Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 85 Bridge Arnór Ragnarsson Úrslitakeppni íslandsmótsins í sveitakeppni í dag kl. 13.30 hefst á Hótel Loftleiðum 8 sveita úrslita- keppni um íslandsmeistaratitil- inn í bridge 1983. Borist hefur fréttatilkynning frá bridgesam- bandinu og fer hún hér á eftir: „Dregið hefur verið um töflu- röð þeirra sveita sem keppa í úr- slitum íslandsmótsins { sveita- keppni 1983 á Hótel Loftleiðum. 1. Sævar Þorbjörnsson 2. Bragi Hauksson 3. Jón Hjaltason 4. Aðalsteinn Jörgensen 5. Karl Sigurhjartarson 6. Ólafur Lárusson 7. Þórarinn Sigþórsson 8. Þórður Elíasson Úrslitakeppnin hefst fimmtu- daginn 31. mars, skfrdag, kl. 13.30, önnur umferð verður um kvöldið kl. 20.00, 3. og 4. umferð á föstudag, 5. og 6. umferð á laugardag og 7. og sfðasta um- ferð á sunnudag, páskadag. Leik- ir verða sýndir á sýningartöflu nema í fyrstu umferð og fyrri hálfleik 3. umferðar. Spiluð verða sömu spil 1 öllum leikjum hverrar umferðar. íslandsmótið f tvfmenning verður haldið dagana 12.—15. maí í Domus Medica. Undan- keppni verður fimmtudag og föstudag en úrslit laugardag og sunnudag. Mótið var fyrirhugað helgina 21,—24. apríl en vegna alþingiskosninga hefur því verið frestað um 3 vikur. íslandsmótið í tvfmenning er opið öllum félögum í Bridgesam- bandi íslands og verður tekið við skráningu til hádegis 11. maí. Bikarkeppni sveita 1983 hefur verið skipulögð. Þátttökufrestur er til 15. maí næstkomandi; 1. umferð á að vera lokið fyrir 26. júnf, annari umferð fyrir 24. ágúst, 3. umferð fyrir 25. september og undanúrslitin og úrslitin verða síðan spiluð helg- ina 8.-9. október. Þátttökugjald verður kr. 1.000 á sveit og af því fer 80 prósent í ferðastyrk. Dregið verður í allar umferðir. Helgina 15.—17. apríl verður haldið tvfmenningsmót á vegum Samvinnuferða/Landsýnar og Bridgesambands íslands. Ekki er enn fullfrágengið hvaða form verður á mótinu en þátttaka verður öllum opin. Mjög glæsileg verðlaun verða í boði, bæði f formi ferðavinninga þar sem ítölsku stórstjörnurnar Bella- donna og Garozzo koma við sögu og einnig verða peningaverðlaun fyrir allt að 10 fyrstu sætin.“ Bridgefélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag lauk þriggja kvölda board a match-keppni hjá félaginu. Geysihörð barátta var um efsta sætið milli sveita Jóns Hjaltasonar og Þóris Sigurðs- sonar og þegar upp var staðið voru þessar sveitir jafnar að stigum, en þar sem sveit Jóns sigraði f innbyrðisleik telst hún sigurvegari mótsins. í sveit Jóns spiluðu auk hans Hjalti Elfas- son, Hörður Arnþórsson, Jón Ásbjörnsson og Sfmon Sfmon- arsson. í sveit Þóris spiluðu auk hans Ágúst Helgason, Ásmund- ur Pálsson, Guðlaugur Jó- hannsson, Karl Sigurhjartarson og örn Arnþórsson. Röð efstu sveita á mótinu varð annars þessi: Jón Hjaltason 128 Þórir Sigurðsson 128 Þórarinn Sigþórsson 117 Sævar Þorbjörnsson 113 Bragi Hauksson 107 Jón Þorvarðarson 107 Aðalsteinn Jörgensen 106 Síðasta keppni félagsins á þessu starfsári er Butler tvfmenningskeppni, sem hefst 6. aprfl, stendur f fjögur kvöld og lýkur 4. maf. Þeir, sem hyggja á þátttöku, en hafa ekki tilkynnt það ennþá, eru minntir á að skrá sig f síð- asta lagi 4. aprfl hjá formanni, s. 72876, eða öðrum stjórnarmanni. Einnig mun liggja frammi þátt- tökulisti á íslandsmótinu á Hót- el Loftleiðum 31. mars—3. apríl. Bridgefélag kvenna Staðan f aðalsveitakeppninni eftur 8 umferðir er þessi: Alda Hansen 118 Þuríður Möller 106 Hrafnhildur Skúladóttir 99 Aldfs Schram 98 Guðrún Bergsdóttir 86 Anna Lúðvíksdóttir 79 Nokkrir af beztu bridgespifurum landsins sem taka þátt í úrslitakeppninni um páskana. Talið frá vinstri: Karl Sigurhjartarson, Guðlaugur R. Jó- hannsson, Símon Símonarson, Jón Hjaltason, Ásmundur Pálsson, örn Arnþórsson, Símon Símonarson og Guðmundur Pétursson. Það eru 5 umferðir eftir, en ekkert verður spilað á næsta mánudag, annan i páskum. Bridgefélag Hornafjarðar Staðan f sveitakeppninni er nú þessi: Jón Gunnarsson 65 (Einn leikur eftir) Skeggi Ragnarsson 63 (Tveir leikir eftir) Björn Gíslason 58 (Tveir leikir eftir) Árni Stefánsson 40 (Einn leikur eftir) Svava Gunnarsdóttir 39 (Einn leikur eftir) Halldór Tryggvason 28 (Tveir leikir eftir) Jóhann Magnússon 7 (Þrír leikir eftir) Reisum saman sjúkrastöð í nafni Æskunnar - æskunnar vegna Á sjónum verða menn að vera sam- taka ef vel á að ganga.ÁÆskunni SF140 frá Hornafirði er samhent áhöfn - Björn Eymundsson og hans menn. Og sam- taka voru þeir um að leggja sinn skerf til hinnar nýju sjúkrastöðvar SÁÁ, - með því að undirrita sitt gjafabréf hver. Unga fólkið lætur ekki sitt eftir liggja. Það gerir sér vonir um betra mannlíf í þessu landi og þeim fjölgar sífellt sem gera sér grein fyrir því hve miklu skiptir að bjarga þeim sem velkjast í brimskafli áfengis- sýkinnar - méð skjótum og öruggum handtökum. Tökum höndum saman — styðjum SÁÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.