Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 17 Hamrahlíðarkórinn í gömlum og nýjum farvegi Hljóm rrm7TT^ Árni Johnsen Hamrahlíðarkórinn hefur stækkað tónlistarsvið íslenzkrar menningar með blómlegu starfi í 15 ár undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Nýjasta verkefni kórsins er hljómplatan Öld hrað- ans, þar sem kórinn syngur 15 gömul og ný lög. Gömlu lögin eru t.d. Islands farsælda frón, Fag- urt galaði fuglinn sá, Vísur Vatnsenda-Rósu og Abba- Labba-Lá, en af höfundum nýrra laga má nefna Atla Heimi Sveinsson, Pál P. Pálsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Söngurinn á hljómplötunni Öld hraðans er afar góður, eins og Hamrahlíðarkórsins er von og vísa, en iagavalið höfðar ekki til vinsælda að mínu mati, og reyndar er það staðreynd að mjög þröngur hópur utan kórfé- laga sjálfra hefur yndi af þeim nýtstárlegu lögum sem þekja meirihluta plötunnar, en auðvit- að hafa kórfelagar gaman af því vegna þess að það er erfitt og reynir á hæfni í túikun viðfangs- efnisins. Ekkert ský á himninum er eins, og ekkert lag er eins, en mörg nýrri laganna á Öld hrað- ans eru óttalega lík og litlaus, jafnvel þótt svo frábær kór sem Hamrahlíðarkórinn fari þau höndum af mikilli natni. Það er þó virðingarvert að Þorgerður Ingólfsdóttir skuli hafa þor og þrek til þess að kynna þannig íslenzka tónlist, án nokkurs hiks, en tímans tönn mun siðan skera úr um, hvað stendur upp úr, hvað verður kveikja til nýrra átaka í þágu tónlistargyðjunnar á íslandi. Hin gamalkunnu lög á plöt- unni eru á sinn hátt fastur iiður í hjartalagi söngvins fólks á ís- landi, en nýrri þátturinn er sem fyrr segir, í takt við tímans rás á vettvangi tónskálda, þar sem miklu virðist skipta, að laglínan höfði ekki til hins almenns borg- ara. Þó er því ekki að neita að sérlega vönduð túlkun Hamra- hlíðarkórsins 'glæðir þessa tón- list meira lífi en maður skyldi ætla að væri unnt. Menntaskólinn við Hamrahlíð tók til starfa haustið 1966, og ár- ið éftir stofnaði Þorgerður Ing- ólfsdóttir skólakórinn, þegar hún hóf kennslu við skólann. Síðan hafa allir kórfélagar verið nemendur skólans, svo árlega verða miklar breytingar á kórn- um, en það hefur reynst söng- starfinu vel, að gamlir nemend- ur skólans hafa komið til liðs við sinn gamla kór. Kórinn hefur víða komið fram, bæði innan lands og utan. I kórstarfinu er lögð áherzla á að kynna tónverk frá ýmsum tímabilum, og á efn- isskrá kórsins er jöfnum hönd- um innlend og erlend tónlist, ailt frá miðöldum og fram á okkar daga. Fjöldi tónskálda, ísienzkra og erlendra, hefur tileinkað kórnum verk sín og samið sér- staklega fyrir hann, og eru tón- verkin á 2. hlið þessarar plötu meðal þeirra. Þoi-gerður Ingólfsdóttir fer ekki síður ótroðnar slóðir í laga- vali fyrir kór sinn og á hún heið- ur skilið fyrir það, þótt maður falli ekki í stafi yfir lögunum eða textanum, en mikið væri spenn- andi að heyra Hamrahlíðarkór- inn á ný flytja úrval fallegra og söngvinna laga, sem jafnvel eru aðallega þekkt sem dægurlög, en flokkast vissulega undir sigild lög. í slíkri fjörlegri efnisskrá myndi Hamrahlíðarkórinn njóta sín vel með alla sína lífsgleði og öruggan söng. Að minnsta kosti væri það skemmtilegt í bland. Laugrardacj kl. 10-4 og sunnudag frá kl. 1 - SYNUM: NYJA BILA: 323 allar gerðir 626 bíl ársins frá Japan allar gerðir 929 Sedan og Hardtop (mjög fáir bílar til ráðstöfunar) 929 Station er því miður uppseldur NOTAÐA BILA: Glæsilegt úrval af notuðum Mazda bílum í 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgð. Meðal annars: Gerð Arg. Ekinn 929 LTD 4 d. ’82 20.000 626 Sedan 4 d. '82 12.000 626 Hardtop 2 d. ’82 12.000 323 Saloon sj.sk. '82 16.000 323 3 d. sj.sk. '82 14.000 929 4 d. ’81 • 11.000 626 Hardtop 2 d. '81 21.000 323 5 d. sj.sk. ’81 11.000 929 Station sj.sk. ’80 31.000 626 Sedan 4 d. '80 43.000 Við bjóðum ykkur ennfremur að reynsluaka hinum nýja framdrifna Mazda 626. Eftir það er auðskilið af hverju hann var kosinn bíll ársins 1983 í Japan. Verið velkomin um helgina! BILABORG HF Smiöshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.