Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982 29 fyrir jól, að Fylkir var með jóla- tréssölu hér í hverfinu en söluað- staðan var ekki glæsileg, óupp- hitaður skúrgarmur og ljós af skornum skammti, en úti nepju- kaldi og frost. Synir okkar Bald- urs, þá báðir innan við fermingu, önnuðust söluna, og að sjálfsögðu voru þeir ekki sáttir við þessa vinnuaðstöðu og settu fram kvört- un við formann félagsins. Ég varð að sjálfsögðu að bregðast við þess- um sanngjörnu kröfum á jákvæð- an hátt, en hver var lausnin? Mitt í þessum raunum birtist maður og býður aðstoð sína, sem var vel þegin, og innan stundar var jóla- trésskógurinn orðinn uppljómaður og nú dreif kaupendur að úr öllum áttum. Þetta atvik hefur oft komið upp í hugann þegar við Baldur höfum orðið að vinna saman á félagssvið- inu, og raunar finnst mér það dæmigert um viðbrögð og starfs- hætti Baldurs. Hann gekk að hverju verki með þeim ásetningi að ljúka því, hafandi að leiðarljósi, að erfiðleikar og mótlæti væru eðlilegur fylgifiskur, sem þyrfti að sigrast á, en ekki mikla fyrir sér. Það stafar jafnan birta frá vel unnu verki sem lýsir þeim sem á eftir fara. I viðtali við Baldur sem birtist í síðustu leikskrá handknattleiks- deildar, segir hann, að fyrstu kynni sín af Fylki hafi verið gegn- um krakkana sína við æfingar og keppni. En Baldur var ekki lengi aðeins áhorfandi, hann gerðist fljótt liðtækur starfsmaður og leiðbeinandi sem tók frumkvæðið í sínar hendur. Handknattleiksdeild Fylkis, sem átti 10 ára afmæli nýlega, var ekki nema tveggja ára þegar Bald- ur gerðist form. hennar og síðan hefur hann lagt sig allan fram til að stuðla að framgangi hennar og öll starfsemi Fylkis hefur átt hug hans. Ég mun ekki hér tíunda frekar störf Baldurs fyrir Fylki, um þau vita allir sem áhuga hafa á félaginu og með honum hafa unnið og nafn hans mun tengjast Fylki um langa framtíð. En hvernig maðurinn var svo fyrir utan þann félagslega ramma sem hér hefur verið afmarkaður, um það tel ég mig einnig geta dæmt. Hann var traustur vinur í raun, tillitssamur og tilbúinn að leysa hvers manns vanda, ef svo bar undir. Hann hafði fastmótað- ar skoðanir á þeim málum, sem hann hafði afskipti af og lét ekki af sannfæringu sinni, ef í odda skarst, en þó jafnframt fús til málamiðlunar, ef það gat leitt til lausnar. Hann var glaðsinna og hrókur alls fagnaðar í vinahópi og þrátt fyrir, að hann eyddi miklu af sínum frítíma til félagsstarfa, þá bar hann mikla virðingu fyrir fjöl- skyldulífi og lagði jafnan áherslu á að tengja fjölskyldu og félagslíf saman. Það er mikill missir að slíkum athafnamanni sem Baldur var, en að sjálfsögðu er það þó fjölskyldan sem missir mest, þegar eiginmað- ur og faðir hverfur af sjónarsvið- inu á miðjum aldri. Baldur átti því láni að fagna að eiga mikilhæfa konu og mannvænleg börn og þá má ekki undanskilja barnabörnin, sem hann hafði mikið dálæti á, enda veittu þau honum margar ánægjustundir síðastliðið ár. Þessi fjölskylda hefur öll lagt sitt af mörkum fyrir starfsemi Fylkis og haldið merki félagsins á lofti með sæmd. Ef einhverjum bæri sæmdarheitið Fylkisfjölskyldan, þá ætti hún heima á Glæsibæ 3. