Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 45 * \ k - H i \ .<*, ■ n 11! i v n mj> VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Nú heyrist ekkert einasta bofs Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er hérna með eina spurn- ingu. Mig langaði að vita, hvort það væri ekki til neins að hafa verðlagseftirlit í landinu. Svo- leiðis var, að ég fór í búð í gær, til þess að ná mér í eitthvað til þess að lifa á, og ég varð svo undrandi á verðhækkunum á ýmsum vörum, þegar ég gekk um og skoðaði í versluninni, að ég tapaði gjörsamlega áttum. Mér finnst þetta gilda jafnt um vörur, sem maður veit að hafa verið leyfðar hækkanir á og hin- ar, sem aldrei hafa verið nefnd- ar í því sambandi, svo að ég hafi heyrt. Og þessar hækkanir nema ekki tugum prósenta nú á nokkrum mánuðum, heldur hundruðum prósenta. Þar get ég talið hreinlætisvörur og súpur til dæmis. í haust keypti ég súpupakkann á 4—6 krónur, en nú eru þær á milli 15 og 20 krón- ur pakkinn og sumar jafnvel enn dýrari. Sápustykki sem kostaði 3—5 í haust kostar nú 13,50. Þetta er sérstaklega slæmt með súpurnar sem manni þykir gott að hafa til ígripa. En þó er það eitt sem undrar mig enn nú meira, skal ég segja þér, af því að ég er af eldri kynslóð- inni, og því kynntist ég aldrei í mínu ungdæmi: Það þurfti minni hækkun á vörum i versl- unum heldur en þetta til þess að þær létu hvína í sér húsmæð- urnar. En nú heyrist ekkert ein- asta bofs í neinni þeirra. Þær hljóta að vera fjáðar þessar manneskjur. Billy Graham í sjónvarpið Kona hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Við höfum nokkrar vinkonur verið að velta því fyrir okkur, hvort ekki væri mögulegt að fá þætti með Billy Graham í sjónvarpið. Ég veit reyndar að þetta er hægt, þ.e.a.s. ef vilji er fyrir hendi, því að prédikari þessi rekur sjálfur útvarps- og sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum eftir því sem ég best veit. Þar ættu því að vera fáanlegir þættir með honum. Ég held að við öll þurfum á ein- hverju slíku að halda í sjónvarp- inu. Þar er t.d. ekki merkjanlegt á nokkurn hátt að nú er langa- fasta og aldrei fáum við bæna- stund á kvöldin í gegnum þenn- an fjölmiðil. Hins vegar er yfrið nóg af ljótum þáttum, þar sem glæpir eru í fyrirrúmi, kryddað- ir með ofbeldi og klámi. Þetta er það sem stendur til boða, þegar maður kveikir á sjónvarpinu. Eða þetta hroðalega afsprengi af tónlist, ef tónlist skyldi kalla. Eins og Hallveigar- staðir hafi gleymst Bjartur skrifar: „Kvennaathvarfið hefur nýlega verið til umræðu í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Talað hefur verið um að þörfin fyrir það hafi sýnt sig í mikilli aðsókn og nú þurfi að leggja út í byggingarframkvæmdir, ef unnt eigi að vera að sinna þessu verkefni sómasamlega. Um helgina heyrði ég á tal manna um þetta mál. Fannst þeim byrjað á öfugum enda að ráðast fyrst í bygg- ingu SÁÁ-stöðvarinnar; þeim fynd- ist eðlilegra að kvennaathvarf hefði forgang, þar eð skjólstæðingar þess væru flestir hjálpar þurfi vegna ofdrykkjuvandamála eiginmanna sinna. En það er eins og mönnum hagi gleymst Hallveigarstaðir, sem á sín- um tíma var ætlað að gegna mikil- vægu félagslegu hlutverki í þágu kvenna. Hér sýnist mér komið verð- ugt verkefni fyrir þetta mikla hús. Og nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum, hreinsa út allt skrifstofufarganið, þ.m.t. skrifstof- ur borgardómaraembættisins, og taka Hallveigarstaði og nýta sem kvennaathvarf auk þess sem þar