Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 2 3 Grindavík: Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins Agnes Jónsdóttir, kaupmadur Ivar l'órhallsson, trésmíðameistari Edvarð Júlíusson, útgerðarmaður Ouðmundur Guðmundsson, skipstjóri Guðmundur Kristjánsson, verkstjóri Hjálmey Einarsdóttir verkakona Jóhannes Karlsson, vélstjóri Magnús Ingólfsson, Ólína Ragnarsdóttir, Stefán Tómasson, Viktoría Ketilsdóttir, slökkviliðsstjóri húsmóðir útvarpsvirki skrifstofumaður Grindavík: Sameiginlegt prófkjör á sunnudaginn SAMEIGINLEGT prófkjör stjórn- málaflokkanna fjögurra í Grindavík fer fram á sunnudaginn, 14. marz, og verður kosið í Festi frá klukkan 10 til 22. Kosningarétt hafa allir, sem eru orðnir 18 ára þann dag, sem kosið verður til sveitarstjórnar. Frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins í prófkjörinu eru: Guðrún Matthíasdóttir Húsatóftum, Helga Enoksdóttir Heiðarhrauni 20, Hinrik Bergsson Austurvegi 4, Hjálmar Haraldsson Staðarvör 5, Jón Guðmundsson Leynisbraut 10, Kjartan Kristófersson Heið- arhrauni 49, Már Valdimarsson Selsvöllum 13, Ólöf Ólöfsdóttir Heiðarhrauni 54, Sigurlaug Tryggvadóttir Staðarhrauni 22 og Steinþór Þorvaldsson Staðarvör 2. Frambjóðendur Alþýðuflokks- ins eru: Björg Einarsdóttir Sels- völlum 7, Guðný Ragnarsdóttir Hólavöllum 5, Jón Hólmgeirsson Túngötu 5, Jón Gröndal Túngötu 18, Kjartan Ragnarsson Arnar- hrauni 4, Lúðvík P. Jóelsson Vík- urbraut 11, Magnús Ólafsson Baðsvöllum 5, Pétur Vilbergsson Leynibrún 13, Sigurður M. Ágústsson Heiðarhrauni 8 og Sverrir Jóhannsson Gránargötu 8. Frambjóðendur Framsóknar- flokksins eru: Bjarni Andrésson Staðarhrauni 11, Guðmundur Karl Tómasson Efstahrauni 5, Gunnlaugur Hreinsson Selsvöll- um 21, Gunnar Vilbergsson Heið- arhrauni 10, Gylfi Halldórsson Borgarhrauni 14, Halldór Ingv- arsson Ásabraut 2, Helga Jó- hannsdóttir Suðurvör 4, Kristinn Gamalíelsson cBorgarhrauni 18, Kristján Finnbogason Staðar- hrauni 9, Ragnheiður Bergmunds- dóttir Mánasundi 4, Salbjörg Jónsdóttir Mánagerði 5 og Þórar- inn Guðlaugsson Staðarhrauni 21. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins eru: Agnes Jónsdóttir Hvassahrauni 8, Björn Haralds- son Borgarhrauni 20, Eðvarð Júlí- usson Mánagötu 13, Guðmundur Guðmundsson Baðsvöllum 2, Guð- mundur Kristjánsson Mánasundi 2, Hjálmey Einarsdóttir Suðurvör 7, Ivar Þórhallsson Austurvegi 24, Jóhannes Karlsson Staðarhrauni 6, Magnús Ingólfsson Staðar- hrauni 19, Ólína Ragnarsdóttir Ásbraut 7, Stefán Tómasson Heiðarhrauni 18 og Viktoría Ket- ilsdóttir Marargötu 5. Núverandi bæjarstjórn í Grindavík skipa tveir fulltrúar Alþýðubandalags, 2 frá Alþýðu- flokki, 2 frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Framsóknarflokki. Eftir síðustu kosningar mynduðu Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag meirihluta, en hann sprakk skömmu síðar vegna ágreinings um ráðningu bæjarstjóra, og hef- ur engin formleg meirihluta- og minnihlutaskipting verið síðan. Fjórir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér nú: Guðni Ölversson fulltrúi Alþýðubandalagsins, Svavar Árnason forseti bæjar- stjórnar, fulltrúi Alþýðuflokks- ins, Bogi Hallgrímsson fulltrúi Framsóknarflokksins og Dag- bjartur Einarsson fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. „Stundarfriðuru á Hvammstanga Við jólamatborðið. Frá vinstri: Árni (Páll Sigurðsson), Örnólfur (Vilhelm V. Guðbjartsson), Guðrún eldri (Annie Mary Pálmadóttir) og lngunn (Hrönn Albertsdóttir). Eftir Hafstein Karlsson Áhugaleikhúsin á lands- byRKÖinni eru nú hvert af öðru að frumsýna leikrit sín þetta árið. Kennir þar ýmissa grasa, leikritin eru ýmist eftir inn- lenda höfunda eða erlenda, sum eru gömul og önnur nýrri. Ég veit um tvö leikfélög sem taka fyrir leikrit eftir Guðmund Steinsson. Leikfélag Horna- fjarðar æfir nú Sólarferðina og Leikflokkurinn á Hvamms- tanga frumsýndi nýlega Stund- arfrið. Þessi leikrit hafa bæði náð miklum vinsældum. Sólar- ferð var frumsýnd í Þjóðleik- húsinu 1976 og náði þar meiri vinsældum er nokkurt annað nýtt íslenskt leikrit sem sýnt hafði verið í því húsi. Leikritið Stundarfriður