Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 32
32 ____________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 ^------------------------------------------------ Atina Sigmunds- dóttir — Minning Fædd 16. marz 1898 Dáin 15. ágúst 1982 I dag verður borin til hinztu hvílu fóstra mín Anna. Hún var dóttir hjónanna Sigmundar Sím- onarsonar og Helgu Bjarnadóttur frá Bjarnastöðum í Unadal í Skagafirði. Þar fæddist Anna 16. marz 1898, ólst þar upp með systk- inum sínum, tvö þeirra eru enn á lífi, Jóhanna og Bjarni. Árið 1914 réðst Anna til Björns Guðmundssonar og Stefaníu Jó- hannesdóttur að Á í Unadal, fylgdi þeim til Siglufjarðar 1915 og var á þeirra vegum til 1925. Þá vistast hún í Reykjavík hjá hjón- unum Jóhanni Fr. Guðmundssyni frá Syðsta-Móa í Skagafirði og konu hans Þóru A. Jónsdóttur frá Kirkjubæ í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu og flyst með þeim og nýfæddúm tvíburasystrum til Siglufjarðar 1926. Það er sumarfallegt á Siglufirði. Ix)gnhlý kvöldin og lágnættissólin gefa draumum byr undir báða vængi. En þar er líka langur, kald- ur vetur, þá takast á dagsbirtan og dimman og ljósið vinnur alltaf lokasigur. Á Kirkjubæ var kátt og glatt. Litlu tvíburarnir, Álfhildur Hel- ena og Brynhildur Hjördís, glingra með gullin sín, trítla á tám og haldast í hendur. Til þeirra nær enginn næðingur, þeim hafði verið ofinn skjólveggur ástar og umhyggju. Þar voru að verki pabbi og mamma, afi og amma — og Anna. „Forlög mannsins aldrei skýrð né skilin." Þeir mættust á miðri leið „mað- urinn með ljáinn“ sem bar í örm- um sér látna systur og engill lífs- ins, er lagði lítinn dreng, Álfþór Brynjar, að brjósti syrgjandi móð- ur. Við þessa fjölskyldu tók Anna einstöku ástfóstri, þó sérstaklega við systkinin. Þeim varð brátt nær jafn tamt að nefna hennar nafn sem móður sinnar og í faðmi hennar áttu þau alltaf öruggt skjól. Hún sveipaði þau að vísu vissum töfraljóma og galla þeirra gróf hún í gleymsku, en guðsótta og góða siði kenndi hún þeim, enda trúkona sjálf. Hún dvaldi á Kirkjubæ öll ár foreldra minna þar og er þau fluttu til Seyðis- fjarðar fylgdi hún þeim til vetur- setu, en leitaði í síldina á Siglu- firði á sumrin. í Reykjavík festi Anna ekki rætur og settist endan- lega að á Siglufirði, en ástúð henn- ar og umhyggja fylgdi okkur til hinzta dags. Anna var ekki allra, en tryggð Móðir okkar, elIn kjartansson fyrrverandi aendiherrafrú, lést í Vermont aö morgni 19. ágúst. Jaröarförin fer fram í New York, laugardaginn 21. ágúst. Margrét Kjartansson Allen, Anna Kjartansson Macko. Minning: Guðni Guðnason frá Símonarhúsi + Eiginmaöur minn, BJÖRN ÞORGRlMSSON, fyrrverandi vörubifreiöastjóri, Kleppsvegi 104, Reykjavík, lézt aö heimili sínu, föstudaginn 20. ágúst. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Sigríöur Alexandersdóttir. t Hjartkær móöir min, KARÍTAS JÓNSDÓTTIR, andaöist aö morgni 20. ágúst i Landakotsspitala. Hrefna Hagbarösdóttir. t Sonur minn og bróöir okkar, SIGURJÓN HELGI JÓNSSON, lést i Landspítalanum þann 10. ágúst sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Jón Helgason, Helga Jónsdóttir, Hörður Jónsson, Siguröur M. Jónsson. t Faöir okkar og stjúpfaöir, GUDMUNDUR HANNESSON, Egilsstaöakoti, Villingaholtshreppi, veröur jarösunginn frá Villingaholtskirkju mánudaginn 23. ágúst kl. 2. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Suöur- lands. Sesselja Guömundsdóttir.Þorsteinn Guömundsson, Hermundur Þorsteinsson. t Þökkum innilega þeim fjöldamörgu sem auösýndu okkur samúö og vináttu vegna andláts og útfarar GUÐMUNDAR MATTHfASSONAR fré Grímsey. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Vifilsstaöaspítala. Helga Jónsdóttir, María Guðmundsdóttir, Guöný Guömundsdóttir, Rannveig Guömundsdóttir, tengdasynir, barnabörn og aörir vandamenn. Fæddur 20. ágúst 1893 Dáinn 9. ágúst 1982 í dag verður til moldar borinn afi minn Guðni Guðnason frá Stokkseyri. Guðni fæddist í Austur-Landeyjum en fluttist til Stokkseyrar 1918 og bjó þar til æviloka, fyrst í Varmadal en síðar í Símonarhúsi. Guðni var formað- ur til margra ára, en einnig starf- aði hann við vegavinnu, fisk- vinnslu og sveitastörf. Eiginkona Guðna var Sigur- björg Guðlaugsdóttir, sem lést fyrir átta árum. Þau hjónin eign- uðust fimm börn. Elsta dóttir þeirra, Theódóra, lést um tvítugt. Hún var gift Óskari Jónssyni. Eft- irlifandi börn eru: Rósa, gift Guð- birni Guðmundssyni, Ingveldur, sem gift var Bjarna heitnum Jónssyni, Alfreð, giftur Jónínu Gústafsdóttur, og Agnes, gift Þórði Sigurgeirssyni. Víst væri fróðlegt að rifja upp einstök atriði úr viðburðaríkri ævi afa, en mér stendur nær á þessari stundu að minnast nokkurra at- riða frá okkar góðu kynnum. Fyrst eru það bernskukynnin. Ógleymanlegar eru stundirnar, sem við afi og amma áttum saman er ég dvaldi hjá þeim á sumrin í Varmadal. Það var kærkomin til- breyting fyrir malarbarnið að gefa hænsnunum, snúast í kring- um heimalingana og vera með í heyskap. Afi virtist mjög önnum kafinn á þessum tíma en við spjölluðum oft um lífið og tilver- una þegar við fórum saman í kál- garðinn og hann teymdi mig á hestbaki meðfram skerjagarðin- um á Stokkseyri og horfðum á brimið. Eftirminnilegar eru kvöld- stundirnar þegar afi og amma skiptust á að lesa eða segja mér þjóðsögur og ævintýri. Á unglingsárum mínum og námsárum heimsótti ég afa og ömmu öðru hvoru, sendi þeim kort og frétti stöðugt af þeim. Frá þessum tíma er mér efst í huga hvað afi fylgdist vel með, bæði innlendum fréttum sem erlendum og ekki síður með því sem ég og aðrir í fjölskyldunni voru að gera. Hann sýndi aðdáunarverðan áhuga á því, sem á daga okkar dreif og tókst með ágætum að setja sig í okkar spor þrátt fyrir ólíka reynslu. Hann ræddi sjaldan að fyrra bragði um liðna tíma en kunni vel að meta þegar ég eða aðrir úr fjölskyldunni spurðum út í ættir hans og ævi. Þá gaf hann skýr og greinagóð svör en bætti gjarnan við að þetta eða hitt hafi svo sem ekki verið neitt merkilegt. Þrátt fyrir lítillætið virtist afi una glaður við sitt og aldrei varð ég vör við að hann vildi breyta veru- lega til. Síðasta tímabilið, sem afmark- ast af láti ömmu, er heldur dapur- legra í minningunni. Áttræður maðurinn var orðinn einbúi og heilsan smá versnaði. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá móður minni og systkinum hennar um að koma til þeirra vildi hann ekki yfirgefa heimili sitt, köttinn og Stokkseyri. Hann var lengi vel með nokkrar kindur, heyjaði, ræktaði kartöflur og hringdi til messu, en í frístund- um las hann mikið og hlustaði á útvarp. Börn hans skipulögðu reglulegar heimsóknir til hans og allt gekk vel um tíma. En að því kom að ekki var lengur hægt að horfa upp á hjálparþurfa gamal- mennið án aðgerða. Eftir rniklar fortölur fór afi til foreldra minna, sem sýndu honum hina bestu um- önnun og mikið umburðarlyndi þangað til hann fékk pláss á Kumbravogi, elliheimili Stokks- eyrar, en þar dvaldi hann síðustu tvö árin. En þrátt fyrir flutning á rúmi fór afi aldrei frá Símonar- húsi. Þar var hugur hans allur. Endurminningin um afa leiðir hugann að þeirri þróun, sem nú er orðin að börnin og gamla fólkið eru einangruð hvort frá öðru í æ ríkara mæli, og ekki síður að hinu hve erfitt er um vik í breytingar- samfélagi nútímans, þegar gamla fólkið