Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 37 Páll Hallbjörnsson taldi sig mikinn gæfumann, og það held ég líka að hann hafi sannarlega ver- ið. Kemur þar margt til. Hann átti góðan uppruna og hafði úr for- eldrahúsum ágætt vegarnesti til virkrar lífsbaráttu. Honum lánað- ist í flestu mjög vel öll athafna- semi á þeim vettvangi sem hann starfaði um dagana. Hann bar gæfu til að umgangast þann mannlega félagsskap sem hann áleit mannbætandi og var af eigin raun dómbærastur um að hafði þroskandi áhrif á hann. Honum auðnaðist að koma í framkvæmd flestu því sem hann hafði dreymt um á vonglöðustu æskuárum sín- um — jafnvel meiru en sem því nam. Hann eignaðist stóran og mannvænlegan barnahóp, og naut góðrar heilsu og starfsþreks langt fram á síðasta æviár. Ástríkis sinna nánustu naut hann til dauðadags. En þá má heldur ekki, að lokum, gleyma því, sem ég veit að hann taldi með réttu mestu gæfu sína á lífsleiðinni: Hann átti góða konu. Sólveig Jóhannsdóttir frá Ljárskógum, sú fallega, vel gefna og prúða kona í öllu dagfari, hún var honum slík heilladís og styrk stoð um ævina, að í rauninni er ekki hægt að hugleiða ævi Páls án hennar. Svo samhent voru þau, og slíkur heillavættur var hún Páli sem eiginkona og móðir barnanna, að hversu sem Páls er að góðu get- ið, þá skyldi Sólveigu ekki gleymt. Hún átti stærri þátt en nokkur annar mannlegur máttur í öllu því, sem Páli farnaðist vel um dagana. Sólveig er nú látin fyrir fáum árum. Þegar gamall maður hverfur af jarðvistarsviði er ástæðulaust að hryggjast. Ég hefði að vísu óskað þess, að Páll frændi minn hefði lifað sem lengst og við góða heilsu, því að hann var mér eins og það lífrænasta samband við gengna tíð sem hugsazt gat, og við ætt mína, og reyndar að mörgu leyti við samtímann. En sjálfum var Páli dauðinn sízt af öllu óttalegur. Hann var vel undir hann búinn. Þess vegna hefur allt farið vel. Eftir er aðeins þakklæti mitt. Við leiðarlok minnist ég Páls frænda míns fyrir ótal margt gott auðsýnt mér fyrr og síðar, en það sem ég þakka honum mest og finnst reyndar hafi verið ríkast í fari hans, það var barnsleg ein- lægni, velvilji og hjartahlýja. Slíks manns er gott að minnast. Klías Mar „Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir.“ Engum kom á óvart lát Páls móðurbróður míns, öll vissum við sem vorum náskyld honum um hans veikindi frá í sumar, en samt er það nú svo, að þegar maðurinn með ljáinn hefur gengið hjá, þá finnum við fyrir miklum tómleika, við söknum vinar í stað. Páll frændi var vissulega vinur okkar allra frændsystkinanna og fylgdist vel með okkar hag. Oft kom ég á þeirra yndislega heimili á Leifsgötunni, Sólveigar heitinn- ar og Páls frænda, og ég man mín fyrstu ár í Reykjavík að mér fannst alltaf svo gott að hitta þau. Alltaf þótti sjálfsagt að fá þau í fermingarveislur og fjölskyldu- fagnað, eins og reyndar öll móður- systkinin. Nú eru aðeins eftir þrjár systur af þessum stóra gjörvulega syst- kinahóp, börnum Sigrúnar Sigurð- ardóttur og Hallbjörns E. Oddssonar, sem byggðu sitt bú að Bakka í Tálknafirði. Páll frændi og Sólveig áttu vissulega gæfusöm ár saman og börn þeirra eru einstaklega elsku- legar manneskjur, frændrækin og hlý. Eg veit að aðrir munu skrifa um ætt og uppruna Páls frænda, mín orð eru fátækleg kveðja með þökk- um fyrir liðnar stundir frá mér og börnum mínum og ég veit ég mæli einnig fyrir hönd systkina minna og þeirra fjölskyldna. