Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Loðnuverð lækkar um tæp 6% - 14% tap hjá verksmiðjunum Nvtt loðnuverd var ákvedið í yfit- nefnd lerdlagsráds sjávarútvegsins í gær og lakkar hráefnisverðið um tæp- lega þannig ad frá I. október til áramóta veróa greiddar 425 krónur fyrir hvert tonn, en á síóasta verðtíma- bili voru greiddar 450 krónur fyrir tonnió. Til þess að leysa loðnuverðs- ákvörðunina mun Verðjöfnunarsjóður taka allt að 42 millj. kr. lán með ábyrgð ríkissjóðs, en ef það hefði ekki verið gert, væri verðákvörðunin nær óleysanleg. Ilið nýja loðnuvcrð kom á síðustu stundu, því útgerðarmenn höfðu hótað að láta skipin hætta veið- um, yrði verðið ekki komið fyrir mið- nætti þann 21. október. N'ýja loðnuverðið var samþykkt með atkvæðum oddamanns, Ólafs Davíðssonar, og fulltrúa seljenda í nefndinni, þeirra Óskars Vigfússon- I.jósm. Mbl.: RAX Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins á fundi, skömmu áður en ákvörðun um loðnuverð var tekin. Hæstaréttardómur fall- inn f stóðhestamálinu í II/TISTARKTTI féll á þriðjudag dómur í máli því, sem Björn Pálsson, bóndi á Ytri-Löngumýri, höfðaði á hendur Jóni Isberg, sýslumanni í llúnavatnssýslu, til ómerkingar uppboði, sem sýslumaður lét fara fram í júní 1979 á tveimur stóðheslum í eigu Björns. Uæstirétlur dæmdi, að uppboðið skyldi ómerkt og sýslumaður var da mdur til að greiða Birni 2.500 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti að viðlagðri aðför að lögum. Björn krafðist þess, að hið áfrýjaða uppboð yrði ómerkt á þeim forsendum, að stóðhestarnir hefðu ekki verið lausagönguhestar, heldur hefðu þeir sloppið úr girðingu og átt að handsama næsta dag. Af hálfu sýslumanns var því haldið fram. að uppboðið á stóðhestunum hefði verið fullkomlega löglegt. Um hafi verið að ræða stóðhesta, sem gengu lausir. Í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Það er nægilega upplýst, að um- ræddir stóðhestar gengu lausir í heimahögum, er þeir voru handsam- aðir. Skiptir þá ekki máli, hvort þeir voru í landi áfrýjanda eða annarra. Var þetta óheimilt og bar því að handsama hestana og flytja þá til hreppstjóra samkv. 31. gr. laga nr. 31/1973. Hreppstjóri skoraðist und- an að taka við þeim og gat sýslumað- ur geymt hestana, þar sem hann ákvað. Uppboðið var nauðungar- uppboð, þar sem það fór fram gegn mótmælum áfrýjanda, og verður að telja, að um framkvæmd þess gildi reglur laga nr. 57/1949, þótt sú teg- und uppboðs, sem hér er um að ræða, sé ekki nefnd berum orðum í 1. gr. laganna. í 2. gr. laganna segir, að sýslumenn haldi uppboð í sýslum, en í 3. gr. þeirra segir að rétt sé, að w Utvarpsum- ræða um stefnu- ræðu forsæt- isráðherra í TVARI’SUMRÆÐA verdur um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Gunnar Thoroddsen talar einn af húlfu sjálfstæðismanna, sem standa að ríkisstjórninni en af hálfu sjálfstæðismanna í stjórn- arandstöðu tala Geir Hallgríms- son og Pétur Sigurðsson. Stein- grímur Hermannsson og Tómas Arnason tala fyrir Framsóknar- flokkinn og fyrir Alþýðuflokkinn Kjartan Jóhannsson, Karvel Pálmason og Sighvatur Björg- vinsson. Af hálfu Alþýðubanda- lagsins tala Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir og Stefán Jónsson. Tveir á slysadeild TVKIK menn voru fluttir í sjúkrahúsið á Selfossi löluvert slasaðir eftir útaf- keyrslu við l.augarás í Biskupstungum um miðjan dag í gær, að sögn lögregl- unnar á Selfossi, en bíllinn lenti utan vegar í skurði. Mennirnir sem eru af höfuðborg- arsva'ðinu voru síðan fluttir á slysa- deild Borgarspítalans til frekari meðferðar, en ekki var vitað frekar um meiðsl jæirra í gærkvöldi. hreppstjóri haldi uppboð á lausafé í vissum tilvikum. Ennfremur að upp- boðshaldari geti falið hreppstjóra að halda uppboð á sína ábyrgð að upp- fylltum nánar tilteknum skilyrðum. Með hliðsjón af þessu verður að skilja 2. mgr. 