Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 23 Iranir setja Amnesty skilyrði Srhmidt Schmidt fer hvergi Beirúl, 21. okl. Al'. ÍRANSKA stjórnin kunngerdi í dag að hún hefði sett rulltrúum Amnesti Int. átta skilyrði fyrir því að leyfi fengist til að koma til Iran. Fyrstu skilyrðin voru að Amnesty Int. fordæmdi opinber- lega árásir ísraela á SuðurLíban- on, bandaríska íhlutun í El Salva- dor, Egyptalandi og Saudi-Arab- íu, að því er sagði í fréttum ír anska útvarpsins. Tekið var frant að samtökin yrðu að færa sönnur á það með því meðal annars að ganga að þessum skilyrðum, að þau væru ekki leikbrúður Banda- ríkjamanna. Amnesty Int. tilkynnti í sl. viku að þau myndu freista þess að senda nefnd til Teheran til að fá Khomeini erkiklerk og menn hans til að hætta fjölda- aftökum í landinu. I fréttum íranska útvarpsins var tekið fram að gengju sam- tökin að þessum skilyrðum og nokkrum fleirum væri þeim velkomið að senda fulltrúa til íran. í sömu frétt var notað tækifærið til að hvetja til að Sovétmenn hyrfu tafarlaust á hrott með allt sitt herlið frá Afganistan. Bonn, 21. oklóbcr. Al*. HELMUT Schmidt, kanzlari Vesturbýzkalands, sagði í viðtali við Suddeutsche Zeitung í morg- un, að hann hcfði ekki í hyggju að láta af störfum í bráð né lcngd, þó að hann hefði gengizt undir hjartauppskurð og væri því allt tal um hugsanlcgan eftir mann ótímabært með öllu. Sagð- ist hann vænta þess að sitja í emba'tti sínu út kjörtímahilið að minnsta kosti, en því lýkur 1984. Umræður hafa verið um að Schmidt myndi láta af kanzl- araembættinu vegna sjúkleika. Var gerð á Schmidt aðgerð fyrir skömmu og gangráði komið fyrir vegna óreglulegs hjartsláttar. Kanzlarinn kvaðst vera hinn hressasti og ekki væri nokkur ástæða til að ætla að hann væri ekki hæfur til að gegna starfi sínu sem fvrr. Lést eftir 12 ár M hjartaskiptum llt»fóal>t»ri'. 20. októbcr. Al*. DOROTHY Fisher, sem hvað lengst hefur lifað allra hjartaþega, lést í Höfðaborg í SuðurAfríku í gær, mánudag, 12 árum eftir að aðgerðin var gerð á henni. Fisher gekkst undir aðgerð á Groote Schuur-sjúkrahúsinu í Höfðaborg í apríl 1969 og það var dr. Christiaan Barnard, sá frægi læknir, sem skipti um hjarta í henni. Hún hafði lifað lengst slíkra sjúklinga í Suður-Afríku og næst á eftir franskri konu að nafni Emmanuel Vitria, sem fékk annað hjarta í Marseille árið 1968. Fisher var fimmtug þegar hún lést. Dorothy Fisher lifði eðlilegu lífi í þessi 12 ár þrátt fyrir minnihátt- ar veikindi, en í gærkvöldi veiktist hún skyndilega og lést í sjúkrabíl á leið á sjúkrahúsið. Sprengingin í Antwerpen: Enginn sökudólgur fundinn Anlworpon, Bdgíu, 21. oklólKT. Al*. LÖGREGLAN í Antwerpen sagði í dag, að rannsókn á sprengingunni í Gyðingahverfi borgarinnar, hefði enn ekki leitt í Ijós hverjir stæðu að baki sprengingunni. Ljóst er að 2 konur biðu bana. ERLENT þrír eru í lífshættu, níu eru al- varlega slasaðir og 36 eru enn á sjúkrahúsi til rannsókna. Sjötíu og einn fékk að fara heim af spít- ölum í dag. Óopinberar