Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 39 — Örvæntu ekki mamma, pabbi er ekki eini maðurinn í heimin- um. Yoko segir aö Sean litli hafi hughreyst sig með þessum oröum, þegar hún var niöurdregin, en hann búinn aö jafna sig. SEAN AÐ JAFNA SIG ... + Sean litli Lennon er óöum aö jafna sig eftir morðiö á pabba sín- um, bítlinum John Lennon. Enda svo sem ekki heilbrigt aö fimm ára lífmikill strákur leggist í margra mánaöa volæöi. Móöir hans Yoko Ono segir: „Viö áttum mjög erfiða sambúö fyrst eftir aö John var myrtur, en þegar aö ég byrjaöi a hljóörita nýja plötu, rættist úr. Sean kom í stúdíóiö til mín dag- lega og tók smám saman gleöi sína. Viö eigum aöeins hvort ann- aö, Sean og ég, og saman veröum viö aö bjarga okkur." Og þau mæögin þurfa ekki aö hafa áhyggjur af fjárhagnum í framtíö- inni. John Lennon hafði séö fyrir því... ELSKU IAN MINN... + Þessi mynd birtist i Lundúnablaöinu Standard með fyrir- sögninni: Elsku lan minn, viö eigum engra kosta völ! Og þaö var rétt. Nokkru áöur haföi Sir lan Gilmour fariö höröum oröum um stefnu Thatcher — á flokksþingi ihalds- flokksins i Blackpool — skiljanlega, þar sem járnfrúin lét hann nylega víkja úr stjórn sinni. Ungir íhalds- menn héldu mikinn dansleik eftir flokks- þingið i Blackpool, og sem forseti ungra íhaldsmanna varó Sir lan aö dansa fyrsta dansinn viö heiðurs- gestinn og þaó var enginn önnur en Magga Thatcher. (Ensku blöðin kalla hana jafnan „Maggie".) fclk í fréttum Helmut Smith, kanslari Vestur-Þýskalands, er óðum aö hressast eftir spítalaleguna í Koblens, þar sem settur var í hann hjartagangráöur. Hannelore, kona Smiths, vék ekki frá manni sínum, þegar hann gekkst undir þessa aögerð og myndin sýnir þau hjón aö tali, þegar Ijóst var aö aögeröin haföi heppnast vel... TINA KEPPIR I DAG ... + Þessi danska stúlka, Tina Brandstrup 21 árs, gerir sér vonir um aö veröa Ungfrú Al- heimur — en fallegar stulkur keppa um þann tltil í Flórida í dag. Tina varö þriöja í keppn- inni Ungfrú Danmörk, en var send í alheimskeppnina, af því ungfrú Danmörk sigraöi í Evr- ópu-keppninni, og samkvæmt reglunum má hún þarafleiöandl ekki taka þátt i öörum keppnum og ungfrú Danmörk númer tvö tók þátt í Noröurlandakeppn- inni, og þá fékk Tina stóra tæki- færiö. Hún er vel aö sér, Tina, talar ensku, þýsku og ítölsku reiprennandi fyrir utan móð- urmálið. Hún segir aö þó allar stelpur vilji vinna í keppni, eins og þessari, og hún auövitaö líka, þá séu þær ekkert afbrýö- isamar hver útí aðra. Því til sönnunar nefnir hún aö hún skrifist á við Ungfrú Tyrkland, Belgiu, Sviþjóö og líka ungfrú island, sem núna nýveriö lenti önnur í keppninni ungfrú Norö- urlönd. Og Tina vill segja í lokln, aó húnhafi einu sinni búiö meö ítölskum manni, en nú sigli hún á lausum kili. . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.