Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Frelsinu fegnir ísraclsku fangarnir tveir, sem voru i haldi hjá PLO, frelsinu fegnir. Á myndinni má sjá þá báða. Á milli þeirra er öryggisfulltrúi PLO. Annar fsraelanna er flugmaður, sem náðist eftir að vél hans var skotin niður, en hinn var tekinn höndum í vesturhluta Beirút á miðvikudag i síðustu viku. Yfirvöld í Ziirich vilja losna viö flóttamennina /iirkh, 20. ágÚHt. AP. BORGARYFIRVÖLD í Ziirich, hundóánægð með aðgerðir ríkisvaldsins til að stemma stigu við auknum flóttamannastraumi, hafa nú ákveðið að grípa til eigin ráða. Hafa þau tekið fyrir komu ferðamanna frá löndum, þar sem styrjaldir eða pólitisk ólga ríkir, til þorgarinnar nema þeir skrifi undir skjal þar sem þeir staðfesta að þeir sæki ekki um hæli sem pólitískir flóttamenn. Talsmaður útlendingaeftirlits kantónunnar, en Zurich er sérstök kantóna (kantóna = hérað), hefur sagt, að ráðstafanir þessar geti að sjálfsögðu ekki komið í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli, sem póli- tískir flóttamenn, þegar það á annað borð er komið inn í landið. Hins vegar séu þessar aðgerðir hugsaðar til þess að stemma stigu við sívaxandi fjölda flóttamanna, sem eru ekki ofsóttir í heimalandi sínu en eru að sækjast eftir ver- aldlegum gæðum. Ibúar flestra austantjaldsland- anna þurfa sérstaka vegabréfs- áritun til þess að komast inn í landið. Slikar áritanir eru ekki ERLENT veittar nema með samþykki þeirra kantóna, sem ferðamennirnir hafa • hyggju að heimsækja. Eftir að hafa veitt erlendum borgurum pólitískt hæli, án nokk- urra takmarkana undanfarin 28 ár, hafa svissnesk yfirvöld frá og með 15. júlí t.d. krafist vegabréfs- áritana ferðalanga frá Tyrklandi. Er það gert vegna þess að 400 þeirra 580, sem sótt hafa um póli- tískt hæli á þessu ári, eru Tyrkir. Afstaða yfirmanna Zurich- kantónu hefur komið af stað mik- illi umræðu í svissneskum fjöl- miðlum um flóttamenn. Yfirvöld landsins reyna engu að síður þessa dagana að semja við borgaryfir- völd í Zúrich um málamiðlunar- lausn. I»eir voru glaðhlakkalegir félagarnir Brezhnev og Jaruzelski er þeir hittust að máli nú í síðustu viku í Sovétríkjunum. Það var fyrsti fundur þeirra frá setningu herlaga. Noregur: Dómsmálaráðherra í klípu vegna hunds Frá frétUriUra Mbl. í Osló. DÓMSMÁI.ARÁÐHERRANN, Mona Rökke, er kominn í hálfneyðarlega aðstöðu vegna hunds sem hún á. Svo óheppilega vildi nefnilega til að hundurinn beit lítinn dreng í heimabæ Monu, Drammen, og þess er nú krafist að hann verði aflífaður. Einnig reyndist dómsmálaráðherrann hafa gleymt að fá leyfi fyrir honum, eins og hún hefur þó gert skylt með norskum landslögum. Málavextir voru þeir, að hund- urinn var einn á gangi dag einn er hann tók skyndilega á rás og beit dreng, tíu ára að aldri, svo hressilega í handlegginn að flytja þurfti hann á sjúkrahús og saumuð voru mörg spor. Faðir drengsins hélt þá þegar á fund lðgreglunnar og krafðist þess að hundurinn yrði aflífaður þar sem hann v’æri hættulegur um- hverfi sínu. I Ijós kom við eftir- grennslan að eigandi hans var enginn annar en dómsmálaráð- herrann, sem hafði ekki séð um að hundurinn framfylgdi norsk- um landslögum, þar sem hann gekk laus á götum úti og á háls- bandi hans var ekki að finna upplýsingar um eiganda eða símanúmer, heldur einungis nafn hundsins, „King“. Dómsmálaráðherrann hefur lofað bót og betrun ef hún fái að halda hundinum, en enn liggur ekki ljóst fyrir hverjar lyktir málsins verða. Verður hann aflífaður eins og aðrir hundar er hafa komið sér í slikt klandur, eða verður hann settur laus á sérskilmálum vegna náinna tengsla sinna við ríkisstjórnina? Millisvæðamótið í Toluca: Seirawan og Ivanov eru nú í efsta sæti Toluca, Mexíkó, 20. á|pÍ8t. AP. EFTIR jafntefli gegn Spassky í 40 leikjum i 7. umferð millisvæðamóts- ins i Toluca i Mexíkó hefur Banda- rikjamaðurinn Yasser Seirawan for- ystuna ásamt Ivanov frá Kanada með 4,5 vinninga. Sjöunda umferðin var tefld í gær og lauk öllum skákunum nema einni