Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 Hjónaminning: Vigdís Helgadóttir og Jón Þorvarðsson Þann 28. febrúar sl. kvaddi þessa jarðvist Jýn Þorvarðsson, fyrrum bóndi að Mið-Meðalholt- um, Flóa. Konu sína, VÍKdísi Helnadóttur, missti Jón þann 18. <ágúst 1975, svo aðeins liðu um sex og hálft ár þar til þau hittust á ný, en það var ætíð þeirra einlæg trú, samofið Guðstrúnni, að líf væri að þessu loknu og má segja að Jón hafi lengst af síðustu árin beðið þessara endbrfunda. Jóns mun verða minnst af öðr- um, mér fróðari aðilum og mun ég því ekki fara nánar út í lýsingu á lífshlaupi hans. Hinsvegar vil ég nota þetta tilefni til að minnast þeirra hjóna beggja, þó þessar fá- tæklegu línur megni vart að lýsa því þakklæti og virðingu, sem ég mun ætíð bera í brjósti til þeirra, fyrir þá hlýju og umönnun, er ég naut, á heimili þeirra í Vaðlakoti í Gaulverjabæjarhreppi, frá því stuttu eftir fæðingu og þar til ég fluttist burtu rúmum fjórum ár- um seinna. Vorið 1950 leit í fyrsta skipti dagsins Ijós, lítil telpa, á næsta bæ við Vaðlakot. Ekki leið á löngu þar til Vigdís var beðin að fóstra litla angann um einhvern tíma og er ekki að orðlengja það, að þeir urðu fleiri en færri dag- arnir, sem telpuhnokkinn var ein- hversstaðar á stjái í nánd við Vigídsi og hennar heimafólk. Var enda ekki að undra, því þar var að finna alla þá hlýju og gott atlæti, sem ungri sál er nauðsyn til að dafna og þroskast. Jóns minnist ég sem rólynds en þó glettins manns, hann átti það til að hlægja lágum og vingjarn- legum hlátri, sem engan særði, þegar telpuhnokkinn frá Bæ var hð bjástra í kringum hann við úti- verkin, með misjöfnum árangri, eins og títt er með börn. Vigdís fór ekki varhluta af því umstangi, sem fylgdi því að hafa þennan sjálfskipaða heimilismeðlim, en aldrei man ég til að hafa heyrt styggðaryrði, aðeins hlýlega um- vöndun þegar þörf var á. Árin fjögur liðu fljótt og allan tímann voru þessi heiðurshjón sjálfsagður hluti af tilveru minni. Eg bý ætíð að þeim góðu áhrifum, sem vera mín hjá þeim skildi eftir í ómótaðri barnssál, þó ekki fyndi ég það fyrr en síðar. Leiðir okkar skildu í áratug, en þá heimsótti ég þau á Kárastíg 11 í Reykjavík. Verst þótti mér að vera orðin svona stór og geta ekki lengur hlaupið beint í fang fóstru minnar eða sest á hné Jóni, eins og ég var vön í Vaðlakoti. Endurfundirnir voru að sjálf- sögðu mjög gleðilegir, þó um- hverfið og aðstæður væru breytt- ar, sama hlýjan og gestrisnin um- vafði mann sem ætíð er maður sótti heim þessi elskulegu hjón. Seinna auðnaðist mér að heim- sækja þau á Hverfisgötuna ásamt fyrsta barni mínu og þá heimsókn mundi sonur minn lengi á eftir, þó ungur væri, auökenndi hann þá Vigdísi sem „góðu konuna" og Jón sem „afa“ og vildi ólmur fara þangað sem fyrst aftur, slíkt segir meira um þeirra manngerð, en margt annað. Vigdís andaðist síðla sumars 1975, en þá gekk ég með annað barn mitt og vonaði að það yrði stúlka, sem þá yrði skírð í höfuð á fóstru minni. Eg hitti Jón á Hverfisgötunni skömmu eftir lát konu hans. Hann var fullur af söknuði eftir