Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 VIÐSKIPT! VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Fundur Ráðgjafanefndar EFTA: Áhyggjur vegna stuðnings- og verndaraðgerða FJÖLMARGIR fulltrúar á fundi Ráðgjafanefndar EFTA í Genf í liðinni viku lýstu yfir áhyggjum sínum vegna sívaxandi fjölda fjölbreytilegra stuðnings- og verndaraðgerða, sem hvert ríkið á fætur öðru hefur gripið til að undanförnu. Meðal verndaraðgerða, sem nefndar voru, voru alls konar tæknilegar hindranir, svo sem sí- breytilegir staðlar, „samkomulag" um takmarkanir á útflutnings- magni, „samkomulag" um lág- marksverð og skipulagðar tafir við tollafgreiðslu vara. Sem dæmi var nefnt að í Frakklandi er aðeins starfandi ein tollafgreiðslustöð langt frá París með mjög fáu starfsfólki, sem tollafgreiða má videotæki, þannig að biðtími eftir tollafgreiðslu skiptir mörgum vik- um. Þá var og rætt um enn aukna beina ríkisstyrki til fyrirtækja, rikisrekin fyrirtæki og niður- greiðslur vaxta af útflutningslán- um. Á fundinum kom fram sú skoð- un, að ef svo héldi sem horfði myndi raunveruleg fríverzlun líða undir lok og að þegar litið væri til lengri tíma myndu afleiðingarnar óhjákvæmilega verða enn aukið atvinnuleysi og versnandi lífskjör. Um 32 milljónir manna eru nú atvinnulausar í OECD-ríkjunum og hafi stjórnvöld sums staðar lát- ið undan þrýstingi um skamm- tíma lausn aukinna verndarað- gerða gegn betri vitund vegna hræðslu við að ná ekki endurkjöri ella. A fundinum var sérstaklega lýst eftir stjórnmálamönnum, sem hefðu pólitískan kjark til að standa og falla með þeim skoðun- um, sem þeir teldu réttar hverju sinni. Fulltrúar verkalýðshreyf- inganna lögðu áherzlu á að auka þyrfti hagnað og hagnaðarvon iðnfyrirtækja þannig að þau fengjust til að auka fjárfestingar sínar í nýjum fyrirtækjum og voru fulltrúar á einu máli að þetta væri vænlegasta leiðin til að vinna bug á atvinnuleysinu og til að bæta lífskjörin. Þá var lögð fram á fundinum skýrsla efnahags- og fé- lagsmálanefndar EFTA, sem rannsakað hefur aðgerðir í vefjar- og fataiðnaði EFTA-ríkjanna und- anfarin tvö ár. Fram kemur í skýrslunni, að það eru einkum Noregur og Sví- þjóð, sem styrkt hafa fyrirtæki í þessum greinum með beinum rík- Smásala dróst saman um 3% í V-Þýzkalandi SMÁSALA dróst saman um 3% í janúarmánuði sl. í Vestur-Þýzka- landi, ef hún er borin saman við janúarmánuð 1982, samkvæmt upp- lýsingum vestur-þýzku hagstofunn- ar. Smásöluverð hækkaði um 4% á þessu tímabili, sem er aðeins yfir verðbólguhækkuninni, sem var liðlega 3,5%. isstyrkjum, enda þótt fækkun starfsfólks í þessum greinum hafi orðið mest hjá þeim. Nefndin var- aði við sérstökum aðgerðum af þessu tagi og hvattti ríkisstjórnir þessara ríkja til að hætta þeim með öllu. í umræðum um alþjóðleg gjald- eyrisviðskipti lýsti fulltrúi Efna- hagsbandalagsins gengisstefnu ýmissa ríkja sem hinni „nýju verndarstefnu". Voru menn á eitt sáttir að mjög brýnt væri að bæta núverandi kerfi alþjóðlegra gjald- eyrisviðskipta, áður en verra hlyt- ist af en orðið er, en tóku að öðru leyti undir þær skoðanir, sem að framan er lýst. Fyrir íslands hönd sátu fundinn þeir Davíð Schveing Thorsteins- son, Guðmundur H. Garðarsson, Páll Sigurjónsson, Agnar Tryggvason, Ólafur Davíðsson og Ragnar S. Halldórsson. Hagnaður Bergensen um 100 milljónir dollara Eitt fárra skipafélaga með hagnað af rekstri á síðasta ári NORSKA skipafélagið Sig. Bergensen tilkynnti nýverið, að veru- legur hagnaður hefði orðið af rekstrinum, þrátt fyrir hinar miklu þrengingar í skipaútgerð þar í landi og víðar. Rekstrarhagnaður félagsins var í námunda við 100 milljónir dollara, borið saman við 85,8 milljón dollara hagnað á árinu 1981. Á síðasta ári rak Bergensen 43 skip, sem eru samtals um 7,6 milljónir DWT og hafa möguleika til flutninga á 668.000 rúmmetrum. Þessi niðurstaða er athygl- isverð fyrir þær sakir, að at- vinnuleysi hefur verið veru- lega vaxandi í Noregi á síðustu misserum, auk þess sem norsk skipaútgerð hefur átt í veru- legum rekstrarörðugleikum og kaupskipafloti heimsins