Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNgkAÐJÐytAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Hver er boðskapur Milton Friedmans? þá Paul Samuelson og Assar Lindbeck. Til eru jafnvel þeir, sem myndu vilja telja Karl Marx vinstri sinnaðan frjálshyggju- mann. Nokkur rök má einnig færa fyrir því, að hugsjónir Karls Marx hafi ekki verið ósamrýmanlegar hugsjónum frjálshyggjumanna, þannig að sannleikskjarni sé í því, sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði í blaðaviðtali um bók mína, Frjálshyggju og alræðishyggju, að ekki sé óbrúanlegt bil milli skoð- ana Mills og Marx. Ekki verður þó reynt hér að brjóta það mál til mergjar. En fyrir utan þann skoðana- mun, sem þannig er milli vinstri og hægri arms frjálshyggjunnar, er verulegur skoðanamunur um margt milli þeirra Hayeks og Friedmans eða milli Vínarskólans svonefnda og Chicago-skólans, sem mjög er tengdur nafni Fried- mans. Einn megin munurinn á er sótt í fyrirlestra, sem hann flutti á málþingum í Bandaríkjun- um á sjötta áratugnum. Ekki er þess nánar getið, hverjir hafi sótt þessi málþing, en fyrirlestrarnir virðast samdir með það fyrir aug- um, að efni þeirra sé auðskilið al- menningi. Sumt er þó efalaust tor- skilið þeim, sem ekki þekkja grundvallaratriði hagfræðinnar, eins og gagnrýni Friedmans á þá kenningu Keyness lávarðar, að að- gerðir í peningamálum séu að jafnaði óvirkar sem tæki til hag- stjórnar, þannig að árangurslítið sé að beita fjárlögum í því skyni að ná fram markmiðum stjórn- valda í efnahagsmálum. Hér er þó um undantekningu að ræða. I heild er boðskapur sá, sem fluttur er, settur fram á skýran og auð- skiljanlegan hátt. Hver er þessi boðskapur? Hann er í stuttu máli sá, að ríkisvaldið sé alltaf þvingunartæki til þess að Boðskapur Friedmans er í stuttu máli sá, að ríkisvaldið sé alltaf þvingunar- tæki til þess að neyða borgarana til þess að ráðstafa fjármunum sinum á annan hátt en þeir myndu sjálfir kjósa og að þess vegna beri að takmarka umsvif ríkisins sem mest Milton Friedman Frelsi og framtak. Almenna bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna, 1982. Um síðustu mánaðamót kom á bókamarkaðinn eitt þekktasta rit bandaríska nóbelsverðlaunahaf- ans í hagfræði, Miltons Fried- mans, Frelsi og framtak (Capital- ism and Freedom), í þýðingu Hannesar H. Gissurarsonar. Að útgáfu bókarinnar standa Al- menna bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna. Á sviði hagfræðivísindanna er Milton Friedman kunnastur fyrir framlag sitt til peninga- og banka- mála. Ber þar hæst þátt hans í að endurlífga hina svonefndu pen- ingamagnskenningu, er var talin dauð og grafin, eftir að peninga- málakenningar breska hagfræð- ingsins Keyness lávarðar komu fram á fjórða tug aldarinnar. Hér á landi er Milton Friedman þó öllu kunnari fyrir þjóðmála- skoðanir sínar en hagfræðikenn- ingar, og sama máli mun raunar gegna víðast hvar, að minnsta kosti að því er varðar allan al- menning. Hann er sem kunnugt er einn þekktasti núlifandi formæl- andi þeirra skoðana, sem í seinni tíð hafa hér á landi gengið undir nafninu „frjálshyggja". Um þetta er líka bók sú, sem hér er til um- fjöllunar. Er hér fremur um að ræða fræðslurit um þjóðfélagsmál fyrir almenning en hagfræðirit, þótt höfundur beiti vissulega mjög hagfræðilegum rökum skoðunum sínum til stuðnings. Borið í bakka- fullan