Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 ^Dale . Larnegie námskeiðið VEGNA MIKILLAR EFTIRSPURNAR ER NÝTT NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST: NAMSKEIÐIÐ GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR AÐ: ★ VERÐA BETRI RÆOUMAÐUR. ★ ÖÐLAST HUGREKKI OG MEIRA SJÁLFSTRAUST. ★ KOMAST BETUR ÁFRAM í LÍFINU. ★ STÆKKA VINAHÓP ÞINN OG VERÐA VINSÆLL. ★ BÆTA MINNI ÞITT A NÖFN, ANDLIT OG STADREYNDIR. ★ HALDA ÁHYGGJUM í SKEFJUM OG DRAGA ÚR KVÍÐA. ★ HUGSA STANDANDI. FJARFESTING I MENNTUN, GEFUR ÞÉR ARO ÆVILANGT. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA 82411. 82411 E»nk«ileyfi á Islandi UAU (.,*,,,;,tSTJORNUNARSKOLINN \ í\l>Kh:Wl.\ Konráð Adolphsson Lífsgleði og starfsánægja ALLIR VILJA VERA LÍFSGLAÐIR OG ÁNÆGÐIR I STARFI. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT í DALE CARNEGIE STARFSÞJÁLFUN OG FRÍSKA UPP Á SJÁLFAN ÞIG FIMM MÁNUDAGS- MORGNA KL. 9.15 TIL 11.15. NÁMSKEIÐIÐ HEFST 15. MARZ N.K. NÁMSKEIÐIO GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR AD: ★ STJÓRNA ÞÍNU EIGIN VIOHORFI OG FINNA SKEMMTI- LEGU HLIÐARNAR Á STARFINU OG VERA Í GÓÐU SKAPI. ★ HLUSTA BETUR OG VERDA ÞAKKLÁTARI EINSTAKL- INGUR. ★ SVARA BETUR í SÍMA OG MUNA MANNANÖFN. ★ TAKA Á MÓTI KVÖRTUNUM Á RÉTTAN HÁTT OG VIRKJA ELDMÓÐINN. ★ SPYRJA VIDEIGANDI SPURNINGA OG STARFA ÁRANG- URSRÍKARA MEÐ ÖÐRU FÓLKI. NÁMSKEIÐ ÞETTA ER ÆTLAÐ EINSTAKLINGUM, STARFSHÓPUM OG FÉLÖGUM ER VILJA ÞJÁLFA BETUR SÍNA HÆFILEIKA. NÁMSKEIÐIÐ BYGGIR Á ÁRATUGA REYNSLU DALE CARNEGIE-NÁMSKEIÐANNA í 56 LÖNDUM, SVO ÞÚ ERT í GÓÐUM HÖNDUM. INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMA 82411 FJÁRFESTING í SJÁLFUM ÞÉR OG STARFSFÓLKINU SKILAR ARÐI OG BETRI ÞJÓNUSTU. Einkaleyfi á Íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN dale carnegie Konráö Adolphsson nAmskeiðin EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ÍR-ingar í 1. Góð afmælisgjöf til félagsins I Handknattleiksmenn ÍR gáfu félagi sínu góda afmælisgjöf á 75 ára af- mæli félagsins í gær, er þeir tryggðu sér sæti í 1. deildinni í handknatt- leik á næsta keppnistímabili. Sigraði ÍR Hauka með 18 mörkum gegn 15, eftir að hafa sex marka forskot í hálfleik, 11—5. Fjögur félög eiga fræðilegan möguleika á að hreppa hitt 1. deildar sætið, en Stjarnan stendur þó bezt þeirra að vígi. Liðin léku frekar hægan hand- knattleik í fyrri hálfleik, sem ein- kenndist af sterkum varnarleik hjá ÍR. Voru ÍR-ingar mistækir framan af í sókninni, klikkuðu m.a. í tveimur vítaskotum, en breyttu stöðunni úr 4—4 um miðj- an hálfleikinn í 11—5, og skoruðu mörg lagieg mörk. Meiri kraftur var í Haukum í seinni hálfleik, þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin, en minnkuðu þó aldrei muninn nema í tvö mörk. ÍR-ingar byrjuðu svipað og í fyrri hálfleik, glötuðu boltanum og sóknir runnu út í sandinn, en sterkur varnarleikur hélt þeim á deild floti. Komust Haukar í 8—11 og í 13—15, en Guðmundur Þórðarson átti lokaorðið fyrir IR með góðum spretti síðustu 10 mínúturnar, þrátt fyrir að Haukar reyndu að taka hann úr umferð. Jens Binarsson