Vigdísi sinni og átti þá ósk eina að mega, sem fyrst, fara sömu leið og hún. Ég sagði honum frá ástandi mínu og þeirri ákvörðun um að koma upp nafn- inu á konunni, sem við mátum svo mikils hvort á sinn hátt. Mér fannst þessi ákvörðun gleðja hann og raunar sýndi hann það oft síð- ar, er hann kom í heimsókn til okkar, þá spurði hann ætíð fyrst eftir litlu Vigdísi og lét sér annt um hana. Heilsa Jóns bilaði alveg undir það síðasta og mun hann hafa ver- ið hvíldinni feginn. Nú er biðinni eftir langþráðum endurfundum lokið og er mér þá efst í huga, að samgleðjast þeim af heilum hug. Ég trúi að gleði og feginleiki hafi einkennt þá endurfundi öðru fremur, ekki síst hjá honum, sem var orðinn svo þreyttur eftir lang- an vinnudag og níutíu ár að baki. Mikið af starfsorku þeirra fór í aö hlúa að lífinu í kringum sig, hann starfaði lengi við að hlú að trjágróðri og gerði það af stakri natni. Vigdís starfaði við hjúkrun og aðra umönnun á öldruðu og sjúku fólki í heimahúsum, síðari árin í Reykjavík, og nutu þar margir góðs af hennar einstæðu eiginleikum til aö miðla gleði og hlýju til þeirra er þess þurftu. Starfsdegi þeirra hér er nú lokið en ég hef þá trú að þau hafi nóg að starfa þar sem þau dvelja núna. Þar hlýtur að vera fagurt um að litast og ég vona að mér gefist sú gleði að hitta þau á ný, þegar minn tími kemur. Ég bið þeim að lokum allrar Guðs blessunar og færi þeim mínar einlægustu þakk- ir fyrir allt. Þórdís Malmquist Aðfaranótt sunnudags 28. febrúar sl. barst mér sú frétt að hann afi, Jón Þorvarðsson, væri dáinn. Þó að mig hafi grunað að hann ætti ekki langt eftir, þá kom mér það á óvart að frétta um and- lát hans. Það rifjaðist þá upp fyrir mér þau þrjú ár er ég og vinkona mín, sem nú er stödd erlendis, bjuggum hjá honum á Laugaveginum. Við vorum þá báðar við nám hér í Reykjavík. Mikið var um gestakomur á Laugaveginum á þessum árum og þá aðallega af ungu fólki, skólafé- lögum, vinum og kunningjum okkar stelpnanna. Við héldum í fyrstu að afa þætti nóg um þessar heimsóknir, en reyndin var önnur. Afi var nefnilega ánægðastur þeg- ar gestirnir voru sem flestir. Og þó að hann tæki ekki beint þátt í samræðum okkar, þá þótti honum gott að vera innan um okkur og hiusta á samræður okkar. Okkur leið mjög vel á Laugaveg- inum, enda gerði afi allt fyrir okkur. Hann sá t.d. um að versla í matinn, eldaöi meira að segja oft kvöldmatinn ef við vorum ekki heima til þess. Og aldrei komum við að tómu húsi þegar við komum heim úr skólanum. Afi var alltaf heima, hann las mikið og hlustaði mikið á útvarp, enda hugsa ég að flestir muni eftir honum með bók í hönd og útvarp sér við hlið. En skemmtilegast þótti honum að spila á orgelið sitt. Á sunnudögum fór hann í betri fötin, settist fyrir framan orgelið og spilaði á það á meðan hann beið eftir gestum. Gestum okkar þótti mjög fróð- legt að tala við afa og fóru oft inn til hans til þess að spjalla við hann. Enda þótti öllum vænt um hann, sem komu til okkar á Laugaveginum, og enn í dag, þegar ég hitti skólafélaga og vini frá þessum árum, þá er alltaf spurt: „Hvernig hefur hann afi þinn það?