Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Jón Ingimarsson húsasmíðameistari Suðureyri - Minning Kæddur 17. janúar 1940 Dáinn 15. október 1981 F.vrir tæpum tveimur áratugum starfaði ég um skeið sem starfs- maður Verkalýðsmálanefndar Al- tjýðuflokksins, en formaður henn- ar var Jón Sigurðsson, forseti Sjó- mannasambands Islands. Meðal starfanna var að safna fé til nefndarinnar. í því skyni var með- al annars ákveðið að hleypa af stað sérstöku happdrætti á vegum Verkalýðsmálanefndar Alþýðu- flokksins. Okkur Herði Zophaní- ass.vni, kennara í Hafnarfirði, var falið að sjá um happdrættið. Við gerðum það meðal annars með þeim hætti að ferðast á milli staða, ræða við forystumenn Al- þýðuflokksins í verkalýðsmálum á hverjum stað og fá meðal annars hjá þeim upplýsingar um hvert við sk.vldum leita með miðana. Voru happdrættismiðar verkalýðsmála- nefndar Alþýðuflokksins síðan sendir í pósti til þeirra, sem bent hafði verið á. Með þessum hætti var erind- rekstur á vegum Verkalýðsmála- nefndar Alþýðuflokksins samein- aður fjáröflun til starfsemi nefnd- arinnar. Meðal þeirra staða, sem við fé- lagarnir komum á í þessum er- indagerðum, var þorpið Suðureyri við Súgandafjörð. Attum við þar fund á heimili Bjarna heitins Friðrikssonar, sem þá var formað- ur verkalýðsfélagsins á staðnum og helsti forustumaður Alþýðu- flokksins. Nokkrir helstu sam- starfsmenn hans voru á þeim fundi. Eru mér ýmsir minnisstæð- ir síðan þótt langt sé um liðið — menn eins og Bjarni Bjarnason og Asgrímur Jónsson, sem nú eru báðir látnir, og Þórður Pétursson; einhver traustasti og einlægasti jafnaðarmaður og verkalýðssinni, sem ég hef kynnst. Kveöjuorð: í lok fundarins á heimili Bjarna heitins Friðrikssonar settust þeir heimamenn við að taka saman lista yfir þá Súgfirðinga, sem þeir töldu rétt að senda happdrættis- miða frá Verkalýðsmálanefnd Al- þýðuflokksins. Afhentu þeir okkur Herði Zophaníassyni síðan list- ann. Ég man, að okkur félögunum þótti listinn ótrúlega langur; nöfn- in mörg fyrir ekki stærra byggð- arlag. Við efuðumst um, að það hefði nokkurn tilgang að snúa sér til svo margar af íbúum stáðarins með fjárbeiðni fyrir stjórnmála- flokk. Ympruðum við á þeirri skoðun okkar við Bjarna Frið- riksson og félaga hans. Við spurð- um, hvort nokkurs árangurs væri að vænta af að snúa sér til svona margra manna í svo fámennu byggðarlagi í svo óvinsælum er- indagerðum. Bjarni heitinn Friðriksson og félagar hans renndu augum yfir listann, sem þeir höfðu nýlokið við að setja saman, og litu síðan á okkur undrandi. „Já, en þetta eru allt verkamenn og sjómenn," svöruðu þeir. í hugum þessara manna voru verkalýðsbarátta og stjórnmála- barátta ekki sundur skildar. Al- þýðuflokkurinn var í þeirra huga hinn pólitíski armur verkalýðs- hreyfingarinnar. Ef hann þyrfti á hjálp að halda þá sneri hann sér auðvitað til verkalýðsstéttarinnar, verkamanna og sjómanna. Hvað annað? Að ympra á því hvort þau nöfn, sem þeir gáfu okkur upp, væru ekki full mörg, var ekki í þeirra augum spurning um hvort meðal þess fólks væru einhverjir, sem alls ekki vildu veita Alþýðuflokkn- um lið, heldur efasemdir um, að allt þetta fólk tilheyrði verka- lýðsstéttinni. „Já, en þetta eru allt verkamenn og sjómenn!" Þessi fundur með fáeinum erfið- ismönnum í litlu og einangruðu sjávarplássi hefur aldrei liðið mér úr minni. Á honum lærði ég meira í pólitík og á styttri tíma en bæði fyrr og síðar. Sú lexía vona ég að endist mér á