Morgunblaðið - 12.03.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 12.03.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 15 alls svæðisins vestan Rockall- trogs síðustu 100 milljón ár a.m.k. og þar sé ekki um nein jarðfræði- leg tengsl á þeim tíma við Bret- land að ræða. Styðjumst við þar m.a. við gagnmerka og langa rit- gerð, sem prófessor E.D. Brown, sérfræðingur í alþjóðalögum við háskólann í Wales, ritaði 1978, þar sem hann dregur mjög í efa, að Bretar og Irar eigi nokkurt tilkall til Rockall-svæðisins, einkum þó Irar. Hins vegar sé réttur Færey- inga meiri, en á ísland minnist hann ekki enda höfðum við þá ekkert tilkall gert til áhrifa á svæðinu. Irar munu raunar um síðir hafa áttað sig á veikleika sínum og því reynt að bæta um í 76. grein með setlagakenningu, sem gengur und- ir nafninu „írska reglan". Og þar sem allmikil setlög eru í Rockall- trogi telja þeir sig hafa öðlast tengingu við neðansjávarháslétt- una. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að þessi set hafa borist norðan úr höfum, að miklu leyti að minnsta kosti, og hitt kann ekki síður að reynast þeim skeinuhætt, að í upphafi 76. greinar er gengið út frá því, að framlenging botnsins þurfi að vera samfelld frá land- helgismörkum, þ.e.a.s. 12 mílum. Sú framlenging þarf að gerast óslitið eða „throughout the natur- al prolongation". Vegna Rockall- trogs er ekki hægt að líta á þessa framlengingu sem óslitna. Bretar aftur á móti telja sig fá tengingu við Rockall-svæðið eftir svonefndum Wyville-Thomson- hrygg, sem er suður af Færeyjum, en bæði er hann heldur lítilfjör- legur og þar að auki af gerð úthafsbotns. Þá hafa þeir og gert sér vonir um að tilvist Rokksins sjálfs á útjaðri Rockall-háslétt- unnar styrkti stöðu þeirra. En hvort tveggja er, að öllum réttind- um þeim til handa að því er klett- inn varðar ert mótmælt bæði af Dönum fyrir hönd Færeyinga og af okkur íslendingum og í þriðju málsgrein 121. greinar uppkasts- ins af hafréttarsáttmála er skýrt tekið fram að klettar á borð við Rokkinn hafi enga efnahagslög- sögu eða hafsbotnsréttindi, þ.e.a.s. aðeins tólf mílna landhelgi. Þótt við Islendingar mótmælum harðlega einhliða rétti Breta og íra til að teygja hafsbotnsréttindi sín út fyrir 200 mílurnar höfum við ekki mótmælt því, að Færey- ingar hefðu réttindi á þessu svæði, heldur þvert á móti óskað marg- sinnis eftir nánu samstarfi við þá og Dani fyrir þeirra hönd, en það verður að segja þá sögu eins og hún er, að þeir eru furðulega svifaseinir. En þótt við mótmælum öllum einhliða réttindum Breta og íra höfum við engu að síður boðið þeim til samningaviðræðna, enda er það grundvallarregla þess haf- réttar, sem nú er óðum að verða til á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að ágreiningsmál eigi að ieitast við að leysa með samkomulagi. Og Bretar hafa fagnað því að við nálgumst málið með þessum hætti. Kom það sérstaklega Ijóst fram á þeim formlega viðræðu- fundi, sem haldinn var í Genf í ágústmánuði sl. Við Islendingar færum fjölmörg rök fyrir réttindum okkar á Rockall-hásléttunni og skulu nokkur talin: 1. Sanngirni er sú meiginregla, sem ríkja á samkvæmt orðum og anda hafréttarráðstefnu og hafréttarsáttmála, og sann- gjarnt hlýtur það að teljast, að við eigum einhverja íhlutun í þessum réttindum, a.m.k. ef ír- ar eiga það. Og sanngjarnt hlýtur það líka að teljast, hvernig við höfum nálgast málið. 