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum nánum ættingjum samúð mina og minnar fjölskyldu og óska þeim alls góðs í framtíðinni. Hjálmar Jónsson Hinn 4. mars síðastliðinn lést Baldur Kristinsson, fyrrv. form. handknattleiksdeildar Fylkis, að- eins 49 ára að aldri. Baldur kom til starfa hjá Fylki upp úr 1970 og vann mest að málefnum hand- knattleiksdeildar félagsins, sem formaður og síðar liðsstjóri meist- araflokks. Baldur var þó fyrst og fremst Fylkismaður og viidi hag félagsins í heild sem bestan á öll- um sviðum. En ég leyfi mér að fullyrða, að eina ósk átti Baldur ofar öllum öðrum félagi sínu til handa, en það var nýtt íþróttahús í fullri stærð og vænti ég þess, að okkur takist á næstu árum að láta þennan draum hans og okkar allra rætast. Ég veit, að sá róður verður þungur, en við munum ná settu marki, ef við berum gæfu til að tileinka okkur þá atorku og ósérhlífni og þann sanna félags- anda sem einkenndu öll störf okkar látna félaga, sem við nú kveðjum hinstu kveðju í dag. Um leið og ég þakka honum frábært starf fyrir Fylki, flyt ég öllum aðstandendum hans samúð- arkveðjur félagsins, megi minn- ingin um góðan dreng verða ykkur léttir í sorg ykkar. Með íþróttakveðju, f.h. íþrótta- félagsins Kylkis, Jóhannes Oli Garðarsson formaður Það var haustið 1974 að Baldur Kristinsson kom til mín og spurði mig hvort ég væri tilleiðanlegur að taka að mér þjálfun 3. fl. karla í handbolta hjá Fylki, ég hváði við og sagði eins og satt var, að ég hefði enga þekkingu á handbolta til að miðla öðrum. Hann sagði, að það skipti ekki öllu máli, við myndum leysa það mál í samein- ingu. Þannig hófst okkar samstarf að handboltamálum í Arbæjar- hverfi, sem staðið hefur nær óslit- ið fram á síðasta dag. Á þessum stutta tíma sem okkar kynni voru, er margs að minnast frá sameig- inlegu áhugamáli sem handbolt- inn var. Mörg mál komu upp sem þurfti að leysa og var það oft hlut- verk Baldurs að leysa þau, jafnvel með stuttum fyrirvara, og má segja, að hæfileikar hans hafi komið skýrast í ljós þá. Hann var oft í forustuhlutverki á þessum tíma, en það skipti ekki öllu máli, því hann var alltaf boðinn og bú- inn að leysa þau mál sem til hans var leitað með og var það ómældur styrkur fyrir handboltann í Fylki, að hafa mann sem Baldur var inn- an sinna raða. Auk þess að starfa nær linnulaust frá árinu 1974 að handboltamálum Fylkis, átti hann sex börn sem samtímis æfðu og kepptu með meistaraflokkum fé- lagsins. Sem dæmi um áhuga hans á félaginu, og þá sérstaklega meistaraflokki, er, að hann kom til okkar á æfingu á mánudaginn 1. mars sl. og hvatti okkur alla til dáða, en engan okkar óraði fyrir því að þetta yrðu hans síð- ustu hvatningarorð til okkar. Það var dæmigert fyrir Baldur hvernig honum tókst að drífa fólk með sér að áhugamájum sínum og gera þau að þeirra. Á tímamótum sem þessum er okkur sem störfuð- um með Baldri mikill söknuður í huga er við stöndum og horfum á eftir góðum dreng yfir móðuna miklu. Baldur var aðeins rúmlega fjörutíu og níu ára gamall er hann lést. Ég vil að lokum færa eiginkonu hans, Viktoríu Hólm Gunnars- dóttur, börnum, tengdabörnum og barnabörnum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur öllum. Jón H. Guðmundsson í dag verður Baldur Kristins- son, móðurbróðir minn, til moldar borinn. Má með sanni segja, að hann hafi fallið fyrir aldur fram, en hann náði ekki að fylla fimm tugi ára. Það er ekki ætlun mín að tíunda æviferil þessa nána frænda míns, fremur að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var mér eins og eldri bróðir og þáði ég meira en ég gaf í okkar samskipt- um. Baldur fæddist í Haukadal í Dýrafirði 22. desember 1932. Hann var næstyngstur fimm systkina, sonur hjónanna Daðínu Guðjóns- dóttur og Jóns Kristins Elíasson- ar. Ólst Baldur upp þar vestra til þrettán ára aldurs. Ékki varð elli afa mínum að aldurtila fremur en syni hans nú. Lézt afi 1945 og fluttist þá amma suður til Reykja- víkur ásamt börnum sinum. Bjuggu þær saman fyrstu árin í Reykjavík, amma með börnum sínum og systir ömmu ásamt fjöl- skyldu sinni. Víst er, að þröng voru húsakynnin, tvö herbergi og eldhús í litlu húsi við