þar sem skák Nunn og Portisch fór í bið eftir 42 leiki. Hafði Portisch betri stöðu er skákin fór í bið. Úrslit annarra skáka urðu þau að Líbaninn Kouatly bar sigurorð af Argentínumanninum Rubinetti, Torre frá Filippseyjum vann Rodriguez frá Kúbu, Ivanov og Ungverjinn Adorjan gerðu jafn- tefli í aðeins 14 leikjum, Hulak frá Júgóslavíu og Sovétmaðurinn Yus- upov skildu jafnir og landarnir Balashov og Polugajevski frá Sov- étríkjunum skildu einnig jafnir. Bretinn John Nunn er í 3. sæt- inu með 4 vinninga og biðskák og þeir Spassky, Balashov, Adorjan og Torre eru allir með 4 vinninga. Portisch er með 3,5 vinninga og betri stöðu í biðskákinni gegn Nunn. Yusupov er einnig með sama vinningafjölda. Flugræningi yfirbugað- ur og drepinn á Indlandi Nýju Delhí, 20. ágúst. AP. FLUGRÆNINGI, sem í morgun rændi Boeing 737-flugvél i innan landsflugi á Indlandi, var skotinn til bana í AmriLsar þar sem flugvélin lenti eftir að henni hafði verið neitað um lendingarleyfi i Lahore i Pakist- an. Allir farþegarnir, 63 að tölu auk 6 manna áhafnar, sluppu ómeiddir. Vélin var á leið frá Bombay til Nýju Delhí. Ræninginn vildi fá að lenda í Lahore í Pakistan, en vélin fékk ekki leyfi yfirvalda, sem framfylgja mjög strangri stefnu gagnvart flugræningjum. Eftir að hafa hringsólað yfir flugvellinum þar í meira en 90 mínútur var henni snúið til Amritsar. Veikri konu og barni hennar var hleypt út úr vélinni þremur klukkustundum eftir að hún lenti, en það var ekki fyrr en ræninginn leyfi öðrum farþegum að fara, að hægt var að ráðast til uppgöngu í vélina. Réðust þá sérþjálfaðir her- menn inn og skutu ræningjann. Þetta er í annað skipti á einum mánuði, að flugvél er rænt í inn- anlandsflugi i Indlandi. Þann 4. ágúst var vél með 133 farþegum innanborðs rænt og stefnt til Lah- ore. Þá varð ræninginn að gefast upp. Líkamshlutar í krukkum komu upp um morðingjana llon|> Kong, 20. ágúst. AP. TVEIR BRÆÐUR voru í dag ásak- aðir um hrottalegt morð á 17 ára skólastúlku, sem saknað hefur verið af foreldrum hennar frá því í síðasta mánuði, eftir að lögreglan fann lík- amshluta í krukkum í ibúð hinna grunuðu. Þá skýrði lögreglan frá því að frekari ákæra væri að vænta á hendur bræðrunum. Annar þeirra er 27 ára gamall leigubílstjóri og á langa sögu að baki sem geðsjúkl- ingur. Hinn er 23 ára. Upp komst um morðið þegar starfsmaður ljósmyndavöruversl- unar upplýsti lögregluna um að myndir af sundurlimuðum manns- líkama hefðu komið í ljós er filma eins viðskiptavinarins var fram- kölluð. Eldri bróðirinn, Lam Kowk Wan, var þegar í stað handtekinn. Lögreglan hefur sagt að sex líf- færi úr a.m.k. þremur konum hafi fundist í formalín-upplausn í krukkum í íbúð þeirra. Við frekari leit fann lögreglan fullkominn ljósmyndunarútbúnað, auk þús- unda ljósmynda af líkum, mis- jafnlega sundurskornum. Nýjar upplýsingar gætu komið Connolly í koll Dyflinni, 20. ágúst. AP. VIÐ FREKARI rannsókn hefur komið í Ijós, að Malcolm McArthur, maðurinn sem grunaður er um tvö morð og fannst i íbúð írska ríkis- saksóknarans, Patrick Connolly, bjó fyrr á árinu í annarri íbúð sem Conn- olly leigði þar til í júní. Naksóknar- inn sá ekki ástæðu til að geta þessa í fyrri yfirheyrslum. Það var eigandi byggingarinnar, sem íbúðin er í, sem gaf lögreglunni þessar upplýsingar. Er talið víst, að við þessi tíðindi muni stjórnarandstaðan á írlandi krefjast nýrrar yfirlýsingar frá Charles Haughey, forsætisráð- herra, vegna þessa hneykslismáls. Að sögn ónafngreindra ná- granna bjó Connolly í 7 ár í kjall- araíbúð í húsi í úthverfi Dyflinni, um 8 km frá heimili hans. Sam- kvæmt upplýsingum nágrannanna flutti Connolly út í desember á síðasta ári en mánuði síðar flutti maður, sem að sögn líktist mjög McArthur, inn ásamt á að giska 7 ára dreng. McArthur og kona hans eiga son á þessum aldri. Þá var frá því skýrt í breska blaðinu Guardi- an, að enn væru að berast bréf í þessa íbúð stíluð á Connolly og reyndar eitt á McArthur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.