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. í dag verður afi minn, Páll Hall- björnsson, kvaddur hinstu kveðju Er ég læt hugann reika til baka, man ég margar þær ánægju- stundir sem ég átti með honum, og vil þakka fyrir. Sérstaklega er mér minnisstæð- ur sá tími þegar ég fékk að fara með honum og ömmu heitinni að Sjónarhæð, sumarbústað þeirra austur í Þrastarskógi. Þar fylgdist ég með afa þegar hann gróðursetti fjölda plantna, setti áburð að rót- um þeirra og hlúði að þeim á allan hátt. Áhugi hans á trjáræktinni var geysimikill, og man ég vel hve leiður hann var, þegar kindur höfðu komist inn í girðinguna og eyðilagt fyrir honum tré og blóm. En aldrei gafst hann upp, heldur var farið í að gera við girðinguna og gróðursetja í stað þess sem skemmdist. Hann naut útiverunn- ar og fuglalífsins austur í bústað meir en nokkurs annars. Oft sagði hann við mig, sjáðu þessa litlu hríslu, hún á eftir að verða fimm sinnum stærri en þú ert núna, og svo hló hann. Eins þegar hann var einsamall að burðast með stóra rúllu af girðinganeti upp í sumar- bústað eða síðar að hefja hlaup í Bláskógaskokki, þá var afi alltaf fullur af fjöri og krafti, og þannig mun ég minnast hans. Núna seinni ár hef ég verið þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með honum sem rithöf- undi við útgáfu bóka sinna og hef ég getað aðstoðað hann lítilshátt- ar. Þar kom aftur í ljós þessi mikli áhugi á öllu sem hann tók sér fyrir hendur og áræðni sem hann sýndi við að fara út í þessar fjárfreku bókaútgáfur. En það var hvergi hvikað, enda gekk þetta vel. Hef ég getað lært mikið af honum og minnist hans með virðingu og þakklæti, fyrir þær stundir sem hann gaf mér, um leið og ég kveð hann. Páll H. Guðmundsson Páll Hallbjörnsson, föðurbróðir minn, verður jarðsunginn í dag, fimmtudag, frá Hallgrímskirkju í Reykjavík. Með Palla frænda er fallið í val- inn höfuð stórrar ættar. Hann var yngsti sonur Hallbjörns og Sig- rúnar, en frá þeim eru komnir á fimmta hundrað afkomendur. Minning mín um Palla frænda nær í barnsminni, þegar hann kom ásamt Sólu eiginkonu sinni heim til foreldra minna og þau gáfu mér súkkulaðimola. Hugar- mynd mín af Palla í gegnum árin er á einn og sama veg. Hann lifði glaðværu fjölskyldulífi með Sólu og börnunum. Voru þau mjög samheldin í hvívetna. Hann var mjög unglegur í útliti fram á dán- ardag, það gerði brosið hans, sem hlýjaði öllum, er voru i návist hans, og ungur í anda var hann alltaf. Hann var heiðarlegur, sam- viskusamur og hjálpsamur. Hann var mjög trúaður og gerði sér far um að hugga og styðja þá, sem áttu við veikindi eða erfiðleika að stríða. Palla frænda var alltaf notalegt að hitta og spjalla við, því hann var alltaf glaður og hress, gæddur kímnigáfu, sem lífgaði mann upp. Frá bernsku fram und- ir tvítugt var ég heimagangur hjá Palla frænda og