Barónsstíg. Leiðir okkar Baldurs lágu sam- an þegar við fæðingu mína, sem átti sér stað í húsinu við Baróns- stíg, en saga er sögð af því, þegar hann nýorðinn 15 ára hljóp á allt- of stórum skóm að sækja ljós- móðurina og hælaskellirnir berg- máluðu í húsum á Barónsstígnum. Baldur lauk námi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og ef undan eru skilin nokkur ár starf- aði hann alla tíð á eigin bifreiða- verkstæði. Fóru fáir bónleiðir frá honum og víst er, að ekki fitnaði hann á öllum viðskiptum sínum; greiðvikni var honum of mikil í blóð borin svo að hann verðlegði öll sín handtök. Baldur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Viktoríu Hólm Gunn- arsdóttur, 1957. Unnu þau hjónin hörðum höndum og þar kom, að þau fluttu í eigið íbúðarhús í Ár- bæjarhverfi, sem þá var að byggj- ast. Þar bjuggu þau vel um sig og börnin sex. Baldur hafði alla tíð áhuga á íþróttum og stundaði glímu á unglingsárum. Eftir að íþróttafé- lagið Fylkir var stofnað í Árbæj- arhverfi gerðist hann félagsmaður og vann því félagi vel æ siðan sem og reyndar öll fjölskyldan, en son- urinn og dæturnar fimm léku með keppnisliðum Fylkis. Fyrir um tíu árum má segja, að Baldur fengi fyrstu aðvörun al- mættisins um að takmörk væru fyrir því, hvað leggja mætti á hraustan skrokk. Sinnti hann þeirri aðvörun og hélt starfsþreki sínu þar til fyrir tæpu ári, að sýnu alvarlegri aðvörun sendi hann aft- ur á sjúkrahús. Sýndi Baldur mikla þrautseigju þar og leit út fyrir að sláttumaðurinn mikli yrði af hlut sínum, því að Baldur óx við hverja raun. Hann komst á fætur aftur og heim. Þar mátti hann horfast í augu við ótrygga framtíð sína svo og fullkomna óvissu um hvort hann sneri aftur til atvinnu- lífs. Víst var það stór biti að kyngja, manni sem var hamhleypa til verka og aldrei hafði hlíft sjálf- um sér við vinnu. Hann hafði allt að lifa fyrir, góða konu, sem ég veit að hann dáði, stóran og mannvænlegan barnahóp, barna- börnin þrjú, sem voru sannkallað- ir sólargeislar í lífi hans, svo og móður sína, en henni reyndist hann betri en enginn. Æðruleysi hans og bjartsýni þessa síðustu mánuði og sem náði til hinztu stundar er hins vegar tilefni til umhugsunar og eftirbreytni okkur hinum, sem eftir lifum. Fari vel bróðir og vinur. Kristinn í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Baldur Kristinsson vélvirki. Baldur var formaður handknattleiksdeildar Fylkis í mörg ár og má segja að hann hafi verið ein mesta driffjöður í starfi Fylkis um árabil. Við sem höfum starfað með Baldri í Fylki söknum nú manns- ins, sem alltaf var reiðubúinn til að gera veg Fylkis sem mestan, • mannsins, sem allir vildu starfa með vegna alúðar hans og sam- vinnuþýðu. Fjölskyldu Baldurs færum við samúðarkveðjur og munum ávallt minnast hans í blíðu og stríðu. Knattspyrnudeild Fylkis Það hljómar víst ekki oftar inn- an úr eldhúsi í Bogahlíðinni, þegar ég hringi dyrabjöllunni um leið og ég geng inn: „Hana nú, ert þú nú komin til að klára allt kaffið frá mér,“ eða eitthvað álíka, í þessum stríðnistón sem aðeins einn frændi átti til. Baddi frændi er farinn, langt fyrir aldur fram. Honum hefði ef- laust fallið best, að ég hefði titlað hann „Badda fjanda" því það til- heyrði okkar bestu samverustund- um. Og þó ég hafi stækkað tals- vert síðan, þá minnti hann mig sífellt á þessa brenglun orðsins „frændi", og hafði gaman af. Mig langar að flytja Badda mínar bestu þakkir fyrir þær stundir sem ég fékk notið með honum um ævina, því segin saga var, að þar sem Baddi frændi var, þar var gleði. Megi elsku besti frændi minn hvíla í friði. Viktoríu og börnun- um votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi