Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 19 I Geisli kominn út á norsku — í þýðingu Knut Ödegárds ÞEKKTASTA kvæöi Einars Skúlasonar, Geisli, sem fjallar um Ólaf konung helga og jarteikn, sem urðu eftir píslarvættisdauða hans á Stiklastöðum 1030, hefur verið snarað á norsku og nú borizt Morgunblaðinu. Norska skáldið Knut Ödegárd hefur þýtt kvæðið það hefur verið gefið út í viðhafn- arútgáfu í Noregi. Kvæðið er þýtt á norskt landsmál, eins og Lilja Eysteins Ásgrímssonar, sem öde- gárd þýddi einnig á sínura tíma við góðar viðtökur í Noregi. Geisli er myndskreyttur af Björn Björneboe, sem hélt sýn- ingu á teikningum sínum hér á landi ekki alls fyrir löngu við góðar viðtökur. Hann hefur gef- ið Hallgrímskirkju grafíkmynd- ir eftir sig og eru þær til sölu, til styrktar kirkjunni. Það er norska útgáfufyrir- tækið Tiden norsk forlag, sem gefur Geisla út. Fremst í bókinni er ritgerð eftir Knut ödegárd um ljóðið og skáld þess, Geisli — Guðdóm- lega ljósið, og var ritgerðin á sínum tíma birt í Lesbók Morg- unblaðsins í þýðingu séra Sig- urjóns Guðjónssonar. Aftan við hana er ítarleg heimildaskrá og kemur þar fram að Ödegárd hefur lagt útgáfu Finns Jóns- sonar af Geisla til grundvallar þýðingu sinni. Þessi nýja við- hafnarútgáfa af Geisla er 83 blaðsíður. í henni eru margar teikningar tengdar efninu, með- al annars af Niðarósdómkirkju. Bókin er í stóru broti og í við- hafnarbandi, eins og Lilja á sfn- um tíma. Einar Skúlason var eitt margra íslenzkra skálda, sem tengdust norska konungsvald- inu á miðöldum. Hann var ekki einungis hirðskáld, heldur auk þess stallari hjá Eysteini kon- ungi á 12. öld. Snorri getur Ein- ars oft í Heimskringlu. Geisli var frumfluttur í Nið- arósdómkirkju 1153. Björn Björneboe er prestur við þá sömu kirkju. Hann er kunnur teiknari í Noregi og iðkar þá list ásamt pretsstarfi sínu. Knut Ödegárd er íslendingum að góðu kunnur. Hann hefur þýtt ljóð íslenzkra skálda á norsku og úrval af ljóðum hans sjálfs Knut Ödegárd hefur verið gefið út á íslenzku. I tilefni af þýðingu hans á Lilju Eysteins Ásgrímssonar birtist samtal við hann í Lesbók Morg- unblaðsins. í niðurlagi ritgerð- ar sinnar um Geisla segir Knut Ödegárd m.a: „Það er ekki fyrr en með „Geisla", að við komum auga á manninn, einstakling- inn, sem lifað hafði skugga- tilveru í ættarsamfélaginu, en birtist nú í sögu okkar. Eins og meistarinn fæddist meðal þeirr- ar þjóðar í heiminum sem mest mat blóðböndin og stofnaði þar nýtt heimssamfélag um leið og hann rauf þau, þannig átti ólaf- ur eftir dauða sinn að rísa upp í norrænni vitund og vísa veginn til nýrrar og óþekktrar sam- ábyrgðar: Samfélags sem miðar fyrst og fremst við einstakling- inn. Einstaklingurinn kemur fram og er viðurkenndur sem meðbróðir í andlegri einingu sem nær til hvers manns. Fyrir ólaf, ekki fyrir Ólaf Haraldsson eða ólaf digra, heldur fyrir heilagan ólaf, nær kristindómurinn til hjartans: hið harða og kalda hjarta fær lækningu. Lindir spretta upp. í norðlægu landi myndast rúm fyrir hinn innra mann. Og út frá lindunum, sem spretta upp í norskum grýttum heimi, rís umbreytt náttúra, steinninn rís hátt í dómkirkju fyrir manns- hjörtu." Þess má loks geta, að mikil listadagskrá er haldin um þess- ar mundir f Munch-safninu f Osló og er hún á vegum lista- safna höfuðborgarinnar. Þar hefur verið fslenzk dagskrá, sem Knut Ödegárd annaðist, ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur konu sinni: Island í orði og tón- um. Þar kynnti skáldið Geisla og Lilju, en las auk þess upp ljóðaþýðingar eftir sjálfan sig á verkum íslenzkra samtíma- skálda, þeirra ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Einars Braga, Jóns óskars, Stefáns Harðar Grímssonar, Matthfasar Jo- hannessen og Þorsteins frá Hamri. Fyrirlestr- ar um félags- ráðgjöf DAGANA 19.—30. mars nk. dvelur hér á landi próf. Bengt Börjeson. Ferð hans hingað til lands er á veg- um Stéttarfélags íslenskra félags- ráðgjafa og Félagsvísindadeildar Háskóla fslands. Prófessor Bengt Börjeson mun halda endurmenntunarnámskeið fyrir félagsráðgjafa um efnið: Fé- lagslegar og persónulegar for- sendur félagsráðgjafastarfsins. (Socialarbetaren og det sociala arbetets villkor). Hann mun ennfremur halda námskeið fyrir starfsfólk fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar um efnið Börn í kreppu — hið erfiða barnaverndarstarf (Barn i kris — om den svára barn- omsorgen). Prófessor Bengt Börjeson mun halda hér tvo opinbera fyrirlestra í tengslum við dvöl sína hér. Ann- ar fyrirlestur, sem er á vegum Kennaraháskóla íslands verður þ. 22. mars kl. 20.30 f Kennarahá- skólanum og fjallar um efnið Fé- lagsleg áhrif kennslustarfsins (Undervisningens sociala konse- kvenser). Hinn fyrirlesturinn er á vegum Félagsvísindadeildar Há- skóla íslands þ. 28. mars kl. 20.30 og fjallar um efnið: Hvað aðgrein- ir félagslegt meðferðarstarf og sállækningar (Psykosocialt arbete og psykoterapi — hvad skiljer, hvad forenar?) Fyrirlestrarnir, sem eru öllum opnir er áhuga hafa á, verða aug- lýstir nánar siðar. Ot\óde ^ 3 sýn^^W^ídað sérstaka a\uð 09 WJg ‘ltí^a,brt9ð'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.