meðan ég sinni störf- um á þeim vettvangi. Því segi ég þessa sögu, að ég tel hana lýsa best viðhorfum þess umhverfis, sem Jón heitinn Ingi- marsson, er fjórtán árum síðar settist sem ungur maður í hrepps- nefnd fyrir Alþýðuflokkinn á Suð- ureyri, er sprottinn úr. Hann var fyrst og fremst sjómaður, þótt hann bæri annað starfsheiti og sem maður í verkalýðsstétt skip- aði hann sér undir merki jafnað- arstefnunnar. Eins og Bjarni Friðriksson, Bjarni Bjarnason, Ásgrímur Jónsson og aðrir fallnir félagar, sem sátu fundinn á Suðureyri fyrir hartnær tuttugu árum, myndu hafa sagt með undrun- arhreim í röddinni: „Hvað ann- að?“ - O - Jón Ingimarsson, húsasmíða- meistari, fæddist þann 17. janúar en é'g, en orðspor fór snemma af henni, og man að föður mínum þótti hún efnileg fermingarstúlka. Ég þekkti vel æskuheimili hennar, foreldra hennar, Helgu og Gísla, og Guðrún systir hennar var góð vinkona okkar frændanna, sem bjuggum í þessari góðu sveit. Mér er óthætt að segja, að Ingunn var af traustu og greindu bændafólki komin. Leið hennar lá snemma úr sveit- inni og hingað til höfuðstaðarins. Mörgum unglingi hefir orðið hált á þeirri göngu: að koma úr sveit- inni í borgarlífið. En svo fór eigi um hana. Hún kynntist hér snemma kristilegu starfi, og ung að árum vann hún það heit.að helga líf sitt og lífsstarf honum, sem er drottinn vor og frelsari. Ljósið sem skín af ásjónu drottins Jesú var hennar ljós, ekki aðeins stutta fleyga stund, heldur alla daga síðan. Hvert verk sem hún vann, næstum hver hugsun, sem leiftraði um huffa hennar var hon- um helguð. Ég hygg, að snemma hafi hún hrifist af þessum orðum Jesú: árið 1940. Foreldrar hans voru Sturla Ingimar Magnússon og Markúsína Jónsdóttir. Systkinin voru níu, fimm bræður og fjórar systur. Líf fjölskyldna í íslenzkum sjáv- arþorpum er nátengt hafinu. Fjöl- skylda Jóns Ingimarssonar og fiskvinnsla voru hennar lifibrauð og bræður Jóns sem og hann sjálf- ur fóru ungir á sjó. Jón Ingimarsson valdi sér þó aðra starfsgrein eftir unglingsár- in er hann hóf nám í húsasmíði. Jón lauk því námi og gerðist húsa- smíðameistari. Sjómennskan var þó jafnframt aðal áhugamál hans. Hann réri hin síðari árin einn á bát sínum, hafði yndi af sjó- mennsku og væri hann í landi var vísast, að hann væri að dytta að bát sínum eða undirbúa næstu veiðiferð. Þótt hann stundaði störf í iðn sinni og léti húsasmíðin vel var þó hugur hans ávallt bundinn sjónum og um leið og verstu vetr- arveðrin voru afstaðin og minni bátar hófu sjósókn með hækkandi sól lagði Jón Ingimarsson frá sér hamar og sög, fór um borð og lét úr höfn. Húsasmíðin var iðn hans en sjómennskan átti hug hans. Ekki var þó svo að skilja, að Ægir gamli hefði sýnt Jóni og fjölskyldu hans neina þá vináttu eða hlifð sem skýrði þau tryggða- bönd, sem Jón Ingimarsson hafði bundist honum. Síður en svo. Sjór- inn hafði þvert á móti greitt fjöl- skyldu Jóns Ingimarssonar þung högg. Elsti bróðir Jóns fórst á sjó aðeins 25 ára gamall þegar skip hans, Súgfirðingur, var keyrður niður af brezkum togara. Þá fór- ust tveir menn og var elsti bróðir Jóns annar þeirra. Og Ægir greiddi fjölskyldu Jóns Ingimarssonar annað högg. Systir Jóns, Ragna Sólberg, missti mann sinn Guðmund Gíslason, sem drukknaði á togaranum Guð- björgu frá ísafirði fyrir nokkrum árum. Guðmundur var dugnaðar- maður, mikill félagsmálamaður og ötull forustumaður sjómanna og baráttumaður um verkalýðsmál. Var af honum mikil eftirsjá. Nú hefur