Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 5 Hreppsnefnd Miðneshrepps mótmælir Utanríkisráðherra var í gærdag af- hent ályktun frá hreppsnefnd Mið- neshrepps vegna málsmeðferdar í svonefndu Helguvíkurmáli. Tekur sveitarstjórn Miðneshrepps undir sjónarmið þau sem fram komu í bréfí sveitarstjórnar Gerðahrepps frá 9. marz s.l. í ályktuninni segir, að sveitar- stjórnin mótmæli þeirri málsmeð- ferð sem varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins fyrirhugi að viðhafa við afhendingu lands milli sveitafélaga. Jafnframt er þess krafist að framvegis verði fullt samráð haft við sveitarstjórn Mið- neshrepps um allt skipulag. Ekki er þar þó deilt á fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík, fremur en gert var í mótmælum hrepps- nefndar Gerðahrepps. Hafnarfjörður: Helgi- og bæna- stund í kvöld FÖSTUDAGINN 12. mars kl. 20.30 verður samkirkjuleg helgi og bænastund í kapellu St. Jósefs- systra í Hafnarfirði og verður svo öll föstudagskvöld fram að pásk- um. Kirkjudagur Ásprestakalls Kirkjudagur Ásprestakalls verður á sunnudaginn 14. mars og hefst kl. 14.00 með hugvekju séra Árna Bergs Sigurbjörnssonar. Þá verða skemmtiatriði og veitingar. Allir velkomnir. Frá ráðstefnunni Ráðstefna um raforkuvirki rnám ★★★★★★ ★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★★★★★★ ★★★ ★★ ★★★★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★ ★★★★★★★ ★★★ ★★★★★★★ ★★★ ★★★★★★ ★★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ * * ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ h DODGE ARIES Nu er timinn til aö eignast þennan margfalda verölaunabíl. Eigum aöeins örfá eintök af Dodge Aries 1981 til ráöstöfunar strax, bæöi 2ja, 4ra og station-geröir. Helsti bunaður: 4 cyl. vél, 2600 cc, 100 hestöfl sjálfskipting vökvastýri aflhemlar lituö framruða framhjóladrif de luxe frágangur Verð fra ca. kr. 223.712 miðaö viö gengi 9.3.82. 1. verölaun: „Bill ársins í Bandarikjunum 1981.“ O Vlökull hf. Armúla 36 Sírm: 84366 RÁÐSTEFNU sænska útflutnings- ráðsins og sænska sendiráðsins um raforkuvirki lýkur í dag með ferð að llrauneyjafossvirkjun, en Svíar hafa komið þar talsvert við sögu eins og í fleiri stórvirkjunum okkar. Ráðstefnan var opnuð á Hótel Loftleiðum sl. miðvikudag af sendiherra Svía á íslandi, frú Eth- el Wiklund. Ráðstefnan fjallaði um byggingu og tæknibúnað og fjármögnun orkuvera. Rúmlega tuttugu fulltrúar frá tólf leiðandi fyrirtækjum innan raforkuiðnað- arins í Svíþjóð sitja ráðstefnuna. Flutt verða alls tólf erindi. Af ís- lands hálfu eru þátttakendur lið- lega sjötíu talsins frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sem láta sig orkumál á íslandi varða. Markmið ráðstefnunnar er að kynna nýjustu tækniþekkingu Svía á sviði orkumála, en um langt skeið hefur verið náin samvinna milli þessara tveggja landa á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að milli Landsvirkjunar og sænska fyrirtækisins Vattenfall hefur um árabil verið mikil og góð samvinna um þessi mál. Mörg þeirra fyrirtækja sem senda full- trúa á ráðstefnuna hafa haft mikil samskipti við íslendinga í orku- málum, segir í frétt frá ráðstefnu- höldurum. „ÍSLANI) og þróunarríkin" nefnist rád- stefna sem Samband ungra sjálf- stæðismanna stendur fyrir á morgun, laugardag, aó Hótel Esju. Hefst ráð- stefnan klukkan 10 með setningu Geirs Hallgrímssonar, formanns SjálfsUeóis- flokksiiis. Framsöguerindi verða flutt en að þeim loknum verða umræður. Áhuga- mönnum um málefni þróunarríkjanna er velkomið að mæta. Dagskrá verður sem hér segir: Að setningu lokinni mun Agnar Er- lendsson skipaverkfræðingur fjalla um efnið FAO í þróunarlöndunum og þátttaka íslands í því starfi. Agnar hefur um árabil starfað á vegum FAO. Hvernig á, og hvernig á ekki að að- stoða þróunarlöndin? Þessari spurn- ingu mun Ólafur Björnsson prófessor væntanlega svara. Guðmundur Heiðar Frímannsson menntaskólakennari mun fjalla um efni Brandt-skýrslunnar. Að erindi Guðmundar loknu verður tekið hádegisverðarhlé en því næst mun Björn Matthíasson hagfræðingur fjalla um hin svonefndu „undur“ á meðal þróunarríkjanna. Að því loknu mun Einar K. Guð- finnsson stjórnmálafræðingur ræða um skyldur Vesturlanda gagnvart þróunarlöndunum. Að loknum framsöguræðum verða almennar umræður en Geir H. Haarde formaður SUS mun slíta ráðstefnunni. Ráðstefnustjórar verða þeir Ólafur ísleifsson hagfræðingur og Anders Hansen blaðamaður. Á ráðstefnunni munu liggja frammi gögn um framlag íslands til þróunar- mála á undanförnum árum. (Krétutilkynninf;) Grafík í Gallerí Lækjartorgi Ingiberg Magnússon heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Gallerí Lækjar- torgi og eru hún opin virka daga frá kl. 10.00 til 18.00, laugardaga frá kl. 14.00 til 18.00 og sunnu- daga 14.00 til 22.00 og stendur til 21. mars. Hér er um grafíkmynd- ir og teikningar að ræða en kom- andi sunnudag kl. 15.00 verður sérstök kynning á grafík og graf- ískum aðferðum í Gallerí Lækj- artorgi sem Ingiberg annast. Til- gangurinn með þessari kynningu er að auka skilning almennings á gerð og vinnslu grafíkmynda. Tímaskekkja í Háskólabiói HÁSKÓLABÍÓ hefur haHð sýningar á kvikmyndinni Bad Timing (Tíma- skekkja). Nicolas Roeg leikstýrir kvikmyndinni um Alex (Art Gar funkel) og Milenu (Theresu Russel). Þau hittast í Vínarborg og verða ástfangin en samband þeirra gengur skrykkjótt. Þegar Alex stingur upp á hjóna- bandi neitar Milena, því hún vill halda frelsi sínu. Alex heyrir ekk- ert frá Milenu þar til hún hringir kófdrukkin og býður honum heim. Hún hótar að fyrirfara sér og stuttu síðar hangir líf hennar á bláþræði. Er Alex ekki allur þar sem hann er séður? Hvert er raunverulegt samband hans og Milenu? Ráðstefna SUS um ís- land og þróunarríkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.