Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 19 Aðalfundurinn að störfum. í innri hringnum sitja aðalfulltrúarnir, en í þeim ytri áheyrnarfulltrúar. þess að við vorum með sumarskóla í Hollandi og það var því viðráð- anlegt að fara hingað, þar sem að- eins þurfti að fara til Luxemborg, til að ná í flugvél. Annars hefði þetta reynst dýrt þeim sem lengra eru að komnir. Það er ýmislegt annað sem við gerum. Við reynum alltaf að halda nokkrar ráðstefnur á hverju ári, síðasta ár voru þær fjórar. Þá höf- um við skipulagt herferðir fyrir ákveðnum málefnum. Ein slík var farin nú í sumar og stóð yfir í 9 vikur. Þá fór mini-bus frá okkur um alla Evrópu, skreyttur slag- orðum. Ferðin hófst í Osló og það voru alltaf tveir, þrír meðlimir frá okkur í honum, sem stóðu fyrir fundum víðs vegar um Evrópu. Ég held það hafi verið haldnir yfir 100 fundir í háskólum um alla Evrópu. Vígorðin voru mannrétt- indi, friður, frelsi. Við lögðum áherslu á, að hægt væri að trúa á frið, en það mætti ekki stofna frelsinu í hættu fyrir hann og við mættum þess vegna ekki afvopn- ast hraðar en Sovétríkin. Þá bent- um við á mannréttindaþáttinn og lögðum áherslu á, að hann mætti ekki gleymast. Við minntum á Pólland og Afganistan og atburði þar, sem við undirstrikuðum að taka yrði með í reikninginn, þegar menn gerðu upp hug sinn til þess- ara mála. Það má nefna að við tökum þátt í All European Youth and Student Cooperation, en þau samtök voru sett á stofn eftir Helsinki-sátt- málann, til að halda áfram um- ræðum um mannréttindamál, rétt manna til að fara yfir landamæri og annað slíkt. I þessum umræð- um taka þátt frá Vestur-Evrópu óopinberir aðilar, en hið sama er ekki hægt að segja um þátttak- endurna frá austantjaldsríkjun- um, því þeir fylgja greinilega opinberri stefnu í afstöðu sinni til mála. Sá möguleiki er fyrir hendi að austantjaldsríkin noti þetta samstarf til að sýna þegnum sín- um, að þau njóti viðurkenningar. Við höfum einmitt verið að ræða það hér á þinginu, hvort við eigum að halda þessu starfi áfram eða ekki vegna þessa. Þau stúdentasamtök sem ég er fulltrúi fyrir eru þau stærstu í Svíþjóð. Þau heita Fria moderata studenter forbund og samtökin standa nálægt Moderatana. Ann- ars er ég að mestu hættur starfi fyrir stúdentasamtökin og hætti núna sem formaður EDS. Ég er núna blaðafulitrúi fyrir formann Moderatana. Það er ástæðan til þess að ég komst ekki hingað á þingið fyrr en á þriðja degi, því að tiltölulega augljósar. íslensk land- búnaðarframleiðsla er varin beinni samkeppni frá erlendum framleiðendum og verðlagning af- urðanna miðuð við að framleiðslu- kostnaður fáist greiddur. Fyrir löngu voru hafnar ýmsar styrk- veitingar og lánafyrirgreiðslur til þess að auka framleiðslu og bæta samkeppnisaðstöðu landbúnaðar. Offramleiðslan orsakast aug- ljóslega af hinni miklu fjárfest- ingu enda ekki óeðlilegt að bænd- ur hafi fjárfest, þegar þeir njóta til þess styrkja og óvísitölubund- inna lána á verðbólgutíma. Hafa ber það hér í huga, að þessar fjár- festingar hafa verið fjármagnaðar með beinum eða óbeinum erlend- um lánum. Offramleiðsluvandamál síðustu ára hafa nú leitt til sérstakra að- gerða til samdráttar framleiðslu. Gripið hefur verið til fóðurbæt- isskatts og kvótakerfis. Það er fróðlegt að líta nánar á þessar að- ferðir. Mér hefur skilist að offramleiðsluvandamálið hafi orð- ið sérstaklega þungbært þar eð hallinn af framleiðslunni dreifist á tiltölulega fámennan hóp, bændastéttina, og nú síðast virðist mér að vandanum hafi verið velt yfir á enn minni hóp eða þá fram- leiðendur, sem ekki hafa landbún- að að aðaltekjulind svo og hina stærri framleiðendur. Að mínu áliti er ekki sérlega stórmannleg aðferð, og færi ég þeim sérstakar samúðarkveðjur, sem hafa orðið fyrir þessu og ekki skilja hvers þeir þurfa sérstaklega að gjalda. Það veldur mér furðu hversu létt nú er kosningaundirbúningur í fullum gangi í Svíþjóð,” sagði Per Heister að lokum. Óvön flokkspóli- tískum málgögnum Þá tókum við tali Helgu