Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1983, Blaðsíða 21
Sinfóiiíu- tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Mozart. Sinfónía nr. 25. Saint-Saens. La Muse et le Poéte. Brahms. Konsert fyrir fiðlu og celló. Einleikarar: Guðný Guðmundsdóttir og Nina Flyer. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Tuttugasta og fimmta sin- fónían, eftir Mozart, er ein af örfáum fyrstu sinfóníum hans, sem leiknar eru á tónleikum í dag. Verkið er gáskafullt en þó með alvarlegri blæ en mörg verk hans frá þessum árum. Andante- og Menuett-kaflinn voru of hraðir en aftur á móti var síðasti kaflinn, sem ber yf- irskriftina Allegro, of hægur. Eitt af því sem skapar jafn- vægi í tónverkum á þesum tíma er endurtekning þátta- hluta. Með því að fella burt endurtekningar raskast jafn- vægið milli þáttanna. Sem dæmi mætti nefna ef felldar yrðu burt endurtekningar í Menúett-þættinum, hversu undarlegt form hans yrði þá. Þó það liggi ekki eins í augum uppi verður sónötuformið hálf halaklippt án endurtekninga og verkið í heild of stutt en tímasparnaður óverulegur. La Muse et le Poéte, eftir Saint- Saéns er leikandi létt tónverk og var vel leikið af Guðnýju og Ninu Flyer. Það sem betur mátti gera var að tempra und- irleik hljómsveitarinnar, sér- staklega þar sem undirleikur- inn var ekki meira en liggjandi hljómnótur, sem nokkuð oft voru svo áberandi, rétt eins þær væru aðalatriðið í tón- smíðinni. Þetta heyrnarleysi á jafnvægi getur skemmt fyrir einleikurum og kæft aðalatrið- in í tónsmíðinni. Þetta var nokkuð áberandi í tvíleiks- konsertinum eftir Brahms, sem auðvitað má að nokkru kenna þykkum rithætti hans. Brahms var oft skammaður fyrir að vera gamaldags og að semja tvíleikskonsert, sem hvílir að formi til á „conserto grosso" en er rómantískur í rit- hætti, þótti það ekki góð blanda og því var frumflutn- ingur þessa listaverks „fíasko". Þegar tíska og hugmynda- fræði áranna fyrir aldamótin 1900 gamlaðist sjálf og fölnaði með nýjum tíma, gleymdust ávirðingar Brahms gamla og verk hans risu upp og óháð tíma og tískuannmörkum voru gæði þeirra metin að verðleik- um. Nú er .t.d. tvíleikskonsert- inn meðal vinsælustu konsert- verka nútímans. Guðný Guð- mundsdóttir er góður fiðluleik- ari og Nina Fiyer sömuleiðis góður cellóleikari. í þessari tónlist, sem og ann- arri rómantískri tónlist, verð- ur að gera meira en að leika verkið í gegn. Þarna eru marg- vísleg blæbrigði, sem beinlínis verður að hlúa að, rétt eins þegar rækta skal blóm, því lag- ferlið verður merkingarlaust ef það er ekki undirbyggt með sterkri tilfinningu fyrir blæ. Fyrir undirritaðan var verkið ekki gætt þeim ástríðum sem rómantískir listamenn 19. ald- arinnar voru tendraðir af og að því slepptu, ekki heldur fallega leikið. Á köflum mátti þó merkja spennu og í hæga kafl- anum áferðarfallegan samleik. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Prófkjör Sjálfstceðismanna í Reykjaneskjördcemi, 26. og 27. febrúar n.k. Tryggjum Salome þingsœti áfram. Tökum þátt íprófkjörinu — þitt atkvœði getur ráðið úrslitum. Upplýsingar í símum 66149 og 67149- Verðum með aðstöðu í J. C. salnum í Þverholti, frá mánudeginum 21. febrúar. Opið frá kl. 17—22. Lítið inn — hafið samband. Stuðningsmenn Salome Þorkelsdóttur alpingismanns. Aðeins og eftirstöðvar á 9-12 mán. ) Þú eignast SHARP VHS VIDEOTÆKI > Þú verður þinn eigin myndastjóri ) Velur hvaða mynd þú horfir á — og hvenær ) Þarft ekki að láta þér leiðast einhæft sjónvarpsefni > Hoppaðu á þetta tilboð — það gefst ekki betra. HLJOMBÆR HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 SHARRVHS VIDEOTÆKI OTSÖLUSTAÐIR: Portið. Akranesi — KF Borgf. Borgarnesi — Stáibúöin. Seyöisfirði — Skógar, Egilsstöðum — Djúpiö. Djúpavogi — Verls Inga, Hellissandi — Patróna, Patreksfirði — Sería, Isafirði — Hornbær, Hornafirði — KF. Rang Hvolsvelli — MM. Selfossi — Sig Pálmason. Hvammstanga — Alfhóll. Siglufirði — Cesar. Akureyri — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn, Grindavík — Fafaval. Keflavík Radíóver. Húsavík — Paloma, Vopnafirði — Ennco. Neskaupsstað — Verð fra kr. 31.160.- Metsölublaó á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.