Ægir gamli vegið í þriðja sinn í sama knérunn. Lagt að velli ungan mann í blóma lífs- „Uppskeran er mikil, en verka- mennirnir fáir, biðjið því herra uppskerunnar, að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar." I fjölmörg ár gekk hún erinda drottins síns í fjarlægum og fram- andi löndum sem kristniboði og hjúkrunarkona. Þar liðsinnti hún og hjálpaði minnstu bræðrum og systrum í nafni hans. Og ljósið hennar skæra, sem hún átti í hug og hjarta var rétt til þeirra, sem í myrkri bjuggu. Kristniboðsstarf hennar hefir þegar verið rakið og þakkað. Þó verður slíkt fórnar- starf aldrei þakkað til fulls, drott- inn einn veitir launin. Það var einkar ánægjulegt að fá að fylgjast með því, er hún fyrir örfáum árum fór til Konsó, þar sem hún hafði lengst starfað, til þess að hitta vini sína þar, gleðj- ast með þeim, sjá árangur og ávöxt starfsins, og kveðja þá — hinstu kveðjunni. Síðustu árin var hún ráðin safn- aðarsystir við Hallgrímskrikju og þá hófst samstarf okkar. í starfi sínu þar annaðist hún um aldna og sjúka í söfnuðinum, svo sem kost- ur var. Hún stundaði þetta starf með mestu kostgæfni, svo sem kraftar hennar leyfðu. Þar bar hún sama ljósið með sér. Já, ævisporin voru stigin til blessunar fyrir meðbræður og systur. Ég þakka samfylgdina og samstarfið. Ég trúi því, að á sælli stund heyri hún orðin fögru: „Komið þér hinir blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims. Því að hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúk- ur var ég og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“ (Matt 25. 34nn). Guð blessi minninguna um Ing- unni Gísladóttur. Ragnar Fjalar Lárusson ins, sem hafði svo heillast af haf- inu og sjómennskunni, að hann tók sjósóknina fram yfir iðn sína. Það andlát ber að með sviplegum og sorglegum hætti, þegar enginn uggði að sér, síst Jón sjálfur, og ekki var annað séð en allt væri með felldu um borð í bát hans. Sjómennskan er ekki aðeins erfitt starf og volksamt heldur einnig hættuleg. Hættan liggur þar í leyni við hvert fótmál og eins þótt hvorki hviki alda né kreppist glær. Andlát Jóns Ingimarssonar er aðeins einn vitnisburðurinn enn þar um. Jón kvongaðist eftirlifandi konu sinni, Margréti Njálsdóttur, þann 14. október 1964 og hófu þau sam- búð á Suðureyri. Þegar ég kynnt- ist Jóni Ingimarssyni, vorið 1974, bjuggu þau hjónin í fallegu einbýl- ishúsi innst í þorpinu og höfðu komið sér þar upp vistlegu heim- ili. Bar allt utanstokks sem innan vott um snyrtimennsku og dugnað þeirra hjóna og mikla rækt lögðu þau bæði við að fegra og prýða umhverfi sitt. Þá hafði Jón nýlega verið kjörinn í hreppsnefnd, en hann var félagi í Alþýðuflokksfé- lagi Suðureyrar. Jón Ingimarsson var annar þeirra tveggja ungu manna á Suðureyri, sem lögðu sig þetta vor sérstaklega fram um að stuðla að kosningu minni til Al- þingis ásamt þeim Þórði Péturs- syni og Ingibjörgu Jónasdóttur, sem þá var formaður Alþýðu- flokksfélags Suðureyrar, en hinn ungi maðurinn var Þórir Axels- son. Kynntist ég Jóni þegar í upp- hafi veru minnar í framboði fyrir Alþýðuflokkinná Vestfjörðum. Reyndist mér hann eins og öllum öðrum drengur góður, traustur og samstarfsfús en jafnframt hreinn og beinn — maður, sem sagði sína meiningu og hélt sínu striki þegar hann hafði tekið ákvörðun. Slíkir menn þurfa ekki ávallt að vera þér sammála, þótt í sama flokki séu, en þú veist ávallt, hver þeirra skoðun er og á hana getur þú treyst. Þau hjón Jón og Margrét