31. gr. laga nr. 31/1973 svo, að hinum reglulega uppboðs- haldara sé heimilt að halda þau upp- boð, sem um er fjallað í greininni, enda er gert ráð fyrir því sem aðal- reglu í 3. kafla uppboðslaga, að sýslumaður haldi lausafjáruppboð. Verður ómerking uppboðsins því ekki á þessu byggð. Ekki verður heldur á það fallist, að ómerkingu varði, þótt uppboðið væri ekki aug- lýst með viku fyrirvara, enda verður 40. gr. uppboðslaganna ekki skilin Harður árekstur við Elliðavog HARÐUR ÁREKSTUR varð við Ell- iðavog í gær. Vörufljitningabifreið, sem ekið var norður Elliðavoginn lenti skáhallt undir vörubílspalli og stórskemmdist. Atvik voru þau, að vöruflutn- ingabifreiðinni var ekið norður Elliðavog á eftir vörubifreið. Öku- maður vörubifreiðarinnar hugðist beygja út af Elliðavoginum í hús- grunn skammt frá Barðanum. Skipti engum togum að vöruflutn- ingabifreiðin skall undir palli vörubifreiðarinnar. Miklar skemmdir urðu á vöruflutninga- bifreiðinni, hús hennar stór- skemmdist og var hún óökufær eftir áreksturinn. Ökumaður var einn og sakaði ekki, þar sem högg- ið köm farþegamegin. svo, að slíkt hafi verið nauðsynlegt. Hins vegar var ekki lagt fram á uppboðsþinginu frumrit eða afrit auglýsingarinnar og hún er ekki meðal gagna máls, svo að ekki verð- ur nú séð, hvað í henni stóð. Þá kem- ur fram af bókun í uppboðsbók, að áfrýjandi lagði fram á uppboðsþing- inu, áður en gengið var til uppboðs, mótmæli gegn því, að það yrði hald- ið, en uppboðshaldari sinnti þeim að engu. Þar sem uppboðshaldara mátti vera Ijóst, að mótmæli þessi kunnu að snerta uppboðsheimildina, bar honum samkvæmt 114. og 190. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 57/1949 að leiðbeina áfrýj- anda, sem ekki er löglærður, um mótmælin og taka síðan afstöðu til þeirra í úrskurðarformi. Þeim úr- skurði hefði áfrýjandi síðan getað áfrýjað til Hæstaréttar sbr. a-lið 4. tl. 1. mgr. 21. gr. uppboðslaga. Þykja samkvæmt þessu vera slíkir ann- markar á framkvæmd hins áfrýjaða uppboðs, að ekki verði hjá því komist að ómerkja það.“ Búast má við, að Björn Pálsson höfði skaðabótamál á hendur sýslu- manni og ríkissjóði vegna uppboðs- ins á stóðhestunum, sem Hæstirétt- ur hefur nú ómerkt og er því ekki séð fyrir endann á „stóðhestamálinu" svokallaða. Þess má geta, að yngri stóðhestur Björns á Löngumýri var sleginn Benedikt Jónssyni á 80 þús- und gkrónur og eldri hesturinn var sleginn Þorfinni Björnssyni á 152 þúsund gkrónur. ar og Páls Guðmundssonar. Full- trúar kaupenda í nefndinni, þeir Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon sátu hjá og eftir verðákvörðunina sendu þeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Við undirritaðir fulltrúar kaup- enda í yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, teljum tekjuskiptingu milli veiða og vinnslu loðnu til bræðslu algjörlega óviðunandi, enda knúin fram með óviðurkvæmilegum hætti af hálfu útgerðarmanna og sjómanna. Gera má ráð fyrir, að verksmiðjurnar verði reknar með 50 milljóna kr. halla, eða 14% af tekj- um, en útgerð loðnuskipa skili nokkrum hagnaði. Vegna þjóðhagslegs mikilvægis þeirrar verðmætasköpunar, sem fram fer í verksmiðjunum, teljum við, að ekki sé réttlætanlegt að hætta starfrækslu verksmiðjanna að svo stöddu og sátum því hjá við at- kvæðagreiðsluna." Hið nýja loðnuverð miðast við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 20.00 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hlutfalls- lega fyrir hvert 0,1%. Verðið breyt- ist um kr. 17.00 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurr- efnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Enn- fremur er ákveðið, að kaupendur greiði 75 aura fyrir hvert tonn til Loðnunefndar. Mynd \1hl. Júlíus. Mikinn reyk lagði út úr húsinu og eldtungur stóðu út um glugga þegar slökkviliðið bar að. Eldur f húsi við Bröttugötu ELDUR KOM upp í