Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 35 VI grein kennin, og geti hann sett sig í spor hinna, þá eru miklar líkur til að hann geti reiknað sjúk- dóminn frá sér. En vel að merkja, það getur enginn reiknað alkóhólisma frá alkóhólista nema hann sjálfur. Aðstoðin felst því í leiðsögn — ekki ráðleggingum, heldur leið- sögn. Drykkjumenn eru búnir að fá nóg af ráðleggingum, þeir eru löngu orðnir leiðir á þeim. Ráðgjafi í ofdrykkjuvörnum er því óraunhæft fyrirbrigði. Leiðbeinandi er læknirinn. Það verður að hjálpa menninum til að átta sig á stöðunni svo hann sjálfur geti unnið sig frá henni — breytt því sem breyta þarf svo tilvera hans geti aftur komist í rás eðlilegs lífs. Þegar menn almennt fóru að átta sig á því að aðstoð var nauð- synleg og hagur þjóðarinnar í veði, fóru ráðamenn þjóðfélags- ins smám saman að láta undan þrýstingi áhugamanna um að- gerðir til varnar. Bent var á, að málið væri svo risavaxið, að það snerti þjóðina alla án tillits til þess hver drykki og hver ekki. í forystusveitum áhugamanna mátti finna lækna af öllum gráð- um, þ.á m. geðlækna. Þegar að því kom, að hið opinbera lét undan þrýstingi áhugamanna, sem bent gátu á að alkóhólismi væri einn af þremur skaðvænlegustu sjúkdómum sem herjuðu á Vesturlönd, var eðli- legt að heilbrigðisþjónustunni væri falið að annast málið, en heilbrigðisþjónustan afhenti geðlæknum ábyrgðina. Þar með var alkóhólismi orðinn viður- kenndur sjúkdómur, en vegna stöðu hans í heilbrigðiskerfinu var hann lengi vel talinn til geðsjúkdóma, þótt menn nú geri sér ljóst að veilan liggur mun nær félagslega sviðinu. Þessi þróun var ágæt. ísinn var brotinn. Stórsigur var unn- inn á sinnuleysi þjóðanna um hag sjúklinga sem höfðu þá sér- stöðu að hafa fengið á sig aum- ingjastimpilinn vegna þess hversu auðvelt var að rökstyðja að sjálfir ættu þeir sök á óláni sínu. Með viðurkenningu á alkóhól- isma sem sjúkdómi var unnið langstærsta afrek 20. aldarinnar á sviði heilbrigðisvarna. Þessum sigri megum við ekki glutra niður með gálausri notkun á sjúkdómshugtakinu. Við megum alls ekki flokka drykkjuskap til sjúkdóma. Öll þekkjum við hið stórkost- lega menningarfyrirbæri sem starfar undir hatti Trygginga- stofnunar ríkisins. Vafalaust eiga þeir sem þar ráða fullt í fangi með að verja menningar- fyrirbærið ásókn manna, sem án mikilia tilefna reyna að nýta það sjálfum sér í hag þótt þrenging- ar réttlæti ekki þær aðgerðir. Ef tryggingarnar sofna á verðinum er hætt við að þær lamist og rúlli inn í svefninn langa. Eins er með okkur, sem teljum okkur hafa unnið að sigri í bar- áttunni um alkóhólisma, barátt- unni um valið milli sjúkdóms og aumingjaskapar. Við megum ekki kalla drykkjuskap sjúkdóm, því með því erum við að svíkjast aftan að þeim sem komu til móts við okkur og bundu enda á meira en aldarlanga baráttu fyrir réttlætismáli. Með næsta pistli lýkur þessum hugleiðingum að sinni. Frá íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi Þann 1. september nk. hefst vetrarstarfsemi félagsins í íþróttahúsinu okkar við Skemmuveg 6 í Kópavogi. Félagið starfar í 5 deildum: Badmin- tondeild, borðtennisdeild, fimleikadeild, judó- deild og yogadeild. FIMLEIKADEILD Kvenna- karla- og unglingaleikfimi, jazzleikfimi, áhaldafimleikar, drengja og stúlkna og nútíma fimleikar. Varaformaður deildarinnar er Þórunn ísfeld sími: 42015. BADMINTONDEILD Upplýsingar og innritun hjá formanni deildarinnar Einari Davíðssyni sími: 70343. JÚDÓDEILD Upplýsingar og innritun hjá formanni deildarinnar Guðmundi Rögnvaldssyni sími: 42015. BORÐTENNISDEILD Upplýsingar og innritun hjá framkvæmdastjóra félagsins. YOGA í september hefst námskeið í yoga undir handleiöslu þrautreynds þjálfara. Upplýsingar og innritun hjá framkvæmdastjóra félagsins. Upplýsingar og innritun í allra deildir og í einstaka tíma í íþrótta- húsinu fer fram alla virka daga frá kl. 13—15 og 20—22 í síma fé- lagsins 74925. Framkvæmdastjóri og rekstrar- forstjóri íþróttahússins er Jón Steingrímsson s. 15435. KARATEDEILD Upplýsingar og innritun hjá formanni deildar- innar /Evari Þorsteinssyni sími: 40173. Geymið auglýsinguna íþróttahúsiö okkar við Skemmuveg 6, í Kópavogi skiptist í tvo sali, annar er rúmir 700 fm og hinn er tæpir 100 fm ásamt sauna, Ijósum, hvíld og aöstööu til fundahalda. í stærri salnum er aöstaða til aö iöka almenna leikfimi: körfubolta, handbolta, blak, tennis, fótbolta o.fl. Minni salurinn er m.a. sérhannaöur til ballettæfinga (búinn sérstökum ballettspeglum) og til iökunnar á júdó, jóga, karate ásamt öllum tegundum af hressingar- og megrunarleikfimi. Hjá okkur geta allir iökaö íþróttir vió aitt hæfi aér til gagna og gamana og til aó styrkja líkamann. Við innritum bæði hópa og einataklinga. Vegna mikillar eftirapurnar á aíðaata ári hafið aamband aem allra fyrat. í lokahrinu á eftirtöldum stöðum: 21. ágúst laugardag Höfn, Siglufirði. 22. ágúst sunnudag Sjallanum, Akureyri. 24. ágúst þriöjudag Ársel. 26. ágúst fimmtudag Útitónleikar í Austurbæjarskóla- portinu, Reykjavík kl. 8. 27. ágúst föstudag Vesturland. 28. ágúst laugardag Stapi, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.