var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1979 og hlaut fá- dæma góðar viðtökur hjá áhorf- endum. Það hefur nú verið sýnt víða um Evrópu. Haustið 1980 sýndi Þjóðleikhúsið Stundarfrið á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Belgrad, Svenska Teatern í Helsingfors og Klara Teatern í Stokkhólmi. Vorið 1981 var Stundarfriður sýndur á tveimur leiklistarhátíðum í Þýskalandi, Wiesbaden og Lúbeck og í Det ny Teater í Kaupmannahöfn. Þá „Þó ekki sé raunhæft ad bera saman þessa sýn- ingu og uppfærslu Þjóð- leikhússins á Stundarfrið má segja, að áhuga- mennirnir kæmu alls ekki illa út úr slíkum samanburði/* hefur Dramaten í Stokkhólmi ákveðið að sýna Stundarfrið á næsta Ieikári og Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sýningarrétt. Það er því óhætt að segja að þetta leikrit hefur vakið veru- lega athygli. Þrátt fyrir það er það fyrst núna sem áhugaleik- hús á landsbyggðinni ræðst í að færa það upp. Má vera að áhugafólkið hafi hingað til óttast hraðann og tæknilegu at- riðin í leikritinu. Leikritið fjallar um fjöl- skyldu í nútímaþjóðfélagi. Tæknin hefur leyst hin mann- IpgU samskipti fjölskyldumeð- lima af hólmi. Sjónvarpið er sí- fellt í gangi og dregur að sér athygli heimilisfólksins, síminn ogMyrasíminn eru hringjandi í tíma og ótíma, „græjurnar" á fullu, stundum mörg tæki í einu flytjandi ólíka tónlist. Og auð- vitað þurfa allir að nota bílana tvo. Enginn má vera að því að sinna afanum og ömmunni sem dvelja á heimilinu um stundar- 3akir. Það er ekki hægt að taka þau alfarið inn á heimilið, þó að ekki skorti húsrými. Þau skulu á elliheimili. Það má því segja að þetta leikrit eigi erindi til okkar á ári aldraðra. Tilfinn- ingar eru úr sögunni, það kemur glöggt í ljós þegar heimilisfað- irinn fær hjartakast, aðrir fjöl- skyldumeðlimir taka vart eftir því nema þá eiginkonan. Fjöl- skyldan má aldrei vera að því að borða sameiginlegan máls- verð, ekki einu sinni á jólunum. Allir eru meira og minna háðir pillum: Vítamínpillum, tauga- pillum, hjartapillum, pillum til að koma reglu á tíðirnar og svo framvegis. Þetta er sem sagt nútímafjölskyldan örlítið ýkt. Uppfærsla Leikflokksins á Hvammstanga er í fáu frá- brugðin sýningu Þjóðleikhúss- ins á leikritinu. Ef til vill er mesti munurinn sá að annars vegar er um að ræða áhuga- leikhús og hins vegar atvinnu- leikhús. Flestir geta verið sam- mála um að ekki er hægt að gera sömu kröfur til áhugaleik- ara og atvinnuleikara. Þeir fyrrnefndu sinna leiklistinni að loknu brauðstritinu en hinir síðarnefndu lifa á leiklistinni. Áhugamennirnir eyða yfirleitt miklum hluta frítíma síns í æf- ingar og vinna því afar fórnfúst starf í þágu listarinnar. Það er því ekki raunhæft að bera sam- an sýningar áhugamanna og sýningar atvinnumanna. Með þessu er ég ekki að segja að sýn- ing Leikflokksins á Hvamms- tanga hafi verið léleg, síður en svo. Það rann nefnilega upp fyrir mér eftir sýninguna, að áhugamennirnir standa at- vinnumönnunum lítið að baki í mörgu. Guðmundur Sigurðsson og Hrönn Albertsdóttir fóru með hlutverk hjónanna í Stundar- friði. Leikur þeirra beggja var mjög góður og þá sérstaklega Guðmundar sem er greinilega leikari af guðs náð. Hann er ekki síðri útlærðum leikurum, maðurinn sá. Hrönn hafði gott vald á radd- og svipbrigðum og túlkaði Ingunni mjög vel. Kostuleg voru þau Vilhelm V. Guðbjartsson og Annie Mary Pálmadóttir í hlutverkum afans og ömmunnar. Berglind Magn- úsdóttir var góð sem hin ver- gjarna dóttir. Sama má segja um Ernu Friðriksdóttur sem var að stíga á sviðið í fyrsta skipti. Pál Sigurðsson skorti ör- lítinn neista til að vera sann- færandi í hlutverki sonarins. Vinir Mörtu, þeir Marteinn Reimarsson og Kristinn Sig- urðsson, voru ekki góðir. Tækni- legu atriðin voru öll í góðu iagi. Sviðsmyndin var ekki ósvipuð sviðsmynd Þjóðleikhússins, kannske ögn heimilislegri. Á heildina litið var leiksýningin góð. Þó að ekki sé raunhæft að bera saman þessa sýningu og uppfærslu Þjóðleikhússins á Stundarfriði, má segja, að áhugamennirnir kæmu alls ekki illa út úr slíkum samanburði. Hafsteinn Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.