áttu eina dóttur, Ásdísi, sem stundar nám við Menntaskólann við Sund í Reykjavík. Þegar hún hóf mennta- skólanám fluttu þau hjón búferl- um til Reykjavíkur til þess að geta búið henni heimili og bjuggu þau í Reykjavík um tveggja ára skeið. Bæði þessi ár for þó Jón Ingi- marsson heim til Súgandafjarðar aftur strax og voraði, því sjórinn kallaði. Á síðstliðnu vori komu þau hjón, Jón og Margrét, svo al- komin í hús sitt í Súgandafirði enda hafði þá dóttir þeirra öðlast traustan samastað i Reykjavík til þess að búa á meðan hún stundaöi nám sitt. Fyrir aðeins röskum tveimur vikum höfðum við Karvel Pálma- son viðdvöl á Súgandafirði til þess að ræða við stuðningsfólk okkar í Alþýðuflokknum og forsvarsmenn hreppsmála, oddvita og sveitar- stjóra. Þá hittum við meðal ann- ars Jón Ingimarsson, þar sem hann stóð og beitti línu. Var hann kátur og hress að vanda og engan okkar óraði fyrir því, að síðustu sandkornin væru að renna úr stundaglasi lífs hans. Nú er Jón Ingimarsson allur. Um hann má segja eins og Magn- ús Ásgeirsson kvað um annan sjó- sóknara, að hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó og alla ævina stundaði hann sjó meira og minna þótt hann veldi sér annað starfsheiti en í tengsl- um við sjómennskuna. En öfugt við sjómanninn, sem Magnús Ás- geirsson kvað um, fórst Jón Ingi- marsson ekki aldurhniginn í sjó heldur á besta aldri á sjó með sviplegum og sorglegum hætti. Nú, þegar leiðir Jóns Ingimars- sonar og okkar hinna hafa skilist um sinn, færi ég honum kveðjur og þakkir fyrir vinattu og stuðn- ing og þakka honum um leið fyrir hönd alls Alþýðuflokksins á Vest- jörðum og þá ekki síst félaga hans á Súgandafirði fyrir samferðina. Jafnframt bið ég góðan Guð og hugga og styrkja eiginkonu hans og dóttur og aðra ástvini, sem þurfa nú að sjá á bak manni, sem var drengur góður. Kighvatur Björgvinsson, alþm. Ingunn Gísladóttir Þegar ég kom úr utanlandsför nú fyrir helgina, var eitt hið fyrsta sem ég frétti, að Ingunn Gísladóttir, safnaðarsystir við kirkju mína, væri látin. Þessi frétt kom mér mjög á óvart, enda þótt sjúkleiki hefði hrjáð hana síðustu mánuði og raunar síðustu ár, þá var ég óviðbúinn þessari frétt. Én það var svo með Ingunni og sjúk- leika hennar, að hún rétti jafnan aftur við, a.m.k. í bili, og aldrei vildi hún gera neitt úr sjúkdómi sínum. Hún sagði jafnan, þótt hún væri blóðlítil og máttvana á sjúkrabeði: „Blessaður vertu, þetta lagast fljótt, ég verð komin t.il starfa eftir helgina." Lengi hafði ég þekkt Ingunni eða haft spurnir af henni. Við vor- um ættuð úr sömu sveit í Skaga- firði. Hún var að vísu nokkru eldri + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdafööur og afa SIGURBJÖRNS ÞORKELSSONAR, Fjölnisvegi 2. Unnur Haraldsdóttir, Ninna Kristín Sigurbjörnsdóttir, Holgeir Nielsen, Sólveig Sigurbjörnsdóttir, Þorkell G. Sigurbjörnsson, Birna Sigurbjörnsdóttir, Hanna Sigurbjörnsdóttir, Hjalti Sigurbjörnsson, Helga Sigurbjörnsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Áslaug Sígurbjörnsdóttir, Björn Sígurbjörnsson, Steinunn Pálsdóttir, Ólafur Tryggvason, Sveinn Ólafsson, Anna Einarsdóttir, Halldóra Helgadóttir, Magnús Guómundsson, Helga Pálsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNUJÓHANNSDÓTTUR, Dalbraut 27. Vilfríöur Guðnadóttir, Guðvaröur Elíasson, Lilja Guðnadóttir, Hulda Guðnadóttir, Þórir Guðnason, Guðrún Bjarnadóttir, Gísli Dagsson, Margrét Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.