Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 16
r 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 f i l i I I í tröllahöndum * i Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Missing. Leikstjóri: Costa Garvas. Ilandrit: Costa Carvas og Donald Stewart byggt á samnefndri bók Thomas Hauser. Tónlist: Vangelis. Myndatökustjóri: Ricardo Arono- vich. Leikmyndir: Peter Jamison. Klipping: Francoise Bonnot. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Þá er hún komin myndin sem afhjúpar harmleikinn í Chile og þar með kannski sorgarsögu Suður-Ameríku síðustu áratug- ina. Það skiptir auðvitað engu máli að „Missing" er útnefnd til Óskarsverðlauna — aðeins að hér er á ferð mynd sem á ferskan hátt nálgast aldið vandamál — vandamálið um rétt einstakl- ingsins í einræðisþjóðfélagi. Það gefur þessari mynd aukið gildi að hún er byggt á staðfestum heimildum um hvarf Charles nokkurs Horman sem er ættaður frá New York. Gengur myndin út á leit föðurins — Edmund Horman að syninum týnda. Ég vil ekki fietta um of ofan af hinni spennuþrungnu atburða- rás en get þó upplýst að Edmund Horman kynnist flestum hliðum þeirrar herstjórnar sem nú ræð- ur ríkjum um Suður-Ameríku þvera og endilega. Þannig fær þessi sannkristni kaupsýslumað- ur tækifæri til að heimsækja spítala fulla af lemstruðu fólki og líkgeymslur þar sem hundruð líka troðfylla ganga og jafnvel stiga að ekki sé talað um fang- elsi þar sem þúsundir manna tóra bakvið byssukjaft. Það má segja að snilld þessar- ar myndar Costa Gravas felist í því að hann afhjúpar í gegnum leit Ed Horman að syni sínum hvernig ósköp venjulegur amer- ískur ríkisborgari sem hefur í blindni trúað á frelsi og mann- réttindi — öðlast ekki bara skilning á persónulegu vanda- máli, heldur og á vandamáli þeirra sem búa við einræði í heiminum. En Costa Garvas gengur lengra í „Missing", hann sýnir hér einnig hve ríka ábyrgð bandarískir valdsmenn bera á hinum suður-ameríska harm- leik. Þess er jafnvel getið við lok myndarinnar að Ed Horman hafi stefnt ellefu háttsettum starfsmönnum Bandaríkja- stjórnar fyrir meinta aðild að hvarfi sonar síns — þar á meðal Henry Kissinger þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna — en ekkert svar fengið. Málshöfðunin var einfaldlega stimpluð sem hernaðarleynd- armál. Sá óþægilegi grunur læð- ist raunar að manni þegar geng- ið er út ef þessari mynd að Ed Horman sé jafn varnarlaus gagnvart bandarískum hernað- aryfirvöldum og þeim óþokkum sem tóku völdin í Chile. Að vísu verndar hin bandaríska lýðræð- ishefð Ed sjálfan gegn líkams- meiðingu og fangelsi en hvers vegna getur maðurinn ekki leit- að réttar síns? Hér held ég að við séum komin að lykilspurn- ingu „Missing“. Er einstakling- urinn varnarlaus gagnvart hern- aðaryfirvöldum af hvaða toga sem þau eru spunnin? Ég get að sjálfsögðu ekki nálg- ast svarið við þessari spurningu en bendi mönnum bara á að sjá þessa hreinskiptu kvikmynd, sem ég tel að marki viss tíma- mót í kvikmyndasögunni því hér ráðast kvikmyndagerðarmenn beint gegn ríkjandi valdhöfum og láta sig engu skipta hvort um „ríkisleyndarmál" eða önnur „viðkvæm mál“ er að ræða. Og það sem meira er þeir fá óáreittir að fletta ofan af spilltu ríkis- valdi en á meðan listamenn hins vestræna heims eru þannig frjálsir að gagnrýna sitt eigið stjórnkerfi eru þúsundir manna austan hafs og vestan múl- bundnir. Þetta ójafnræði kom einkar vel fram í myndinni er Ed Horman kom inn á leikvang troðfullan af föngum og kallaði Jack Lemmon eftir syni sinum. Skyndilega kemur ungur maður hlaupandi niður