“ Ekki fór mikið fyrir honum afa, en alltaf fundum við fyrir nær- veru hans. Okkur fannst gott að koma heim vitandi af honum þar, það skapaði visst öryggi. Við mun- um seint gleyma þessum árum. Að lokum vil ég þakka afa fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og vona að hann hvílist vel á nýja staðnum. Guð blessi minningu hans. Dísa Stórmótið hefst í dag á Loftleiðum: Sontag og Weichsel - besta bandaríska parið sem ekki hefur spilað í landsliðinu Arnór Ragnarsson í dag kl. 16 verður stórmót Kridgefélags og t'lugleiða sett og strax á eftir hefst tvímenningskeppn- in. 36 pör taka þátt í henni og eins og margsinnis hefir komið fram, eru þar á mcðal sex erlend pör, Dallas- Asarnir, brezka og norska landslið- ið. Kúist er við að mikill fjöldi áhorf- enda verði á mótinu og verða ýmsar leiðir farnar til að þeir geti fylgst sem best með. Ilafa verið fengin upplökutæki að láni frá Oðali þar sem hægt er að sýna í sjónvarpstækj- um hvað er að gcrast við einstök borð, en sjónvarpsta-kin eru fengin að láni hjá Gelli. Þegar afráðið var hvaða erlend- ir spilarar kæmu til leiks á stór- mótið tók Bridgefélag Reykjavík- ur saman nokkru punkta um þá og fer það hér á eftir óstytt: Kandaríkin: Alan Sontag — l’eter Weichsel, Kon Kuhin — Mike Beck- er. Noregur: Leif Kric Stabell — Tor Helness, llaraldur Nordby — Jon Aaby. Kretland: Irwin Kose — Kob Shee- an, Willie Uoyle — Barnet Shenkin. Um Sontag og Weichsel hefur löngum verið sagt að þeir væru besta bandaríska par sem ekki hefur spilað í bandaríska landslið- inu. Þeir byrjuðu að spila saman árið 1974, en höfðu áður getið sér góðan orðstír í sitt hvoru lagi og höfðu reyndar spilað saman í sveit Alan Sontag um tíma. Saman hafa þeir unnið til flestra þeirra verðlauna sem hægt er að vinna til í Bandaríkj- unum en hafa, eins og áður sagði, aldrei náð að komast í landsliðið, þó stundum hafi ekki munað miklu. Sontag og Weichsel spila eigin útgáfu af Precision-sagnkerfinu og er hún almennt talin sú full- komnasta sem spiluð er í dag. Kalla þeir kerfi sitt Power Precis- ion. Nýlega kom út bók sem lýsir þessu kerfi og nýtur hún mikilla vinsælda á íslandi í dag, enda hef- ur Power Precision verið nefnt tískukerfið í ár. Er ekki að efa að margir íslenskir bridgeáhuga- menn hyggja gott til glóðarinnar að berja þá félaga augum við bridgeborðið. R. Rubin og M. Becker byrjuðu Pcter Weichsel að spila saman árið 1978, og spil- uðu þá kefi það sem R. Rubin og Matt Granovettér höfðu þróað saman um nokkurt skeið og þótti eitt flóknasta, en um leið full- komnasta, sagnkerfi sem spilað var á þeim tíma. Þeir Rubin og Becker hafa haldið þróuninni áfram og í haust kom loksins út bók sem lýsir kerfinu, og þótti hún mikill fengur bandarískum bridgeáhugamönnum, þó ekki hafi farið fyrir eins miklum áhuga hér heima. Mike Becker er sonur hins fræga spilara, B.J. Becker, sem ótal sinnum hefur spilað með bandaríka landsliðinu. Mike spil- aði með landsliðinu 1973 og nú í ár unnu þeir Mike og R. Rubin hina miklu Vanderbilt-sveitakeppni ásamt B.J. Becker, Edgar