Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 33 Okkur öllum, sem þekktum Elísabeth finnst hún ekki vera farin frá okkur ennþá. Ekki svona allt í einu. Viðmót hennar var slíkt, að það gleymist ekki okkur, vinum henn- ar. I vöggugjöf hlaut hún þann fágæta fjársjóð að geisla af eðli- legri gleði og fjöri, sem virkaði svo bráðsmitandi á okkur, að okkur hlaut að líða vel í návist hennar. Slíkir menn verða vinmargir og öðlast góða vini, enda þekki ég enga manneskju, sem átti jafn- marga góða vini og hún. En þetta er aðeins einn eiginleikinn af mörgum góðum. Viðbrugðið var gestrisni hennar sem var eðlilegri en hjá flestum öðrum og hafa fáir tileinkað sér málsháttinn „sælla er að gefa en þiggja" betur en ein- mitt hún. En hún hafði þörf fyrir að veita fleira en gleði og beina. Hún valdi sér starf við sitt hæfi og það var auðvitað að gefa enn fleira — að Lkna og hjúkra — starf, sem ekki aðeins krefst þekkingar og hæfni heldur einnig þeirrar geislandi hjartahlýju, sem hún fékk líka í vöK8ugjöf. Slíka hjúkrunarkonu vildi ég fá, ef ég yrði einhvern tíma veikur. En kannske hefur hún þegar hjúkrað mér á vissan hátt. Ef mér leið illa, fékk ég betri ráð frá Elísabeth og Svenna en öðrum mönnum vandalausum. Þetta er kannske einhvers konar andleg hjúkrun og hún hélt því fram, að ráð hennar reyndust svo vel, vegna þess að hún væri sál- fræðingur. Ég trúði orðum henn- ar. Elísabeth hefur búið sínum karli og sínum krökkum hlýtt og notalegt heimili. Þeim þjónaði hún best eins og vera ber, en samt átti hún svo mikið eftir handa okkur hinum. Við skulum óska Svenna og börnunum styrks, mikils styrks til að halda ótrauð áfram án þess að láta hugfallast á nokkurn hátt og án þess að finna til nokkurrar beiskju. Sömu óskir sendum við móður hennar og bræðrum og reyndar öllu skyldfólki hennar og Svenna. Elísabeth átti góða vini, einn ber þó af, Ingileif vinkona. Hún hefur reynst henni og hennar fólki frábærlega og aldrei betur en ein- mitt nú, þegar allir eru daprir. Svenni og börnin þakka henni fyrir stuðninginn, hjálpina, vin- áttuna. Líka allir ættmenn hennar og Svenna. Við vandalausu vinirn- ir tökum undir allir sem einn. Og við sendum Ingileifu sams konar ist. Eftir það tók Guðbjörg aifarið við símanum og var stöðvarstjór- inn í Ásgarði, þar til stöðin var lögð niður hinn 1. apríl 1977 við komu sjálfvirka símans. Guðbjörg annaðist því símavörzluna á fjórða tug ára. Þennan starfa sá hún um af mikilli samvizkusemi og háttvísi. Gegndi hún jafnan hringingum, þótt ekki væri á lög- boðnum vaktartíma. Þetta starf vann hún löngum fyrir lítil laun og gerði aldrei kröfur til kjara- bóta né eftirlauna. Margir þekktu rödd Guðbjargar í símanum. Framburðurinn var hreinn og skýr og alvöruþungi í setningun- um, sem hún sagði. Við símavörzl- una varð hún bæði vinsæl og víð- kunn kona. Síðustu árin voru Guðbjörgu stundum erfið vegna vanheilsu. Var hún rúmföst um skeið, áður en hún varð að fara í sjúkrahúsið á Selfossi. En þess ber hér að geta, að hcima í Ásgarði var henni hjúkrað af umhyggjusemi og fórn- arlund svo til fyrirmyndar var af húsmóður heimilisins, frú Sigríði Eiríksdóttur. Og nú er þessi merka kona kvödd með innilegum þökkum af öllum vinum hennar nær og fjær, en þó fyrst og fremst af þeim hjónunum í Ásgarði, Ásmundi og ÍSigríði og börnum þeirra. Hún er nú horfin af sviðinu, en sérstæð minning hennar lifir með- al margra, sem kynntust henni. Minningu hennar er gott að hafa í huga, því að þar svífur yfir heið- ríkjan í líkingu talað. Þannig vilj- um við horfa á eftir henni og minnast hennar ævinlega. Skúli llclgason óskir og Svenna og börnunum. Elísabeth gaf of ört, forðinn er á þrotum. Nú er hún sofnuð. Þá fær hún nýjan forða, ótæmandi forða og þá líður henni vel. Við vinir hennar skyldir og vandalausir þökkum af alhug gjafir hennar, einnig sjúklingar hennar og starfsfélagar okkar Svenna. Munu margir í þessum hópum teljast til vina hennar. Við gleymum ekki gjöfum hennar og líði henni vel. Veri hún sæl. Guðni Til Ellu Öll erum við hluti af lítilli ver- öld innan hinnar stóru. Þessi litla veröld varð til með foreldrum okkar, systkinum, ættingjum og vinum á fyrstu árum