áhorfendapallana. Ed stekkur til móts við hann grát- andi af gleði og feginleik en þá staðnæmdist ungi maðurinn og hrópar: „Þú færð að kalla á son þinn af því að þú ert amerískur ríkisborgari, en pabbi minn fær ekki að koma hér inn fyrir dyr. Ég veit að það er ekkert við því að gera en gefðu okkur að minnsta kosti ís svo við stiknum ekki Gomes ofursti." Hvílík dásemd er annars að fæðast á jarðarskika þar sem menn eru tiltölulega frjálsir og geta sagt hug sinn. f „Missing“ erum við hinsvegar minnt á að innan okkar frjálslynda þjóðfé- lags finnast menn af sama toga spunnir og blóðhundarnir í ein- ræðisríkjunum. Þannig virðist manni að Tower kapteinn, Putn- am konsúll og Patrick ofursti séu engu skárri en hinir suður- amerísku slátrar. Ed Horman er aftur fullkomin andstæða þessara manna. Hann er heiðarlegur, sáttfús og rekinn áfram af einlægri ást á barni sínu. Hann er væntanlega í fæstu tilliti frábrugðinn föður drengsins sem kallaði af leik- vanginum og bað um ís. Jack Lemmon leikur þennan Jón Jónsson allra tíma af næmi en þó er eins og kappinn stilli sig um of. Ég man vart eftir að hafa séð Lemmon jafn yfirvegaðan. Þetta á einnig við um Beth Horman eiginkonu hins horfna, sem Sissy Spacek leikur. Máski er skýringin á hinni hófstilltu túlkun þessarar skapheitu leik- ara að þeir vilja hér sýna fólk sem eins og lamast frammi fyrir nötkum veruleika einræðissam- félagsins. Undirritaður verður að játa að hann brást á svipaðan hátt við þeim veruleika sem var afhjúpaður í „Missing". Einhver óhugnaðartilfinning fylgdi manni heim á leið — enda fannst mér Ed Hormann bregða fyrir á öðru hvoru götuhorni og strætó- bílstjórinn líktist skuggalega Patrick ofursta. hann malar gull (man nokkur eftir „Network"?), með óböngnum fréttaflutningi — oftast úr fremstu víglínu. í myndarbyrjun er Connery í fréttaleit í uppskálduðu ríki í Mið-Austurlöndum. Er þar allt á suðumarki og líður þjóðin af Bandaríkjahatri. Um þverbak gengur er leiðtogi hennar er myrt- ur og er CIA að sjálfsögðu snar- lega um kennt. Hefst nú margbrotið valdatafl, hvar Connery lendir í einskonar „Kissinger-hlutverki“ á milli þjóð- anna en á ekki síður erfitt með að greina rétt frá röngu við tafl- borðið í Hvíta húsinu, þar sem forsetinn, ráðgjafar hans og yfir- „skálkur", CIA, (eru þeir ekki löngum nefndir svo?), deila um leikaðferðir. Tvær kjarnorkusprengjur Dr. Strangelove með delerium Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: MAÐURINN MEÐ BANVÆNU LINSUNA („Wrong is Right“) Leikstjórn: Richard Brooks. Hand- rit: Brooks, byggt á sögu e. Charles McCarry, The Better Angels. Kvikmyndataka: Fred J. Koenek- amp, A.S.C. Bandarísk, frá Col- umbia, 1982. Wrong is Right, eða Maðurinn með banvænu linsuna („The Man With the Deadly Lens“) eins og hún nefnist undir nýrri áróðursherferð gekk heldur hljótt hjá garði vest- an hafs. Þetta áhugaleysi Kana kemur ekki svo mjög á óvart þar sem að efnið er ærið grautarlegt, myndin byrjar með hröðum, óljós- um klippingum og nýjar og nýjar persónur skjóta upp kollinum og geysast inn og út af tjaldinu. Hins vegar á þessi hraðfleyga mynd sínar góðu hliðar, margar bráðfyndnar uppákomur og leik- hópurinn stendur svo sannarlega fyrir sínu. Efnisþráðurinn er í senn tæt- ingslegur, háðskur, absurd og al- varlegur. Þessi undirstöðuefni lag- ast ekki nógu vel saman og er þar að finna höfuðgalla myndarinnar. Sean Connery er burðarás mynd- arinnar, súperstjarna úr heimi sjónvarpsfréttamanna. Hátt skrifaður hjá flestum, og ekki síst eiganda stöðvarinnar, þar sem hleypa spennu í lokataflið, en Connery