stóð í marki ÍR og varði sæmilega, en Ólafur Guð- jónsson átti slakan dag í Hauka- markinu. MÖRK ÍR: Björn 3, Sighvatur 1, Einar 2, Sigurður 1, Ársæll 2, Guðmundur 8 (2v) og Einir 1. MÖRK Hauka: Sigurgeir 5 (2v) Guðmundur 6, Jón 2 og Ingimar 2. KR-ingar lögðu UMFN KR-ingar lögðu Njarðvfkinga að velli í undanúrslitum bikarkeppn- innar í körfuknattleik í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkveldi, og mæta því Keflvíkingum eða Frömurum í úr slitum keppninnar. Skoruðu KR-ing- ar 72 stig gegn 68 stigum Njarðvík- inga, en hinir síðarnefndu höfðu 11 stiga forskot í hálfleik, 37—26. Lokamínútur leiksins voru gífuriega spennandi og allt á suðupunkti í Hagaskólahúsinu, jafnt innan vallar sem utan. Geta Njarðvíkingar kennt tapið eigin kæruleysi um miðjan seinni hálfleik, er þeir höfðu 13 stiga forskot og allt stefndi í öruggan sig- ur. Leikurinn einkenndist af mikilli taugaspennu leikmanna og af þeim sökum illa leikinn lengst af. Þó var talsvert heilli brú í leik Njarðvíkinga. KR-ingar tóku mik- inn sprett fyrstu tvær mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn, en það var skammgóður vermir, Njarðvíkingar náðu fljótt undirtökunum á ný, og löguðu stöðuna úr 53—47 í 60—47 um KR-UMFN 72-68 miðbik hálfleiksins, sem ein- kennst hafði af miklu þófi. En þá var eins og UMFN slakaði á klónni, og nýir menn, sem fengu að spreyta sig hjá KR, rugluðu þá í ríminu. Á sama tíma tók Stewart Johnson loks að hitta, eftir ein- stakan klaufaleik, ef undan eru skildar fyrstu mínútur fyrri hálf- leiks. Stewart var slakur, hirti engin fráköst í sókn og klúðraði hverri sendingunni af annarri, auk þess sem hittnin var oft eins og um byrjanda væri að ræða. Er hann t.d. talsvert einhæfari og lakari leikmaður en Danny Shouse, og óprúðari en flestir aðr- ir á velli, sífellt röflandi og að jag- ast. Og KR-ingar virtust lengi vel ætla að falla á stöðugu nagi og nuddi í dómurunum. Það er áber- andi hversu KR-ingar finna að dómurum leik eftir Ieik, og setur þetta hvimleiðan blæ yfir liðið, sem annars hefur verið í mikilli sókn að undanförnu, og verð- skulda að öðru leyti að leika til úrslita um bikarinn. Dómararnir þóttu umdeildir í þessum leik, þeir höfðu erfiðu hlutverki að gegna. Verður ekki hægt að segja að annað liðið hafi hagnast umfram hitt á dómgæzl- unni, en þó vakti athygli, að ruðn- ingur skyldi dæmdur á Danny Shouse er hann reyndi skot á síð- ustu mínútunni, á örlgastundu, fyrir brot, sem t.d. Johnson gerir sig sekan um í nær hvert skipti sem hann heldur á boltanum. STIG KR: Agúst 7, Jón 9, Páll 2, Stefán 3, Kristján 3, Stewart 30, Garðar 11, Birgir 2 og Guðjón 5. STIG UMFN: Jón Viðar 4, Árni 6, Ingimar 3, Danny 30, Gunnar 6, og Valur 19. Leika undir slagorðinu „Off- urkraftur - ótruleg ending“ KR-ingar skipta um svip: Á MEÐAN knattspyrnumenn búa sig undir keppnistímabilið er einnig unnið geysilegt starf á vegum félag- anna við allan undirbúning. Mikið verður um utanferðir, sem kosta fjárvana félög óhemju fé og vinnu. llndirbúa þarf leikskrár og auglýs- ingar á búningi, skipuleggja ferðir allra