Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 23 Síðasti konungur ítala látinn í Genf Kóm, 18. mar8. AP. SÍÐASTI konungur ítala, Umberto II, lést í dag í Genf í Sviss ad því er Falcone Lucifero, fyrrum yfirmaður hirðarinnar, tilkynnti í Róm. Umberto II var 78 ára að aldri þegar hann lést og hafði lengi verið mjög sjúkur. Umberto II var neyddur í útlegð árið 1946 eftir að hafa setið á kon- ungsstóli i aðeins 26 daga og alla tíð síðan barðist hann fyrir því að fá að snúa heim. í fyrra, þegar hann var rúmfastur vegna mein- semdar í beinum, fór hann fram á það að fá að sjá í síðasta sinn ít- ölsku borgirnar Torínó, Napólí og Róm og tóku landar þeirri bón hans almennt mjög vel. í febrúar sl. tók þingið fyrsta skrefið í þá átt að afnema bannið við dvöl kon- ungsfjölskyldunnar í landinu og studdu það allir flokkar nema kommúnistar, sem sátu hjá. Faðir Umbertos, Victor Emm- anuel III, var konungur á Ítalíu á valdatíma Mussolinis, 1922—43, en raunveruleg völd hans voru engin. Hann sagði af sér 9. maí 1946 í þeirri von, að konungsveldið Leikhúsið í Epidaurus und- ir skemmdum Aþenu, 18. marz. AP. HIÐ forna hringleikahús í Epidaur- us í Suður-Grikklandi er við að láta undan þunga nær 500.000 ferða- manna, sem taka sér sæti þar á hverju ári. Skýrði talsmaður grísku fornleifastofnunarinnar frá þessu f gær. Sagði hann, að sætin, sem eru úr steini, hefðu sigið „marga senti- metra“, frá því að hringleikahúsið var byggt á fjórðu öld fyrir Krist. Óttast fornleifafræðingar, að leik- húsið, sem tekur 20.000 áhorfendur, þegar það er fullt, kunni á næstunni að verða fyrir verulegum skemmd- um, ef ekkert verður að gert. Það er eitt stærsta hringleikahús Grikk- lands. Þá sagði talsmaðurinn ennfrem- ur, að nútíma leiksviðsútbúnaður, sem komið er fyrir í þessu forna leikhúsi til notkunar við árlegar sumarsýningar á hinum grísku harmleikjum frá því í fornöld, hefði valdið skemmdum á leikhús- inu. í framtíðinni er áformað að þekja leiksviðið með sérstökum dúk. Jafnframt á að semja áætlun um, hvernig leikhúsið verði betur varðveitt í framtíðinni, en það er eitt bezt varðveitta hringleikahús úr steini við allt Miðjarðarhaf. mætti lifa áfram og tók þá sonur hans við. ítalska þjóðin var hins vegar óánægð með tengsl Savoy- ættarinnar við Mussolini og í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní 1946 var ákveðið að afnema kon- ungsveldið. Umberto fór þá í út- legð til Portúgals. Umberto lifði fremur viðburða- snauðu lífi í útlegðinni. Hann var mikill áhugamaður um listir og ít- alska sögu, svaraði samviskusam- lega öllum bréfum, sem honum bárust, og beið alltaf eftir því að fyrrum þegnar hans kveddu hann heim á ný. Það kall kom hins veg- ar aldrei. Noregur: Dómur kveðinn upp yfir Arnfinn Nesset Þrándheimi, 18. marn. AP. ARNFINN Nesset, fyrrum forstöðumaður fyrir hjúkrunarheimili í Orkdal í Noregi, var í dag dæmdur í 21 árs fangelsi og tíu ára öryggisgæslu að fangavistinni lokinni fyrir morð á 22 sjúklingum. Umberto II þegar hann tók við kon- ungdómi á Ítalíu. Réttarhöldin yfir Nesset hafa staðið í fimm mánuði og hafa alls 130 manns borið vitni. Nesset hef- ur fylgst vel með málarekstrinum og fyllt 18 bækur með ýmsum at- hugasemdum, en hann var þó ekki viðstaddur í dag þegar dómurinn var kveðinn upp. Það tók dómar- ann hálfa klukkustund að lesa upp dómsorðið og kom þar fram, að lögreglan hefði rannsakað dauða 61 sjúklings, sem henni hefði þótt vera með grunsamlegum hætti. Þegar Nesset var handtekinn ját- aði hann strax að vera valdur að Vinnufriður tryggður í Svíþjóð á elleftu stundu Stokkhólmi. 18. mars. Frá frétU ritara Mbl., (íuðfinnu Ragnarsdóttur. SVÍAR varpa nú öndinni léttar eftir að samningar náðust í nótt við ríkis- starfsmenn. Lengi vel var útlit fyrir, að til verkfalls myndi koma en þá hefði allt innan- og utanlandsflug stöðvast og einnig ferjusamgöngur milli Svþjóð- ar, Danmerkur og Þýskalands. Ekki eru allir ásáttir um hver það er, sem er sigurvegari i þessu langa og brösótta launastríði. Kannski er það sjálf sænska þjóð- in, sem slapp við meiriháttar verkföll þótt oft munaði mjóu. Það var í síðustu viku, sem LO, verkalýðssamtökin, sömdu við at- vinnurekendur. Upphaflega höfðu atvinnurekendur boðið 0% og LO krafist þess að fá 2,2%. Eftir mik- ið þref