lækinn? Fyrir aðeins tveimur árum kom út í þýðingu Hannesar H. Gissur- arsonar eitt þekktasta rit frjáls- hyggjunnar á þessari öld og reyndar þótt lengra væri farið aft- ur í tímann, Leiðin til ánauðar (The Road to Serfdom), eftir austur- ríska nóbelsverðlaunahafann í hagfræði, Friedrich A. Hayek. Einnig má í þessu sambandi nefna rit Johns Stuarts Mills, Frelsið (Essay on Liberty), sem gefið var út fyrir fáum árum í þýðingu þeirra Þorsteins Gylfasonar og Jóns Hnefils Aðalsteinssonar. Af frumsömdum ritum á íslensku, þar sem kenningar frjálshyggju eru kynntar, má nefna bók mína, Frjálshyggju og alræðishyggju, og bók Jónasar Haralz, Velferðarríki á villigötum, er út kom á sl. ári. Auk þess hafa margar ritgerðir um þetta efni verið birtar undanfarin tvö ár í tímaritinu Frelsinu. Sumum kann því að finnast, að það sé í rauninni að bera í bakka- fullan lækinn að bjóða rit Miltons Friedmans á bókamarkaðnum. Þetta sjónarmið er þó til marks um mikinn misskilning. Þeir, sem aðhyllast frjálshyggju, eru ekki einlitur söfnuður, sem tilbiður einhvern einn tiltekinn spámann. Það væri jafnvel hæpið að líta á marxista sem slíkan einlitan söfn- uð, þótt þeir sæki hugmyndir sín- ar að vísu til eins og sama höfund- arins. En kenningar Marx má skilja á ýmsa vegu, og eins og kunnugt er, hefir í því efni verið mikill ágreiningur meðal læri- sveina hans allt frá andláti hans. Boðskapur frjálshyggjunnar er aðeins sá, að ákveðnum grundvall- arreglum sé fylgt í samskiptum einstaklinga í samfélaginu. Um aðferðirnar til þess að tryggja það, að slíkum reglum sé fylgt, getur hins vegar verið ágreining- ur, stórvægilegur eða smávægi- legur. En hvað er það þá, sem er öllum frjálshyggjumönnum sam- Bókmenntir prófessor eiginlegt, þannig að unnt sé að líta á þá sem eina heild? Það er sú skoðun, að einstaklingurinn eigi rétt á því að setja sér sín eigin markmið og vinna að framgangi þeirra innan þeirra takmarka, sem alltaf verður að setja at- hafnafrelsi manna til þess að það skerði ekki óhæfilega frelsi ann- arra einstaklinga. Um það eru auðvitað skiptar skoðanir, hver þessi takmörk eigi að vera, en eitt er þó öllum frjálshyggjumönnum sameiginlegt, en það er sú skoðun, að þeir, sem krefjast slíkra tak- markana af félagslegum ástæðum, hafi sönnunarbyrðina. Þeir, sem taka ekki undir þetta, geta ekki talist frjálshyggjumenn. MILTON FRIEDMAN __Nóbelsverðlaunahafi 1 hagfræði- frelsiog mtMMK „Vinstri“ og „hægri“ frjálshyggja Hér hefir verið getið þriggja höfunda úr hópi frjálshyggju- manna, sem kynntir hafa verið hér á landi með þýðingu rita þeirra. Að mínum dómi er tví- mælalaust, að allir þessir menn séu frjálshyggjumenn samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem hér hef- ur verið gefin á frjálshyggju. Á hinn bóginn er verulegur skoðana- munur um margt milli þessara höfunda um ýmis mikilvæg atriði, er snerta framkvæmd hugsjóna frjálshyggjunnar. Það auðveldar ef til vill skilning á því, að sjónarmið þeirra, sem að- hyllast frjálshyggju, geta verið ólík um margt, að skiptingin í frjálshyggju annars vegar og and- stæðu hennar, alræðishyggju hins vegar, gengur raunar þvert á hina hefðbundnu skiptingu í „hægri“ og „vinstri" stefnur. Flestum er nú Ijóst, að alræðishyggjumönnum má skipta í hægri og vinstri sinna, svo sem nasismi og kommúnismi ættu að vera skýr dæmi um. Á sama hátt mætti