Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.1983, Blaðsíða 48
j^uglýsinga- síminn er 2 24 80 muni() trulofunarhrinjia litmvndalistann fffi) <@ull & é>tlíur Laugavegi 35 LAUGARDAGUR 19. MARZ 1983 r 'r ; Sprengt í Loömundarfirði Vatnssúlan stígur hátt til himins, þegar ein af sprengjunum úr flaki El Grillos er sprengd á Loðmundarfirði. Skipverjar á varðskipinu Þór og sprengjusérfræðingar fóru með þrjár sprengjur í Loðmundarfjörð í fyrradag og sprengdu þær. Sjá frásögn og fleiri myndir í midopnu. Morgunbladid/Kristján Þ. Jónsson. Lóðaframboð í Reykjavík: Um 2.850 lóðum verður út- hlutað á þessu kjörtímabili - 41,7% í einbýli, 27,3% í raðhúsum og 31% í fjölbýli Galfoway holdanauta- stofninn í Hrísey: Fyrsti naut- kálfurinn af 3. ætt- lið fæddur FYRSTI nautkálfurinn af 3. ætt- lið fæddist í einangrunarstöðinni í Hrísey þann 14. mars sl. Hann er 87,5% Galloway, eða með öðrum orðum er hann 87,5% út af innfluttu sæði úr Galloway-nautum í Skotlandi. Að öllu eðlilegu munu fæðast kálfar undan þessum nautkálfi eftir rösklega 2 ár. Verða þeir þá 44% Galloway ef mæðurnar eru hreinræktaðar íslenskar kýr. Refa- og minka- skinn hækka REFA- og minkaskinn hækkuðu í verði á uppboðum á Norður- löndunum í þessum mánuði. Á uppboði sem nýlega lauk í Kaup- mannahöfn hækkuðu minka- skinnin um 5—10% miðað við janúaruppboðin. Svartminka- skinn seldust að meðaltali fyrir 577 íslenskar krónur en brún- minkaskinn fyrir ura 600 krónur. Refaskinnin sem lækkuðu um 25—30% á fyrstu uppboð- unum í haust eru nú heldur á uppleið aftur. Á uppboðið í Kaupmannahöfn komu 380.000 finnsk refaskinn, 98% þeirra seldust og var meðalverðið 885 krónur íslenskar. Er það held- ur betra verð en fékkst í janú- ar. í vetur koma á hinn vest- ræna markað um 26 milljónir minkaskinna og er það mesta magn sem framleitt hefur ver- ið. Ekki verður þó annars vart en að markaðurinn ætli að þola aukninguna. Lokeren vildi fá 11 milljónir kr. fyrir Arnór - Salan til Ipswich gekk til baka Framkvæmdastjóri Ipswich, Bobby Fergusson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag, að Ipswich hefði ekki fengið at- vinnuleyfi í Englandi fyrir Arnór Guðjohnsen og því mun ekkert verða af því að hann fari til fé- lagsins. Þá segir Fergusson frá því að Lokeren hafi viljað fá 350 þús- und sterlingspund fyrir Arnór. En það eru um 11 milljónir ís- lenskra króna. Sjá frétt á íþróttasíðu. LÓÐAFRAMBOÐ í Reykjavík á þessu kjörtímabili verður um 2.850 lóðir og eru þessar lóðir við Grafarvog, í Selási, í Ártúnsholti, í Nýjum miðbæ og við Jaðarsel. Þar á meðal eru og lóðir fyrir söluíbúð- ir aldraðra og hafa verið tekin til athugunar fjögur svæði í borginni til þeirra nota. Því verður um að ræða um 712 íbúða meðaltalsút- hlutun á ári á þessu kjörtímabili, en þess má geta að á síðasta kjörtímabili, þegar vinstri meiri- hlutinn var við völd, var úthlutað um 400 lóðum á ári að jafnaði. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og for- manni skipulagsnefndar Reykj avíkurborgar. Vilhjálmur sagði að lóðir þessar skiptust þannig, að við Grafarvog eru 960 lóðir fyrir einbýlishús, 520 fyrir raðhús og 270 íbúðir verða í fjölbýli. í Sel- ási verður úthlutað 110 lóðum fyrir einbýlishús, 190 lóðum fyrir raðhús og 144 íbúðir verða í fjölbýli. í Ártúnsholti koma til úthlutunar 150 íbúðir í fjölbýli og í Nýjum miðbæ verða 250 slíkar íbúðir. Þá verður úthlutað við Jaðarsel 25 lóðum fyrir ein- býlishús og 8 fyrir raðhús. Sam- tals er hér um að ræða 1.095 einbýlishúsalóðir, 718 raðhúsa- lóðir og 814 íbúðir í fjölbýlishús- um. Alls eru lóðirnar 2.627 tals- ins og er hlutfall einbýlishúsa- lóða í heildarframboðinu 41,7%, hlutfall raðhúsalóða er 27,3% og hlutfall íbúða í fjölbýlishúsum er 31%. Vilhjálmur sagði að auk þessa hefðu borgaryfirvöld í hyggju að reistar yrðu 220 til 240 söluíbúð- ir fyrir aldraða og þegar lægi fyrir tillaga um staðsetningu' íbúðanna. Um væri að ræða fjóra byggingareiti og væru þeir allir vestan Elliðaáa. Sagði Vilhjálmur að þessir bygginga- reitir væru í Nýjum miðbæ, í Laugardal, í Hliðahverfi og á Eiðsgranda. Varðandi framboð lóða í ár, sagði Vilhjálmur að 1.117 lóðir yrðu gerðar byggingarhæfar á þessu ári, en þar er um að ræða 390 lóðir við Grafarvog, 444 í Selási, 100 í Nýjum miðbæ, 150 í Ártúnsholti og 33 við Jaðarsel. Lóðirnar við Grafarvog skiptast þannig að 250 þeirra eru fyrir einbýlishús, 90 fyrir raðhús og 50 fyrir íbúðir í fjölbýli. í Selási er um að ræða 110 einbýlishúsa- lóðir, 190 raðhúsalóðir og 144 íbúðir í fjölbýli. í Nýjum miðbæ og í Ártúnsholti er um fjölbýl- ishúsaíbúðir að ræða og við Jað- arsel eru einbýlishúsalóðirnar 25, en raðhúsalóðir eru 8. Vilhjálmur gat þess ennfrem- ur að auk þeirra 390 lóða við Grafarvog, sem byggingarhæfar verða í ár, yrði einnig úthlutað 500 einbýlishúsalóðum í vor, sem verða byggingarhæfar árin 1984 og 1985. Vestur- og miðbær Reykjavíkur: Von á 2—3 hundruð nýjum símanúmerum „ÞAÐ ER von á því að úr skorti á símanúmerum í vestur- og miðbæ Reykjavíkur rætist áður en langt um líður þegar útbúnaður, sem keyptur hefur verið frá Kanada, kemur til landsins, en hann mun gera okkur kleift að flytja laus símanúmer milli borgarhluta,“ sagði Þorvarður Jónsson, yfir- verkfræðingur Pósts og síma í samtali við Mbl. í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum er langur biðtími eftir síma í vestur- og miðbæ vegna þess að Landsímastöðin við Austurvöll annar ekki eftir- spurn. Þorvarður kvað hins veg- ar nú laus símanúmer vera í hin- um níu stöðvunum á Reykjavík- ursvæðinu, en með tilkomu hins nýja útbúnaðar yrði unnt að flytja 200—300 laus símanúmer úr Breiðholti í símstöðina við Austurvöll til bráðabirgða. En vandinn yrði ekki að fullu leyst- ur fyrr en í byrjun næsta árs þegar 1000 ný númer kæmu til sögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.