hann. Lóló í dag er útfarardagur Baldurs Kristinssonar. Það er mikið áfall fyrir alla sem þekktu hann að sjá á eftir honum á besta aldri. Eng- um átti þó að koma lát Baldurs á óvart vegna þeirrar vanheilsu sem hann átti við að stríða að undan- förnu. Okkar leiðir lágu saman þegar Iþróttafélagið Fylkir var í mótun í Árbæjarhverfinu. Baldur vann ómctanleg störf í þágu félagsins, bæði sem formaður handknatt- leiksdeildar og liðsstjóri meistara- flokks karla í mörg ár. Það var ekki að ástæðulausu að leikmenn kölluðu hann „pabba“ og sýndi það vel hvern hug þeir báru til hans. Baldur átti fimm dætur sem all- ar kepptu með meistaraflokki kvenna og einn son sem keppir með meistaraflokki karla í hand- knattleik. Baldur hafði óbilandi áhuga á handknattleik og mætti ávallt á leiki fram á síðasta dag. Oft þyngdist brúnin á honum þeg- ar illa gekk, en gleðin leyndi sér ekki í andliti hans þegar Fylki tókst vel upp. Mér verður alltaf minnisstæður sá atburður þegar við tókum á móti Baldri og meist- araflokki karla á Reykjavíkur- flugvelli sem sigurvegurum í II. deild. Sá sigur ásamt mörgum öðr- um var ekki hvað síst Baldri að þakka. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð og þakka vini mínum, Baldri Kristinssyni, ógleymanlegar sam- verustundir við sameiginleg áhugamál. Theódór Oskarsson Örfá kvedjuorð frá tengdafólki Sárt er til þess að hugsa að maður í blóma lífsins skuli vera horfinn sjónum okkar. Þó hann hafi ekki gengið heill til skógar síðastliðið ár, og þó við vissum öll að hverju stefndi, vorum við ekki tilbúin að taka því þegar kallið kom svo snögglega, því hann var sjálfur svo bjartsýnn á lífið. Öll erum við þakklát fyrir kynni okkar, og bjartar og góðar minn- ingar sem enginn getur frá okkur tekið. Okkar eina huggun er sú að allri þjáningu er lokið. En það er alltaf erfitt þegar höggvið er svona nærri manni, og maður ekki fimmtugur er kallaður burt. Elsku systir og mágkona, Guð gefi þér, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og ættingjum styrk í sorg ykkar. <>g þótt ég gangi um daudan.s dal, han.s dimma mér ei ógna skal. Kf geng ég trúr á (iuðs míns vegi, mér grandar dauðinn sjálfur eigi. Hn hrísla og stafur hugga mig, minn hirðir, (iuð, ég vona á þig. (Vald. Briem.) Þórhildur Hólm, Gardar Hólm, Þorkell Hólm, Aðalbjörn Hólm, Margrét Hólm, Skjöldur Þorgrímsson, Kristín Þórarinsdóttir, Guðlaug Hjaltadóttir. + Ástkær unnusti, faöir, sonur og bróðir, PÉTUR HERMANNSSON, Smératúni 46, Keflavík, sem lést þann 17. februar. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 13. mars kl. 2 e.h. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö. En þeim sem vildu minnast hans er bent á björgunarsveitirnar Þorbjörn í Grindavík og Stakk í Keflavík. Kristin Kristjénsdóttir, Kristjén, Guðriöur Dögg, Hermann Helgason, Áslaug Ólafsdóttir og systkini hins létna. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför mannsins míns, föður, tengdafööur og afa, ÓLAFS ÖGMUNDSSONAR, Hraungeröishreppi, Árnessýslu. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Vífilsstööum. Guðmunda Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur ömmu og lanqömmu, HREFNU GUDJÓNSDÓTTUR, Stillholti 16, Akranesi. Skarphéöinn Kristmundsson, Aleth Kristmundsson, Svanfríöur Valdimarsdóttir, Þorvaldur Loftsson, Guðmundur Valdimarsson, Margrét Ólafsdóttir, Emilia Valdimarsdóttir, Guömundur Sigurjónsson, Jóna Muceus, Jerry Muceus, börn og barnabörn. + ODDNY MAGNÚSDÓTTIR, Stigprýöi, Eyrarbakka, veröur jarösungin laugardaginn 13. mars kl. 4. Rútuferö veröur frá Umferöarmiöst. kl. 14.30. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.