að mínum dómi gera greinarmun á hægri og vinstri sinnuðum frjálshyggju- mönnum, þótt markalínurnar séu þar ekki eins skarpar og í hinu dæminu. Nú er merking orðanna „hægri“ og „vinstri" vissulega mjög óljós, þegar um stjórnmála- stefnur er að ræða. En ef við leggjum þar til grundvallar ólíkar skoðanir á því, hversu víðtækur ríkisgeirinn í efnahagskerfinu eigi að vera og hversu mikil afskipti hins opinbera af efnahagsmálum skuli vera, þá er afstaða Johns Stuarts Mills í því efni allmjög önnur en þeirra Hayeks og Fried- mans. Ekki væri því óeðlilegt að telja Mill til vinstri arms frjáls- hyggjunnar, en þá Hayek og Friedman til hægri armsins. Af núlifandi hagfræðingum má sennilega telja til vinstri armsir.s kenningum Vínarskólans og Chicago-skólans er sá, að Vínar- skólinn telur ófrjóar allar tilraun- ir til þess að finna hagfræðileg lögmál með tölfræðilegum rann- sóknum (ökonómetríu). Eitt þekktasta rit Vínarskólans um að- ferðafræði á sviði mannvísinda er bók eftir Hayek, sem kom út 1952 og ber titilinn „The Counter- Revolution of Science", en undir- titillinn er „Studies in the Abuse of Reason". Hayek telur aðleiðslu- aðferðir (induktion) sjálfsagðar og nauðsynlegar í raunvísindum, en að sama skapi ófrjóar og jafnvel hættulegar í mannvísindum. Bein- ir hann spjótum sínum einkum að hinum pósitívísku kenningum franska heimspekingsins Ágústs Comtes, sem hann telur vera eina helstu uppsprettulind allra ein- ræðis- og alræðiskenninga nútím- ans. Milton Friedman á það hins vegar sameiginlegt með ýmsum marxistum að aðhyllast pósitív- isma í þjóðfélagsvísindunum, svo mjög sem kenningar hans yfirleitt að öðru leyti eru frábrugðnar marxisma. Hann er því í þessu efni á öndverðum meiði við Hayek og aðra höfunda Vínarskólans, þó að segja megi, að niðurstöður hans séu svipaðar niðurstöðum þeirra. Það er meðal annars vegna ólíkrar afstöðu þeirra Hayeks og Fried- mans til aðferða í mannvísindum, að tengslin milli Leiðarinnar til ánauðar og Frelsis og framtaks eru ekki náin. Hin sameiginlega niðurstaða er fengin eftir all ólík- um leiðum. Meginboðskapur Friedmans Friedman getur um það í for- mála bókarinnar, að efni hennar neyða borgarana til þess að ráð- stafa fjármunum sínum á annan veg en þeir myndu sjálfir kjósa og að þess vegna beri að takmarka umsvif ríkisins sem mest. Fried- man viðurkennir að vísu, að ákveðin verkefni séu þess eðlis, að markaðurinn geti ekki leyst þau, þannig að fela verði þau opinber- um aðilum, en hann telur þó að jafnvel í Bandaríkjunum séu um- svif hins opinbera orðin til muna meiri en sé þjóðhagslega hag- kvæmt. Verulegur hluti bókarinnar fjallar um það, hvernig flytja mætti mörg þeirra viðfangsefna, sem sjálfsagt þykir nú, að hið opinbera annist að mestu eða öllu leyti, yfir til hins frjálsa markað- ar og láta einstaklingsframtakið annast þau. Þau svið, sem einkum eru tekin til meðferðar, eru skóla- mál, heilbrigðismál, samgöngumál og almannatryggingar. Án efa gætu skref í þá átt í mörgum til- vikum leitt til betri og ódýrari þjónustu fyrir almenning, auk þess sem einkarekstur leiðir til æskilegrar dreifingar hagvaldsins. Það ber þó að hafa hugfast, að Friedman miðar að sjálfsögðu við aðstæður í Bandaríkjunum, þar sem í flestum tilvikum er um stór- an og virkan samkeppnismarkað að ræða. I litlu og einangruðu þjóðfélagi eins og hinu íslenska verða