Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.03.1982, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 Árni Gunnarsson: Flugleyfi notað til að forða gjaldþroti Hafði engin áhrif á viðskipti Arnarflugs og Iscargo, sagði samgönguráðherra íslenzka ríkið er eignaraðili að Flugleiðum að 20% og Flugleiðir eignarað- ili að Arnarflugi að 40%, sagði Arni Gunnarsson (A) er kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær. Þessvegna kemur það Alþingi við, hvað hefur gerzt varðandi kaup Arnarflugs á Iscargo. Þar að auki kemur ríkisbanki, Útvegs- banki Islands, við sögu. Arni sagði að ef það væri meining samgönguráð- herra að svipta Flugleiðir tveimur flugrekstrarleyfum, til að afhenda öðru flugfélagi, byði sá gjörningur upp á stórfellda skaðabótakröfu á hendur ríkisins, enda fyrirfram búið að ráðstafa þúsundum sæta á þeim leiðum. Ef það væri og svo, að ráðherra hefði notað flugrekstrarleyfi sem dúsu fyrir eitt flugfélag til að kaupa annað, væri um grófa misnotkun af hans hálfu að ræða. Árni Gunnarsson (A) sagði að samhliða þessum kaupum hefði Iscargo skilað inn flugleyfi á Amsterdam en kaupandinn, Arn- arflug, sótt um það, og myndi væntanlega fá. Þá hefði Arnarflug loks, eftir langa bið, fengið flug- leyfi á Dússeldorf og Zúrich, dag- inn fyrir þessi umtöluðu kaup, sem naumast væri tilviljun. Menn velti nú fyrir sér, hvort þessi flugrekstrarleyfi hafi verið notuð til að koma þessum viðskiptum á — og nauðsynlegt sé, að ráðherra gefi yfirlýsingar um hlut sinn í þessu máli. Árni gerði síðan grein fyrir ein- stökum atriðum í kaupsamningi um tilteknar eignir Iscargo, sem hljóðaði upp á 29 m.kr., en hlutafé Arnarflugs væri aðeins 1,9 m.kr. Samningurinn fæli og í sér heim- ild til að kaupa upp hlutabréf í Iscargo fyrir umsamda upphæð. Með hliðsjón af miklum fjár- skuldbindingum og litlu hlutafé vaknaði sú spurning, hvort greiðsluþoli Arnarflugs væri ekki ofgert með þessum kaupum. Þá vék Árni að samningi milli Iscargo, Arnarflugs og Utvegs- banka, i tengslum við þessi við- skipti, og varpaði fram þeirri spurningu, hvort veð, sem fylgdu fyrirgreiðslu, væru ekki ofmetin. Hann sagði og sýnt að einhver- staðar frá hlyti Arnarflug að fá veigamikla fjármagnsfyrir- greiðslu til þessara kaupa. Hann lét og í ljósi vafa um að Árnarflug gæti tekið ákvörðun um slík kaup án samþykkis hluthafafundar, með hliðsjón af samþykktum fé- iagsins. Eg vil fá svarað, sagði Árni, hver hafa verið afskipti ráð- herra af málinu og hvort hann tel- ur, að Arnarflug geti starfað áfram, eftir ráðgerðar fjárskuld- bindingar. Engin afskipti haft af málinu Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, sagðist ekki hafa fylgst með viðskiptum Arnarflugs og Iscargo, enda óeðlilegt, að opinber aðili hafi afskipti af viðskiptum sjálfstæðra lögaðila. Hann legði og ekkert mat á hag- kvæmni þessara viðskipta, það bæri þeim að gera er í þeim stæðu. En hvaðan fékk Árni svo ítarlegar upplýsingar, sem hann virtist hafa, var það frá minnihluta í stjórn Arnarflugs, spurði ráð- herra. Það var skilyrði Alþingis fyrir aðstoð við Flugleiðir að það seldi eignarhluta sinn í Arnarflugi. Ég ákvað síðan að beita mér fyrir við- ræðum þessara félaga sem gætu orðið grunnur að flugmálastefnu. Fulltrúi ríkisins í stjórn Flugleiða tók síðan þátt í viðræðum um- ræddra flugfélaga, að þeirra ósk. Ráðherra sagðist hafa hafnað umsókn Arnarflugs um flugleyfi á Frankfurt, vegna hagsmuna Atl- antshafsflugs Flugleiða, en hins- vegar var um rætt, að þeir fengju að fljúga til Dússeldorf og