Krum- beck, framkvæmdastjóra samtak- anna, og spurðum hana um eðli starfs hennar og hvernig samtök- in eru fjármögnuð. „Ég er framkvæmdastjóri EDS og hef aðsetur í Bonn. Ég hef gegnt þessu starfi undanfarin þrjú ár og er nú að hætta. Þetta er fullt starf, unnið árið um kring. í minn hlut koma skipulagsmál samtak- anna, að sjá um allt sem lýtur að starfi þeirra, undirbúa ráðstefnur og sumarskólann til dæmis, yfir- leitt hvað eina sem til fellur og snertir samtökin að einu eða öðru leyti. Þá þarf að halda sambandi við aðildarfélögin og skipuleggja allt sem fram fer á vegum sam- takanna, til dæmis námsferðir sem farnar eru með ákveðnu milli- bili til hinna ólíku landa, síðast fórum við til Kýpur. Sumarskólann tel ég mikilvæg- asta liðinn í starfi EDS. í honum geta fleiri tekið þátt og þar gefst venjulegum meðlimum tækifæri til að kynnast sín á milli, sem og að fræðast um ákveðin málefni. Við höfum haldið hann núna sex sinnum, fyrst í Nice í Frakklandi og síðan víðs vegar um Evrópu, núna síðast í sumar í Hollandi. Þátttakan i sumarskólanum hefur verið þetta 170—250 og það sýnir vel hve áhuginn fyrir honum hefur vissir stjórnmálamenn hafa brugðið út af þeirri stjórnmála- skoðun að láta samkeppnina ráða því hverjir ættu að sinna fram- leiðslunni í stað þessarar handa- hófskenndu aðferðar. Fóðurbæt- isskatturinn beinist einnig að því að draga úr notkun eins breytilegs framleiðsluþáttar, sem oft hefur í för með sér lítinn sparnað, en dregur athyglina frá aðalatriðinu, að heildar framleiðslugeta landbún- aðar er of stór. Skatturinn hefur líka það í för með sér að fjárhagur einstakra bænda getur stórlega versnað þar sem þeim er gert erf- iðara fyrir að bæta sér upp lélegan heyskap með fóðurbætisgjöf. Ég tel brýna þörf á að stjórnmála- menn láti fara fram almenna út- tekt á landbúnaðarstefnunni eins og þekkist víða erlendis, t.d. í Sví- þjóð. Heppilega leið til að bæta úr þeim sérstaka vanda, sem nú er við að glíma, tel ég þá, að ríkis- sjóður úthluti fjármagni til kaupa bújarða með þeim ásetningi að leggja þar niður framleiðslu. Hafa skal það í huga við val bújarða og varðveislu þeirra að matvælaör- yggið verði sem minnst skert. Með þessum hætti eignaðist þjóðin aukið land til sameignar og hindr- aði framtíðarbrask með jarðir. Ég tel það eðlilegt að kostnaðurinn af mistökum stjórmálamanna við land- búnaðarmál verði borinn af sem flestum þegnum þjóðfélagsins. Þó þarf afurðaverð til bænda að lækka, ef ekki fæst nægilegt fram- boð bújarða til kaups fyrir ríkið. Elías H. Sveinsson, landbúnaðarhagfræðingur. verið mikill, því fólk verður bæði að borga ferðir og uppihald sjálft. Hvað fjármögnunina varðar, leggja aðildarfélögin fram ákveðið fé árlega sem meðlimagjald. Þá fáum við einnig peninga frá Eur- opean Youth Foundation, sem Evrópuráðið setti á stofn, í því augnamiði að styrkja starfsemi ungliðahreyfinga af ýmsu tagi. En auðvitað eigum við í eilífum fjár- hagsvandræðum, við erum ekki auðug samtök." Hvernig hefur aðalfundurinn og ráðstefnan tekist og hefur eitt- hvað komið þér á óvart sem fram hefur komið á ráðstefnunni? „Það hefur verið góð skipulagn- ing á þessu hérna, raunar besta skipulagningin af þeim ráðstefn- um sem ég hef verið á, en eins og eðlilegt er tek ég eftir því, þar sem slíkt er í mínum verkahring og bitnar mikið á mér ef eitthvað fer úrskeiðis. Það hefur stundum komið fyrir að maður þarf að byrja á að bjarga við málum, þeg- ar maður kemur á nýjan stað og uppgötvar kannski að lítið sem ekkert hefur verið gert. Hvað ráðstefnuna varðar er það mjög undarlegt fyrir Þjóðverja að kynnast fjölmiðlum, sem eru reknir af stjórnmálaflokkunum eins og hér er. Slíkt þekkist ekki í Þýskalandi, nema ef til vill hjá kommúnistum, að flokkarnir reki dagblöð. Það er þá helst að það sé um tímarit að ræða sem þeir reka,“ sagði Helga Krumbeck. Pottaplöntu útsala Okkar árlega pottaplöntu útsala er hafin, og seljum við nú Allar pottaplöntur meö 15—50% afslætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.