reynir sem mest hann má að bera klæði á vopn — og fá sem kyngimagnaðastar fréttir. Það sem vakað hefur fyrir Brooks, er vafalaust að gera háðs- lega ádeilu á hið ótrygga ástand í heimsmálunum og þá ósvífnu blaðamennsku sem byggist á það hroðalegum fréttum af ofbeldi og djöfulskap mannskepnunnar að meðaljónarnir þyrpast að skján- um. Hann reynir að gefa innsýn í veröld þar sem erfitt er að greina helga frá heiðnum, hryðjuverka- menn frá morðingjum með lög- gilta pappíra upp á vasann, rétt frá röngu. Sökum brokkgengs handrits, sem annað veifið ljómar af orð- heppni og gálgahúmor í besta lagi en hitt fyllist af vandlætingu á brestum mannanna og öllum heimsins áhyggjum, tekst Brooks ekki að ná ákveðnum, skírskotandi tökum á Manninum með banvænu linsuna. Þegar best lætur minnir hún á góðan MASH-þátt. Eða Dr. Strangelove með óráði. Ef maður, hins vegar, horfir framhjá þessum handritsgöllum, má eins og fyrr segir, hafa tals- vert gaman af myndinni. Hún er oftast keyrð áfram af fítonskrafti og söguhetjunum oft í munn lagð- ir ágætir brandarar. Connery er virkilega góður, hann á best heima í svona kempusatírum, (sbr. seinni Bond-myndirnar, Robin and Mari- an, Time Bandits o.fl.). Þá er leik- aravalið í minni hlutverkin áber- andi gott, ég vil einkum geta George Grizzards, John Saxon(!), Robert Webber og síðast en ekki síst góðkunningja okkar úr þeim ágætu sjónvarpsþáttum Centenni- al, Robert Conrads. Hann á í eng- um vandræðum með að koma frá sér bestu bröndurum myndarinn- ar. Ég vil gefa Manninum með ban- vænu linsuna þá heildareinkunn að ef maður fer á hana mátulega bjartsýnn, er hægt að tína til, svona hér og þar, það marga skemmtilega punkta að betur er farið en heima setið. Fátt dularfullt hér Kvíkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Dularfulla húsið („The Evictors“) Leikstjóri, framleiðandi og hand- ritshöfundur: Charles B. Pierce. Tónlist: James Mendoza-Nava. Kvikmyndataka: Chuck Bryant. Aðalhlutverk: Vic Morrow, Michael Parks, Jessica Harper, Sue Ann Langdon. Bandarísk, frá American Internat- ional Pictures. Gerð 1979. Líkt og nafnið bendir til, fjall- ar Dularfulla húsið um mátulega afvikið, drungalegt hús og íbúa þess sem eiga sér einskis ills von. Að þessu sinni þurfa þeir þó ekki að sæta ofsóknum fjanda af öðr- um heimi heldur geðbilaðra morðingja, en af veikum mætti er reynt að útskýra í myndinni hví þeir vilja alla eigendur húss- ins feiga. Sem sagt, úttuggið efni sem sést hefur áður í svipuðum út- gáfum í fjölda kvikmynda og sjónvarpsmynda allt frá Psycho til The Amityville Horror, Part II. Svo sannarlega má lengi hressa uppá gömul þemu með frískleg- um vinnubrögðum og frumlegum hugmyndum, en hvorugt er til staðar í því Dularfulla húsi sem hér ber fyrir augu. Það ætti þó engum að koma á óvart er þeir komast að raun um að „heilinn" á bak við myndgerðina er Charl- es B. Pierce. En náunginn sá skipar sér nokkra sérstöðu í kvikmyndaheiminum í dag sem einn af sárafáum kvikmynda- gerðarmönnum sem þrauka af við gerð B-mynda. Óþarft er að tíunda hér þátt eins frekar en annars sem við- riðnir eru gerð þessarar filmu en ósanngjarnt væri þó að geta þess ekki að í ein þrjú, fjögur skipti myndaðist óhugguleg spenna á tjaldinu og örfáir „sjokk- effektar" virtust koma okkur, stressuðum og atkvæðalitlum höfuðborgarbúum úr jafnvægi. En það þarf nú kannske ekki svo mikið til á þessum síðustu og verstu ... Atkvæðalitlir leikarar í aóalhlutverkum í imiartuiia husinu, þau Michael Parks og Jessica Harper. Uiijtiimium

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.