Zúrich, enda létu þeir af leiguflugi til Kaupmannahafnar. Ég gerði mér vonir um að hægt væri að leiða þessa aðila til samstarfs. Svo get- ur hinsvegar farið að tveir aðilar fljúgi á Þýzkaland og Sviss í sumar og Arnarflug standi að leiguflugi á Norðurlönd, en ég kannast ekki við afturköllun á veittum leyfum. Ráðherra sagði reynslu af einu flugfélagi, sem hefði allt milli- landaflug, ekki góða, þjónustu hefði hrakað, og hugsa þyrfti jafn- framt um hagsmuni almennings, bæði að því er varðar þjónustu og verð. Flugmálastefnan mörkuð undir stjórnarforystu Framsóknar Friðrik Sophusson (S) minnti á þá flugmálastefnu, sem ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar hefði mótað (samgönguráðherra Hanni- bal Valdimarsson), er Flugfélag íslands og Loftleiðir vóru knúin til sameiningar í eitt félag, sem heit- ið var að njóta myndi áfram allra flugleyfa í millilandaflugi, er bæði hefðu áður notið. Núverandi sam- gönguráðherra teldi sýnilega þessa flugmálastefnu ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar mis- heppnaða og beitti sér fyrir stefnubreytingu í þessum efnum. Friðrik kvaðst ekki gera þátt Útvegsbanka í þessu máli að um- ræðuefni, enda eðilegt, að hann reyndi að tryggja hagsmuni sína. Hitt kæmi spánskt fyrir, að flug- rekstrarleyfi virtust tengjast þessum viðskiptum, svo líktist þrýstingi til að knýja Arnarflug til kaupa á tilteknum eignum Is- cargos. Ymsum þykir sem flug- rekstrarleyfi hafi verið notað sem einskonar gjaldmynt. Ráðherra verður að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. Og gjarnan má hann leggja fram af hálfu ráðuneytis síns einhvers- konar drög að stefnumótun í þess- um þjóðlífsþætti, sem flugið er. Hagsmunir bankans tryggðir Albert Guðmundsson (S) sagði bankaráðsmenn eiðsvarna. Þeir gætu ekki gert að umræðuefni, utan bankaráðsfunda, samskipti við einstaka viðskiptaaðila bank- ans. Mér kemur því spánskt fyrir að sjá hluta af þeim trúnaðar- skjölum, sem ég hélt að væru, hér á Alþingi sem opinber gögn. Albert sagði Iscargo hafa verið viðskiptaaðila Útvegsbanka í 15 ár. Fram að eigendaskiptum, fyrir nokkrum árum, var ekkert undan viðskiptum við þetta fyrirtæki að kvarta. Það eru aðeins tveir gjald- eyrisbankar í landinu, sagði Al- bert, og ekki óeðlilegt, að bankinn léti nýjum eigendum í té vissar ábyrgðir, gegn viðhlítandi trygg- ingum, til að endurnýja flugvéla- kost sinn. Þegar sýnt þótti hvert stefndi var enn gengið úr skugga um, að tryggingar bankans vóru nægar, og þegar ábyrgðir, sem bankinn var í, höfðu á hann fallið, var viðskiptaaðila gefinn ákveðinn frestur, sem síðar var framlengd- ur lítið eitt, til að gera hreint fyrir sinum dyrum. Mál þróuðust síðan sem nú er ljóst og það er mat okkar, sem berum ábyrgð á rekstri bankans, að hagur hans sé betur tryggður eftir en áður með því að flytja skuldbindingar yfir á nýjan kaupanda með nýjum veðum, auk þess að halda fyrri tryggingum. Arnarflug væri fyrirtæki sem sýnt hefði góðan rekstur liðin ár. Auk þess, sagði Albert, grípur enginn til þess að gera 7 til 10 manns eignalaus, ef aðrar leiðir eru fyrir hendi, með ekki lakari baktryggingu en fyrir vóru. Albert sagðist mótmæla því að af þessu máli væri „vond lykt“, eins og Árni Gunnarsson hefði haldið fram. Misnotkun flugleyfa Vilmundur Gylfason (A) sagði það rétt hjá ráðherra að viðskipti eins rekstraraðila við annan kæmu ekki Alþingi við, og jafnvel ekki, þótt annar samningsaðili hlunnfari hinn. En ef flugleyfi, Vilmundur Gylfason Magnús H. Magnússon sem ráðherra veitir, er nýtt til