gæti einnig verið til húsa alhliða fé- lagsmiðstöð fyrir íslenskar konur." Berjist fyrir jafnrétti í raun Katrín skrifar: „Velvakandi. Ég vil byrja á því að þakka Margréti Matthíasdóttur fyrir greinar hennar. Einnig vil ég þakka Albert Guðmundssyni, Frið- rik Sophussyni og Birgi ísleifi Gunnarssyni fyrir tillögur þeirra um skattajöfnun. Svokallaðar kvenréttindakonur berjast einungis fyrir hagsmuna- málum útivinnandi kvenna, t.d. með kröfum um fleiri leikskóla og dagvistarheimili. Hvað oft hefur ekki heyrst talað um jafnrétti fyrir allar konur til að velja sér störf, þ.e. úti víð eða heima? En hvað er það í raun? Ef kona óskar að vera heima og ala upp börn sín sjálf, er hún hlunnfarin bæði í sköttum, fæð- ingarorlofsgreiðslum, sjúkradag- peningum og e.t.v. fleira. Síðast en ekki síst er heimavinnandi hús- móðir ekki metin að verðleikum þrátt fyrir samfélagslegan sparn- að hennar, t.d. vegna barnagæslu. Hví skyldu húsmæður kjósa konu á þing, ef hún sinnir í engu að berjast fyrir hagsmunamálum þeirra og lætur óátalið að þeim sé refsað fyrir að vera heima? Hvaða réttlæti er í því, að tvö heimili með sömu laun eru skattlögð svo mis- jafnlega, eftir því hvort fyrirvinn- an er annað hjóna eða bæði? Þið sem kallið ykkur jafnréttis- konur og baráttukonur. Berjist fyrir jafnrétti í raun. Þá munum við kjósa ykkur." „Hvers vegna hættið þið ekki þessum barnalega málflutningi, rallarar: „Að þið hljótið að mega, úr því að aðrir geri það?““ Hvers vegna hættið þið ekki þessum barnalega málflutningi, rallarar: „Að þið hljótið að mega, úr því að aðrir gera það?“ Skopmyndir með fréttinni í DV af Náttúruverndarráði í tjaldi á Auðkúluheiði og tor- færutröll á syndandi kafi í drullu við hliðina á því er að mörgu leyti táknræn, sé heim- skulegum texta, sem fylgir myndinni, sleppt. Hún sýnir, svo ekki verður um villst, fjárvana Náttúruverndarráð, sem vill gera meira og betur, en stendur máttvana frammi fyrir ósköp- unum, sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og embættismenn styðja og leyfa með aðgerðaleysi sínu og sofandahætti.“ Mundi meÖ gleði taka stjórn þessa félags að sér A.E. skrifar: „Velvakandi. Ég er bara gömul einmana kona, en er í byggingarfélagi Sam- taka aldraðra í Reykjavík, hef ver- ið í því félagi frá upphafi og greitt mitt árlega félagsgjald. Eg hef beðið eftir íbúð, sem mér hentar, ( fjölmennu öldrunarhúsi, með fé- lagslegri aðstöðu, svo að mér leið- ist ekki síðustu elliárin. En nú er liðið hátt í áratug og ennþá bíð ég og sé ekki bóla á því, að félagsstjórnin standi við það, sem hún hefur lofað okkur. Ég veit, að í mörg hundruð manna fé- lagi eru synir og dætur gamla fólksins vel menntað fólk, sem myndi með glöðu geði taka stjórn þessa félags að sér. Þess vegna, öldnu vinir, látið í ykkur heyra og hættið að trúa á loforð, sem vitað er að verða svik- ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Ekki ölmusa heldur hjálp — Blaöamaður Morgunblaðsins í Póllandi Ég skyldi þó ekki hafa oröiö smeyk? — Blaöamaöur Morgunblaösins í Líbanon Magnast togstreitan milli Kohls og Strauss? — Blaöamaöur Morgunblaösins í Vestur-Þýzkalandi Fólkiö hans Smileys Heimilistölvur Burt Reynolds svaf hér Gjóstur af landnoröri Atvinnumenn í íþróttum Skúrkarnir frá kreppuárunum Þaö sem pils og kjólar hylja Moshe Ahrens — svipmynd á sunnudegi Veröld — Gárur — Reykjavíkurbréf — A förnum vegi Pottarím — Á drottins- degi — Velvakandi — Popp Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.