húsinu Bröttugötu 14b skömmu fyrir hádegi í gær. Þegar slökkvilið kom að, stóðu eldtungur út um glugga og húsið var fullt af reyk. Rjúfa varð gat á húsið, sem er gamalt timburhús. Allt innbú hússins eyði- lagðist í eldinum og miklar skemmdir urðu á sjálfu hús- inu. Slökkvistarf gekk greið- lega. Öldruð kona bjó í húsinu. Fyrstu athuganir bentu til þess, að eldurinn hefði kvikn- að út frá rafmagni. Opinber fyrirtæki: Hækkunarbeiðn- ir á bilinu 12-25% Gjaldskrárnefnd fundar þessa dagana um beiðnir opinberra fyrir tækja um hækkanir á gjaldskrám sínum frá 1. nóvember nk. Nokkuð er misjafnt hvað fvrirtækin fara fram á í beiðnum sínum, enda hafa þau fengið mjög mismiklar hækkanir á árinu, Póstur og sími sækir um 20% hækkun á gjaldskrá sinni, en hefur fengið það sem af er árinu 28% hækkun. Strætisvagnar Reykja- víkur, SVR, fara fram á, að fá að hækka gjaldskrá sína um liðlega 15%, en fyrirtækið hefur fengið' liðlega 30% hækkun á árinu. Þá sækir Hitaveita Reykjavíkur um 12% hækkun á gjaldskrá sinni, en fyrirtækið hefur fengið liðlega 25% hækkun á gjaldskrám sínum það sem af er árinu. Landsvirkjun sækir um 25% hækkun á gjaldskrám sínum fyrir raforku í heildsölu, en fyrirtækið hefur fengið liðlega 50% hækkun á árinu. Þá hefur Rafmagnsveita Reykjavíkur sótt um 22% hækkun á sínum gjaldskrám, en hefur fengið tæplega 44% hækkun það sem af er árinu. Rafmagnsveita Re.vkjavíkur sækir ennfremur um hækkun í samræmi við þá hækkun sem Landsvirkjun kann að fá, en taxtar Rafmagnsveitunnar hækka í kjölfar hækkana hjá Landsvirkj- Verðjöfnunarsjódur greiðir 17,5% á hvert kfló af rækju Innistæða í rækjudeild hefur minnkað um 6,5 millj. á árinu MJÖG or nú farið að ganga á innistæðu rækjudeildarinnar í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins. Um áramót var innistæðap í kringum 11 millj. króna en nú Björg Einarsdóttir: Mikill áhugi á framboði konu til varaformennsku „ÞAD EK mikill áhugi á þvf, í það minnsta í röðum Hvatarkvenna, að kona bjóði sig fram til varaformanns í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Björg Einarsdóttir, formaður Hvatar, þeg- ar Morgunblaðið innti hana eftir því, hvort sjálfstæðiskonur ynnu nú að því að kona yrði í kjöri til vara- formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum, sem hefst um aðra helgi. „Við erum mjög hreyknar af að eiga konu sem Ragnhildi Helga- dóttur innan okkar vébanda, enda er hún stjórnmálamaður af hæstu /ráðu, og ef Ragnhildur er tilbúin að gefa kost á sér til varafor- manns, þá mun ég lýsa yfir fyllsta stuðningi við hana," sagði Björg ennfremur. munu aðeins vera um 4,5 millj. kr. eftir. Ástæðan fyrir þessu er að greiða hefur þurft úr sjóðn- um miklar upphæðir á þessu ári til að halda rækjuverði uppi. Fyrrihluta ársins voru greidd 7,29% úr sjóðnum með hverju rækjukílói, en þessi upphæð er nú komin í um 17,5%. Verð á rækju mun nú vera um 52 krónur kílóið cif og greiðir Verðjöfnunarsjóður um 9 kr. ofan á hvert kíló. Verð á rækju hefur verið frekar lágt á þessu ári, með- al annars vegna óhagstæðrar gengisþróunar Evrópumyntar en þangað fer megnið af rækjunni. Þá hefur samkep'pni af hálfu Norðmanna aukist gífurlega en þeir munu hafa fimmfaldað sínar veiðar í Barentshafi síðustu 5—6 árin og að því er Morgunblaðinu var tjáð, veiða þeir nú um 35 þús- und tonn af rækju á ári. Heildar- útflutningur íslendinga á pillaðri rækju var rösklega 1000 tonn þann 1. september sl. 1. des. kosningar í HÍ: Vinstri- menn unnu KOSNINGAR vegna 1. desember- hátíðarhalda í Háskóla íslands fóru fram í gær. Á kjörskrá voru 3350, en aðeins 718 neyttu atkvæðisréttar síns. A-listi Vöku hlaut 197 atkvæði, eða 27,43% atkvæða, B-listi vinstrimanna hlaut 412 atkvæði eða 57,37% atkvæða og D-listí SALT hlaut 89 atkvæði, eða 12,4%, auðir seðlar ogógildir voru 20, eða2,8%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.