flokka til keppni innanlands o.fl. o.fl. Hjá stóru félögunum vinna tugir eða hundruð manna látlaust allan ársins hring við allskyns sjálfboða- störf og fjáröflun. í seinni tíð hafa allflest knattspyrnulið leikið með auglýs- ingar á búningum sínum og má með sanni segja að mörg félög og vörumerki eru orðin nátengd í hugum fólks. Nú höfum við frétt að KR-ingar sem lengi hafa auglýst sama vöru- merki hafi ákveðið að söðla um og hafa þeir gert samning við þýska stórfyrirtækið „Varta" sem eins og kunnugt er framleiðir rafhlöð- ur og rafgeyma. Næstu tvö árin munu þeir því leika undir slagorðinu „Ofurkraft- ur, ótrúleg ending". Fullvíst er að heitasta ósk hvers KR-ings í dag er sú að leikmenn þeirra öðlist þann ofurkraft og endingu, sem dugi þeim til mikilla sigra. - ÞR. Norðurlandameistaramót unglinga: Um greinilega framför að ræða hjá badmintonfólkinu UM KÍÐUSTTU helgi tók unglinga landsliðið í badminton þátt í Norð- urlandamóti í badminton, fyrir kepp- endur yngri en átján ára. Fór keppn- in fram í Noregi og stóð frá föstu- dagsmorgni til sunnudagskvölds. Á föstudeginum fór fram lands- keppni milli þjóðanna, sem þarna voru mættar, þ.e. Finnlands, Nor- egs, íslands, Danmerkur og Sví- þjóðar. Þó svo að íslenska liðið hafi tapað öllum sínum leikjum voru leikirnir við Noreg og Finn- land mjög jafnir. Þar var hver leikur úrslitaleikur og með smá- heppni hefðu þeir báðir geta unn- ist, en þeir töpuðust 3—2. Leikirn- ir við Svíþjóð og Danmörku töpuð- ust síðan 5—0, en þessar þjóðir voru í sérflokki á þessu móti. Finnlandi og Noregi tókst ekki heldur að krækja í vinning á móti þeim. Svíar urðu í fyrsta sæti í þessari landskeppni, unnu Dani 3—2. Danir í 2. sæti og Finnar í 3. Einstaklingskeppnin fór fram á laugardeginum. Tókst engum af íslensku spilurunum að komast í aðra umferð. Margir leikir töpuð- ust mjög naumt. Þórdís Edwald tapaði í oddalotu á móti finnskri stúlku 15—18. Einnig náðu Þórdís Edwald og Inga Kjartansdóttir góðum tvíliðaleik, töpuðu í odda- lotu á móti norskum stúlkum. í tvenndarleik náðist einnig góður árangur. Þar léku Þorsteinn P. Hængsson og Inga Kjartansdóttir við sterkt tvenndarlið frá Svíþjóð og töpuðu naumt í oddalotu. Þorsteinn P. Hængsson náði einn- ig góðum einliðaleik, hann spilaði við sterkasta Norðmanninn og veitti honum góða keppni. Þessi Norðmaður spilaði næsta leik við Dana sem síðan vann mótið. Dan- inn vann Norðmanninn mjög naumlega en það segir ýmislegt um getu þessa Norðmanns. Svíar og Danir skiptu með sér verðlaun- um í einstaklingskeppninni. Þó svo að ekki hafi unnist um- talsverðir sigrar á þessu móti, er hér um umtalsverða framför að ræða frá því í fyrra, en þá vannst ekki ein lota, hvað þá leikur. Þess má einnig geta að allir sem fóru þessa ferð núna hafa rétt til að fara aftur að ári og sumir meira að segja eftir tvö ár. Með í ferð- inni voru Þorsteinn P. Hængsson, Indriði Björnsson, Pétur Hjálm- týsson, Þórdís Edwald, Elísabet Þórðardóttir og Inga Kjartans- dóttir. Fararstjóri og þjálfari var Hrólfur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.