsneyti geim- ferjunnar var hreinsað burtu. Gífurlegur mannfjöldi, líklega um 170.000 manns, var saman- kominn í flugstöðinni þegar geim- ferjan lenti. Kólumbía hóf för sína á hádegi á sunnudaginn og fór alls 36 hringi umhverfis jörðu. Fyrirfram höfðu menn mestar áhyggjur af ferðinni inn í gufuhvolf jarðar vegna þess gífurlega hita sem þá myndaðist. Geimferjan fór með 25-földum hraða hljóðsins gegnum gufuhvolfið og hitinn sem mynd- aðist mældist 1482 gráður á cel- síus. Kísilflísar þær, sem áttu að verja geimferjuna gegn hitanum, stóðust eldraunina fullkomlega. Hinn flókni tölvubúnaður geim- ferjunnar stjórnaði fluginu mest- an hluta ferðarinnar til jarðar, en í 12 km hæð tók Young við stjórninni og stýrði geimferjunni síðasta spottann. Geimferjan kom með hraða hljóðsins niður að strönd Kali- forníu og lenti með 346 km hraða í Edwards-flugstöðinni. „Fyrir ykk- ar tilstilli líður okkur sem risum á ný,“ sagði Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna þegar hann óskaði þeim félögum, Young og Crippen, til hamingju með velheppnaða för. Sjá fréttir: Giftusamleitri för Kól- umblu lokið — Nýtt timabil iteim- frrAa. á miðopnu blaAsins. Rússar minnka viðbúnað Varsjá, WashinKton. 14. april. AP. BANDARÍSKAR leyniþjónustu- hcimildir herma, að Sovétmenn hafi nú minnkað viðbúnað herja sinna í og við landamæri Póllands og að sovéskar og a-þýzkar her- sveitir hafi snúið til stöðva sinna. Málgagn Samstöðu, hinna óháðu verkalýðsfélaga í Póllandi, skýrði í dag frá því, að Jozef Wieniacz, aðstoðarutanríkisráðherra Pól- lands, hefði að frumkvæði stjórn- valda komið til fundar við landsráð samtakanna og þar hefði hann skýrt frá því, að „ábyrgir og hugsandi“ stjórnmálamenn í A-Evrópu myndu setja sig gegn innrás herja Varsjárbandalagsins í Pólland. En það gæti leitt til innrásar ef Pólland segði sig úr Varsjárbandalaginu eða breytti þjóöskipulagi sínu, að sögn Wieni- acz. Pólska fréttastofan PAP skýrði í dag frá því, að frá og með 1. maí komi til skömmtunar á smjöri, hveiti, hrísgrjónum og kornflögum. Kjöt hefur verið skammtað um langt skeið í Póllandi og sykur hefur verið skammtaður í rúmt ár en 1. apríl síðastliðinn var dag- skammtur sykurs minnkaður um helming. Förtil fjarlægra reikistjarna ekki lengur dramnsýn ein Edwards—fluKstoðinni. Kalifornlu, 14. april. AP. „Þetta var stórkostleg ferð,“ sagði John Young, flugstjóri geimferj- unnar Kólumbíu þegar hann kom út úr geimferjunni i Edwards — flugstöðinni í Kaliforniu i kvöld og hann bætti við: „Geimferjan markar upphaf nýs tímabils — för til fjarlægra reikistjarna er ekki lengur draumsýn ein. Við Bob erum stoltir að eiga þátt i þessu ævintýri.“ „Hín langa bið, — 12 ára bið var fyllilega þess virði. Þó ég þyrfti að bíða önnur 12 ár eftir för sem þessari, þá myndi ég ekki telja það eftir mér. Geimöld er gengin í garð,“ sagði Robert Crippen. Þeir félagar komu út úr geim- ferjunni klukkustund eftir lend- ingu. Young gekk hring umhverfis geimferjuna, skoðaði hana gaum- gæfilega, lyfti síðan höndum í sigurvímu. Robert Crippen stóð brosandi að baki honum og tók í hendur starfsmönnum geimferju- áætlunarinnar. „För ykkar markar upphaf nýs tímabils í geimferðum," sagði Ron- ald Reagan, forseti Bandarikjanna þegar hann óskaði geimförunum til hamingju með velheppnaða för. Heillaóskaskeyti bárust til Banda- ríkjanna víðs vegar að úr heimin- um. „Ég er sannfærður um, að þessi för mun verða öllu mannkyni til framdráttar," sagði Kurt Wald- heim, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna. Heillaóskaskeyti bárust frá Kanada, Ítalíu, Bretlandi, V—Þýzkalandi og víðar. Tassfrétt- astofan sovéska skýrði frá för Kolumbíu en þaðan bárust ekki heillaóskir, heldur var því haldið fram að meginmarkmið geimferju- áætlunarinnar væri hernaðarlegs eðlis. Þeir John Young og Robert Crippen ásamt konum sinum eftir velheppnaða för. Símamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.