er annars vegar. Ég kveð afa minn með söknuði. Dýrmætt var að kynnast hugar- heimi og njóta hjartahlýju hans og ömmu. Eg er þakklát fyrir að bera nöfn þeirra beggja. Megi minningin um hann verða börnum hans, tengdafólki og afkomendum huggun í harmi. Guðný Sigurbjörg Guðbjörnsdótt- ir. Fallinn er frá heiðurskempan Guðni Guðnason frá Símonarhúsi, á Stokkseyri. Fæstir leiða hugann að því í fljótu bragði, hversu mikil saga liggur að baki þegar aldraður maður yfirgefur þennan heim. Aldamótakynslóðin er nú óðum að hverfa, en eftir lifa minningar um mestu framfarir á íslandi fyrr og síðar. Guðni fæddist í Austur-Land- eyjum 20. ágúst 1893, var það sjó- slysaárið mikla við Landeyjasand, faðir hans var einn þeirra sem drukknaði við sandinn. Naut Guðni því aldrei föður síns, en ólst upp hjá móður sinni, Ingveldi, í skjóli föðurbróður síns og fóstur- föður Halldórs á Búðarhóli. Lærði Guðni þar hin ýmsu störf að þeirra tíðar hætti. Ungur sótti hann vertíðir til Vestmannaeyja á vetrum og vann hin hefðbundnu sveitastörf á sumrin. Árið 1918 gekk Guðni að eiga heitkonu sína Sigurbjörgu Guð- hennar, trúmennska og vinátta brást aldrei, þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Hún giftist ekki, en árið 1946 hóf hún sambúð með Einari i Eyjólfssyni, bróður Þor- móðs, er Siglfirðingar kunna glögg skil á. Hlynnti Anna að honum af sinni þekktu nærgætni í löngum veikindum, þar til hann fékk hvíldina. Hafa nánir ættingjar hans sýnt þakklæti sitt með stakri vináttu og hlýhug í garð Önnu. Hún átti líka marga, ómetanlega vini á Siglufirði, þeir báru hana á höndum sér og léttu henni elliárin. Hafi þeir allir þökk fyrir. Anna dvaldi siðustu árin á ellideild sjúkrahússins, þar fékk hún hægt andlát 15. ágúst sl. Enn er sumarfagurt á Siglu- firði, hér fetar þó haust um foldu. Nú skýlir ekki systkinum skjól- veggurinn góði. Hér er engin Anna. Brynhildur H. Jóhannsdóttir laugsdóttur frá Norður-Búðar- hólshjáleigu í sömu sveit. Settu þau bú saman á Stokkseyri. Þar áttu þau heima alla tíð og undu vel. Fyrst í Varmadal, en síðustu árin í Símonarhúsi. Guðna og Sigurbjörgu varð fimm barna auðið þau eru: Theó- dóra, er var gift Óskari Jónssyni, Theódóra lézt tæplega tvítug. Var hún öllum harmdauði er hana þekktu. Rósa, gift Guðbirni Guð- mundssyni, rafvirkjameistara. Ingveldur, ekkja Bjarna Jónsson- ar, verslunarstjóra. Agnes, gift Þórði Sigurgeirssyni, verzlunar- manni. Alfreð bifreiðasmiður, kvæntur Jónínu Gústafsdóttur skrifstofumanni. Afkomendur þeirra hjóna eru orðnir margir og liggja vegir þeirra víða. Guðni var lengi formaður á bátum frá Stokkseyri. Var sjómennskan hon- um í blóð borin. Hann var farsæll sjómaður og bar gæfu til að sigla skipi sínu ætíð heilu í höfn. Heimili þeirra hjóna bar alla tíð vitni um reglusemi og haga hönd húsfreyjunnar og þá ekki síður alúð og fyrirhyggju húsbóndans. Sigurbjörg lézt árið 1974, var það mikill missir fyrir Guðna. Hann vildi þó ekki yfirgefa hús sitt og heimabyggð. Samt fór svo að lokum að hann treysti sér ekki til að vera einn. Um tíma bjó hann hjá Rósu dóttur sinni í Keflavík, annaðist hún föður sinn af mikilli kostgæfni. Síðustu árin var Guðni að Kumbaravogi á Stokkseyri og naut þar hinnar beztu aðhlynn- ingar. Guðni var maður mjög fróður og skemmtilegur. Hann var hringjari í Stokkseyrarkirkju í tugi ára og gegndi því starfi af sömu trúmennsku og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Minn- ingin um afa er mild og hlý. Við kveðjum Guðna Guðnason með virðingu og þökk. „Þ«r Hcm RÓAir menn fara, eni (iUÓn vegir“. Sigríður (iunnlau^HdóUir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.