erfiðleikar óhjákvæmilega meiri á því að búa virkri sam- keppni skilyrði, þótt allir væru sammála um það, að slíkt bæri að gera. Athyglisverð er sú skoðun F’riedmans, sem hann færir ýmis rök fyrir, að stighækkandi tekju- skattur geti alls ekki náð þeim til- gangi að jafna tekjuskiptinguna, þannig að áhrif þeirra verði ein- göngu þau, að draga úr sjálfs- bjargarviðleitni manna. Eins og kunnugt er, er það meginsjónar- mið Friedmans, að peningamálin séu virkasta hagstjórnartækið til þess að ná þeim markmiðum í efnahagsmálum að tryggja stöð- ugt verðlag og eðlilegan hagvöxt. En sú peningamálastefna, sem Friedman mælir með, er allræki- lega rædd í bókinni og þó í of stuttu máli til þess að svo viða- mikið efni sé þar brotið til mergj- ar. Stjórn peningamála á Islandi Þar sem ég tel gild rök hníga að því, að stjórn peningamála sé sá þáttur hagstjórnar hér á landi, sem mest hefir farið úrskeiðis, tel ég að þeim, sem við þau málefni fást, sé hollt að kynna sér kenn- ingar Friedmans á þessu sviði, þótt kaflinn um peningamál í bók- inni sé síður en svo tæmandi. Hver sem skýringin kann að vera, virð- ist svo sem enginn þáttur efna- hagsmála sé íslenskum stjórn- málamönnum torskildari en sam- bandið milli peningamagns, verð- lags og vaxta. Skiptir þar ekki verulegu máli, hvar í flokki menn standa. Ef til vill er skýringin sú, að hinir háu nafnvextir hér á landi, sem eru bein afleiðing af verðbólgunni, villi mönnum sýn í þessu efni, þannig að þeir eigi bágt w Með hinum svonefndu Olafslögum vorið 1979 voru hugmyndir Fried- mans um hámark þess, sem pen- ingamagn mætti vaxa, lögfestar, en ákvæði þeirra um þetta hafa þó aldrei verið framkvæmd. með að átta sig á því, að það eru raunvextirnir, en ekki nafnvext- irnir, sem skipta máli. Þess veit ég jafnvel dæmi, að gert hafi verið gys að öllu tali um raunvexti sem hagfræðilegri firru. Minnir það óneitanlega á það, þegar menn á sínum tíma hentu gaman að þeirri uppgötvun, að jörðin væri hnött- ótt, með þeim rökum, að allir gætu séð að hún væri flöt. í því er þó nokkur kaldhæðni, að ísland er þrátt fyrir þetta eina landið, að því að mér er kunnugt, þar sem hugmyndir Miltons Friedmans þess efnis, að ákveðið sé hámark fyrir vöxt peninga- magns, hafi beinlínis verið lög- festar. Þetta er gert með hinum svonefndu Ólafslögum vorið 1979. Ekki veit ég betur en þessi ákvæði séu enn í gildi, en með tilvísun til fyrirvara í lögunum hefir þetta ákvæði ekki verið framkvæmt. Mikilvægt skref í átt til fram- kvæmdar þeirri peningamála- stefnu, sem mörkuð var í Olafslög- um, var tekið sumarið 1980, þegar öllum sparifjáreigendum var heimilað að verðtryggja sparifé sitt, en nú er sagt, að háværar raddir séu uppi um það meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinn- ar að hverfa frá verðtryggingunni. Ef rétt reynist, er mér ekki Ijóst, hvaða hugsun liggur því að baki, en mjög myndi það brjóta í bága við skoðanir Friedmans, og að því er ég hygg, raunar hagfræðinga almennt, ef þetta væri talið spor í rétta átt, svo að verðbólgan hjaðni og halli hverfi á viðskiptajöfnuði. — Dæmi þau, sem hér hafa verið rakin, frá vettvangi íslenskra stjórnmála eru aðeins nefnd til þess að sýna fram á, að málefni þau, er bók Friedmans fjallar um, snerta ekki síður íslensk vanda- mál en annarra iðnvæddra þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.