2. í 100 milljónir ára hafa sömu jarðfræðilegu umbrotin sett einkenni sitt á jarðsögu Rockall-hásléttu, íslands og Færeyja. 3. Eftir Íslands-Færeyjahryggn- um tengjumst við Hatton- banka beint, en hryggurinn er náttúrulegt framhald íslands. 4. Islands-Færeyjahryggurinn er af sérstakri tegund úthafs- skorpu, sem kölluð er „Iceland- ic type crust". Þingsályktun um hafsbotnsréttindi íslands og samvinnu við Færeyinga. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja fast eftir, á grundvelli tillögu þeirrar sem afgreidd var á Alþingi hinn 22. deseinber 1978, kröfum uni hafsbotns- réttindi sunnan 200 mílna efnahagslögsögu Islands, að því niarki sem þjóðréttar- reglur frekast leyfa, og efna í því sanibandi hið allra fyrsta til viðræðna við aðrar þjóðir sem gert hafa kröfur á þessu svæði. Jafnframt er mótmælt hvers kyns tilraunum Breta og íra til að taka sér réttindi vestan svonefnds Rockall-trogs, utan 200 mílna þeirra, þ. á m. á Hattonbanka, enda mæla jarðfræðileg og önnur rök eindregið gegn sliku og þarna um að ræða svæði sem íslendingar og Færeyingar telja tilheyra sér. Alþingi lýsir yfir, að það telur fyrir sitt leyti unnt að levsa mál varðandi yfir- ráðarétt þessa hafsbotnssvæðis milli Islendinga og Færeyinga, annaðhvort msð sam- eiginlegum yfirráðum eða skiptingu svæðisins. Er rikisstjórninni heimilað að semja um, að gerðardómur ákveði skiptingu svæðisins niilli íslendinga og Færeyinga, ef Færevingar æskja þess. Samþykkt á Alþimji 19. maí 1980. 5. Dýpi frá íslandi til Hatton- banka er hvergi meira en 2500 metrar, sem er sú viðmiðun, sem getið er um í 76. grein. Allmikil setlög, sem myndast hafa af framburði íslenskra fljóta, eru meðfram Hatton- banka og allt suður í Biskaya- flóa. 6. Ef miðlínuregla væri látin gilda mundi svo til allur Hatt- on-banki falla í hlut Islend- inga. 7. A Íslands-Færeyjahrygg hafa fundist set mynduð á landi í borkjarna á 1300 metra dýpi frá sjávarmáli. 8. Jarðfræðisaga íslandssvæðis- ins allt frá Grænlandi, Jan Mayen og Færeyja- og Rock- all-svæðinu er einstök á hnett- inum. 9. Orðin eðlilegt framhald, „nat- ural prolongation“, hafa ekki verið skilgreind á neinn afger- andi hátt, þannig að eðli máls á að ráða, enda tilbrigðin ótelj- andi á heimshöfunum. 10. En sú regla, sem myndaðist með Jan Mayen-samkomulag- inu, á að vera vegvísir við lausn ágreiningsmála þessara fjög- urra nágrannaþjóða. 11. Ef ekki næst samkomulag þeirra þjóða sem tilkall gera til svæðisins gæti svo farið að engin fengi neitt, en svæðið yrði alþjóðlegt. I niðurstöðum sáttanefndarinn- ar í Jan Mayen-málinu er þess í fyrsta lagi getið að nefndin sé þeirrar skoðunar að hugtakið „natural prolongation" hæfi ekki við lausn deilunnar, en nefndin hafi rækilega athugað ýmiss kon- ar dómsniðurstöður og venjur sem leiði til sanngjarnrar lausnar. Nefndin kemst síðan að þeirri niðurstöðu að heppilegust sé sam- eign og samnýting auðlinda og segir að ástæðan fyrir þeim tillög- um sínum sé meðal annars sú að hvetja til enn frekari samvinnu og vinsamlegra samskipta milli Is- lands og Noregs. í viðtali við Morgunblaðið 6. júní 1981 segir Hans G. Andersen sendiherra um Jan Mayen-sam- komulagið m.a.: „Þetta verður í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður á grundvelli uppkastsins að hafrétt- arsáttmála og verður að skoðast sem þýðingarmikið framlag við þróun þessara mála.