Sólu, og var alltaf tekið á móti mér sem eigin syni. Nú er hann farinn yfir móðuna miklu. En ég veit, að landtakan hinum megin hefur verið með glæsibrag. Þar hefur fremst staðið hans ástkæra eiginkona, Sóla, ásamt ættmönnum og vinum, sem bíða eftir okkur, sem enn höfum lánaða jarðvist. Öllum frændum og frænkum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sigurður Mar Kvedja Páll Hallbjörnsson, kaupmaður, sem lengi rak verslun á Leifsgötu 32 og víðar hér í borg er látinn. Þar er til foldar fallinn einn af mætustu mönnum þessa borgar- samfélags. Hann var á mann- dómsskeiði framsækinn og at- hafnasamur. Páll fæddist að Ytri-Bakka í Tálknafirði 10. sept. 1898. Foreldr- ar hans voru hjónin, Sigrún Sig- urðardóttir og Hallbjörn Eðvarð Oddsson, sem þar bjuggu. Á Ytri- Bakka ólst Páll upp fram til ferm- ingar og varð svo fljótt sem aldur og orka leyfði að taka þátt í að brúa bilið milli fátæktar og bjarg- álna. Foreldrar hans voru sæmd- arfólk og hjá þeim hlaut hann gott uppeldi og frá þeim hollar erfðir. Árið 1912 flytur fjölskyldan úr Tálknafirði í Súgandafjörð og þar átti Páll heima til ársins 1930. I Súgandafirði lagði hann gjörva hönd á margt. Hann stund- aði sjó ýmist sem háseti, mat- sveinn eða skipstjóri, vann land- búnaðarstörf með föður sínum og var alltaf reiðubúinn að sinna hverju því verki sem komið gat að gagni atvinnuuppbyggingu þorps- ins. Þrátt fyrir lítil efni fór hann til náms í Samvinnuskólann og lauk þaðan burtfararprófi 1921. Hann mun þá hafa verið búinn að gera upp hug sinn um það til hverrar áttar skyldi stefnt. Fyrstu tvö árin eftir að hann lauk námi vann hann hjá Kaupfé- lagi Súgfirðinga en fór svo þaðan og gerðist starfsmaður hjá þeim mæta heiðursmanni, Örnólfi Valdimarssyni, sem þá rak um- svifamikla verslun og útgerð á Suðureyri og var hjá honum fram til ársins 1930 að hann fluttist til Reykjavíkur og stofnaði þar eigin verslun. í Súgandafirði vann Páll mikið að ýmis konar félagsmálum bæði í opinberri þjónustu og á sviði íþrótta og æskulýðsmála. Hann spann því ungur snaran þátt til uppbyggingar samfélagsins í þessu litla og einangraða byggð- arlagi, sem lengi var, og er ef til vill ennþá, ein sterkasta menning- arheild vestfirskra byggða. Á Suðureyri kynntist Páll konu sinni Sólveigu Jóhannsdóttur. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Guðmundsdóttir frá Ljárskógum í Dölum vestur og Jó- hann Hallgrímsson frá Laxárdal í Hrútafirði. Allir sem vel til þekkja mæla á einn veg, að þegar Páll kvæntist þeirri konu hafi hann stigið sitt stærsta lífsgæfu- spor. Þau urðu samferða í nær sex tugi ára og á þeirri löngu leið Ijómuðu sólhlýju brosin hennar Sólveigar yfir lífi hans hvert augnablik. Jafnvel þegar syrti í ál- inn ellegar sorgir bar að höndum lýstu þau bros í gegnum tárin. Fyrstu ár þeirra hjóna í Reykja- vík var enginn dans á rósum, en Páll bjó yfir þeim eðliseigindum sem vel duga þegar á brattann er að sækja — þori, viljastyrk og stefnufestu, þess vegna tókst, hon- um að ná settu marki í lífinu. — En það stendur enginn nema hann sé studdur og þann stuðning átti Páll ætíð vísan innan veggja heimilisins — hjá henni, sem vakti yfir börnunum þeirra og stóð vörð um heimilishamingjuna. Sjálfur hefur hann sagt, að þrátt fyrir uggvænlegt skýjafar, sem yfir dró á tímabili ævinnar, þá hafi hann aldrei tapað sólarsýn og því verið gæfumaður. Athafnaferill Páls Hallbjörns- sonar er þjóðkunnur. Upp af litlu versluninni, sem hann byrjaði með á Laugavegi 62, uxu stór fyrirtæki eins og Harðfisksalan, Reykhúsið, Skipholt hf. o.fl. Með- an Páll hafði fulla starfsorku voru þessi fyritæki umsvifamikil. Auk þeirra rak hann í áratugi verslun í húsi sínu á Leifsgötu 32. Eftir að hann hafði gefið frá sér öll meiri háttar umsvif á verslun- arsviðinu lagði hann þó ekki hend- ur í skaut. Nei. Hann lék sér að orðum og raðaði þeim haganlega saman í setningar sem urðu uppi- staða skemmtilegra bóka, sem ýmist eru byggðar á lífsmyndum sem hann þekkti af eigin raun ell- egar hughrifum sem hann tengdi fjarlægum veruleika. Páll mun allaf hafa verið trúmaður og síð- ustu æviárin helgaði hann störf sín kirkjulegri þjónustu, var þá meðhjálpari í Hallgrímskirkju. Þau Páll og Sólveig eignuðust saman átta börn. Þau eru: Jóhann, ókvæntur. Guðmundur Jóhanns, kvæntur Salbjörgu Matthíasdótt- ur. Guðríður, ógift. Sigurður Eðv- arð, ókvæntur. Páll Ólafur, kvænt- ur Sjöfn Óskarsdóttur. Guðrún, gift Samúel Steinbjörnss.vni. Hreinn, kvæntur Guðrúnu Krist- jánsdóttur. Eina stúlku, Ólafíu Sigurrós misstu þau úr lömunar- veiki 11 ára gamla Það er stór s.vrgjendahópurinn, sem fylgir honum Páli síðasta spölinn að hinsta beði. En ljúf minning um góðan föður, afa og langafa varpa lífgeislum á gengna götu. Það dregur nú langt í hálfa öld síðan ég, sem þessi kveðjuorð skrifa, kynntist heimilinu á Leifsgötu 32. Frá þeim tíma hef ég og fjölskylda mín átt þar vinum að fagna. Konan mín, Jófríður frá Ljárskógum og Sólveig kona Páls voru systkinadætur, en þeirra vin- átta var meiri og traustari en ætt- artengsl ein fá bundið. Vina og frændahópurinn var fjölmennur, það var því oft mannmargt á heimili Páls og Sól- veigar, en þar var alltaf nóg hjartarúm og þröngt geta sáttir setið. Samverustundirnar með Sól- veigu og Páli eru nú aðeins minn- ing, sú minning yljar vitund minni, og með honum einum þessi síðustu ár, eftir að Sólveig fór. Æðrulaus bar hann þá þungu raun. Kannske brást hann þó dá- lítið á annan veg við stormsveip en oftast áður. Börnin hans skildu hann og báru með honum hina duldu sorg. Síðast þegar við Páll áttum tal saman fannst mér ég skynja að hverju dró. Án efa vissi hann það sjálfur og tók þeim umskiptum með karlmannlegri ró hins trúaða nianns. Hafi Páll, hjartans þökk, nú síg- ur sól í hafið, en á morgni ,nýs dags signir hann á sigurhæðum sólhlýtt konubros. Þorsteinn Matthíasson n0lSKIj25p ’82jm>dd- / FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON ht / SMIÐJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SÍMI 77200. I íl SKoöaöu 125 p 1982 tyrs' GÓ0» ~«etn£lA)' íf66.589-------------------- i * haqstsett verö l %tA er ótrúlega . ail og pe«a J; sem "e1ur Viö ís- veöurtar. ob a 'wn-SX*>«u' óblí't veou"“' *. Guðrún S. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.