og tæplega tólf klukku- stunda verkfall náðust samningar um 1,9% launahækkun og það, sem stríðið stóð kannski helst um, launauppbætur til jafns við þá, sem vinna í iðnaði, hjá fyrirtækj- um, sem skila hagnaði. Hér er um að ræða launauppbætur fyrir utan hina venjulegu samninga. At- vinnurekendur hafa hins vegar lengi viljað losna við launaupp- bæturnar og telja þær spilla fyrir eðlilegum samningum. Undanfar- in fjögur ár hafa launaupp- bæturnar verið hærri en kaup- hækkanirnar svo launþegar hafa af skiljanlegum ástæðum ekki viljað sleppa þeim. Það var líka um launauppbæt- urnar, sem aðalstríðið stóð hjá opinberum starfsmönnum, og alla síðustu viku bönnuðu þeir eftir- vinnu til að ýta undir kröfur sínar. Á fimmtudagskvöldið samþykktu svo allir opinberir starfsmenn 1,7% kauphækkun nema þeir, sem vinna beint hjá ríkinu. Þeir gerðu sér að vísu að góðu að fá þessa kauphækkun en þeir kröfðust þess ERLENT Óskemmtilegur farþegi Orlando, Florida, 18. mars. AP. MAÐUR að nafni Brad Gwinn lenti í óskemmti- legri reynslu með bifreið sína í vikunni. Hann fór með bifreiðina í allsherj- ar skoðun og er bifvéla- virkjarnir opnuðu vélar- lokið hrukku þeir illa við. Við þeim blasti 1,3 metra löng slanga sem sat á blöndungnum og bauð þeim byrginn. Þeim var ljóst að þeir myndu ekki hefja störf á bifreiðinni í bráð, en er fólk streymdi að til að virða ófögnuðinn fyrir sér, styggðist slangan og smaug niður með hægri framlukt- inni og hreiðraði um sig við framhjólið. Gwynn leið ekki alls kostar vel er hann ók heim, „ég horfði meira á fæturna á mér heldur en götuna, vissi ekki hvort hún gæti skriðið inn í bílinn eftir miðstöðvarhos- unurn," sagði hann. Samstarfsmaður Gwinns, Henry Lanier, bjargaði málunum, hann eyddi heilum morgni í að skrúfa framhluta bílsins í sundur og tókst loks að hafa hendur í „hári“ slöngunnar. Hann tjáði mönnum að ef enginn auglýsti eftir kvikind- inu, myndi hann sleppa því í bílskúr sinn til að halda músastofninum þar í skefjum. dauða 30 þessara manna en dró játninguna síðar til baka. Hann var ákærður fyrir 25 morð en sakfelldur fyrir 22 og eina morð- tilraun. Dagblöðin í Noregi skýra frá því, að kostnaðurinn við réttar- höldin nemi um 15 milljónum ísl. kr. Gjaldkeri réttarins segir þó, að reynt hafi verið að halda útgjöld- unum í lágmarki, jafnvel kaupun- um á 30 rottum, sem kostuðu 110 kr. hver. Þær voru notaðar til að kanna áhrif eitursins curacit, sem Nesset notaði við morðin. að auki að ríkið héldi áfram samn- ingum við þá um ráðningaröryggi þeirra án þess þó að vilja lofa vinnufriði á meðan. Ríkisstarfs- mönnum er mikið í mun að trygg- ingu fyrir því, að þeim verði ekki sagt upp þótt harðni á dalnum, og þeir hafa lengi reynt að semja um það við ríkið en án árangurs. Vegna samdráttarins er gert ráð fyrir, að á næstu árum verði ríkis- starfsmönnum fækkað um 30.000. Eftir næturlanga setu með verkfallshótunina yfir sér tókust loksins samningar um 1,7% kaup- hækkun ásamt ákvæðum um launauppbætur eftir að ríkis- starfsmönnum hafði verið lofað, að kröfum þeirra um ráðningarör- yggi yrði sinnt. Á elleftu stundu tókst að tryggja vinnufriðinn í Svíþjóð á því herrans ári 1983, eftir erfiðari samninga en nokkurn hafði órað fyrir. Veður víða um heim +3 léttskýjaö Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Brllssel Chicago Dublin Frankfurt Færeyjar Gent Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaupmannahöfn Kairó Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Malaga Mexicoborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló París Peking Perth Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vinarborg 10 rígning 15 skýjaó 17 heiðskýrt 10 skýjaó 12 skýjaó 10 rigning 15 skýjaó 14 skýjaó 4 skýjaó 10 skýjaó 2 skýjað 17 heióskirt 14 heióskírt 27 heióskirt 6 skýjað 25 heióskirt 20 skýjað 23 heióskirt 15 skýjað 19 rígning 20 heióskirt 19 léttskýjaó 17 heióskirt 26 heióskírt 25 skýjaó 3 skýjaó 32 skýjaó 7 rigning 3 skýjaó 13 skýjaó 14 heióskírt 30 heióskirt 4-2 snjóél 34 heióskirt 14 heióskirt 15 rigning 6 skýjaó 19 heióskirt 11 heióskírt 12 skýjaó 13 skýjað Þaó er húsgag hjá okku kl. 10—5 í dc inasýning ir ig KM Langholtsvotri 111, Ri símar .'17010 — .'17144 -húsgögn, ykjavík. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.