Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Breytingar hjá Getraununum LAIJ(;ARDAGINN 28. ápíst hefst enska deildakeppnin að nýju eftir sumarhlé og er það viku síðar en venja hefur verið. Stafar það af þvi, að leikmönnum í landsliðunum, sem tóku þátt í heimsmeistarakeppninni á Spáni, hefur verið gefið lengra sumarleyfi frá knattspyrnu. Samtímis hefja Getraunir starf að nýju og nú verður getraunaseð- illinn með breyttu formi og hefur verið færður í sama snið og gerist á hinum Norðurlöndunum. Ein- faldi raðaseðilinn, sem var með 8 röðum, hefur verið stækkaður í 10 raðir og stafar breytingin af því, að Getraunirnar hafa fengið frá , norsku getraununum nýjar myndavélar, sem taka mynd af stærra formati en eldri vélarnar gerðu. Þessar nýju vélar eru mun hraðgengari og taka myndir af 12 seðlum á sekúndu, en hinar fyrri mynduðu þegar bezt gekk 6 seðla á sekúndu. Seðlagerðir verða þrjár sem fyrr: 10 raða seðili með einföldum röðum, 16 og 36 raða kerfisseðlar, og verðið hefur verið fært til sam- ræmis við verðlagsþróunina eða hækkað um 50% úr kr. 1,00 í kr. 1,50 pr. röð. Getraunaseðill nr. 1 hefur verið sendur til allra söluaðila utan höf- uðborgarsvæðisins, en aðilar inn- an þess verða að vitja fyrsta seð- ilsins á skrifstofu Getrauna í Iþróttamiðstöðinni. Petrovic til Arsenal þrátt fyrir allt? I'eir hjá Arsenal hafa ekki gefið upp alla von um að fá Júgóslavann Vladi- mir l’etrovic til liðs við sig, en eins og skýrt var frá í fregnum afturkall- aði júgóslavneska knattspyrnusam- bandið leyfi landsliðsmannsins kunna til þess að semja við Arsenal. IVtrovic var þegar kominn til Lund- úna og var byrjaður að a-fa með sín- um nýju félögum þegar kallið kom að austan og varð hann þá að hverfa sneyptur heim. Var hann afar reiður í garð knattspyrnuyfirvalda í heima- landi sínu og gagnrýndi þau ótæpi- lega í blöðum er heim kom. En Terry Neil, stjóri Arsenal, hefur ekki gefið upp alla von. Hann segir: „Nú ríður á að flana ekki að neinu, vera rólegur og laus við alla ýtni. Það er leiðinlegt að svona skyldi fara, því Petrovic kom sér vel við hina leikmennina, var vinsæll. Júgóslavneska sam- bandið kemur saman til fundar 15. september og þá vona ég að þeir endurskoði ákvörðun sína. Ef þeir gera það verðum við hæst ánægðir þó svo að betra hefði verið að hafa Petrovic í okkar röðum í fyrstu umferðunum. Ef þeir neita að sleppa honum fyrr en 1. janúar eins og þeir hóta, þurfum við hjá Arsenal að ákveða þá hvort við höfum not fyrir hann eða ekki, meta stöðuna þá.“ Víðir efstur áður en keppnin hefst ÍIRSLITAKEPPNI 3. deildar í knattspyrnu hefst í dag og eru tveir leikir á dagskrá. KS og Selfoss mæt- ast á Siglufirði og Víðir og Tindastóll leika í Garðinum. Þessi fjögur lið eru í úrslitum og er leikið heima og hciman. Næstu leikir eru 28. ágúst, síðan 4. sept., og síðasta umferðin verður 11. sept. KS og Tindastóll koma úr B-riðli, og sigraði fyrrnefnda í riðlinum, en hin tvö eru úr A-riðli. Svo undarlega sem það kann að hlióma stendur Tindastóll mun betur að vígi en KS er út í úrslita- keppnina kemur, þar sem liðið náði þremur stigum af þeim í riðlakeppninni, en innbyrðis leikir félaganna þar látnir gilda. Aður en knetti hefur verið spyrnt í úrslitakeppninni er því staðan þannig: Víðir Tindastóll KS Selfoss 2 2 0 0 6—0 4 2 110 2-1 3 2 0 11 1-2 1 2 0 0 2 0-6 0 - SH. Fram og Valur verða í eldlínunni í 1. deildar keppninni um helgina. Hér kljást Hafþor Sveinjónsson og Þorsteinn Sigurðsson um knöttinn. Úr bikarúrslitaleik Tottenham og QPR á síðasta keppnistímabili. Tottenham sigraði 1-0 í aukaleik og það var Glenn Hoddle sem hér leikur fram með knöttinn sem skoraði sigurmarkið. Liverpool og Tottenham glíma um góðgerðarskjöldinn í dag — og enska deildarkeppnin fer síöan á fulla ferð ENSKA knattspyrnan hefst form- lega i dag með hinum árlega leik um góðgerðarskjöldinn, „Charity Shield", en það eru meistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistíma- bils sem jafnan bítast um skjöld þennan og þykir hann eftirsóttur verðlaunagripur. Leikið er jafnan á Wembley-leikvanginum og er venj- an