Kaplan og Norman Kay. Spilaði Mike þá til skipist við Rubin og föður sinn. Til úrslita spilaði sveitin við hina frægu Ása-sveit sem Sontag og Weichsel spila nú með. Leif Eric Stabell og Tor Helnes eru vel kunnir hér á Islandi. Leif Eric spilaði hér á Norðurlanda- móti unglinga 1977 og þá með bróður sinum Tolle, og vakti þá þegar mikla athygli. Fljótlega eft- ir það mót byrjuðu að spila saman þeir Leif Eric og Tor Helness og voru þeir valdir í A-lið Norð- manna sem spilaði á Evrópumót- inu í Lausanne 1979. Voru þeir þá reyndar hálfgert varapar, en vöktu mikla athygli sem ungir og sérlega efnilegir spilarar. Á Olympíumótinu í Valkenburg 1980 voru þeir aðalpar norska liðs- ins sem komst í undanúrslit móts- ins, og vantaði reyndar aðeins herslumuninn til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Á Evrópumótinu í Birmingham í sumar voru þeir enn í eldlínunni og var það samdóma álit manna að þeir skipuðu eitt af hetri pörum mótsins, þó árangur Norðmann- anna hafi oft verið betri en þá. Þeir félagar spila s.k. Relay- precision, sem er ein af mörgum greinum sem vaxið hefur út frá hinu geysivinsæla Precision sagnkerfi. Harald Nordby og Jon Aaby kvöddu sér fyrst hljóðs saman á alþjóðavettvangi á Olympíumót- inu í Valkenburg 1980. Nordby hafði þá reyndar spilað oft áður með ýmsum mönnum í norska landsliðinu en Aaby var þá nýliði, enda mun yngri að árum. Með ár- angri sínum þar skipuðu þeir sér á bekk með fremstu spilurum í Evr- ópu. Þeir spila eigið kerfi sem ku vera samsull úr ýmsum áttum, og mun oft vera erfitt fyrir ókunn- ungan að átta sig á sögnum þeirra, þó kerfið eigi að heita náttúrulegt í meginuppbyggingu. Irwin Rose og Rob Sheehan komu hér til lands með breska landsliðinu árið 1972 og á 30 ára afmælismót BR, og eru því íslend- ingum vel kunnir. Þeir hafa spilað meira og minna með landsliðinu síðan, reyndar ekki alltaf saman, og er skemmst að minnast þess er þeir urðu í öðru sæti á Evrópu- mótinu í Birmingham í sumar. Veitti það þeim rétt til að spila um heimsmeistaratitilinn í haust. Var þeim almennt spáð góðu gengi á því móti og virtist framan af þeim sem spár manna myndu rætast því þeir leiddu undankeppnina lengi vel. I síðustu umferðunum gekk hins vegar verr og stórt tap fyrir Bandaríkjamönnum batt enda á allar sigurvonir þeirra. Sem og margir breskir bridge- spilarar spila þeir Rose og Shee- han hið einfalda en árangursríka Acol-sagnkerfi, og þykja góðir talsmenn þeirra sem kjósa ein- faldleikann fram yfir tæknina. Willie Coyle og Barnet Shenkin koma frá Glasgow í Skotlandi þar sem margur bridgespilarinn hefur alist upp. Þeir eru tiltölulega ný- byrjaðir að spila saman, þ.a. sam- eiginlegur ferill er ekki langur. Coyle hefur um árabil verið í hópi bestu spilara Bretlands og oftar en einu sinni spilað með landslið- inu, m.a. með Rob Sheehan. Hann kom hér 1972 og spilaði þá með Vic Silverstone. Barnet Shenkin er yngri og kvaddi sér fyrst verulega hljóðs á Evrópumóti unglinga 1974 í Hels- ingör. Árið 1977 spilaði hann með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.