“ Hann segist mega fullyrða „að það sé leitun að öðrum tveim þjóðum, sem hefðu getið komið sér saman um slíkt". En bætir þó við síðar í viðtalinu: „Og þá er mikill styrkur fyrir okkur að hafa þessa lausn í hönd- um og enginn efi er á því, að Bret- ar, Irar og Danir munu kynna sér þessi gögn rækilega, og vissulega væri ánægjulegt ef tækist að vinna í svipuðum anda að lausn Rockall-málsins í þeim viðræðum sem fyrirhugaðar eru, enda er þar einnig um nágranna- og vinaþjóð- ir að ræða, sem einmitt hljóta að leita að sanngjarnri lausn miðað við allar aðstæður." Það kom einnig í ljós í hinum formlegu viðræðum við Breta í Genf í sumar, að Jan Mayen- samkomulagið hafði vakið athygli þeirra og þeir kváðust hafa kynnt sér það og myndu kanna það miklu nánar áður en næst yrði sest að samningaborði, sem vænt- anlega er skammt undan, enda tók Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, málið upp við Carring- ton lávarð, utanríkisráðherra Breta, í för sinni til Englands fyrir skemmstu. Allir velviljaðir menn hljóta að vona og treysta að ágreiningurinn um Rockall-hásléttuna leysist með einhverjum hætti á svipaðan veg og gerðist að því er Jan Mayen- svæðið varðar. Það væri öllum þeim, sem málið snertir, til sóma en ekki síst til gagns, aukinna samskipta og traustari vináttu- banda í bráð og lengd. Þótt ein- hvers konar skipting Rockall- hásléttunnar komi auðvitað til greina væri áreiðanlega happa- drýgst að um sameign og samnýt- ingu yrði að ræða með svipuðum hætti og er á Jan Mayen-svæðinu. Fylgiskjal 2 ú- -V,-. fk. « <?* & o 4 \ Íy * )!«>■ J/ ; l ,y v c \% ^ IlíifiJ umhverfis íslanct SKYRINGAR FB FftREYJABANKI WYVILLE - TMOMSONHRYGGUR BILL BAtEYS BANK LOUSY BANK GEORGE BLIGH BANK ROSMARY BANK SJÁVARDÝP1 irr) ---- 200 SJÓMÍLNA MORK ----MIDLINA MILLI LANDA 5* ✓ WTH GBB RB ' GRÆ.M.AN0SHAF ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERIKA PORTSMOUTH Mare Garant 22. marz Junior Lotte 1. april Mare Garant 12. april Junior Lotte 26. april NEWYORK Mare Garant 23. marz Junior Lotte 2. april Mare Garant 14. april HALIFAX Hofsjökull 26. marz Selfoss 12. april BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Eyrarfoss 15. marz Alafoss 22. marz Eyrarfoss 29. marz Alafoss 5. apríl ANTWERPEN Eyrarfoss 16. marz Alafoss 23. marz Eyrarfoss 30. marz Alafoss 6. april FELIXSTOWE Eyrarfoss 17. marz Alafoss 24. marz Eyrarfoss 31. marz Álafoss 7. april HAMBORG Eyrarfoss 18. marz Alafoss 25. marz Eyrarfoss 1. april Alafoss 8. april WESTON POINT Helgey 11. marz Helgey 23. marz NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 29. marz Dettifoss 12. april Dettifoss 26. april KRISTIANSAND Dettifoss 16. marz Dettifoss 30. marz Dettifoss 13. april MOSS Dettifoss 16. marz Mánafoss 23. marz Dettifoss 30. marz Mánafoss 6. apríl TRONDHEIM Laxfoss 29. marz GAUTABORG Dettifoss 17. marz Mánafoss 24. marz Dettifoss 31. marz Mánafoss 7. apríl KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 18. marz Mánafoss 25. marz Dettifoss 1. april Mánafoss 8. apríl HELSINGBORG Dettifoss 19. marz Mánafoss 26. marz Dettifoss 2. april Manafoss 9. april HELSINKI Irafoss 15. marz Múlafoss 29. marz RIGA Mulafoss 31. marz Irafoss 14. april GDYNIA irafoss 18. marz Mulafoss 1. april Irafoss 15. april. THORSHAVN Mánafoss 1. april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVIK alla mánudaga frá ÍSAFIRDI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.