okkar, þegar við vorum að fóta okkur í stærri og flóknari veröld án þess að vita, hversu flókin hún í rauninni er. Þá var leikið á fáa strengi en hreina. Þá var sorgin sorg og gleðin var gleði. Allt þar á milli kom miklu seinna og gerði okkur lífið erfið- ara. Þess vegna eru æskudagarnir gjarnan gæddir þeim eiginleika að verða því bjartari í hugum okkar sem við verðum eldri. Dökku dag- anir víkja fyrir hinum ljósu í þessu einfalda litrófi. En víst er að allir þeir, sem voru hluti af þess- ari litlu veröld okkar og hinum ljósu dögum, eru okkur kærir alla ævi. Hver þeirra sem fer, á auðan sess við borðið, og við vitum að þeim fjölgar eftir því sem okkur er lífið lengur gefið. En nýir dagar færa okkur önnur líf til að deila með okkur minningunni um þá sem fóru. Án þess væri lífið óbæri- legt og langir lífdagar ekki eftir- sóknarverðir. Með þessum fáu línum viljum við systkinin nær og fjær, foreldr- ar okkar og börn, deila minning- unni um góða vinkonu með þeim, sem mest hafa misst nú, þegar El- ísabeth Pálsdóttir Malmberg er kvödd að sinni. í röð hinna ljósu dapa er hún sífellt til staðar, fal- leg og glöðust allra. Þá var oft þröngt setið við stóra borðið á Jófríðarstaðaveginum, þá var lífið einfalt og skammt milli hláturs og gráts. Fimmstirnið, Ingileif, Jó- hanna, Úlla, Guðrún og Ella, pískruðust á um leyndarmálin, sem oftast snerust um alla strák- ana í næstu húsum, Kjartan og Hrafnkel og þá alla, og okkur Ing- ólfi fannst þau mál lítið áhuga- verð. Seinna urðu þær viðræðuhæfari og við tók vinna og próflestur. Við f.vlgdum þeim til skips í fvrstu utanlandsförina og sáum þær velja sér starfsbrautir. Þrjár vinnukvennanna kusu sér sömu braut, tvær fóru aðra leið. í örfá ár naut ég dyggrar barnfóstru- þjónustu þeirra, og tók þátt í mis- þungum ástarraunum, en innan skamms voru þær engar orðnar og hinn eini sanni fundinn. í önn og amstri daganna skildust leiðir mínar og þeirra, en þeirra leiðir skildust aldrei. Þær fylgja nú kærri vinkonu síðasta spölinn saman. Elísabeth Pálsdóttir Malmberg fæddist 7. apríi 1939, og voru for- eldrar hennar Inger F. Möller, kennari, og Páll Helgason, raf- fræðingur. Elísabeth var alin upp á góðu og traustu heimili, sem bar merki þess besta í danskri og ís- lenskri menningu. Afi hennar var Jón Helgason biskup, en kona hans var danskrar ættar eins og móðir hennar. Páll faðir Elísa- bethar lést langt um aldur fram, en móðir hennar hefur verið Elísabethu og bræðrunum tveim- ur, tengdabörnum og barnabörn- um sú stoð, sem aldrei brást. Þau s.vstkinin hafa alla tíð borið með sér þá háttvísi og gleði, sem elsku- legt og traust æskuheimili gæðir þau börn sem þess njóta, og ein- mitt þannig þekkja flestir Hafn- firðingar frú Inger. Elísabeth lauk námi í hjúkrun- arfræði árið 1961 og starfaði síðan við sérgrein sína. Árið 1963 giftist hún bekkjarbróður mínum úr menntaskóla, Svend Aage Malm- berg, haffræðingi, sem nú kveður konu sína eftir átján ára hjóna- band. En Svend gengur ekki einn þau spor. Þrjú börn þeirra, Ingi- leif, f. 1964, Kristín, f. 1966 og Páll f. 1969 eru við hlið hans. Ég hygg ég geti talaö fyrir munn okkar bekkjarsystkinanna, þegar ég sendi þeim hlýjar kveðjur okkar allra. Ekkert okkar óraði fyrir því á síðasta stúdentsafmæli okkar, að Elísabeth væri svo veik sem raun re.vndist, svo hraustleg og glöð og falleg sem hún var. Þannig var hún til hinstu stundar, og þannig veit ég að maðurinn hennar, börn- in, móðir hennar og bræður og kær tengdamóðir muna hana. Þeirri minningu deilum við með þeim öll hin. Litla veröldin okkar er fátæk- ari, en úti fyrir bíður hin stóra með öllum sínum fyrirheitum. Megi ástvinir hennar, ganga út í hana óhikað, sterk í minningunni um þá hamingju sem þið áttuð saman og enginn getur tekið frá ykkur. Guðrún Helgadóttir Núer liagstætt aðkaupa kjotiö og nyta frystikistuna fuMomiega Um þessar mundir geturðu gert virkilega góð kaup í nýju og úrvalsgóðu lambakjöti í heilum eða niðursöguðum skrokkum. Vertu á undan verðhækkunum — kauptu gott kjöt á góðu verði og tryggðu þér um leið hagkvæma nýtingu frystikistunnar. Kjötframleiðendur i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.