að koma svona viðskiptum á, þá kem- ur Alþingi máiið meira en lítið við. Og upplýst er að þeir, sem þessi viðskipti gerðu, vóru staddir á skrifstofu ráðherra daginn sem samningurinn var gerður. Þá er einnig vitað að þessi kaup vóru gerð með 3:2 í stjórn Arnarflugs, svo ekki vóru allir á eitt sáttir um ágæti þeirra. Vilmundur sagði þá skýringu Alberts Guðmundssonar, að af- skipti bankans hafi verið gerð til að forða mönnum frá eignamissi, frá að verða að öreigum, segja sína sögu um hvern veg mál hefðu staðið, raunar verr en hann hafi fyrirfram vitað. Og orð ráðherra, þessefnis, að hann tryði ekki öðru en samningalipurð Flugleiða kæmi til, eftir allt sem fyrir það félag hefði verið gert, hétu á mannamáli: hótanir! Tengjast Framsóknar flokknum Magnús H. Magnússon (A) sagði ráðherra gera meira veður út af Árni Gunnarsson Friðrik Sophusson Tómas Árnason Garðar Sigurðsson leyfum leigubílstjóra en flugfé- laga, en bæði þau flugfélög, sem hér ættu hlut að máli, tengdust Framsóknarflokknum. Gott væri að veita hjálp í neyð, en spurning væri, hvað ráðherra gæti gengið langt í valdbeitingu til þess. Skynsamleg flugmálastefna í farvatninu Tómas Árnason, viðskipta- ráðherra, sagði að almennar um- ræður dygðu vart við svona ásök- unum, og sanna bæri þær af þeim sem fram bæru. Kvaðst hann þekkja það vel til ■ starfa flugmálaráðherra að fráleitt væri að hann „seldi" flugrekstrarleyfi. Kiður Guðnason (A) bað Albert Guðmundsson að skýra frá, hvað hann hafi átt við með því, að 7 til 10 fjölskyldur yrðu öreigar, ef Is- cargo hefði farið á hausinn. Ásak- anir á hendur ráðherra eru svo al- varlegar að þingið á að krefjast þess að sannleikurinn verði leidd- ur í ljós í þessu máli. Albert Guðmundsson (S) kvaðst harma fullyrðingar um misnotkun Steingrímur Hermannsson Albert Guðmundsson Kiður Guðnason ráðherravalds, en slíkar fullyrð- ingar væru alltof algengar á Al- þingi. Það sem ég sagði var ein- faldlega, að bankinn hafi fengið sitt, en einstaklingarnir setið eft- ir. Bankastjórn samþykkti að færa skuldir Icargo yfir á nýja aðila. Mannlegt væri að hjálpa í neyð og það hefði verið gert. Garðar Sigurðsson (Abl) sagði að það sem legið hefði fyrir þýddi, að Iscargo hefði verið gjaldþrota. Það hefði verið keypt á 29 m.kr. og væri ekki hægt að segja annað en að það væru ríkir menn og bjart- sýnir sem keyptu fyrirtæki af þessu tagi. Arni Gunnarsson (A) sagðist ekki hafa verið fullyrðingasamur í máli sínu, heldur lagt fram staðreynd- ir. Ef flugmálaráðherra hefði ekki haft afskipti af þessu máli hefði hann brugðizt skyldu sinni. En ég stend við það og fullyrði að það sé „ólykt af þessu rnáli". Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, sagði að ekki væri nein stefnubreyting í því að Is- cargo hafi fengið Ámsterdamflug á sínum tíma. Þeir hefðu haft vöruflutningaleyfi til Hollands. Umrætt leyfi hafi verið gefið til að koma fleiri stoðum undir fyrir- tækið. Ég tel skynsamlegt að lítið flugfélag fái að starfa við hliðina á risanum (Flugleiðum). Mér finnst leitt að heyra að fullyrt er að ég selji flugleyfi. Ef Arnarflug hefði eingöngu keypt hlutabréf Is- cargo hefði ekkert verið hægt að segja við því, þó það flygi á leiðum þess. Ég hef aldrei farið leynt með það að ég tel æskilegt að Arnar- flug fái Hollandsflugið. Þetta tækifæri verður nýtt til að koma á skynsamlegri flugmálastefnu. í því skyni myndi hann ræða við fulltrúa Flugleiða á morgun (þ.e. í dag). Fleiri tóku til máls þó ekki verði frekar rakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.