hefur ekki verið minni um langt ára- bil. Talsmaður Bergensen sagði að stórflutningar félagsins hefðu gengið sérlega vel á síð- asta ári og væru þeir aðal- ástæðan fyrir þessari góðu út- komu. Hvað framhaldið varð- aði þá væri ekkert hægt að segja um það. Mikil óvissa ríkti ennþá í efnahagsmálum iðnríkjanna og reyndar flestra ríkja. Hins vegar væru um- samin verkefni Bergensen með því bezta í sögu félagsins, þannig að ekki væri ástæða til mikillar svartsýni á næstu mánuðum. Flest flugfélög rekin með tapi Delta með tap f fyrsta sinn síðan 1948 Miklir erfiðleikar hafa verið í flugrekstri undanfarin misseri, sem hefur m.a. komið fram í miklum taprekstri flestra flugfélaga heimsins undanfar- in ár. Árið 1982 varð lítil undantekning frá þessu, samkvæmt upplýsingum frá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga. í nýlegu yfirliti segir m.a., að Delta-flugfélagið bandaríska, sem hefur verið rekið með hagnaði allt frá árinu 1948, hafi komið út með 17,1 milljón dollara tapi á síðasta ári, borið saman við 91,6 milljón dollara hagnað á árinu 1981. Tap bandaríska flugfélagsins Pan Am var liðlega 450 milljónir dollara á síðasta ári og virðist ekkert lát vera á erfiðleikum fé- lagsins. Bandaríska flugfélagið TWA tilkynnti fyrir skömmu, að tap fé- lagsins fyrir skatta á síðasta ári væri í námunda við 44,5 milljónir dollara, borið saman við 28,3' milljónir dollara á árinu 1981. Þá má nefna, að bandaríska fraktflutningafélagið Flying Tig- ers var með um 72,6 milljóna doll- ara tap á síðasta ári, en til sam- anburðar var tap félagsins á árinu 1981 um 22,9 milljónir dollara. Ekki var þó tap á öllum banda- rísku félögunum, því United til- kynnti fyrir skömmu, að hagnaður upp á 2,2 milljónir dollara hefði orðið af rekstri félagsins á síðasta ári. Franska ríkisflugfélagið Air heimsins árið 1982 France var með tap upp á 120 milljónir dollara á árinu 1982, sem er um tvöfalt meira tap en á árinu 1981. Þá varð um 19,5 milljón dollara tap á rekstri hollenzka flugfélags- ins KLM á síðasta ári, borið sam- an við liðlega 2,8 milljónir dollara á árinu 1981. Þá má skjóta því að, að tap Flugleiða á síðasta ári var í nám- unda við 100 milljónir króna, sem er nálægt 4,8 milljónum dollara á genginu í dag. Tapið má að stærst- um hluta rekja til þess, að stjórn félagsins ákvað að afskrifa eign Flugleiða í Cargolux upp á 62 milljónir króna, auk þess sem fé- lagið varð fyrir gengistapi upp á um 40 milljónir króna. Sömdu greinar- gerð um störf kjörinna endurskoðenda VERZLUNARRÁÐ íslands hefur látið taka saman greinargerð um starfssvið kjörinna endurskoðenda hjá félögum og fyrirtækjum. í greinargerðinni er tiltekið hvaða þættir séu í verkahring kjörinna endurskoðenda og hver sé eðlileg verkaskipting og sam- vinna milli þeirra og löggiltra endurskoðenda. Greinargerðin var rædd á stjórnarfundi í Verzlun- arráðinu á dögunum og samþykkt. Hún er fáanleg á skrifstofu ráðs- ins. ________ 49. ársþing FÍI á miðvikudaginn FÉLAG íslenzkra iðnrekenda boðar til 49. ársþings síns miðvikudaginn 23. marz nk. í Kristalssal Hótels Loftleiða og hefst þaö með setn- ingarræðu Víglundar Þorsteinsson- ar, formanns félagsins, klukkan 11. Að ræðu Víglundar Þorstefns- sonar lokinni mun Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra flytja ræðu. Þá verður gert mat- arhlé. Eftir hádegisverð verða flutt er- indi. Björn Jóhannsson mun fjalla um rekstrarfjármögnun, Brynjólf- ur Bjarnason um langtímalán iðn- aðar og Kristján Jóhannsson um eiginfjármögnun og áhættufé. Þá verða bornar upp og ræddar ályktanir ársþingsins áður en til þingslita kemur. Minna á alþjóð- legar vörusýning- ar í Búlgaríu VERZLUNARRÁÐ íslands hefur fengið bréf frá Verzlunarráði Búlgaríu, þar sem beðið er um að vekja athygli íslenzkra kaupsýslu- manna á tveimur alþjóðlegum vörusýningum, sem haldnar verða í Plovid í ár. Hin fyrri er fyrir ýmsar neyzluvörur og verður haldin 9.—15. maí, en hin síðari er fyrir tæknibúnað og verður haldin 26. september til 3. október í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.