að miðar seljist upp, enda Engil- saxar knattspyrnusjúk þjóð. Að þessu sinni eigast við Liverpool, sem vann meistaratitilinn og Tottenham. sem varð bikarmeistari. Hætt er við að Keith Burkin- shaw, framkvæmdastjóri Totten- ham, verði að tefla fram hálfgerðu skrapliði gegn Liverpool, þrír af fastamönnum liðsins verða örugg- lega ekki með og aðrir tveir eiga við meiðsli að stríða og óljóst hvort þeir verða orðnir góðir tím- anlega. Þeir sem verða örugglega ekki með eru Graham Roberts og Steve Perryman, sem eru að ná sér eftir uppskurði, og Argentínumað- urinn Ricardo Villa, sem kom seint heim úr sumarleyfi sínu og er ekki í nægilega góðri æfingu. Þá eru þeir Paul Miller og Tony Galvin vafasamir vegna meifcsla. Liverpool teflir að öllum líkind- Ian Rush, hinn mikii markaskorari Liverpool. um fram sínu sterkasta liði. Þó er ekki endanlega útséð hvort þeir Ken Dalglish og Alan Hansen geti leikið með, en þó er frekar búist við því. Þeir eiga við minni háttar meiðsli að stríða. Næsta laugardag hefst síðan 1. deildar keppnin með tilheyrandi tilþrifum og óvæntum úrslitum. Eru margir athyglisverðir leikir á dagskrá þegar í fyrstu umferðinni, en leikir dagsins eru eftirtaldir: Aston Villa — Sunderland Brighton — Ipswich Coventry — Southampton Liverpool — WBA Man. Utd. — Birmingham Norwich — Man. City N. County — Swansea Stoke — Arsenal Tottenham — Luton Watford — Everton West Ham — N. Forest Og í kjölfarið rekur hver um- ferðin aðra, en þær eru 42 talsins. Ógerningur er að spá hvaða lið hreppir meistaratitilinn að þessu sinni, en mjög margir „sérfræð- ingar" eru þó á því að meistarar Liverpool og Manchester Utd. muni berjast um bitann. Ipswich, Arsenal, Tottenham, Southamp- ton og fleiri eru kölluð, en sem vitað er, er aðeins eitt lið útvalið. Mikilvægir leikir í 1. og 2. deild um helgina FJORIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu áður en næstu íþróttasiður Mbl. líta dags- ins Ijós á þriðjudaginn. í dag eru tveir leikir, en aðrir tveir á mánudagskvöldið. í dag verður leik- ið á ísafirði og í Vestmannaeyjum. Á ísafirði eigast við ÍBÍ og ÍA, en í Eyjum mætast lið ÍBV og KA, báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00. Á mánudagskvöldið eru svo tveir mik- ilvægir leikir enn, ÍBK og Fram eig- ast við í Keflavík, en Víkingur og Valur mætast á Laugardalsvellinum. Leikirnir hefjast klukkan 19.00. Leikur Víkings og Vals er stórleikur umferðarinnar, en sigur þar þýðir að Hæðargarðsliðið verður komið með aðra höndina á bikarinn. Valsmenn hafa þó verið í mikilli sókn og væru efstir ef þeir hefðu ekki tapaö tveim- ur kærumálum í sumar, en þar hurfu fjögur stig. Þeir eiga enn möguleika á IJEFA-sæti þrátt fyrir það og berj- ast því til sigurs. Samsvarandi leik í fyrra lauk með 4—2-sigri Vals, en Víkingur varð meistari engu að sið- ur. Þá eru fjórir leikir á dagskrá í 2. deild, allir í dag og víðs vegar um land., Þór og Einherji mætast á Akureyri, Skallagrímur og FH leika í Borgarnesi, Þróttur N og Fylkir eigast við á Neskaupstað og í Njarðvík leiða saman hesta sína Njarðvík og Völsungur. Allir leik- irnir hefjast klukkan 14.00. Bikarkeppni FRI: Vinnur IR sinn 11. sigur í röð? BIKARKEPPNI Frjálsiþróttasam- bands íslands fer fram um helgina og hefst í dag klukkan 14.00. Keppt verður í 1. deild á Fögruvöllum í Laugardalnum, i 2. deild norður á Akureyri, en í 3. deild á Víkurvelli. Augu manna munu að sjálf- sögðu beinast mest að 1. deildinni, en þar keppa ÍR, Ármann, UMSB, Skarphéðinn, KR og FH. IR-ingar hafa einokað keppni þessa síðasta áratuginn. hugsanlegt er að lið fé- lagsins vinni nú sinn ellefta sigur á jafn mörgum árum. Hefur félag- ið fengið liðsauka sem er Lilja Guðmundsdóttir, sem að öllu jöfnu æfir, keppir og býr erlendis, en er félagsbundin í ÍR. Fleiri íþrótáamenn sem keppa erlendis mæta til mótsins. Sem fyrr segir hefst keppnin í dag klukkan 14.00 og á morgun hefst hún á sama tíma. Tvö neðstu liðin í 1. og 2. deild falla niður, en tvö efstu úr 2. og 3. deild flytjast hins vegar upp í sætin sem losna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.