heimildir sögðu að eingöngu þrír eða fjórir viðkomandi væru Gyðingar. Belgíska stjórnin hafði heitið að efla öryggisráðstafanir á þessum slóðum vegna þess að þar hefur á stundum verið ókyrrt, en þær ráðstafanir voru ekki komnar til framkvæmda. Israelsk blöð fullyrtu í morgun reiðulega að PLO-samtökin stæðu að baki sprengjutilræðinu, enda réðust samtökin jafnan að vopnlausum saklausum borgur- Diana hneykslar umhverfissinna l.ondon, 21. oklólM'r. Al*. FORM/ELANDI brezkra umhverf- isverndunarsamtaka sagðist hneykslaður og vonsvikinn vegna fregna um að Diana prinsessa hefði í síðustu viku sært dádýr er hún var við veiðar á Balmoral- landareigninni í Skotlandi. Samkvæmt blaðafregnum var Diana við veiðar á sveitarsetrinu síðastliðinn mánudag og hæfði hjört. Hermdu fregnirnar að hjörturinn hefði særst en ekki fallið og hefði starfsmaður í Balmoral síðar sært dýrið til ólífis. Formælandi félagsskaparins, Course, kvaðst hneykslaður á að Diana væri komin í „félag manna með drápsgleði, er væru á góðri leið með að gera út af við villt dýr á Bretlandseyjum“. Af hálfu konungshirðarinnar var staðfest að prinsessan hefði Diana verið við veiðar umræddan dag, en því hafnað að henni hefði mistekist að fella hjörtinn. Tveir skotnir í Munchen Munchcn, 21. oklóhcr. Al*. LÖGREGLUMENN skutu til bana tvo öfgasinnaða hægri- menn, tóku þrjá til viðbótar höndum og gerðu upptæk vopn og skotfæri sem mennirnir höfðu í fórum sínum. Tveir lögreglumenn særðust í skot- bardaganum. Lögreglustjóri Múnchen sagði að mennirnir tveir hefðu verið félagar í hægrisinnuðum öfgasamtök- um, sem kalla sig Sósíalista- hreyfingu alþýðu og verka- manna í Þýzkalandi. Baskaskærulið- ar drepnir San Scbaslian, Baskalandi, 21. okl. Al*. ÞJÓÐVARÐLIÐAR skutu í dag á bifreið sem ekki sinnti stöðvun- arskyldu við eftirlitsstöð í Baskalandi og létust tveir af sþremur sem í bílnum voru. Grun- ur leikur á að þeir látnu hafi ver- ið ETA-skæruliðar, en þau sam- tök hafa nú drepið yfir 350 manns á þessu ári í Baskalandi, flestir hafa verið lögreglumenn eða varðliðar. í fréttum segir að mikið af vopnum og sprengiefni hafi fundizt í bílnum. Mannræningjar skiluðu bráð sinni San Salvador, 21. októbcr. Al*. SKÆRULIÐAR í El Salvador létu í dag lausan þekktan kaup- sýslumann, sem var rænt fyrir fimm mánuðum og hefur ekkert heyrzt frá honum síðan. Engin samtök tóku á sig ábyrgð á mannráninu en lausnargjald, 4 milljónir Bandaríkjadollara, var greitt fyrir hann, en allt kom fyrir ekki. Maður þessi, Teofile Siman, var ágæta vel á sig kom- inn en hann hefur ekki rætt við blaðamenn um veruna hjá mannræningjunum. Frábær húsgögn hagstæðu verði Lútuð borðstofuhúsgögn úr massifri furu, 3 geröir at borðstotu- borðum, 2 gerðir af stólum, 4 gerðir af skápum, skatthol o.fl. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI 4 SÍMI82275 HELO - Sauna Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæöu veröi. Benco, Bolholti 4, sími 21945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.